Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 2

Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 2
EDITOR DICIT: APAR MEÐ SÉRMENNTUN! Um markmið og tailgang skóla hefur oft verið deilt og sitt sýnist hverjum. I tækniþjóðfélagi nútíðar er það eitt óumdeilt, að skóli eigi að þjóna samfélaginu með því að útskrifa sérmenntað vinnulið, til að unnt megi reynast að viðhalda þeim Xífsháttum, sem tæknivætt þjóðfélag hefur og getur boðið upp á. Menntaskólar eru að því leyti óháðari þess- ari kröfu samfélagsins, heldur en háskólar, að þeirra er ekki beinlínis að útskrifa sérmenntun. Verksvið þeirra ætti því að beinast meira að öðrum þörfum samfélagsins, en raun er á. Maður- inn lifir ekki á brauði einu saman. I>að hefur hins vegar sýnt sig, að mennta- skólar hafa nánast afneitað þessu verksviði og, eins og fyrr, lagt megináherslu á nám, sem í mörgum tilfellum er úrelt og kemur lítt að notum eftir stúdentspróf. i,Að þroska er hlutverk mennta skóla" segja fræðingarnir. Og samt er ekki gert ráð fyrir félagslífi í þessum skólum, að minnsta kosti ekki innan fangelsismúra stundartöflunnar. Og hvað áttum við nú aftur að gera við laugar- dagana? Ég spyr, eins og fávís kona: Er félags- líf þá ekki þroskandi? Hvað með latínuna? Mig grunar að mikið af misbrestum þjóðfélagS' ins megi, beint eða óbeint, rekja til óþroskaðrar félagsvitundar. „Vinna" er heróp jafnt sem deyfi- lyf alls þorra manna. Og t;ðmarúm tilverunnar eru fyllt, annaðhvort með meiri vinnu eða brennivíns- gutli - ásamt einstaka bíóferð... Eða, hverjar eru tómstundaiðjur landans? óneitanlega hlýtur að koma í ljós, að þær eru harla einhæfar og hjá allt of mörgum byggist tilveran einmitt á þessum tveim þáttum: Að vinna og að drekka um helgar. Margir ágætir menn, „sigldir og ekki sigldir", hafa kvartað yfir þessari einhæfu menningu. Kvart- að yfir bæjardeyfð og þar fram eftir gö.tunum. Þeirra á meðal Hrafn Gunnlaugsson, rithöfundur og og altmúgligmann, sem „vill fá bjórinn". Hrafn krefst þess, sem hlýtur að teljast sjálfsagt í lýðræðisríki, að einhverjir sjálfskipaðlr lífs- háttafræðingar hætti að „hafa vit fyrir og vita betur" en þjóðin. Ennfremur telur Hrafn, að bjórinn muni lífga upp á bæinn. Jafnvel svo mikið telur hann, að einbúar þessarar borgar muni fara að gjóta augunum til náungans, laumulega í fyrstu - en að lokum muni svo fara, að menn komi saman yfir ölkrús að kvöldlagi og gerist andleg- ir, kyrji jafnvel gleðivísur. 'Ekki skal ég leggja nein lóð á vogarskál bjórumræðunnar, né giska á, hvert gagn yrði af bjórnum hingað komnum, en hinu er ekki að neita að hálf þykir mér bjórinn vera ódýr lausn á fél- agslegum, eða ætti ég að segja ófélagslegum, vandamálum þjóðarinnar. Það þarf meira en ölkrús, til að granda kaldranalegum og einhæfum lífs- venjum okkar Islendinga. Það þarf að gera fólki ljóst, að lífið býður upp á fleira en vinnu og alkóhól. Og hvar er betra að byrja en einmitt í menntaskólunum? Ef að líkum lætur verða mennta- skólanemendur ráðandi afl í þjóðfélaginu eftir háskó.lanám, og geta þá haft þau áhrif á gang mála, sem heillavænleg kunna að verða ófélagsleg- um frónbúum. Vissulega er sérmenntun nauðsynleg og auð- vitað verða menntaskólar að þjóna þörfum hennar, að einhverju leyti - en hún ætti ekki að vera takmark í sjálfu sér. Jafnvel öpum hefur verið kennt að stjórna flóknustu vélasamstæðum, sbr. geimflaugar; þeir þrýsta á ákveðna hnappa. í órofa mælaborði og við það gefur maskínan frá sér þægilegt bíp-hljóð og apamir fá að launum sætindi. Það er einmitt þetta bíp-hljóð, sem viðkomandi yfirvöld eru af óvitaskap að sækjast eftir, að því er virðist: AÐ GERA OKKUR AÐ ÖPUM MEÐ SÉRMENNTUN. Þjóðfélagskerfi okkar er nauðsynlegt að þegnar þess séu þroskaðir og ábyrglr. Lýðræði, þetta krefjandi hugtak er og hefur aldrei verið sjálfsagður hlutur; það þarf að hlúa að því. Eða, eins og einhver orðaði það: Það krefst mikils aðhalds, eins og flókin vél og sérbland- aðrar olíu, til að gangurinn haldist mjúkur eins og Léparðagangur, hljóður eins og draumur; vak- andi gagnrýni allra sem í hlut eiga. Allt frá því að ég undirritaður komst til vits (ath. umdeilt atriði) og ára, hef ég verið því fylgjandi að hver einstaklingur nyti mennta- skólagöngu - helst hvert mannsbam. 1 skóla, sem miðast ekki einvörðungu við að undirbúa frekara nám, heldur legði megináherslu á umræðu og þroska ásamt því að veita alhliða þekkingu. Ég hefi nú fallið frá þeirri óskhyggju. Hversvegna? Ekki vegna þess að það væri efnahags- lega erfitt fyrir smáa þjóð með mikið vegakerfi, heldur vegna hins, að fyrir einstakling, sem ekki hyggur á langskólanám er menntaskólavist, eins og hún er framin í dag, nánast fjögurra ára tímasóun , fjögurra ára eftirsókn eftir lítils- nýtu plaggi árituðu: Stúdent. Þá er fyrsta tölublaðið komið út. Loksins, kunna sumir að hrópa. Ýmsir erfiðleikar ullu því að blaðið er ekki fyrr á ferð en raun ber vitni. En blaðið er efnismikið. Mér skilst að það slái fyrra blaðsíðumet út, sem var 32 blaðs. því að þetta þekur 36. Mikið hefur verið lagt í að blað- ið yrði hið menningarlegasta en jafnframt skemmti- legt aflestrar. Hvort það hefur tekist verður þú að dæma um sjálfur, lesandi góður. Of langt mál yrði að fara út í vangaveltur varðandi efni blaðsins. Aðeins langar mig þó að minnast á þýð- ingu Egils ó. Helgasonar á kvæði T.S.Eliots „Eyðilandinu", því að hér er um bókmenntalegan viðburð að ræða, alla vega innan M.R. Þetta er í fyrsta sinn, sem kvæðið birtist í heild sinni á íslensku. Kvæðið er talið það sem hæst ber af tuttugustu aldar kveðskap, af þeim sem þekkja til. Og má áhrifum þess á ljóðagerð líkja við áhrif ódysseifskviðu Joyce á skáldsagnagerð aldan innar. „Leiksvið" Hallgrims H. Helgasonar, verð- launahafa fyrir smásögu í Listakeppninni (sjá bls. 5) er blrt í heild sinni. Fyrri hluti sSgnx sögunnar, sá sem verðlaunaður var, birtist reynd- ar í síðasta tölublaði siðasta skólaárs. Þótti ófært að helminga söguna vegna þess að fáir hafa undir höndum fyrri hlutann. Eins og blaðið vonandi ber ekki með sér hrjáði teikningaskortur ritnefndarmeðlimi. Er það von ritnefndarmeðlima, að drátthagir menn aumki sig yfir Skólablaðlð og sendi þeim afurðir- sínar. Guðmundur Karl. Skólablaðið l.tbl. 53,árgangur. Ritstjóri: Guðmundur Karl Guðmundsson Ritnefnd: Hrafn Þorgeirssson. Illugi Jökulsson. Kristín Jónasdóttir. Kristján F. Magnús. Opin ritnefnd: Egill ó. Helgason. Jón B. Guðlaugsson. Þórhallur Eyþórsson. Efni: Guðni Bragason. Agúst G. Gylfason. Sturla Sigurjónsson. Ragnheiður G. Jónsdóttir. Hilmar Oddsson. Hallgrímur H. Helgason. Gunnar Hrafnsson. Egill Ó. Helgason. Þórhallur Eyþórsson. Ölafur G. Kristjánsson. Henri Joél. Kristin Jónasdóttir. Helga Jónsdóttir. Pálmi Guðmundsson. Amlóði. Jón B. Guðlaugsson. Stefán Kristjénsson. Sigurður Thoroddsen. Hrafn Þorgeirsson. Illugi Jökulsson. Uppsetning: Illugi Jökulsson. Olga Harðardóttir. Hrafn Þorgeirsson. Þórhallur Eyþórsson. Kristján Franklín Magnús. Kristín Jónasdóttir Egill Ó. Helgason. Guðmundur Karl. Forsiða: Gunnar Amason. Teikningar: Gunnar Amason. Ljósmyndir: Arni Geirsson. Skúli Gautason, og fleiri. Abyrgðarmaður: Jón S. Guðmundsson. Utgefandi: Skólafélag M.R. Filmu- og plötugerð: Repró. Prentun: Formprent. Þessir aðilar stvrktu blaðið^ 2665-3681, Lækjargötu 6. Nesco h/f, Laugavegi. <^ASAFN*^ i'iÉi ié'. / / áS&Ó/.AHOr

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.