Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Íranir kusu sér nýjan forseta í stað Hassans Rou- hani í gær en litið var á fjóra frambjóðendur af fimm sem harðlínumenn. Andófsmenn og umbóta- sinnar hvöttu kjósendur til heimasetu þar sem yf- irvöld höfðu strikað frambjóðendur út og þar með nánast gert kjörið að formsatriði. Þótti sem búið væri að ganga frá kjöri ofuríhaldssams klerks, Ebrahims Raisi, með því að vísa hættulegustu keppinautum hans frá. Kosningarnar fara fram á tímum mikillar óánægju vegna efnahagslegra þrenginga sem sagðar eru afleiðing refsiaðgerða vesturveldanna sem gripið var til eftir að Íranar féllu frá samningnum um kjarnorkumál. Á mynd- inni bíður kristin írönsk kona þess að fá að kjósa á kjörstað í Teheran. agas@mbl.is Íran AFP Íranir kjósa sér nýjan forseta Frjálslyndi flokk- urinn breski vann óvænt en örugg- lega aukakosn- ingar um þing- sæti kjördæmis- ins Chesham og Amersham. Íhaldsflokkurinn hafði ætíð unnið kjördæmið og vann það með 16.000 atkvæðum í kosningunum 2019. Frambjóðandi Frjálslynda flokks- ins, Sarah Green, hlaut 56,7% at- kvæða en íhaldsmaðurinn Peter Fleet 35,5%. Vann Green með 8.028 atkvæða mun. Frambjóðandi Verka- mannaflokksins hlaut aðeins 622 at- kvæði en flokkurinn mun aldrei hafa komið jafn illa frá aukakosningum. Leiðtogi frjálslyndra, Ed Davey, sagði Íhaldsflokknum nú standa ógn af frjálslyndum í fjölda kjördæma. Sarah Green fer inn á þing sem 12. þingmaður Frjálslynda flokksins. Boris Johnson forsætisráðherra sagði niðurstöðu Íhaldsflokksins vonbrigði og rakti ósigurinn til stað- bundinna deilumála. Efna þurfti til kosninganna eftir að Cheryl Gillan, fyrrverandi ráð- herra og þingmaður Chesham og Amersham, féll frá í apríl. Johnson missti þingmann - Höfðu aldrei tapað kjördæminu Cheryl Gillan Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Nýsmit kórónuveirunnar hafa rokið upp sem faraldur væri í Rússlandi. Þar hefur þeim fjölgað þrefalt á einni viku. Skýringuna á uppsveiflunni er að finna í svonefndu Delta-afbrigði. Hef- ur þetta leitt til ýmissa ráðstafana af hálfu Rússa og meðal annars þrengt að áhorfendum á EM í fótbolta sem fram fer í Moskvu. Alls greindust 9.056 nýsmit í Moskvu á sólarhring þar til í gær, sem er met. Sagði Sergei Sobjanin, borg- arstjóri hinnar 12 milljóna manna risa- stórborgar, að tæp 90% smitanna væru af völdum Delta-afbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Hálfum mánuði áður greindust 3.000 nýsmit í Moskvu. Sobjanin sagði að takmarka yrði samkomuhald og þrengja að umsvif- um vegna EM í fótbolta. „Þetta er mér á móti skapi en ekki er um annað að ræða,“ skrifaði borgarstjórinn á heimasíðu sína. „Frá og með deginum í dag verður aðsókn að stórviðburðum takmörkuð við eitt þúsund manns. Við erum að stöðva allar stórsamkomur og verðum líka að loka danshúsum og áhorfendasvæðum.“ Sobjanin varaði við nýrri sýkingar- bylgju í fyrradag. „Við höfum ekki séð svona mikinn gang í smitinu. Hann var aldrei svona mikill í fyrri bylgjum,“ sagði hann. Á fundi með veitinga- mönnum í fyrradag sagði borgarstjór- inn að á einungis fimm dögum hefðu 13.000 laus rúm á sjúkrahúsum fyllst. „Þau voru étin upp.“ Í gær voru spít- alarúm helguð stríðinu gegn kórón- uveirunni orðin 17.000 og ætlunin var að fjölga þeim brátt í 20.000, að sögn Sobjanin. Hið stóraukna veirusmit á sér stað á sama tíma og Rússar reynast tregir til að láta bólusetja sig. Þótt herferð hafi verið ýtt úr vör í desember og alls fjög- ur bóluefni verið þróuð og framleidd í Rússlandi; Sputnik V, EpiVacCorona, CoviVac og Sputnik Light – gætir mótþróa við að láta sprauta sig. Aðeins 19 milljónir Rússa af 146 milljónum hafa fengið a.m.k. einn sprautu- skammt. Í Moskvu hafa aðeins 1,8 milljónir íbúa af 12 milljónum fengið bóluefni gegn kórónuveirunni. Nýleg- ar skoðanakannanir sýna að 60% Rússa ætla ekki að þiggja sprautu. AFP Vörn Lögreglumenn vígbúnir gegn veirunni á Rauða torginu í Moskvu. Sýkingar blossa upp í Rússlandi Breska stjórnin bað fórnarlömb nauðgana afsök- unar í gær og gekkst við því að mikill niður- skurður fjárveit- inga í dóms- málakerfinu hefði að hluta til leitt til fækkunar sakfellinga í nauðgunarmálum. Tveir ráðherrar sögðust „djúpt sneyptir“ vegna lágs hlutfalls sak- fellingardóma í nauðgunarmálum í Englandi og Wales. Hét dóms- málaráðherrann Robert Buckland því að „betur yrði að verki staðið“ í framtíðinni. Alls teljast fórnarlömb nauðg- unar og tilrauna til nauðgunar 128.000 á ári í Englandi og Wales. Aðeins 1,6% þessara mála komast á ákærustig. Á síðasta ári voru 1.439 ákærðir einstaklingar sakfelldir fyrir nauðgun eða vægara brot. BRETLAND Ráðherrar biðjast afsökunar Robert Buckland Neyðarlögum hefur verið lýst yfir í Kaliforníu vegna gríðar- legrar hita- bylgju sem talin er geta ógnað orkukerfi rík- isins. Í þjóðgarð- inum Dauðadal mældist hitinn 54°C í fyrradag en þar er jafnan heitasti blettur Bandaríkjanna. Hættulega mikill hiti mældist einn- ig í ríkjunum Arizona, Nevada og Utah eða 37-43 gráður á Celcius. Ekki dregur úr hita fyrr en á mánudag. Íbúar voru hvattir til að dveljast innanhúss eða í skugga og spara rafmagn. BANDARÍKIN Neyðarástand vegna hita í Kaliforníu Hátt steig hitamæl- irinn í Dauðadal í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.