Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 35

Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 35
að tapa í rakka, þá var ég að níðast á gamalmenni. En nú ertu fallinn frá, blessaður. Ég mun alla tíð minnast þeirra óteljandi ævintýra sem við áttum saman. Litlu sigrarnir voru ómet- anlegir og allar góðu stundirnar með þér og ömmu í öllum skíða- ferðunum. Þótt að þar sé fjall við fjall og fátt um gróður bestan, þá er margur kjarnakarl kominn þaðan að vestan. Þar á meðal þú, afi, og sjálfur Jón Sigurðsson. Hvíl í friði, þess óskar þinn vinur og barnabarn, Hjörleifur (Hjölli). Sólberg móðurbróðir okkar er fallinn frá, stórhuga maður með óstöðvandi bjartsýni og eljusemi sem lét ekki rysjótt veðurfar og grýttan jarðveg hindra sig í fyrir- ætlunum um að byggja fagran skóg innst inni í Jökulfjörðum, þar sem varla finnst stingandi strá. Hríslunum sem hann plantaði vegnar misvel, en annað verður sagt um fræin sem hann sáði með umhyggju og ástúð við fjölskyldu og vini sem syrgja hann sárt í dag. Sólberg og móðir okkar voru einstaklega náin og ávallt mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Foreldrar okkar gerðu upp gam- alt hús við hliðina á Sólberg og fjölskyldu í Bolungarvík fyrir þremur áratugum og dvöldu þar sumarlangt og jók það samgang- inn enn frekar. Sólberg var sam- einingartákn samheldinnar stór- fjölskyldu okkar, fylgdist af áhuga með lífshlaupi okkar allra stórra og smárra og tók öllum fagnandi. Sólberg var fjölskyldumaður í svo miklu dýpri merkingu en venjulega er lagt í það orð. Þau Lucie byggðu sér sumardvalar- stað á afskekktum stað í Leir- ufirði, þangað sem aðeins er fært á bát eða fótgangandi. Það skal ósagt látið hvort það hafi verið einskær framsýni hans eða skyggnigáfa að byggja sér bústað þar sem útilokað væri að nokkurn tímann yrði hægt að fá gsm- eða netsamband. En hvað sem því líð- ur þá tryggði hann með þessu staðarvali að fjölskyldumeðlimir nytu samvista hver við annan í stað þess að hver grúfði sig yfir sitt snjalltæki. Við systkinin eigum öll góðar minningar frá Leirunni. Fyrstu árin var eldað á kolaeldavél og vatn sótt í fötu í nærliggjandi læk. Nú er búið að virkja, kominn ís- skápur, sími og heitt og kalt vatn í krana. Alltaf er nóg að gera enda þau hjónin stórhuga og endalaus- ar framkvæmdir í gangi. Við nut- um ævintýraheims Leirunnar með fjölskyldunni, veiðandi silung og tínandi ber, í skemmtilegum gönguferðum í nærliggjandi firði eða uppi á Drangajökli. Það var aðdáunarvert hvernig Sólberg og Lucie sameinuðu fjöl- skylduna í áhugamálum. Sólberg var mikill útivistarmaður og elsk- aði gönguferðir og skíði og þau hjónin fóru árlega í skíðaferð á meginlandi Evrópu eða til Norð- ur-Ameríku. Börn og barnabörn voru með í skíðaferðum þar sem þau nutu samvista við afa sinn og ömmu. Elísabet naut þess í tvö skipti að skíða með honum og fjölskyldu í ítölsku Ölpunum. Þar sveif hann niður hlíðarnar, skíðakonungur Bolungarvíkur í öllu sínu veldi, alltaf með nýjustu græjur og klæddur í nýtísku skíðafatnað. Sólberg var ungum falið að stýra Sparisjóði Bolungarvíkur sem var mikið ábyrgðarstarf á þeim tíma þegar uppbyggingin var sem mest og útgerðin í blóma. Hann sinnti því af miklum skör- ungsskap og af umhyggju fyrir samfélaginu og íbúum þess. Lucie var kletturinn sem aldrei brást. Hún fylgdi honum og studdi hann í starfi og áhugamálum sem eng- inn hefði betur gert. Móðir okkar Guðrún Halldóra er þeim hjónum ævinlega þakklát fyrir þeirra tryggð og umhyggju. Við systkin- in vottum Lucie, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð vegna fráfalls stórkostlegs manns. Megi minning Sólbergs frænda lifa. Halldór Jón, Einar Garðar, Gísli Jón, Elísabet og Hilmar Garðar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Í dag kveðjum við Sólberg föð- urbróður okkar. Við fjölskyldur bræðranna Sólbergs og Guðmundar Bjarna pabba okkar ólumst upp í nánu samneyti á Miðstræti í Bolung- arvík. Amma okkar og afi, Elísa- bet Bjarnadóttir og Jón Guðni Jónsson, reistu sér hús af miklum myndugleik sem þau nefndu Sól- berg. Nokkrum árum síðar fædd- ist þeim sonur sem þau nefndu þessu sama fallega nafni. Sólberg veiktist af berklum 17 ára gamall og dvaldi á Vífils- staðaspítala í tvö ár. Hann sigr- aðist á þeim illvíga sjúkdómi og kom það sér vel hversu hraustur hann var. Á Vífilsstöðum hitti hann stúlku sem varð hans lífs- förunautur. Hin unga, fallega og dugmikla Lucie Einarsson hafði komið frá Danmörku til að kynn- ast landi föður síns, Ásgeirs Ein- arssonar frá Arnardal í Skutuls- firði. Sólberg og Lucie felldu hugi saman, hófu búskap í Bol- ungarvík og eignuðust fimm börn. Fyrir skömmu fögnuðu þau 65 ára brúðkaupsafmæli. Þegar afi dó fluttist fjölskylda okkar í húsið Sólberg, en Sólberg og Lucie byggðu hús við hliðina fyrir sína fjölskyldu og var íbúð fyrir Betu ömmu niðri hjá þeim. Þar bjó hún í góðu yfirlæti og var það ómetanlegt fyrir okkur barnabörnin að alast upp í svo nánu samneyti við hana. Sólberg, Lucie, pabbi og mamma bjuggu því hlið við hlið á Miðstrætinu og ólu þar upp allan sinn barnaskara. Í þessari nánu sambúð ríkti góð vinátta og hlý fjölskyldutengsl alla tíð. Pabbi og Sólberg hittust fyrir utan húsin sín þegar þeir skruppu heim í há- degismat og ræddu saman. Sól- berg kom einnig oft á kvöldin inn á Sólbergi ef þurfti að ræða ein- hver mál. Þegar þeir bræðurnir höfðu rætt saman einslega var komið fram og drukkið kaffi og spjallað. Þegar pabbi dó reynd- ust Sólberg og Lucie mömmu okkar ómetanlega vel og vináttan hélst allt til enda. Lucie og Sólberg festu snemma kaup á landi Leiru í Leirufirði og vörðu þar flestum sínum frístundum Þar bjuggu þau fjölskyldu sinni einstakan sælureit fjarri ys og þys alheims- ins. Á Leiru naut Sólberg sín til hins ýtrasta og fékk þar útrás fyrir framkvæmdagleði sína og útsjónarsemi. Við framkvæmd- irnar naut hann dyggs stuðnings afkomenda sinna. Sólberg var athafnamaður og mikil félagsvera. Hann stundaði útivist og naut þess að vera á skíðum. Hann var manna hress- astur og naut sín vel í félagsskap. Hann átti auðvelt með samskipti og var umhugað um samferðafólk sitt. Sólberg var alvöru hetja og töffari allt til enda lífs síns og kraftur hugans óendanlegur þrátt fyrir að líkaminn færi að þreytast og veikjast. Sólberg hefur alla tíð reynst okkur systkinunum á Sólbergi einstaklega vel og mikil vinátta á milli okkar allra. Teljum við okk- ur vera einstaklega lánsöm að hafa alist upp og lifað í hans ná- vist. Við viljum þakka fyrir vináttu og hlýhug, ekki síst við foreldra okkar og sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Luciear, Ás- geirs, Bjarna, Betu Jónu, Sölva, Maríu og fjölskyldna þeirra. Systkinin frá Sólbergi, Björg, Elísabet, Ása, Jón Guðni, Ragna og Ingibjörg. Kær móðurbróðir minn er fall- inn frá. Hann hefur fylgt mér alla ævi og reynst mér og mínum alveg einstaklega vel. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa og standa með mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og fyrir það ber að þakka. Sólberg var iðjusamur og sí- vinnandi, höfðingi heim að sækja, einstaklega gestrisinn og greið- vikinn en ekki síður velviljaður og umhyggjusamur. Ég sit hér á Skriðu og ótal minningar um frænda minn koma upp í hugann. Allar eru þær jákvæðar því Sól- berg og reyndar öll móðursystkini mín eru með jákvæðara fólki sem ég þekki. Á Skriðu á Sólberg mörg handtökin. Hann setti niður plöntur og á heiðurinn af þeim vísi að skógrækt sem hér er. Hann var aðalhvatamaðurinn að því að for- eldrar mínir reistu sér athvarf hér, tók þátt í byggingarfram- kvæmdum þegar þær hófust og fylgdist með öllu alveg fram á síð- asta dag. Hann kom oft, stundum daglega, samgladdist og hvatti til dáða. Sólberg eignaðist jarðirnar Leiru og Kjós í Leirufirði og byggði þar myndarlegan sum- arbústað, svo ekki sé meira sagt, og þar hefur hann brasað við áhugamál sitt, skógrækt og jarða- bætur, af einstakri eljusemi. Við Sigga vorum svo heppin að fá að dveljast á Leiru í brúðkaupsferð okkar og tuttugu árum seinna buðu þau Lucie okkur og strákun- um í nokkurra daga heimsókn á Leiru og þá var nú dekrað við okk- ur. Lífið var frænda mínum ekki alltaf auðvelt. Erfið veikindi í æsku og nokkur áföll síðar komu þó ekki í veg fyrir að hann skapaði sér gæfuríkt líf. Sólberg kynntist Lucie sinni ungur á Vífilsstöðum, þar sem hún annaðist hann berklasjúkan, og síðan hefur hún sinnt honum og allri fjölskyldunni. Það er ekki hægt að minnast Sól- bergs öðruvísi en að tala um Lucie í sömu andrá, svo samrýmd hafa þau verið í lífi sínu. Saman fluttu þau vestur og hófu búskap, bæði vel innan við tvítugt, og börnin voru orðin fjögur þegar Lucie var 22 ára en fimmta barnið bættist við fáum árum síðar. Það hefur örugglega reynt vel á þrek, úthald og þolinmæði ungu hjónanna. Lu- cie og Sólberg hafa alltaf verið ein- staklega samstiga í verkefnum og verkaskiptin hafa verið skýr. Hjá þeim hefur verið mikilvægast að vera til staðar, sinna sínu fólki og láta gott af sér leiða. Í umhyggju- radíus þeirra hafa þó ætíð verið miklu fleiri en afkomendurnir og fjölskyldur þeirra. Sólberg var sparisjóðsstjóri í 39 ár og rak sparisjóðinn allan þann tíma með hagnaði. Hann lagði metnað sinn í að hafa alltaf sem flest stöðugildi því hann leit á það sem samfélagslega skyldu að skaffa sem flestum atvinnu. Hann var af þeirri kynslóð manna sem ekki töldu nóg að vera hluti af samfélagi heldur þyrfti maður að taka þátt í að skapa það og það gerði hann svo sannarlega með þátttöku í félagsstarfi og með því að vera góð fyrirmynd. Það má því með sanni segja að hann hafi verið máttarstólpi í samfélagi sem hann valdi að eyða ævinni í. Blessuð sé minning Sólbergs Jónssonar. Elsku Lucie, Ásgeir, Bjarni, Beta, Sölvi, María og fjölskyldur, megi allar góðar vættir vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Jón Ingi og Sigríður Helga. Sólberg Jónsson móðurbróðir minn er genginn inn í dýrðina ei- lífu eftir farsælt og viðburðaríkt líf. Þegar ég var lítil var mér um- hugað um hver yrðu mamma mín og pabbi ef foreldrar mínir myndu deyja. Það var ekki spurning í mínum huga að Sólberg yrði pabbi minn og Imba, Ingibjörg Jóna, móðursystir mín, yrði mamma mín. Það skipti mig engu máli sú staðreynd að þau voru systkini en ekki hjón og áttu heima sitt á hvoru landshorninu. Þau voru þær manneskjur sem ég treysti best í lífinu fyrir utan foreldra mína. Móðir mín Kaja og Sólberg voru langyngst systkinanna á Sól- bergi í Bolungarvík. Þau voru mjög náin og alla tíð var órjúfan- legur strengur þeirra á milli. Það má segja að þessi strengur hafi ekki slitnað á milli kynslóða en börn Sólbergs og Lucie eru mitt og minna nánasta fólk. Þegar Sól- berg var 10 ára bauðst honum að fara í sveit til Hesteyrar í Jökul- fjörðum til sæmdarhjónanna Sig- rúnar Bjarnadóttur og Sölva Betúelssonar, sem þá vantaði dug- mikinn strák til að aðstoða við sveitaverkin. Mömmu, þá 8 ára, þótti óréttlátt að Sólberg færi og ekki hún og linnti ekki látum fyrr en hún fékk að fara þótt ljóst væri að það væri ekki mikið lið í henni. Hvað um það, þau Sólberg vörðu næstu sumrum með Nabba og Rúnu. Þar mynduðust ævilöng tengsl og kærleikur sem meðal annars leiddi til þess að systkinin skírðu börnin sín í höfuðið á gömlu hjónunum en það erum við Sölvi Rúnar Sólbergsson og undirrituð Sigrún Hauksdóttir. Ég naut þeirrar gæfu að fá að vera langdvölum í Bolungarvík á sumrin sem barn og fram á fullorð- insár. Þá dvaldist ég bæði hjá Sól- berg og Lucie og Guðmundi Bjarna móðurbróður mínum og Fríðu á Sólbergi. Húsin eru hlið við hlið svo ekki skipti miklu fyrir mig á hvoru heimilinu ég gisti. Á báðum þessum heimilum var mikil formfesta í öllu heimilishaldi. Það var enginn sveigjanleiki á mat- málstímum og alltaf tvíréttað. Hjá flestum í Bolungarvík var sest nið- ur til hádegisverðar á slaginu tólf en ekki hjá Sólberg og Lucie, þar settumst við niður korter yfir þar sem Sparisjóðurinn var opinn lengur til að bjóða upp á nauðsyn- lega þjónustu. Sólberg var ríkur. Hann átti Lu- cie og þau áttu langt og farsælt líf saman. Þau áttu fimm börn og mörg barnabörn og barnabarna- börn. Sólberg hélt vel utan um hóp- inn sinn á einstakan hátt enda hafði hann einlægan áhuga á lífinu og var mjög forvitinn um menn og málefni. Sólberg átti leynivopn. Hann átti Leiru, paradísarreit fjölskyldunnar í Leirufirði. Leiran er ekki venju- legur sumarbústaður. Leiran er kröfuhörð, hún krefst bæði vinnu og fjármagns. Þrátt fyrir endalaus- ar vinnustundir við bát, bústað, skógrækt og tilraunir við að hemja Jökulána sameinaði Leiran fjöl- skylduna. Sólberg fannst gaman að vinna og plana og var stórhuga. Ferðir á Leiru voru meiriháttar verkefni þar sem Sólberg og Lucie unnu sem einn maður. Með þakk- læti reikar hugurinn til minna Leiruferða sem standa upp úr minningunum eins og skínandi gull. Elsku Lucie og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu sam- úð. Minning um góðan mann lifir. Ykkar Sigrún. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 - Fleiri minningargreinar um Sólberg Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERG ELLERT HARALDSSON, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13. Regína Birkis, Páll Guðbergsson og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 14. júní. Að ósk hins látna fer útförin fram í kyrrþey. Guðmundur Brynjólfsson Guðfinna Brynjólfsdóttir Logi Halldórsson Einar Finnur Brynjólfsson Guðrún Bryndís Hafsteinsd. barnabörn og langafabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AXEL AXELSSON málarameistari, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 24. júní klukkan 13. Dagbjört Guðmundsdóttir Brynhildur Axelsdóttir Einar Ingvar Guðmundsson Júlíus Viðar Axelsson Margrét Sif Hafsteinsdóttir Sólrún Axelsdóttir Árni Örn Bergsveinsson Ívar Örn Axelsson Anna Sigríður Sveinbjörnsd. og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ALICE ELTONSDÓTTIR, Vallarbraut 6, Njarðvík, lést á kvennadeild Landspítalans fimmtudaginn 10. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Hrafn Sveinbjörnsson Sveinn Björnsson Svandís Þorsteinsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, BRAGI NÍELSSON læknir, lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju 25. júní klukkan 13 og athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju. Árni Bragason Röðull Bragason Baldur Bragason Margrét Bragadóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.