Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 12

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 12
Thomas Mann var einn þessara hákúltúrmanna, sem svo mikið létu að sér kveða á fyrri hluta þessarar aldar, einkum þegar þeim gafst tóm og næði til, fyrir drynjandi hávaða og lamandi afli sprengikúlna. Hann var ein af þversögnum Weimar lýðveldisins, þar sem toguðust á heimsins mesta hugarafl og skíthælaháttur af versta tagi. Thomas Mann var „pater familias" þýskra bók- mennta og „yfirprestur borgaralegrar bókmehnta- hefðar og arfafursti þeirrar miklu menningar, sem hefur Goethe i miðju kjarnans" (Thor Vilhjálmss). Hann var sá, sem gat sagt með töluverðum rétti: „Þar sem ég er, þar er einnig hin þýska menning". Thomas Mann fæddist i Lúbeck árið 1875, sonur auðsæls kaupmanns, sem einnig átti sæti á þingi bæjarins. Faðir hans var Norður-Þjóðverji og lét borgaralega skyldurækni sitja í öndvegi. Móðirin var að sunnan, þar sem léttúð og listhneigð svífa yfir vötnum. Persónuleiki Manns var eins konar blanda af þessu tvennu. Skólaganga hans var hvorki löng né skipulögð, en engum, sem les verk hans, dylst, hve mikið þekkingarforðabúr hans var. Þeir höfundar, sem Mann las einkum, meðan hann var að komast til vits og ára, voru Rússarnir Tolstoj og Turgenjev, frönsku natúralistarnir og dekadentarnir ásamt Kielland og Lia, að ógleymdum Nietzsche, Schopen- hauer og fleirum. Fyrsta stóra verk hans kom út 1901 og bar heitið Buddenbrooks. Sagan er nokkurs konar út- tekt á hans eigin fjölskyldu. Hún lýsir lífi Buddenbrooksfjölskyldunnar í fjórar kynslóðir. Segir frá því, hvernig listaástundunin, sera kom með sunnanþeynum, grefur æ meir i sundur þann jarðveg, sem rætur fjölskyldunnar hvila í. Hún fjallar um breytinguna frá hinu fastskorðaða lífi borgarastéttar 19.aldar yfir í óvissu þessarar aldar. Seinasti karlkynsættliður fjölskyldunnar heitir Hanno, og þar hefur Mann að einhverju leyt: dregið upp mynd af sjálfum sér. Hins vegar lætur hann Hanno, andstætt sjálfum sér, veslast upp af sjúkdómum og ábyrgðarlausu bóhemlífi. Það var ekki fyrr en 20 árum seinna að næsta stóra skáldsagan kom út. Þessi ár samdi hann nokkrar frábærar nóvellur eða smásögur, svo sem Tóníó Kröger, sem einnig var að nokkru leyti sjálfslýsing. Þar fjallar hann um þverstæðurnar líf og list, listamaður og borgari, einkum um fyrirlitningu listamannsins á borgaralegu líferni, þó að innst inni örli á einhverjum söknuði eftir einfaldleika þess. Þetta eru nákvæmlega sömu til- brigðin og i bókum Kafka. Bókin fjallar raunveru- THOMAS MANN lega um það, hvernlg Tóníó Kröger sver sig í sátt við borgaralegt líferni. Arið 1905 giftist Mann. Tókust miklir kær- leikar með þeim hjónunum og ólu þau upp stóra bamahjörð. Arið 1910 stytti systir Manns, Carla, sér aldur, og olli því að hugsunin um dauðann varð honum ávallt nærtæk. Hún varð honum að yrkisefni i bókinni Dauðinn í Feneyjum, sem í skemmstu máli fjallar um rithöfundinn Aschenbach, sem fer til Feneyja sér til hvíldar og ánægju og verður ást- fanginn af fallegum ungum dreng. Hann smitast síðan af kóleru og deyr. Visconti gerði 1971 kvik- mynd eftir þessari sögu með Dirk Bogarde í hlut- verki Aschenbachs. Margir telja, að þarna rísi veldi Manns hæst. Hin platónska ást á drengnum speglar hér, hvernig fegurð dauðans togar í hinn lítt harðgerða listamann. Allt fram að fyrri heimsstyrjöld hafði Mann lítið pælt í stjórnmálum. Hann sagði: „Eg hata stjórnmál og trúna á þau, því að þau gera menn drambsama, kreddubundna, þrjózka og ómannlega." Hann fagnaði stríðinu, eins og flestir aðrir, sem lausn frá leiðindum og doða hversdagsins. Hann kættist af þvi að geta kannski brátt séð kúltúr- arfleifð þjóðar sinnar fara sigurför um önnur ríki og útrýma hinni yfirboröskenndu zivilisation. I stríðslok gaf hann út Betrachtungen eines Un- politischen, þar sem hann varði þýzkan kúltúr, þýzkt hátterni og allt stríðsbramboltið. Enn þá var stríðslærdómurinn ómeltur, en brátt' kom að~ því, og þá skammaðist hann sín fyrir þessi illa ígrunduðu skrif. Mann var orðinn lýðveldis- og lýðræðissinni, og vlðhorfið til stjórnmálanna gjörbreyttist. Hann viðurkenndi þau sem nauðsyn- legan þátt i athöfnum mannsins. 1924 kom út Der Zauberberg, Töfrafjallið, sem var næstum þúsund blaðsíðna trúarjátning við evrópska mannúð í stað hins þýzka þjóðernisgorgeirs, sem hann hafði hingað til aðhyllts. Sagan fjallar um Hans Castorp sera kemur í heimsókn á heilsuhæli í Sviss, smitast þar af berklum og verður að dveljast þar í sjö ár. Sagan er svokallaður Bildundsroman, saga um mennt- un ungs manns í lífinu. A heilsu hælinu kinnist Hans fólki af ýmsu þjóðerni, og ýmsar lífsfíló- sófíur eru reifaðar. Aðal persónumar eru italskur frjálshyggjumaður, gyðingur, sem orðinn er jésú- íti, læknir, heillandi rússnesk kona og frændi Castorpes, Jóakim. 1 raun er heilsuhælið smækkuð mynd af Evrópu 1914, sjúkri heimsálfu. Öll sjúk- dómseinkennin eru hin sömu, - þreytan á friði og löngunin í dauðadansinn. Sagan er hlaðin sýmbólík, allir atburðir og hlutir hafa eitthvert táknrænt gildi. Hátindur sögunnar er, þegar Hans verður næstum þvi úti í miklu fannfergi, en bjarg- ast fyrir náð og miskunn. Niðurstaða bókarinnar felst í eftirfarandi orðum hans: „Sökum gæsku og ástar á maðurinn ekki að láta dauðann ná taki á hugsun sinni." Með Töfrafjallinu náði Mann til stórs lesendahóps utan Þýzkalands. Þegar honum voru veitt Nóbelsverðlaunin 1929, var það mest- megnis fyrir þessa bók. En nú voru ýmsar blikur farnar að sjást á lofti. Að fenginni reynslu var Mann næmur á hin minnstu merki um afturhvarf til brjálsemi heims- styrjaldarinnar. Hann var meðal fyrstu skáldanna, sem tók afstöðu gegn nasjónalsósíalismanum. Og þegar nazistar ruddust til valda vorið 1933, var Mann staddur í Sviss og hætti sér ekki á heima- slóðir. Hann dvaldlst 1 Sviss fram til 1938, er hann hélt til Bandaríkjanna og gerðist ötull í baráttunni gegn Hitler, jafnframt þvi sem hann stóð oft uppi sem varnaraðili fyrir þjóð sína. Um skriftir er það að segja, að næsta viðfangs- efni Manns varð Josep biblíunnar og þroskaferil hans. Gaf hann út fjögur bindi, sem heita Josep og bræður hans. I heild sinni má segja, að þær séu óður til mannúðarinnar. Seinasta stórrit Manns var Doktor Faustus, sem kom út 1947, rituð af honum sjötugum, en þó i fullu fjöri. Doktor Faustus, sem byggir á hinu klassíska Faustminni, er uppgjör við þróun Þýzka- lands frá siðaskiptum til seinni heimsstyrjaldar og um leið úttekt á því, sem hann hafði áður skrifað. Það var ekkert eðlilegra en lærisveinn Goethes skyldi einmitt velja þessa persónu i rit sitt um sögu Þýzkalands. En það fer lítið fyrir hinum sigursæla Faust Goethes, sterkari er lýsing þjóðsögunnar á hinum óhugnanlega sáttmála Fausts við djöfulinn og bölvun hans. Saga Manns gerist á okkar tímum, og Faust hans er þýzka tónskáldið Adrian Leverkuhn, fæddur árið 1885, dáinn 1940. Ungverski marxistinn og bókmenntagagnrýnand- inn Georg Lukács hefur skrifað um Thomas Mann. Athugum hvaða augum hann lítur á dr. Faustus. Hann hefur verið að ræða um önnur verk Manns og hvemig hann telur þau fjalla um rannsókn hans á undirheimum mannshugans í samhengi við þjóðfélags „mynztur" samtímans. Svo segir hann: „Með Adrian Leverkuhn, sem er Faust Thomasar Manns, er leit- inni beitt að nútímanum, þó að það sé nútíð séð í sjónauka mannkynssögunnar. Hjá Goethe viður- kennir djöfullinn að aðstoð hans hafi verið alger- lega ónauðsynleg, en þjóðfélagsaðstæöur þess tíma, sem LeverkUhn er upp á, neyða hann til að leita aðstoðar undirheimanna. En eintal Leverkuhns i lok sögunnar lætur hilla undir nýtt þjóðfélags- form, sósíalisma, þar sem listamaðurinn verður frelsaður úr ánauð sinni. Það má vel eins vera, að ekki þurfi meira en viðleitni og baráttu mann- kyns fyrir þjóðfélagsumbreytingum til að brjóta á bak aftur vald undirheimanna." Þannig hljóðaði vísan sú.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.