Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 56
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Allt vesenið í kringum vagninn er efni í heila bók,“ segir Hjörleifur Árnason, matreiðslumaður á Akureyri. Hjörleifur gengur dags- daglega undir nafninu Lalli kokk- ur og rak um árabil veitingastað- inn Akureyri Fish & Chips við Skipagötu. Hann hætti rekstrinum síðasta sumar og hefur síðan verið að svipast um eftir nýjum tæki- færum. Flutti matarvagninn inn frá Hollandi Lalli ákvað að kaupa matarvagn til að koma fyrir í miðbæ Akur- eyrar. Leitin að vagni leiddi hann til Hollands og þar fann Lalli það sem hann leitaði að. Við tók hins vegar flókið ferli við að koma matarvagninum til Íslands. Það hafðist á dögunum, en ekki án erf- iðleika. Bras var að koma vagn- inum um borð í Norrænu og ekki tók betra við þegar til Seyðis- fjarðar var komið. „Ég er búinn að eyðileggja þrjá bíla bara á því að koma vagninum til Akureyrar frá Seyðisfirði. Núna stendur vagninn á planinu hjá mér og ég er búinn að rífa hann í spað. Planið er að einangra hann betur og breyta lúgunni. Hún er núna sex metra löng, al- veg eftir vagninum endilöngum, og það er enginn að fara að af- greiða úr þannig lúgu í íslensku veðri,“ segir hann og hlær við. Mikil bílalúgumenning á Akureyri Auk erfiðleika við að koma vagninum heim og mikillar vinnu sem er fram undan við endur- bætur á honum tók það tímann sinn að fá svokallað stöðuleyfi hjá Akureyrarbæ til að geta komið vagninum fyrir á varanlegum stað. Lalli leggur þó ekki árar í bát. Hann lærði til kokks á Hótel Sögu og segir að tíminn þar hafi kennt sér að vinna undir álagi, setja undir sig hausinn og klára verk- efnin. „Ég er af gamla skólanum og bretti bara upp ermarnar í svona stöðu. Alveg sama hvað blæs mikið á móti, það er bara unnið myrkranna á milli til að klára,“ segir Lalli sem kveðst ekki hafa sett sér nein tímamörk á því hvenær vagninn verði opnaður. Þegar að því kemur telur hann þó að heimamenn muni taka þessari viðbót fagnandi. Ástæðan er ekki síst sú að hægt verður að keyra upp að vagninum og fá afgreitt beint í bílinn. „Það er gríðarleg bílalúgumenn- ing á Akureyri og hefur verið síðan ég man eftir mér. Akureyr- ingar elska bílalúgur en núna er bara einn rekstraraðili með lúgur á þremur stöðum. Þar er sami matseðillinn. Ég ætla að koma með aðra lúgu og bjóða upp á aðra rétti. Þar verður auðvitað alltaf hægt að fá fisk og fransk- ar. Það er mikið búið að liggja á mér síðan ég lokaði í Skipagötu því fólk vill fá þennan rétt. En svo verður sitthvað fleira líka í boði.“ Mikið á sig lagt til að fjölga bílalúgum í bænum - Lalli ætlar að selja Akureyringum fisk og franskar á ný Mættur Lalli kokkur var sáttur þegar vagninn skilaði sér til Akureyrar. Spenntur Hundtryggur aðstoðarmaður Lalla, Nagli, bíður eftir fyrsta skammtinum. Nagli þarf að bíða um sinn meðan endurbætur eru gerðar. Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína í 26. sinn í dag kl. 15 og standa tónleikarnir til kl. 17. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerðin í höndum Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og að vanda er aðgangur ókeypis. Afro-Cuban kvintett Einars Scheving kemur fram á opnunartónleikum sumarsins. „Karabísk stemn- ing mun svífa yfir vötnum en kvintettinn leikur lög Einars í bland við útsetningar hans af tökulögum úr ýmsum átt- um,“ segir í tilkynningu. Auk Einars sem leikur á tromm- ur skipa hljómsveitina þeir Phil Doyle á saxófón, Ari Bragi Kárason á trompet, Eyþór Gunnarsson á píanó og slagverk og Róbert Þórhallsson á bassa. »8 Sumarjazz á Jómfrúnni hefst LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Tékkland og England mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sæti D-riðils Evrópumóts karla í knattspyrnu á Wembley í London 22. júní en þetta varð ljóst eftir markalaust jafntefli Englands og Skotlands í London í gær. Þá mætast Króatar og Skotar í úrslitaleik um lík- legt sæti í útsláttarkeppninni í Glasgow á sama tíma en sigurliðið ætti að komast áfram í útsláttarkeppnina sem eitt liðanna með bestan árangur í þriðja sæti rið- ilsins. Svíar eru svo nánast öruggir með sæti í útslátt- arkeppninni eftir sigur gegn Slóvakíu í E-riðli. »48 Englendingar með annan fótinn í útsláttarkeppninni eftir jafntefli ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.