Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 39
Lögfræðingur
Íslandsdeild Amnesty International auglýsir stöðu
lögfræðings í 100% starf.
Leitað er eftir metnaðarfullum lögfræðingi sem brennur fyrir mannrétt-
indum. Viðkomandi þarf að geta tekist á við fjölbreytt verkefni á sviði
mannréttinda. Leitað er eftir sjálfstæðum og drífandi aðila með skýra sýn
og faglega þekkingu.
Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að
alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.
www.amnesty.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ritun umsagna um lög og reglur á sviði mannréttinda
• Samskipti við stjórnvöld og milliríkjastofnanir
• Kynning á stefnum Amnesty fyrir starfsfólki og stjórn
• Samskipti við lobbýteymi innan alþjóðahreyfingarinnar
• Verkefnastjórnun
• Annast lögfræðitengd mál deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í lögfræði
• Reynsla á sviði mannréttinda
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
• Reynsla af framsögu
• Góð tölvukunnátta
• Góð færni í íslensku og ensku
• Áhugi á mannréttindamálum
Fríðindi í starfi
• Sveigjanlegt, skapandi og ábyrgðarfullt starf
• Starf þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín
• Vinnustaður með 34 tíma vinnuviku
• Sveigjanleiki á vinnutíma
• Jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi
Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Alfreð. Umsóknarfrestur er til
25. júní 2021. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en í lok
sumars.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Upplýsingar um starfið veitir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri, í
gegnum tölvupóst anna@amnesty.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Staða framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestmannaeyja er laus til umsóknar.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri markaðarins, sinnir uppgjörsmálum
gagnvart stjórn auk annara starfa sem til falla við rekstur markaðarins.
Framkvæmdastjóri þarf að vera með góða tölvukunnáttu, þjónustulund
og menntun sem nýtist honum í fjölbreytilegu starfi.
Umsóknum skal skila til Fiskmarkaðs Vestmannaeyja hf, Friðarhöfn Vestmannaeyjum
-merkt starfsumsókn. Einnig hægt að senda umsókn á póstfangið eh@isfelag.is.
Upplýsingar um starfið gefur Eyþór Harðarson, stjórnarformaður FMV.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk.
Verkefnisstjóri á sviði
sveitarstjórnarmála
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg.
• Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti.
• Kunnátta á ensku og einu Norðurlandatungumáli kostur.
• Þekking á áætlunargerð æskileg.
• Samskiptafærni, frumkvæði og metnaður.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra í tíma-
bundið starf á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála til ársloka 2022.
Helstu verkefni eru framkvæmd og eftirfylgni stefnumótandi áætlunar um
málefni sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023. Eitt af markmiðum áætlunarinnar
er að sveitarfélög á Íslandi verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar
starfsemi. Verkefnisstjóri mun einkum vinna að framkvæmd aðgerða er
varða starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, lágmarkíbúafjölda sveitarfélaga og
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Við leitum eftir framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga og innsýn í nýsköpun í
opinberri stjórnsýslu, hefur yfirsýn yfir málefni sveitarfélaga og er sjálfstæður
í störfum til að fylgja eftir aðgerðum stefnumörkunarinnar.
Um er að ræða fullt starf. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
Einstaklingar óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.
Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið
auglýst án staðsetningar.
Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri, í síma 545 8200.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 23. júní nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á Starfatorgi – starfatorg.is. Athygli er vakin á því
að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Ertu leið/ur á að hanga heima?
Viltu ganga í lið með okkur?
Við erum að leita að hraustum einstaklingi í fjöl-
breytt starf sem felur í sér meðal annars:
%4!3(0"#)&2 *)#-('-2 /$30.#)4!-"0) +" ,#!)01
Hafðu samband ef þetta vekur áhuga þinn!
Sendu ferilskrá á:
konni@xprent.is