Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 15.11.1977, Page 10

Skólablaðið - 15.11.1977, Page 10
Það var óvígur busaher, sem stefndi för að hliðum hins jarðneska himnaríkis við Læk jar- götuna í haustblíðunni í fyrra mánuði. Vissu eldri- bekkingar ekki fyrri til en þeir stóðu andspænis um 280 litlum (jaa... meðalstórum) fésum, geisl- andi af innri friði og fögnuðl, sem fylgir þeirri fullvissu að vera nú loks á meðal útvalinna í Eden. I sjálfu sér þarf engan að undra, þó að að- sókn að skólanum sé mikil, þvi að - eins og við öll vitum - þá er M.R. undraland og hefur ótelj- andi kosti fram yfir leikskóla þá, sem á síðustu árum hafa verið slegnir til menntaskóla og eðli- lega fæla frá sér litla busalinga. Sem dæmi um augljósa yfirburði stofnunarinnar yfir kollega sína úti í bæ má hér tilfæra hin illræmdu skyndi- próf, sem tröllríða vertrarlangt Hamrahliðinni og Tjarnarvogasundunum, en eru alls óþekktur kvilli hér í skóla (að vísu eru öðru hverju nsmávegis æfingar", T,smáæfingar", eða - í versta falli - næfingar", en það er nú ósköp saklaust.) Annað, sem gleðja ætti hug og hjarta hvers busalings, er sú staðreynd, að eftir fyrsta árið eru nemendur skólans óskeikulir, og sér hver mað- ur, hvílíkur kostur það er fyrir villuráfandi busalinga að geta leitað í opinn faðm eldribekk- inga með öll litlu vandamálin sín (því að eins og áður er komið fram - þá er Menntaskólinn para- dís á jörðu, og þar koma ekki upp stór vandamál). Af framangreindu þykir ljóst, að síst sé að undra vinsældir staðarins, enda er það svo, að jafnan eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Og þarna tvístigu þeir þá, hinir 280 útvöldu, og hlýddu andaktugir á ómþýða raust rektors liða um sali og ganga. Sannlega var þetta hrífandi sjón, sem fékk mjög harðnaða menntskælinga til að minn- ast þeirra daga, er þeir voru sjálfir voru ungir og saklausir og söfnuðu skólaskýrslum í leður- bandi. Ekki þarf að spyrja að þvi, að allt var gert til þess að gleðja novos, styrkja þá og þroska. Samkvæmt ritúalinu tóku helstu forystusauðir í félagslífinu busalinga sér við hönd og leiddu þá á vit þekkingarinnar. Stigu þá í stól Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll, og þuldu fræði sín af miklum móði. Bar þar ýmlslegt á góma, allt frá kynfræðslu upp í Georg Orwell, en þó tókst ræðumönnum ekki að hrífa áheyrendur með mælsku sinni og andargift, enda hefur skilningurinn flúið snöggum gáfaðri aðila en novibus, þegar fjallræður embœttismanna eru annars vegar. Svo var það einn votviðrisdaginn, að eldri- bekkingar tókust á hendur að rækja hina fomu skyldu forframaðra innan skólans: Að sýna busa- lingum - svart á hvítu - fram á nálægð himnaríkis við þetta miðbæjarútibú sitt. Margir eru þeirrar skoðunar, að þessar stuttu flugferðir séu orðnar úreltar á tímum stórfelldra framfara i flugtækni, en eigi að síður sýndu eldribekkingar hina mestu hreysti við starfann, þvi að lauslega áætlað munu þeir hafa jafnhattað um 22.7 tonn þama í rigningunni (miðað við 267 busalinga, hvern um sig 85 kg brúttó, en sú tala mun ekki fjarri lagi.). Að vísu komst enginn busalingurinn á leiðarenda, venju fremur, en flogið hefur fyrir, að þeir, sem hæst komust, hafi eitt andartak lit- ið augum dýrðina innan vindaugans hjá handhafa almættis hér í bæ, svo að skaðlnn var að nokkru bættur. Að sönnu er leitt til þess að vita, að busar kunnu lítt að meta þennan litla nsightseeing tour", sem þama barst þeim að kostnaðarlausu und ir bakhlutann. Hlupu þeir og stukku út um grundir og móa, fúlsuðu við rándýrum rakspíra, sem for- framaðir útdeildu af rausn sinni, sprautuðu tómat sósu á spariklæði eldribekkinga og frömdu ýmsan annan óskunda. Einhverjir hefðu lagt árar i bát við slíkar undirtektir, en náunganskærleikur og fómarlund eldribekkinga á sér engin takmörk. Drifu þeir í þvi að halda dansiball það hið sama kvöld til Biksvartur kross á lofti og hakakross á klæðunum _ _ _ . — ræflarokkstízkan allsráðandi við tolleringar í MR í gær Meö biksvartan krossinn háttá lofti, hakakrossinn áermum og höfuöfötum, rööust efribekkingar i Menntaskólanum gamla i Reykjavík aö busum skólans i gær og vigöu þá inn i samfélag sitt. Hempu- og kragaskrýddir fyrirsvarsmenn skólalifsins stigu þá á húsþak og hélt sá fremsti þeirra tölu, til útskýringar þvi sem fram átti aö fara, meöan lýö- urinn heilsaöi aö þeim sið er austurriskur ofstækismaöur eitt sinn innleiddi i Þýskalandi. Ræflarokkstizkan var yfirgnæf- andi i klæöaburði oe andlitssnvrt- til vill fremur krit og tússlitir, en augnskuggar og kinnalitur frá Estee Lauder. Athöfn þessi var, i styztu máli sagt, fremur hvimleiö á aö horfa. Hún hefur nú verið árleg hefö um hundrað og þrjátiu ára skeiö, eöa svo, en i ár tók hún á sig rudda- legt yfirbragö, sem litill sómi er aö og nemendur MR ættu aö leiö- rétta. Ærsl eru eitt, ofbeldi annaö. Auk alls annars hafa þeir siöa- meistarar er efribekkingar hafa valið sér þetta ár, einkum foringi Hitler, jafnan verið taldir fremur neikvæðir handleiðslumenn. ar í gær getur þó efast um þaö þrennter skaut upp i huga blaöa- manna Alþýöublaðsins: 1. Islenzkir unglingar eru engir eftirbátar annarra i þvl aö til- einka sér afkáraleikann* 2. lslenzkir unglingar þarfnast mikillar athygli. 3. tslenzkir unglingar hafa gaman aö þvf aö láta geta sin i fjölmiölum, þvi þarna var margt sett á svið og jafnan tekiö ivið harkalegar á busunum ef mynda- vél var nálægt. Nóg varsamtþótt ekki væri aukiö á. Myndirnar sem hér fylgja meö voru teknar viö tolleringarnar i heiðurs novis, og skyldi þeim nú kennt að dýrka Díonýsos svo og helstu undirstöðuatriði í suður - amerískum dönsum og öðrum mannasiðum. En sjá. Busalingum var þá ekki alls varnað eftir allt saman. 1 ljós kom, að þeir voru vel að sér í öllu, sem laut að dýrkun Dionýsosar, og þurftu enga uppfræðslu i þeim efnum, gátu eigin- Xega talist ofvitar í faginu. Ýmsum eldribekkingum varð þessi uppgötvun nokkurt áfall, og reyndu margir til hins ýtrasta að halda í við novos í tilbeiðslunni. Reyndist það ekki heiglum hent, og drukku margir góðir öldungar sig undir borð (og borðið ofan á sig.) í þeirri viðleitni. Sú er hin viðtekna skýring sagnfræðinga, að helstu dansarar skólans hafi hlotið þau örlög, a.m.k. fór næsta lítið fyrir suðurameríksum tilþrifum í þessari fyrstu ölteiti vetrarins. Þannig urðu göfugustu athafnir eldribekkinga, •erfiði þeirra og fyrirhöfn nbusum og krötum að 'leik" (svo að snúið sé eilítlð út úr fyrir þjóð- skáldinu ). Enn er þessi undarlegi þjóðflokkur, sem birtist hér i haust, gegnsýrður af gagnfræðisku hugarfari, enn dansar hann líkt og beljur á svelli. Augljóst er, að ekki má við svo búið standa, og hyggst Skólablaðið ganga á udan með góðu fordæmi með því að birta hér að neðan helstu reglur um almenna hegðun á dansiböllum, busum til glöggvunar. Eru þær fengnar úr því gagnmerka riti Regler for god tone, sem dansein- struktör A.G.Sandteeck gaf út fyrir réttum 77 ár- um og er hverjum eldribekkingi að góðu kunnugt. Til að busalingar megi hafa tvöfalt gagn af, eru reglumar birtar hér óþýddar. ® Hverken damer eller herrer maa danse uden handsker. Det er upassende at engagere en dame oftere paa samme bal, undtagen man staar i særlig nært forhold til hendes familie. Det er ufint under ballet at tage handskeme af, og umiddelbart for eller under et engagement at trække dem paa. Heldigst kan det være at for- syne sig med to par handsker for i forniídent fald at kunne skifte. Under pauser er en liden spadsertur i salen tilladt, og man benytter lejligheden til en be- hagelig konversation. Saasnart musiken begynder maa damen straks feires til hendes tidligere plads eller den hun matte esnske. Det er meget uh^fligt, naar man faar afslag af en dame, da at engagere den dame, der sidder ved hendes side. Man gaar tilbage til plads og derpaa nærmer sig, hvem man ðnsker at inklinere for. Ingen herre btfr under nogensomhelst omstændig- hed vise sin misfom0jelse, om en dame siger nei, men h0flig bede hende om næste dans. Baade herre og dame bar i runddanse se til venstre, saaledes at de ikke aander hinanden i ansigtet, hvilket er hizSjst upassende. I menuet og andre kontradanse udfoldes særlig legemets gratiðse bevægelser med den smidighed og elegance, som er nðdvendig for enhver i sel- skabelig omgang. De giver i det hele frihed og sikkerhed i alle bevægelser. Det rðber liden opdragelse, naar en herre r«5g er i en balsal, i forværelse eller garderobe, hv- or ogsaa damer holder til. I runddanse lægger herren hzjre arm om damens liv, ikke for fast, men heller ikke saa lzsst, at han ikke kan "fesre" hende godt. Damen lægger sin venstre haand paa herrens hzsjre skulder og iagt- tager at fore sig gratiesst og naturligt- fremfor alt ikke affekteret eller med hodet-hængende over herrens skulder. Det er en haan mod dameme, naar herrer af magelighed "gaar" en kontradans og overlader til damerne at "danse" den. Iívrigt skal man ikke optræde anderledes paa bal end som i st0rre selskaber eller som herrer og damer til enhver tid skal forholde sig mod hin- anden efter foran nævnte regler for god toneí TEXTI: JON GUÐLAUGSS o

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.