Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 20
DA 400
Datta: Hvað gáfum við?
Vinur, blóðið skekur hjarta mitt
ofsakjarkur stundlegrar uppgjafar
sem hyggnisöld fær aó engu umbreytt
á þessu og aöeins bessu|þrifumst við
þessu sem ekki stendur í eftirmælum
eða í endurminningum sem góðgjöm köngurló huldi vef
eða undir innsigli sem lögmannskrangi rauf
í auðum herbergjum okkar
DA 41 o
Dayadhvam: Ég hef heyrt lykil
snúast í skránni einu sinni og snúast aðeins einu sinni
við hugsum um lykilinn hvert í sinni prisund
,og hugsunin um lykilinn treystir prísund hvers og eins
en aðeins eitt andartak þegar dimmir
blaes loftkenndur orðsveimur lífi í brotinn Kóríólanus
DA
Damyata: Báturinn hlýddi
fjörlega hendinni sem þekkti bæði segl og árar
sjórinn var lygn, hjarta þitt hefði hlýtt 42o
fjörlega boði og slegið þægt
við stjómsamri hendi
Eg sat á ströndinni
og dorgaði, skrælnuð sléttan að baki mér
ber mér ekki að ráðstafa löndum mínum?
London bridge is falling dovm falling down falling down
Poi s' ascose nel foco che gli affina
Quando fiam uti chelidon -ó svala svala
Le Prince d' Aquitane a la tour abolie
þessi brot skorðaði ég við rústir mínar 43o
Segjum það þá. Hieronýmó er óður enn.
Datta. Dayadhvam. Damyata.
Shantih shantih shantih
LESARANUM TIL GLÖGGVUNAR
I.
Agætum lesara ræð ég að notfæra sér fylgjandi
athugasemdir til hlns ýtrasta. Þó ekki fyrr en
hann hefur rennt augum yfir kveðskapinn formála-
og athugasemdalaust. Þannig vonast ég til að andi
kvæðisins, „innra lif" þess, komist til skila að
svo miklu leyti sem hægt er. Ella er hætt við að
lesaranum yrði Eyðilandið aðeins hrærigrautur;
misleitt kerfi, sett saman úr fjölmörgum skitsó-
frenískum hugsunum - en ekki sá vondi, samfelldi
draumur, sem það þrátt fyrir allt er.
Eyðilandinu hefur margofb verið líkt við coll-
age-mynd; hef ég enga líkingu betri. Farið er
víða um, eitt tekið að láni hér, annað þar. En þó
liggur meginþema að bakl kvæðinu: Brugðið er lj-
ósi á það eyðiland, sem skáldið tel'ur samtímann
vera með því að nota sameiginlegan arf mannkyns-
ins - menningararf, sem að mati höfundar er óðum
að glatast. Lifnaður núsins er túlkaður á máli þá-
sins, máli Virgils, Dantes, Baudelaires etc. Hér
felst einmitt skilningur Eliots á hlutverki og
starfsaðferðum skáldsins; að eigna og færa sér í
nyt hefðina; menningu og bókmenntir fyrri tíma.
Þá hefð, sem skáldið og tími hans eru hluti af
og^er hlutl af skáldinu og tíma hans. Þannig á
skáldið að hafa tímann á valdi sinu, leika á hann
eins og hljóðfæri. Af þessu rennur svo ylsst af-
brigði af sýmbóllsma, gjörólíkum þeim franska,
vegna þess að hann byggist á mun ópersónulegra
táknmáli en titt var. Skáldið hefur hlutlægt við-
horf til 1jóðlistar. Það byrgir sjálfinu og til-
finningasemi, sem því fylgir, út. Augnamið þess
er að skapa ljóð, ekki að innræta eða segja sögu.
Ef reynsla skáldsins kemur fyrir í ljóðum, er það'
ekki hennar vegna, heldur til að gera úr henni
frambærilegan kveðskap. Henni er breytt í „some-
thing rich and strange". Eða svo að orð Eliots
séu notuð, þá eru maðurinn, sem þjáist og skáldið,
sem skapar skilin að. En nóg um það...
XI.
Táknmál Eyðilandsins er aðallega sótt í tvö
meginrit: From Ritual to Romance eftir Jessie L.
Weston, mannfræðing og mýtólóg, og undirstöðurit
þeirrar bókar, The Golden Bough eftir Sir J.G.
Frazer. Læt ég þær og eðli þeirra liggja milli hl-
uta, en tíni til það helsta, sem að okkur og Eyði
landinu snýr.
í bók frú Weston er sagt frá kóngi, sem nefnd-
ur er Veiðilkóngurinn, og landi hans. Það liggur
undir skemmdum vegna þess að kóngsi er gamall og
ófrjór (sbr. Lé konung). Jarðargróður vex ekki,
þurrkar herja á. Skepnur ala ekki afkvæmi, hvað
þá konur. Elna úrlausnin er sú,að ungur og hugum-
stór riddari komi utan úr einskinsmannslandi,
leysi ákveðnar ritúalar þrautir - og sjá, allt
muni batna á ný. Þessari sögn tengist svo minnið
um nThe Grail" (nefnt Gangandi greiði í ParsivalS'
sögu, sjá nánar grein eftir Peter Foot í afmælis-
riti Einars öl. Sveinssonar), þ.e. bikarinn, sem
drukkið var af í síðasta kvöldverðarboðinu. Og,
sem var notaður sem ílát undir dreyra Krists af
Jósefi frá Arímaþeu, þrettánda lærisveininum. Sag-
an segir, að bikar þessi hafi verið fluttur til
Englands, en týnst slðan. Hans var víða leitað á-
samt spjótsins, sem rekið var i síðu Krists. Ákaf-
astir leitarmanna voru i eina tíð Amþór kóngur
og riddarar hans. Bikarnum og spjótinu, sem aug-
ljóslega munu sexúell tákn, tengist svo saga, lík
sögninni um Veiðilkónginn og land hans. Þar liggur
einnig land undir böli. Riddari verður að taka
sér ferð á hendur í Kapelluna hættulegu; nThe Ch-
apel Perilous", hin helgu vé bikarsins og leysa
þar þrautir, sem snerta á einn veg eða annan bik-
arinn og spjótið. Ef það tækist væri bölinu af-
létt. Eins og gefur að skilja er hin vonlitla
leit að „graalinu" síbrúkað tákn fyrir eftirsókn
eftir „æðra lífsgildi og andlegri fullnægju".
Ör risaverki Frazers (þrettán bindi) kveðst
Eliot hafa nytjað kafla um frjósemisvenjur, sem
sameiglnlegar voru ýmsum þjóðflokkum. Fómir voru
færðar og guðalíki oftlega brotin, hengd eða þeim
drekkt að hausti til að tryggja upprisu þeirra að
vori, viðhald árstíðahringsins og endurkomu gróð-
ursins. Því að án dauða er ekkert líf, án hausts-
ins ekkert vor. Þannir er vatnsdauði Ellots tví-
eggjaður, eins og krossdauði Krists. Báðir færa
þeir líf.
Þessi sýmból og fleiri notar Eliot til að sk-
erpa sýn lesarans á þá eyðimörk, sem hann telur
múgkúltúr millistríðsáranna vera. Hann kannar hv-
ort nokkur von sé um afturbata. En sendiför ridd-
arans virðist ekki takast; í lokakaflanum situr
persóna, sem bæði er Ferdínand Náhólaprins og
Veiðikóngurinn og dorgar, nmeð skræXnaða sléttu
að baki". Og spurt er: „Ber mér ekki að ráðstafa
löndum minum", eins og Hiskia kóngi, dauðvona og
í þá mund að missa ríki sitt, var^uppálagt að
'gera. X fyrsta kaflanum finnur frú Sosostris, spá-
kona, ekki Hengda manninn, guðinn, sem með dauða
sinum getur bjargað öllu því sem lífsanda dregur.
III.
Lífshættir í Eyðilandinu eru heldur dauflegir,
Ibúarnir lifa hálfvelgjulífi, þeir eru massi,
sem fer á hreyfingu tvisvar á dag; klukkan níu
að morgni og klukkan fimm að kvöldi, + ein klukku-
stund. Þess á milli hrærist það í eins konar
doðadái (sbr. línur 5-7)- I"að krefst lítils af
sjálfu sér og öðru folki, helsta kröfugerð þess
á hendur tilverunni er að hún sjái því fyrir
efnislegum frumgæðum; það „situr sælt að afsklpta-
leysi". En jafnvel þó að massinn sé stór og þétt-
ur er hver einstaklingur einn og útaf fyrir sig;
allir nhugsa um lykiXinn, hver i sinni prisund
og hugsunln um lykllinn treystir prísund hvers
og eins'' og á leið til vinnu neinblina þelr niður
fyrlr fætur sér". Samneyti við aðra menn er ekki
anægja, heldur ill nauðsyn.
Gjáin milli nútiðar og fortíðar breikkar sí-
fellt. Vera kvennanna á kránni, ritfreyjunnar og
ástmanns hennar, er rígbundin tíma og rúmi, þau
eiga sér varla nokkra arfleifð, hefð eða sögu.
Þeirra menning er daglegar bólur (alþýðumenning!)
líkt og Sjeikspírski slagarinn eða sagan um Lillu
sem kveið þess að fá manninn sinn heim úr stríð-
inu. Þeim er nall time" ekki netemally present",
eins og tími Kvartettanna fjögurra er. Frú Sosos-
tris, sjáandi, sem ætti að hafa allar tíðir á
valdi sinu, glapnar sýn inn í fortíðinna; hún er
,með kvef dg skilur ekki spásagnir sínar. Það, sem
enn eimir eftir af gamalli menningararfleifð er
heppilegt umræðuefni i tebóðum, á kaffihúsum, eða
eins og segir í The Love Song of J. Alfred Pru-
frock: nln the room the women come and go/Talking
of Miehelangelo."
Flestallar konur í kvæðinu eru ástvana, ófull-
.ttægðar. forfærðar, eða eins og veslings ritfreyjai
allt þrennt. Astin sjálf - mótsögnin sem liggur
til grundvallar lífinu - hefur verið svívirt.
Allar ástir eru fullar örvæntlngar. Stúlkunnar
í liljugarðinum, konunnar í öndveginu eldlega,
Lillu, ritfreyjunnar og (n.b) Fílómelu og Elísa-
betar drottningar, sem skrýtiligt nokk rennur
saman við Temsárdótturina, sem hrasaði af leið,
„afvelta i þröngum eikjubotni". Að þær skuli vera
í slikum selskápi bendir til og sýnir fram á að
Eliot setur ekki glæsta fortíð fram sem andstæðu
hnignaðs nútíma. Það eru öllu fremur vissir lífs-
hættir sem bjóða hættunni helm, einum þeirra er
lýst í línum 77-138. Fílómela og Beta heyra sög-
unni til, en einnig þeirri úrættun, sem setur
svip sinn á Eyðilandið.
Vinina í eyðimörkinni, ntjömina i klettunum"
finnur skáldið helst meðal fiskkarla við Temsá.
Kannske tíðkast þar ekki beint „jákvæður" lifs-
máti. A.m.k. ekki ef beitt er seinna til kominni
skoðun skáldsins. En, þar jjhvin þekkilega i mandó-
linl", þar er líf í tuskunum og itys og þys^7
Þar ríkir enn einfaldleiki og sjálfsnægja, sem
berlega hellla skáldið.
IV.
Eyðilandlð ber með sæmd heitið svartagalls-
kvæði. I því fer lítið fyrir þeirri nlausn vanda-
mála", sem öll sönn list á að bjóða upp á núorðið,
- Enginn sósíalismi - engin útópía - ekki neitt,
aðeins skuggaleg mynd, sem best verður lýst með
orðum Dostójevskís:
„I sjúkdómsástandi eru draumarnir oft einkenni-
lega skýrir, skarpir og sennilegir. Oft kemur
fram einhver afskapleg mynd, en umhverfið og allt,
pem fram fer, getur verið svo sennilegt og svo
(Xistfenglega ofið inn i heild draumsins að dreym-
andinn gæti engan veginn látið sér detta neitt
islíkt í hug í vöku, jafnvel ekki þó hann væri
listamaður á borð við Púsjkin eða Túrgenjef.
Bvona sjúklegir draumar geymast lengi í minning-
Mnni og hafa afskaplega áköf áhrif á fólk."
(Glæpur og refsing, þýðing Vilhjálms Þ. Gísld
sonar bls. 64).
Síðarmeir hallaðist Eliot að undankomuleið
kirkjunnar og krlstinnar arfleifðar. nHugsun"
hans hafði þó ekki þau áhrif á alla. Enska skáld-
ið og píslarvotturinn, Jón Komfjörð sagðist hafa
orðið kommónisti við lestur kvæðisins, sextán ára
að aldri. Hlaut téður Jón bana af, því hann féll
fyrir málstaðinn í götuvígjum Madridborgar árið
.1936. Ekki ætla ég, áhlaupsgjam þýðandi, að
þvertaka fyrir að áhrifum kvæðisins á þig, lesari
góður svipi nokkuð til þessara. Víst er, að enn
'hefur enginn tekið að sér hlutverk riddarans
djarfa, enginn hefur lagt leið sína í kapelluna,
ekkert goð hefur verið brotið - aðeins svæft.
Eyðilandið þomar enn. Sýn Eliots reynist ekki
aðeins vera samtíðarsýn, heldur einneigin spásýn.
Sífellt fríkkar flokkur hinna lífdauðu, sem á
hverjum morgni flæða yfir Lundúnabrú og/eða Ell-
iðaárbrúna okkar litlu...
Kvæðlð var tileinkað Ezra Pound nil miglior
fabbro" - völundinum fremri, sem las yfir og
ritskoðaði kvæðið í frumbemsku þess. Áköfum les-
ara má benda á fróðlegt rit, The Waste Land;
A Facsimile and Transcript of the Original Drafts
Edited by Valerie Eliot. Faber and Faber 1971*
Bókin er eins konar þróunarsaga Eyðilandsins og
inniheldur ljósrit af frumtexta með athugasemdum
og úrfellingum Pounds.
Kvæðinu fylgir tilvitnun úr Satyrikon eftir
Petróníus: nNam Sibyllam quidem Cumis ego ipse
oculis vidi in ampulla pendere, et cum illi
pueri dicerent: Zia-vWix ti ; respondebat
illa: írxo-frotvaZv ." Þetta útleggst: nÞvi að
eitt sinn sá ég með eigin augum völvuna frá Kumeu
hanga í búri, og þegar drengimir sögðu við hana:
nValva, Jivað viltu?" svaraði hún: nÉg vil deyja."
Valvan frá Kumeu bað guðinn Appolon um jafnmörg
ár og væru sandkomin, sem hún héldi í hendi sér.
Guðinn bænheyrði hana, en hún gleymdi um leið að
biðja sér eilífrar æsku...
Rétt er að taka fram að línur 320-321 í Vatns-
dauða eru teknar stafrétt úr þýðingu Helga Hálf-
danarsonar á fjórða kafla Eyðilandsins. Þær eru
birtar með góðfúslegu leyfi hans. Hafi hann þökk
fyrir.
I. GREFTRUN HINNA DAUÐU
1. Apríl grimmastur mánaða?! Oovíst! Því að með
regni sínu og gróanda truflar hann svefninn langa
lífdauðann...
7- 18. Rannsakendur hafa komist að því að hér st-
yðjist Eliot við ævisögu greifynju nokkurar, Mar-
ie Larisch að nafnl. Þar er lýst í löngu máli og
firnaleiðinlegu innihaldssnauðu háttemi mið-
evrópska aðalsins á árunum fyrir fyrra stríð.
Meginviðburður í lífi Marie er sleðaferðin og sú
næstum sexúella uppörvun, sem henni fylgir.
8- 10. Starnbergersee og Hofgarten eru ömefni,
sem finnast við Munchenarborg.
12. Ég er ekkl rússnesk, er ættuð frá Lithauga-
landi, er í raunlnni þýðsk. Setningin vísar tll
þjóðernisbrenglunar, sem algeng vaí- meðal hærri
stétta 1 upphafi aldarinnar. Taka má fram að
Eliot sjálfur átti alla tíð í erfiðleikum með að
identífisera sig með nokkru þjóðeml.
17- írónískti Sjá fjöllin í V. kafla.
20. Eliot vísar lesaranum á Esekíel II.1. Guð
ávítar spámann sinn og segir: nMannsson, statt
á fætur að ég megi tala við þig." Síðan skipar
guð spámanninum að boða uppreistnargjömum lýðn-
um komu Messíasar.
23.Prédikarinn XII.5. Hér er lýst níðslu ellinnar
nÞá eru menn og hræddir við hæðir og þá eru skelf
ingar á veginum og möndlutréð stendur í blóma og
engisprettumar dragast áfram og kaper-ber hrífa
ekki lengur; því að maðurinn fer til síns eilífð-
arhúss og grátendumir ganga um strætið."
25. Allúsjónlr í Biflíuna gætu gefið í skyn að
hér væri um guðsríki að ræða, en illk-leift myndi
að samræma það hugmyndum, sem birtast víðs vegar
um kvæðið. Bölrausmenn gætu jafnvel álitið rauða
klettinn gröfina sjálfa. Etiam Schopenhauer.
30. Af moldu ertu kominn að moldu skaltu aftur
verða...
31-34. tlr texta Wagners að söngleiknum Tristan
und Isolde, 1.5-8. Sjómaður tregar unnustu sína,
sem hann hefur látið eftir heima: nFerskur blæs
vindurlnn/í heimahagana/írska bamið mitt/hvar
dvelst þú."