Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍMið-Aust-urlöndum erógjarnan verið
að ónáða almenning
með kosningum.
Ísrael er ein und-
antekning á þessu
og þar eru kosningar meira að
segja lýðræðislegar, skipta máli
og geta orðið til þess að skipt sé
um valdhafa, eins og nýlegt
dæmi staðfestir.
Sýrland er dæmi um ríki á
þessum slóðum sem þykist
halda lýðræðislegar kosningar
og þar var Bashar al-Assad for-
seti endurkjörinn í fjórða sinn
fyrir tæpum mánuði með 95%
atkvæða þar sem kjörsókn var
hátt í 80%, að sögn stjórnvalda.
Þessi Assad hefur setið í rúma
tvo áratugi sem forseti, við mikl-
ar vinsældir, ef marka má upp-
gefin kosningaúrslit, þrátt fyrir
að landið hafi nánast leyst upp í
borgarastyrjöld undir hans
stjórn. Áður en hann tók við
hafði annar Assad, faðir hans,
notið jafnvel enn meiri lýðhylli í
aldarfjórðung. Stuðningurinn
fór að vísu aldrei yfir 100%, en
þar mátti engu muna.
Þessir feðgar hafa raunveru-
lega stjórnað í Sýrlandi, en svo
er ekki alltaf um „kjörna“ for-
ystumenn í Mið-Austurlöndum.
Í gær fóru fram kosningar í öðru
„lýðræðisríki“, klerkaveldinu
Íran. Þar eru kosningar haldnar
með reglulegu millibili og al-
mennt hefur kosningaþátttaka
verið þokkaleg, en í gær leit út
fyrir að þátttaka yrði dræm,
enda almenningur venju fremur
ósáttur við ástandið og vilja
margir nota tækifærið til að
senda þó einhver skilaboð.
Kosningar í Íran snúast ekki
um að velja þann sem raunveru-
lega ræður í landinu, því að það
er æðsti klerkurinn, nú Aya-
tollah Ali Khamenei, sem ríkt
hefur í rúma þrjá áratugi og tók
við af Ayatollah Ruhollah Kho-
meini, sem ríkti fyrstu tíu árin
eftir byltinguna sem leiddi til
stofnunar íslamska lýðveldisins.
Í gær var kosið um forseta
landsins, sem getur að vísu haft
einhver áhrif, en ræður engu um
það sem máli skiptir og æðsti
klerkurinn vill ákveða. Að þessu
leyti er kosningin því alger
sýndarmennska enda hefur sýnt
sig að það breytir sáralitlu hver
nær kjöri. Nú er til að mynda að
ljúka öðru kjörtímabili Hassans
Rouhani forseta, sem má þar
með ekki sitja lengur. Hann á að
teljast hófsamur, en þrátt fyrir
það voru fjöldamótmæli barin
niður með harðri hendi svo í það
minnsta hundruð féllu fyrir fá-
einum misserum. Íran hefur
einnig beitt sér mjög til ills á
svæðinu í tíð Rouhani, einkum
eftir að Bandaríkin gerðu afleit-
an kjarnorkuvopnasamning við
landið í tíð Baracks Obama for-
seta og Joes Biden, þá varafor-
seta. Við það fékk Íran fúlgur
fjár sem það nýtti til að fjár-
magna ofbeldi og
hryðjuverka-
starfsemi. Öllu
slíku ræður æðsti
klerkurinn og lætur
sig litlu varða hvað
forseta finnst, séu
þeir ólíkrar skoðunar, sem er
alls óvíst.
Eftir kosningarnar í gær má
telja enn ólíklegra en áður að
þessir tveir, æðsti klerkurinn og
forsetinn, hafi ólíkar skoðanir á
slíkum málum, því að allt útlit
var fyrir að sigurvegarinn yrði
Ebrahim Raisi, yfirmaður
dómsvalds í landinu og harð-
línumaður. Sá tapaði fyrir átta
árum fyrir núverandi forseta, en
ólíklegt var talið að eini hófsami
frambjóðandinn í kjöri ætti
möguleika nú á sigri.
Ebrahim Raisi var svo lán-
samur að þegar Byltingarráðið,
stofnunin sem fer með mest völd
fyrir utan æðsta klerkinn og
getur meðal annars hafnað
frambjóðendum, fór yfir lista
þeirra sem vildu gefa kost á sér
þá hafnaði það nánast öllum.
Nær sex hundruð gáfu kost á
sér, en öllum nema sjö var hafn-
að og þeir voru nær allir harð-
línumenn. Meðal þeirra sem
hafnað var voru nokkrir tugir
kvenna, en Byltingarráðið hefur
aldrei samþykkt framboð
kvenna svo að þær hafa líklega
ekki verið vongóðar sem létu sig
þó hafa það að reyna að fá að
bjóða sig fram.
Ástandið í Íran er skelfilegt.
Þrátt fyrir sýndarlýðræðið ríkir
þar hrein harðstjórn. Þessi
harðstjórn beinist ekki aðeins
að innlendum óvinum ríkisins,
heldur einnig erlendum. Þar er
eina raunverulega lýðræðisríki
Mið-Austurlanda, Ísrael, efst á
blaði og þarf sífellt að óttast
árásir Írans. Þær koma reglu-
lega frá útsendurum Írans á
Gasa-svæðinu, en mesta ógnin
er þó að Íran takist að koma sér
upp kjarnorkuvopnum. Vestur-
lönd, ekki síst Bandaríkin, geta
haft töluverð áhrif á hvaða líkur
eru á að það takist. Nú er rætt
um og velt vöngum um möguleg
áhrif þessara forsetakosninga í
Íran á hugsanlegar viðræður við
Bandaríkin. Þó er ljóst að kosn-
ingarnar nú hafa lítil eða engin
áhrif, ólíkt kosningunum í
Bandaríkjunum, sem gætu hafa
orðið til þess að aftur verði
gerður samningur við Íran sem
auðveldi harðlínumönnum þar í
landi að byggja upp vopnabúr
sitt og stuðla að ófriði.
Lítil þátttaka í kosningunum í
Íran getur þó haft þau áhrif að
grafa undan stjórnvöldum þar í
landi og stuðla þannig að raun-
verulegum umbótum. Það gerist
þó ekki á einni nóttu og til að svo
verði þurfa lýðræðisríkin að
sýna fulla festu gagnvart ófrið-
aröflunum í Íran. Friðþæging-
arstefna er ekki lausnin í sam-
skiptum við þessa ófriðarmenn
frekar en aðra slíka.
Kosningaþátttakan
er í raun það eina
sem einhverju máli
getur skipt}
Kosið um ekkert í Íran
É
g veit, það nennir enginn lang-
lokum um þingið eftir hið venju-
lega vesen og sýndarmennsku
sem viðgengst alla jafna í þinglok-
um. Formúlan er kunnugleg:
Málþóf hjá stjórnarandstöðu af því að stjórn-
arflokkarnir vilja ekki semja og/eða öfugt,
stjórnin vill ekki semja út af fáránlegum kröfum
stjórnarandstöðunnar. Sem betur fer er þetta
bara 2.700 tákna grein, í mesta lagi hálf langloka.
Það er ástæða fyrir því að þingið starfar eins
og það gerir. Slæm ástæða. Ef fólki tekst ekki að
ná sínu fram með rökum þá beitir það ofbeldi.
Hér er alls ekki átt við líkamlegt ofbeldi, en það
hefur alveg jaðrað við það. Ég hef séð fólk öskra
hvað á annað, skella hurðum, beita hótunum og
þess háttar. Hér er átt við stofnanalegt ofbeldi.
Á þessu kjörtímabili hef ég starfað í nokkrum
nefndum. Munurinn á starfinu í þeim nefndum er gríðar-
lega mikill, efnislega og formlega, og ræðst það aðallega af
því hvernig fundum er stýrt og hverjir eru nefndarmenn.
Ég heyri svipaða sögu úr öðrum nefndum, það skiptir máli
hver stýrir fundum og hverjir nefndarmenn eru. Það skiptir
máli hvernig starfið fer fram og hvaða árangri við náum
saman. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart auðvitað.
Rétt fólk á réttum stað skilar réttum árangri.
Það skiptir því miklu máli að gott fólk veljist til starfa á
þingi, fólk sem velur ekki að beita ofbeldi til þess að ná ár-
angri. Vandinn er að menningin á Alþingi ýtir undir þessar
aðferðir. Leikurinn er settur upp þannig að ofbeldisaðferðir
verða sjálfkrafa fyrir valinu og það þarf að hafa
fyrir því að ná árangri á annan hátt. Þetta eru
vinnubrögð sem mér sýnist flestir flokkar vera
búnir að sætta sig við. Þau kunna á þetta vinnu-
lag og finnst þægilegt að falla bara í sama far og
venjulega. Þar er vandinn, í hefðum gömlu
flokkanna sem eru með Stokkhólmsheilkenni
gagnvart gömlu skotgrafapólitíkinni.
Allir þingmenn í öllum flokkum telja sig
vera að gera sitt besta. Hvað fólk gerir til þess
að ná sem bestum árangri er auðvitað mis-
munandi. Alveg eins og það er mismunandi
milli þingmanna hvað þeir telja vera árangur.
Það sem skemmir fyrir, að mínu mati, er
hvernig hefðir hafa mótast á Alþingi, því nýtt
fólk sem kemur inn í starfið fellur mjög auð-
veldlega í sama gamla farið. Þess vegna sést
svo lítill munur á starfi þingsins þó það komi
fullt af nýju fólki, því þegar þau detta í skotgrafirnar byrj-
ar ofbeldið, óafvitandi jafnvel.
Það verður að breyta til því annars heldur þetta bara
svona áfram. Það virðist ætla að verða þó nokkur nýliðun
á næsta kjörtímabili þannig að tækifærið er til staðar –
það sem þarf er stór flokkur Pírata til þess að draga þing-
ið í framtíðina og breyta vinnubrögðunum. Við þurfum
gott fólk á góðum stað til þess að skila góðum árangri fyrir
alla.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Að loknum þinglokum
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
S
tarfsemi dómstólanna á árinu
2020 fór ekki varhluta af
áhrifum faraldursins að því
er niðurstöður ársskýrslu
dómstólasýslunnar leiðir í ljós en
nokkuð hægði á allri afgreiðslu dóm-
stólanna á seinasta ári.
Birtist þetta m.a. í lengri máls-
meðferðartíma hjá dómstólunum en þá
fækkaði einnig heildarfjölda dómsmála
hjá héraðsdómstólunum nokkuð á milli
áranna 2019 og 2020; alls voru 15.360
mál afgreidd þar árið 2019 samanborið
við 14.653 árið 2020 en það er þó í
nokkru samræmi við meðaltal mála
síðustu fimm árin á undan.
Minni áhrif en óttast var
Ólöf Finnsdóttir var fram-
kvæmdastjóri dómstólasýslunnar þeg-
ar skýrslan var unnin og segir hún far-
aldurinn hafa haft minni áhrif á
meðferð mála en óttast var þegar far-
aldurinn skall á. „Það skiptir miklu
máli í því samhengi að gripið var til
lagasetningar til þess að forðast rétt-
arspjöll,“ segir hún í samtali við Morg-
unblaðið. Nefnir hún að við gildistöku
laga nr. 32/2020 um breytingu á ýms-
um lögum vegna faraldursins hafi ver-
ið veitt tímabundin en mikilvæg heim-
ild til nýtingar rafrænna lausna og
fjarfundarbúnaðar, meðal annars hjá
dómstólunum.
„Vorið 2020 var farið að taka
skýrslur með þessum hætti, eins og lög
heimila, sem kom að góðum notum
þannig að ekki hlutust réttarspjöll af.
Það var fyrst og fremst í mars og apríl
sem hægði verulega á,“ segir hún. Hún
segir að hjá Landsrétti séu uppsöfnuð
mál sem bíði afgreiðslu en það kunni
einnig að stafa af manneklu hjá dóm-
stólnum fremur en af faraldrinum. Síð-
astliðin tíu ár hefur málunum fækkað
allverulega og var fækkunin mest á
milli áranna 2013 og 2014, þegar mála-
fjöldinn fór úr 19.697 í 16.731 mál.
Óafgreidd mál á borði Lands-
réttar voru 283 talsins í ársbyrjun 2019
en þeim fjölgar í 375 í ársbyrjun 2020.
Landsréttur breytti niðurstöðu
mála verulega í 16% tilfella
Í Landsrétti var niðurstöðu hér-
aðsdóms breytt verulega eða snúið
við í 54 málum, eða í 16% tilvika, en
staðfest eða breytt að einhverju leyti í
334 málum.
Málum er unnt að skjóta til
Landsréttar með áfrýjun eða kæru en
málsmeðferð í áfrýjuðum málum er
munnleg þar sem við aðalmeðferð
mála er unnt að leiða aðila og vitni til
skýrslugjafar. Einkamál sem hægt er
að skjóta til Landsréttar með kæru
eru annars vegar ágreiningur sem lýt-
ur að réttarfarsatriðum og hins vegar
mál sem löggjafinn hefur metið að
þurfi skjótrar úrlausnar við.
Mál sem koma til kasta héraðs-
dómstólanna skiptast í einkamál og
ákærumál. Einkamál eru annars vegar
flutt munnlega og hins vegar skriflega
en afgreiðsla þeirra tók lengri tíma að
meðaltali árið 2020 heldur en árin á
undan; 371 dagur var meðalafgreiðslu-
tíminn en 356 dagar árið á undan. Þó
gengu mál hraðar fyrir sig árið 2020
heldur en 2016 þegar 386 daga tók að
meðaltali að afgreiða einkamál sem
komu til kasta dómstólanna.
Afgreiðsla ákærumála hjá hér-
aðsdómstólunum tók að meðaltali 112
daga á seinasta ári og er það lengsti
tími sem mælst hefur síðan árið 2011,
en árið 2019 tók afgreiðslan að með-
altali 105 daga. Þá hafa óafgreidd mál
hjá héraðsdómstólunum um áramót
aldrei verið fleiri en í ársbyrjun 2020,
eða 722 talsins, í samanburði við 570 í
ársbyrjun 2019.
Mikil fækkun beiðna um
gjaldþrotaskipti á milli ára
Í fyrra bárust héraðsdómstól-
unum 1.699 gjaldþrotaskiptabeiðnir
samanborið við 2.320 slíkar beiðnir ár-
ið 2019 og hefur þeim fækkað verulega
milli ára. Örlítið fleiri rannsókn-
arúrskurðir voru kveðnir upp árið 2020
(942) heldur en árið á undan (924) en
þeir skiptast ýmist í húsleit, gæslu-
varðhald og aðra úrskurði. Gæslu-
varðhaldsúrskurðum fækkaði milli
ára; árið 2019 voru 517 úrskurðir
kveðnir upp en 400 árið 2020 en hús-
leitir voru 1.605 árið 2019 og 167 árið
2020.
Í Hæstarétti voru kveðnir upp 38
dómar á árinu 2020 en árið 2019 voru
þeir 50 talsins.
Hægði á afgreiðslu
dómstóla í faraldrinum
Dómsmál og rannsóknarúrskurðir
Heildarfjöldi dómsmála hjá héraðsdómstólunum 2011 til 2020
1.500
1.000
500
0
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
H
ei
m
ild
:
D
ó
m
st
ó
la
sý
sl
an
235
323
673
262
388
711
286
371
794
168
257
645
155
338
636
118
434
687
113
449
744
143
489
906
164
517
924
167
400
942
19.718 19.697
15.053 15.378
15.360
14.653
1.231
1.361
1.451
1.070
1.129
1.239
1.306
1.538
1.605
1.509
Rannsóknarúrskurðir hjá héraðsdómstólunum 2011 til 2020
Húsleit Gæsluvarðhald Aðrir rannsóknarúrskurðir
283
375
Óafgreidd mál
í Landsrétti
Ársbyrjun 2019 og 2020
H
ei
m
ild
:
D
ó
m
st
ó
la
sý
sl
an
2019 2020