Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 51

Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 51
Rokksveitin Blóðmör sigraði í Músíktil- raunum með glæsibrag fyrir réttum tveimur árum. Fyrsta breið- skífa sveitarinnar, Í skjóli syndanna, kom út fyrir stuttu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég man það eins og það hafigerst í gær er ég sá myndinaaf Blóðmör sem fylgdi með kynningargrein um Músíktilraunir 2019. Kornungir rokkþyrstir piltar, allir eins í útliti, standandi ábúð- arfullir fyrir framan skip í slippnum. Til í þetta. Tveir þeirra í lopapeys- um, í takt við nafnið, og þetta var svo afskap- lega íslenskt og skemmtilegt eitt- hvað. Sjarminn sem maður greindi þarna skilaði sér enda upp á svið og inn í tónlistina og þeir unnu Tilraunirnar örugglega. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, tvívegis hafa orðið mannabreytingar á bandinu en sveitin hefur haldið sér virkri þrátt fyrir heimsfaraldur. Og nú er komin út bústin breiðskífa sem verður að teljast laglegur árangur. En áður en ég legg í úttekt á tónlistinni sem slíkri langar mig til að lýsa aðkom- unni að gerð plötunnar, mann- skapnum þar og ekki síst pakkning- unni en auk streymisveitna og slíks kemur platan út á forláta vínyl. Haukur Þór Valdimarsson, söngvari og gítarleikari, semur lög og texta Blóðmörs en hann er auk þess vínyláhugamaður og þar erum við félagarnir andans bræður. Vín- yllinn ber þessa merki þar sem hug- að er að hverju smáatriði. Hann Heitt, sveitt og feitt Ljósmynd/Óttar „Spaði Proppé Haf trú Blóðmör er í dag skipuð Árna Jökli Guðbjartssyni, Hauki Þór Valdimarssyni og Viktori Árna Veigarssyni. kemur út í tveimur litum, gylltum og bláum og báðir með hvirfiláferð („swirl“) hvar svartir taumar liggja á aðallitnum. Plöturnar eru 180 grömm og plötumiðarnir sjálfir af ólíku tagi sem sýnir metnað. Umslagið er opnanlegt („gatefold“), veggspjald fylgir, „nærbuxurnar“ eru plastfóðraðar (mjög mikilvægt sagði Haukur mér og þar er ég hon- um sammála) og innri liturinn í um- slaginu er svartur sem sýnir kannski best nákvæmnina sem Haukur lagð- ist í. Plötunni fylgir þá lúmsk hylling á eldri tímum í vínylútgáfum, t.d. er límmiði framan á þar sem segir: „Fyrsta breiðskífa hljómsveitar- innar loksins komin út. Hress, hug- ljúf og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna.“ Það er Reykjavík Record Shop sem gefur út og um upptökustjórn sáu Birgir Jón Birgisson og nafni minn Guðjónsson sem auk þess hljóðblandaði. Friðfinnur Oculus hljómjafnaði. Umslagsmyndin glæsta er eftir Skaðvald og þess ber að geta að Matthías Stefánsson bassaleikari var þarna enn meðlimur og lék inn á plötuna (og söng). Tónlistin? spyrðu. Þetta er skemmtilegt, ungæðislegt og sprikl- andi rokk og ról. Og alveg afskap- lega íslenskt, eitthvað sem gefur henni heillandi brag. Það er hægt að draga línu frá þessu bandi í gegnum Botnleðju, Ham, Helga og hljóð- færaleikarana, Spilverkið og alla leið til Hauks Morthens. Ólík dæmi, ég veit, og hægt að tiltaka fleiri, en ekk- ert af þessu hefði getað gert út frá öðru svæði en Íslandi og eins er með Blóðmör. Tónlistin er melódískt, þunga- rokksskotið pönkrokk og vísað t.d. í Ham og Botnleðju. Ég hugsa líka um Búdrýgindi (sigurvegarar Músíktil- rauna 2002) því að ungmennaandinn svífur hér hressilega yfir vötnum. Haukur er skemmtilegur textasmið- ur, hefur greinilega yndi af gömlum og gegnum orðum og finnur þeim stað í grallaralegum textunum. En þetta er síst eintóna. Fyrsta lagið, „Nýtt líf“, er einskonar yfir- lýsing, lag sem hljómsveit semur eft- ir tvö ár af volki. Nokk flókin upp- bygging, hugvitssamleg riff og vandaður texti sem talar inn í þroska og reynslu, eitthvað sem er svo und- irstrikað með sjálfri lagasmíðinni. „Hátíðarhöld“ er dásamlegt, maður finnur nánast lykt af réttarstemn- ingu og/eða unglingafylleríi í Þórs- mörk. Það er íslenskur kjarni þarna, ósvikinn. En svo, í „Tíminn“, er hent í smá þjóðlagastemmu í upphafi. Blíður söngur og kassagítarstrokur. Það er í góðu lagi með ung- mennin, þið þarna úti. Þau hafa reyndar aldrei verið jafn skemmti- leg, skapandi og með sitt jafn mikið á hreinu þó þau neyðist til að skáka í skjóli vorra synda. » Tónlistin? spyrðu. Þetta er skemmti- legt, ungæðislegt og spriklandi rokk og ról. Og alveg afskaplega íslenskt, eitthvað sem gefur henni heillandi brag. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI97% SAN FRANCISCO CHRONICLE INDIE WIRE Grín- Spennumynd eins og þær gerast bestar! ROGEREBERT.COM Hildur Bjarnadóttir opnar þriðju einkasýningu sína sem ber yfir- skriftina Abyss í Hverfisgalleríi í dag kl. 16. „Viðfangsefni Hildar í myndlist- inni eru heimkynni, vistfræði, stað- ur og samlífi með dýrum og plöntum á litlum jarðskika í Flóa- hreppi þar sem hún býr og starfar. Plönturnar á jarðskikanum gegna hlutverki upptökutækis sem tekur inn upplýsingar frá þeim vistfræði- legu og samfélagslegu kerfum sem plönturnar tilheyra í gegnum and- rúmsloftið og jarðveginn. Hildur gerir þessar upplýsingar sýnilegar með því að vinna liti úr plöntunum sem hún notar til að lita ullarþráð og silkiefni til þess að búa til ofin málverk og innsetningar úr silki. Verk hennar draga fram marg- víslegar upplýsingar, upplifanir, sjónarhorn og einkenni staðarins, þau eru sjálfstæð og huglæg kerfi sem varpa ljósi á margbrotið net samlífis og heimkynna. Verk Hildar eru „málverk“ þar sem léreftið er ekki falin undir- staða litarins, heldur þéttriðið net úr hör og ullarþráðum, gegn- sýrðum af lit sem hefur verið hreinsaður af allri vísun í annað en efniskennd sjálfs vefsins í þessu neti sem kallast á við pixlanet skjá- mynda samtímans með ögrandi hætti. Þannig hafa verk Hildar opn- að fyrir nýjan skilning á málverk- inu sem miðill hugar og handa, menningar og náttúru,“ segir í til- kynningu. Abyss opnuð í Hverfisgalleríi detail Verk eftir Hildi Bjarnadóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.