Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Á ÁSVÖLLUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur er Íslandsmeistari karla í
handbolta 2021 eftir verðskuldaðan
34:29-sigur á Haukum á útivelli í
seinni leik liðanna í úrslitum í gær-
kvöldi. Valur vann fyrri leikinn með
þriggja marka mun og einvígið því
samanlagt með sjö mörkum.Valur
komst í 5:1 í upphafi leiks og voru
Haukar aldrei líklegir til að jafna
eftir það.
Þetta einstaka tímabil hefur verið
langt, strangt, erfitt og stundum
leiðinlegt hjá Valsmönnum. Valur
tapaði átta leikjum af 22 í deildinni í
vetur og var á tímabili nær fall-
sætunum en þeim efstu. Valsmenn
lærðu hins vegar af töpunum, lag-
færðu mistökin og toppuðu á réttum
tíma. Íslandsmót er maraþon og
Valsmenn áttu nóg eftir á tankinum
til að taka fram úr sprungnum
Haukamönnum og koma fyrstir í
mark.
Mikið Valshjarta
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, benti, eftir tapið í fyrri
leiknum, á að lið Vals væri dýrara
en Haukaliðið. Það kann að vera en
það er mikið Valshjarta í Hlíð-
arendaliðinu. Uppöldu Valsmenn-
irnir Einar Þorsteinn Ólafsson, Þor-
gils Jón Svölu Baldursson og
Alexander Örn Júlíusson voru í lyk-
ilhlutverki í þessum Íslandsmeist-
aratitli, þótt þeir fái sjaldan forsíð-
urnar. Þeir sjá um skítavinnuna í
vörninni á meðan stjörnurnar í
sókninni fá að njóta sín hinum meg-
in.
Um helmingur leikmanna Vals
sem voru á leikskýrslu í gær er upp-
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistarar Alexander Júlíusson, fyrirliði Vals, tekur við Íslandsmeistarabikarnum á Ásvöllum í gær eftir sannfærandi sigur á Haukum.
alinn hjá Val, eins og þjálfararnir
Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar
Bjarni Óskarsson. Óskar er oft kall-
aður herra Valur.
Það sást á öllum aðgerðum Vals-
manna í gær að merkið framan á
treyjunni skiptir þá miklu máli og
var fagnað grimmt í leikslok.
Anton Rúnarsson hefur verið
ótrúlegur í úrslitakeppninni fyrir
Val, sem og Martin Nagy í markinu.
Það er allt annað að sjá þá eftir að
leikirnir fóru að skipta meira máli;
talandi um að toppa á réttum tíma.
Hornamennirnir Vignir Stefánsson
og Finnur Ingi Stefánsson hafa ver-
ið drjúgir og þegar annaðhvort Agn-
ar Smári Jónsson eða Magnús Óli
Magnússon á ekki sinn besta dag, á
hinn yfirleitt mjög góðan leik í stað-
inn.
Agnar var magnaður í gær og
Magnús Óli átti glæsilegan fyrri
leik. Þá er Róbert Aron Hostert
ólíkindatól. Valsmenn hafa efni á því
þegar einn eða fleiri leikmenn eiga
ekki sinn besta dag, þá koma aðrir í
staðinn.
Þótt Haukarnir hafi unnið flesta
leiki allra liða í vetur eru Valsmenn
verðskuldað Íslandsmeistarar. Þeir
unnu ekki bara Hauka í úrslitum,
heldur gerðu þeir það sannfærandi.
Féllu illa á stærsta prófinu
Það hljóta að vera gríðarleg von-
brigði fyrir Hauka að þurfa að sætta
sig við annað sætið eftir glæsilega
frammistöðu í deildarkeppninni í
vetur. Haukamenn töpuðu aðeins
tveimur leikjum af 22 og völtuðu
oftar en ekki yfir andstæðinginn.
Haukar voru með 144 mörk í plús í
deildinni gegn 53 hjá Val. Þegar upp
er staðið munu hins vegar fáir muna
eftir því. Haukar féllu illa á stærsta
prófinu.
Verðskuldaður sigur Vals
- Valsmenn sannfærandi í úrslitaeinvíginu - Uppöldu strákarnir magnaðir í
vörninni - Toppuðu á hárréttum tíma - Haukamenn féllu á stærsta prófinu
Ísak Óli Ólafsson knattspyrnumað-
ur frá Keflavík er genginn til liðs
við danska B-deildarfélagið Es-
bjerg en hann kemur þangað frá
úrvalsdeildarfélaginu Sönder-
jyskE. Ísak Óli hefur verið í láni hjá
Keflvíkingum undanfarnar vikur
en sigurleikurinn gegn HK á mið-
vikudagskvöldið reyndist kveðju-
leikurinn því Ísak fór til Danmerk-
ur í gær og á að skrifa undir hjá
félaginu á morgun. Ísak verður 21
árs í lok mánaðarins og hann spil-
aði sinn fyrsta A-landsleik gegn
Mexíkó í lok maí.
Ísak Óli til liðs
við Esbjerg
AFP
Vörn Ísak Óli Ólafsson lék með 21-
árs landsliðinu á EM í mars.
KA-menn þurfa að spila sinn þriðja
heimaleik á Íslandsmóti karla í fót-
bolta á þessu keppnistímabili á
gervigrasvellinum á Dalvík. Þeir
taka á móti Valsmönnum í sannköll-
uðum stórleik á morgun klukkan 16
og eins og í maímánuði er gamli
Akureyrarvöllurinn ekki tilbúinn
til notkunar vegna kuldakastsins
undanfarið.
Valur er með 20 stig á toppnum
en KA er með 16 stig í þriðja sætinu
og á tvo leiki til góða á meistarana.
Akureyrarliðið kæmist því í mjög
góða stöðu með sigri á morgun.
Toppslagurinn
verður á Dalvík
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Toppslagur Daníel Hafsteinsson og
Hannes Þór Halldórsson mætast.
Ásvellir, síðari úrslitaleikur Íslands-
móts karla, föstudag 18. júní 2021.
Gangur leiksins: 1:4, 4:7, 6:10,
10:12, 12:15, 15:18, 19:20, 20:24,
22:27, 24:30, 26:32, 29:34.
Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson
8/2, Darri Aronsson 4, Geir Guð-
mundsson 4, Heimir Óli Heimisson
3, Adam Haukur Baumruk 3, Atli
Már Báruson 3, Ólafur Ægir Ólafs-
son 2, Þráinn Orri Jónsson 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavs-
son 5, Andri Sigmarsson Scheving
3.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Valur: Anton Rúnarsson
10/3, Agnar Smári Jónsson 7, Vign-
ir Stefánsson 7, Róbert Aron Hos-
tert 3, Finnur Ingi Stefánsson 3,
Magnús Óli Magnússon 2, Þorgils
Jón Svölu Baldursson 2.
Varin skot: Martin Nagy 12/1, Einar
Baldvin Baldvinsson 1/1.
Utan vallar: 4 mínútur
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson.
Áhorfendur: Tæplega 1.000.
HAUKAR – VALUR 29:34
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Dalvíkurvöllur: KA – Valur.................... S16
Würth-völlur: Fylkir – ÍA ...................... S17
Samsung-völlur: Stjarnan – HK............ S17
HS Orkuv.: Keflavík – Leiknir R...... S19.15
Kópavogsvöllur: Breiðablik – FH .... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Vestri ........ L14
2. deild karla:
Hertz-völlur: ÍR – Fjarðabyggð ........... L14
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Þróttur V .... L14
Blue-völlur: Reynir S. – Magni ............. L14
Vodafone-völlur: Völsungur – Kári....... L16
Ólafsfjarðarvöllur: KF – KV ................. L16
3. deild karla:
Fellavöllur: Höttur/Hug. – Augnablik.. L15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Sindri ........ S14
Týsvöllur: KFS – ÍH............................... S14
Vopnafjörður: Einherji – Ægir.............. S14
OnePlus-völlur: KFG – Dalvík/Reynir . S15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
HS Orkuvöllur: Keflavík – Tindastóll... L16
2. deild kvenna:
Boginn: Hamrarnir – FHL.................... L14
Vodafone-völlur: Völsungur – ÍR .......... S16
GOLF
Íslandsmótið í holukeppni heldur áfram á
Þorláksvelli í Þorlákshöfn og síðustu um-
ferð riðlakeppninnar lýkur fyrir hádegi í
dag. Þá hefjast átta manna úrslit, undan-
úrslit eru leikin fyrir hádegi á morgun,
sunnudag, og úrslitaleikirnir hefjast rétt
eftir hádegið.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur karla:
IG-höllin: Þór Þ. – Keflavík (1:0)...... L20.15
UM HELGINA!
_ Knattspyrnumaðurinn Róbert Orri
Þorkelsson er að ganga til liðs við
kanadíska knattspyrnufélagið Mont-
real Inpact samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins en félagið leikur í
bandarísku MLS-deildinni. Róbert Orri
mun gangast undir læknisskoðun hjá
félaginu á sunnudaginn kemur en
Breiðablik hefur samþykkt kauptilboð
kanadíska félagsins í varnarmanninn
unga sem er 19 ára gamall. Róbert
Orri gekk til liðs við Breiðablik frá
uppeldisfélagi sínu Aftureldingu í nóv-
ember 2019 en hann á að baki 16
leiki í efstu deild þar sem hann hefur
skorað eitt mark. Þá á hann að baki
28 landsleiki fyrir yngri landslið Ís-
lands en hann lék tvo leiki með U21-
árs landsliði Íslands í lokakeppni EM
2021 í Ungverjalandi í mars á þessu
ári.
_ Japanska tenniskonan Naomi
Osaka verður ekki með á Wimbledon-
mótinu sem hefst 29. júní í Wimble-
don á Englandi. Osaka, sem er í öðru
sæti heimslistans, dró sig úr keppni á
Opna franska meistaramótinu á dög-
unum og gaf þá út að hún ætlaði að
taka sér frí frá keppni í óákveðinn
tíma. Þrátt fyrir að Osaka verði ekki
með á Wimbledon-mótinu ætlar hún
sér að taka þátt á Ólympíuleikunum í
Tókýó sem hefjast í júlí en Osaka
verður á heimavelli á leikunum.
_ Spænski knattspyrnustjórinn Rafa
Benítez er taka við enska úrvalsdeild-
arfélaginu Everton. Það er BBC sem
greinir frá þessu. Everton hefur verið
án stjóra síðan Carlo Ancelotti lét af
störfum fyrr í þessum mánuði til þess
að taka við stórliði Real Madrid á
Spáni. Benítez, sem er 61 árs gamall,
hefur stýrt stórliðum á borð við Liver-
pool, Valencia, Real Madrid, Chelsea
og Inter Mílanó á ferlinum en íslenski
landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðs-
son er leikmaður Everton.
Eitt
ogannað