Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 21

Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 21
35- I frumtexta er talaö um híasintur, ekki lilj- ur. Þær má skoöa sem tákn upprisins frjósemisgoðs, (sjá formálá). 42. Wilhelm Richard Wagner enn. Sama verk 111.24. Trlstram liggur fyrir dauðanum og bíður Isoldar, rödd varðmanns heyrist í fjarska: nAuður sjór." 46. Þ.e.a.s. Tarot spilastokkinn, en vissar fík- úrur úr honum segist Eliot tengja fíkúrum i kvæð- inu. Þau tengsl eru þó langt frá því að vera mik- ilvæg og vlrðast hafa haft meira persónulegt gildi fyrir höfundinn en heildarmynd kvæðisins. Eliot meðgekk einnig að hann þekkti lítið sem ekkert til spilanna. 47. Föníski sjómaðurinn er náskyldur frjósemis- guði Frazers og vísar til ritúalsins í kring um hann (sjá formála). 48. Ofviðrið eftir Shakespeare 1.2. Loftálfurinn Aríel syngur og huggar Ferdínand kóngsson, með því að segja honum frá ummynduninni, sem fyrlr- hitti föður hans í drukknuninni, sem þó ekki varð „Full fathom five thy father lies;/Of his bones are coral madej/Those are pearls that were his eyes:/Nothing of him that doth fade,/But doth suffer a sea change/Into something rich and str- ange/Sea nymphs hourly ring his knell/Burden, ding-dong./Hark, now I hear them - ding-dong bell 49. Þeir, sem komið hafa á Natlonal Gallery í Lundúnum kannast eflaust við málverk, sem þar hangir og heitir The Lady of the Rocks; Meykóng- ur klettanna. Ef ekki ætti viðkomandi að glöggva sig á þessari linu með því að glugga i einhverja málverkabókina... §1. Eliot segir að hann tengi stafamanninn, sem er Tarotfígúra við Veiðikónginn (sjá formála). Hjóllð kemur einnig fyrir í Tarot og er auðvitað gæfuhjólið eða hvelið sbr. á hverfanda... 51+56. Eineygði kaupmaðurinn, sem augljóslega er skyldur tarotskum kaupmanni og fólksfjöldinn, koma,ásamt föniska sjómanninum,fyrir siðarmeir í kvæðinu. 55. Hengda manninn, sem er runninn úr Tarot, teng ir Eliot^hinum hengda guði Frazers. Hann er hengd' ur með því augnamiði að tryggja upprisu hans og um leið endurkomu gróðursins (sjá formála). Og hettuklædda manninum á leið lærisveinanna til Emmaus (I.36O-65), sem er enginn annar en kross- lafur. 60. Sjá Les Septs Viellards, eftir Charles Baude- laire. Þar segir: „Fourmillante cité, cité pleine de reves,/Qu le spectre en plein jour raccroche le passant." (Morandi borg, borg full af draumum/ þar sem vofan slær kló í vegfarandann um hábjart- an dag). 63. Dante Alighieri, Infemo III.55-57. Dante sér allan þann fjölda, sem í lifanda lifi þekkti hvorki gott né illt, hugsaði aðeins um sjálfan sig og hlýtur því eilífa fordæmingu: „si lunga tratta/di gente, ch'io non avrei mai creduto/che morte tanta n'avesse disfatta." (svo margar sál- ir/að ég hefði aldrei trúað/að dauðinn hefði fyr- irkomið svo mörgum). 64. Sama IV.25-27. Dante heyrir í Limbó grát þeirra, sem voru dyggðugir í jarðlífinu, en þekktt ekki Krist. Sumir vegna þess að hrérvist þeirra var fyrir hans daga. Já, mart er óréttlætið;.. „Qvivl, secondo che per ascoltare/'non avea pi- anto, ma' che di sospiri,/che l'aura etema facev- an tremare." (En í hringnum, að því að ég gat greint voru engin hræðsluóp, aðeins andvörp, sem titruðu í endalausum loftunum). 68. T.S. lætur svo um mælt í eigin athugasemdum, að hér sé fyrirbæri, sem hann hafi oftlega tekið eftir. N.B. klukkan sú ama glymur þeim, sem eru á leið til vinnu...gæti ekki hugsast að Dómkirkju klukkan hljómaði líkt klukkan átta að momi... 70. Orrustan við Mylae fann sér stað í fyrsta Púnverjastríði og var líkt og flestar orrustur háð vegna verslunar og viðskipta... 74. Sjá tregasöng Komelíu i The White Devil, eftir John Webster (skrifað árið 1612) V.4. „But keep the wolf far thence, that's foe to men/ For with his nails he'll dig them up again." (En haltu úlfinum, þeim andskota mannanna fjarri, ellegar krafsar hann þau (lík i þessu tilfelli) upp á nýjaleik). Það að úlfurinn sæki í likams- leifar hinna dauðu segir ensk kellingabók að bendi til að sá látni hafi verið myrtur. Líkiö í garði Stetsons er berlega skylt brotnu frjósem- isgoði (sjá formála). 75. Baudelaire aftur. Nú úr formálanum að Fleurs du Mal. „...hypocrite lecteurL - mon semblable, - mon frérel" Þessa tilvitnun notar Eliot á frum- málinu, en formskyn þýðanda segir honum að rétt- ast sé að snúa henni. II. MANNTAFL 77. Eliot beinir augum lesarans að Antoni og Kleópötru, eftir Shakespeare, II.2. Dómítíus Enóbarbus lýsir fleyjinu, sem Kleópatra sigldi á, er hún hitti Anton fyrsta sinni fyrir Agrippu og Mesenasi: „The barge she sat in, like a bum- ished throne,/Bumed on the water." (I þýðingu Helga Hálfdánarsonar svo: „Skip hennar leið sem eldlegt öndvegi/ blikandi um vatnið blátt..." Astir Kleópötru eru, eins og ástir annarra Eyði- landskvenna vanheppnaðar (sjá formála). 92. Orðið „laquearia", sem af gáleysi er þýtt harðviðarþiljur, í þeirri von að lesarinn tengi herbergið góða og andann sem þar r*ikir við gler- hýsi íslensku millistéttarinnar, beinir athygl- inni að Eneasarkvlðu Virgils. Sagt er frá veislu, sem Dídó, drottning Púnverja, hélt til heiðurs ástmanni sínum, garpinum Eneasi. Enn eru misfam- ar ástir gefnar i skyn. 98. Skógarsvið eða „sylvan scene". Tilvísun í Paradísarmissi Miltons. A leið sinni í Edensgarð kemur Pokurinn á skógarsvið. Gæti bent til að heldur væri brátt um dýrðina í salarkynnunum. '99. Gjugg er tilraun til að þýða „jug", sem er hljóðgervlngur fuglasöngs frá tima-Elísabetar fyrstu. I sömu mund hefur þó orðið sexúella til- vísan. Hana vona ég að gjugg hafi einnlg sbr. gjugg í borg... 125. Sjá athugasemd við 1.48. 128.Sjeikspírska slagarann - The Shakespeherian Rag, segja menn vera dægurlag frá árinu 1912. 137. T.S. vísar til leikritsins Women Beware Women, eftir Thomas Middleton (1580-1627), II.2. Þar kemuEsfyrir tengdamóðir, sem er niðursokkin í manntafl, um leið er verið að forfæra tengda- dóttur hennarjBíönku. 141. HURRY UP PLEASE ITS TIME, segir á frummálinq og er í raun allsendis óþýðanlegt (eins og kvæð- ið í heild sinni). Þetta er sígilt kall barþjóna á Englandi þegar vertshúsum er- lokað og gestir og gangandi eiga náðarsamlegast að hypja sig. Gæta verður að víðari merkingu, sem kallið getur haft, e.g. hvað viðkemur Karoni... 142-172. Bæði Eliot og frú hans sögðu að þessi kafli styddist við gróusögu, sem lausmálug þjón- ustustúlka á heimili þeirra, Ellen Kellrond, sagði þeim hjónum. Furði menn sig svo á að 1 kvæði inu gæti lítillar hlýju í garð pupulsinsl 172. Öfelía er gengin af göflunum (enn ein van- heppnuð ást') og „eigrar föl með borðdúk vafinn um kroppinn". Hamlet IV.5. III. ELDMESSAN 173. Sbr. tjaldbúð, Israelsmanna á eyðimerkurþramm- inu. 175-179. Sjá bálkinn Prothalamion (Forgiftingar- söng), sem er forleikur að Epithalamion (Eftir- giftingarsöng), eftir Edmund Spenser (1552?- 1599). Ljóðið er lof og prís um hreinlyndi og hjónabönd. Höfundur gengur á Temsárbökkum og sér hve hrein og óspjölluð áin er, einkum og sérílagi vatnadísimar, sem hana byggja: „Sweete Themmes! runne softly, tlll I end my song." 182. Sálmarnir CXXXVII.l. Israelsmenn minnast herleiðingarinnar í Babýlon og kyrja: „Við Babel- fljót sátum vér og grétum, er vér minntumst Zíon- ar..." 185. Sjá þekktasta kvæði Andrésar Marvells (1621- 78), sem ber nafnið To his Coy Mistress: „But at my back, I always hear/Time's winged chariot hurrying near." 192. Enn er vísað í Ofviðrið I;2. Ferdínand kóng- son segir frá: „Sitting on a bank/Weeping again the king my father's wrack..." (I þýðingu Helga Hálfdánarsonar: „Ég sat dapur á sjávargnípu og grét minn tigna föður"). Hvaðan bróðirinn í 1.191 kemur, hefur löngum verið ráðgáta, ekki er bróð- ir Ferdínands tilgreindur í Ofviðrinu, hvað þá að idém^sé fyrir bí. Leiða má getum að, að bróð- irinn sé góðvinur Eliots Jean Verdenal, sem lést fyrir aldur fram árið 1915 og hverjum Prufrock er tileinkaður. 196. Sjá athugasemd við I.I85. 197. Vísað er i leikinn The Parliament of Bees, eftir John Day (1574-1640?): „When of a sudden, listening, you shall hear,/A noise of homs and hunting, which shall bring/Actaeon to Diana in the spring/Where all shall see her naked skin..." Díana eða Artemis var gyðja alls hi^p unga og óspillta og þ.a.l. meygyðja. Aktaion veiðimaður kom henni að óvörum, þar sem hún var að baða sig í lind. Gyðjan skvetti þá vatni á hann og við ■það breyttist hann í hjört. Hundar hans þekktu hann vitanlega ekki í því gervi og rifu Aktaion á hol. 199-201. Eliot segir, að línur þessar séu ættaðar úr sönglagi, sem ástralskir hermenn kyrjuðu i fyrri heimsstyrjöldinni. Ýmsar útgáfur munu vera til á laginu, í einnl þeirra er sagt að frú Port- er hafi átt og rekið „bordell" eða gistiheimili i Kaíró: „0 the moon shines bright on Mrs. Porter/ And on the daughter of Mrs. Porter./And they both wash their feet in soda-water/And so they oughter, To keep 'em clean." 202. Ur Parsival, eftir Paul Verlaine: „Og ó þess' ar bamsraddir, sem syngja í hvelfingunnl." Ver- laine, sá svarti sauður, yrkir þama um óperuna Parsival, eftir títtnefndan Vagn. Riddarinn Parsi' val hefur létt bölinu af Eyðilandinu. Þegar kóngurinn tekur við völdum á ný, eru fætur hans þvegnar við undirtóna barnasöngs. 209-214. Aðspurður játaði Eliot að slíkt sem þetta hefði í rauninni gerstl Hér hefur margur túlkandinn viljað lesa meiningar um kynvillu. Eliot þvertók fyrir það - gáleysisleg þýðing hjálpar vart til að kveða niður orðsporið það... 218-220. Teiresías, spámaður Þebuborgar, var hvorutveggja blindur og -það sem skrýtiligra er- tvíkynja. Eliot segir orðrétt: „Teiresías er, þrátt fyrir að hann sé aðeins áhorfandi, en alls ekltl „söguhetja", mikilvægasta persónan í kvæð- inu, þar eð hann sameinar allar hinar. Eins og ej.neygði kaupmaðurinn, sem selur kúrenur, rennur saman við sjóarann frá Föníku, sem aftur á móti er ekki alls óskyldur Ferdínandi Náhólaprinsi, eru allar konumar ein kona; þannig mætast kynin tvö í Teiresíasi. Það sem Teiresías sér ©r í raun og veru uppistaða kvæðisins." Síðan tilfær- ir Eliot texta úr Metamorfósis övíds, sem í meginatriðum er á þessa leið: Teiresias kom að tveimur snákum,sem voru að eðla sig i skógar- lundi. Hann sló til þeirra með staf sínum og breyttist umsvifalaust í konu. Sjö árum síðar sá hann aftur snákana tvo og sló til þeirra á nýjaleik. Eins og hann hafði vonast til varð hann samstundis að karlmanni aftur. Vanhelgun Teiresí- asar á eðluninni hefur þannig í för með sér bölv- un; kynbrenglun. Einnig má benda á, að Eliot brúkaði stundum viðumefnið Teiresías á sjálfan sis • 221. Sjá 149. ljóðbrot, eftir Saffó frá Lesbos: „Kvöldstjama, þú sem flytur heim allt það sem björt Dögunin hefur leitt á víð og dreif, þú flytur heim sauðinn, geitina, og bamið heim til móðurinnar." 234. Ullarburgeis - a Bradford iíillionare. I Breiðfurðu, á norðarlegu Englandi, græddist mörg- um manninum fé á að selja ullarvörur á vígvelli fyrra stríðsins. Islensk samsvörun gæti hugsan- lega verið „eins og síldarbóndi frá Seyðisfirði." 243-245. Hér er augljóslega vísað í harmleikinn um ödípus kóng, eftir Sófókles. ödípus hefur myrt föður sinn og gengið i eina sasng (sóffa eða rúm) með móður sinni. Þannig hefur hann fært bölvun yfir Þebuborg. Teiresías spámaður og hermafródít gerir sér, einn manna, þetta ljóst og líður þann- ig fyrir allt, sem gengur á i rekkju þessari. 246. Sjá Oddyseifskviðu, 11. þátt; Draugablóts- þátt. Þar er sagt frá för Oddyseifs í Hadesarhein að vitja Teiresíasar, en þó einkum spásagnagáfu hans. 253. Sjá skáldsöguna The Vicar of Wakefield eft- ir Oliver Goldsmith (1730-74). Þar verður sögu- hetju, Olafíu að nafni, reikað á stað þann, er hún forfærðist á nokkrum árum fyrr: „When lovely woman stoops to folly (í frumtexta 1.253)/And finds too late that men betray." Argól: Hún stend ur í sömu sporum og ritfreyjan. 257- Enn er lesaranum vísað í Ofviðrið (sjá 1. 48,125,192). Og enn erðað I. þáttur, 2. svið. Ferdínand lýsir/skilgreinir söng lóftálfsins Arí- els: „This music crept by me upon the waters/ Allaying both their fury, and my passion/Víith its sweet air." (Helgl meistari Hálfdánarson snýr þessu þannig: „Þessi hljómur sveif tll mín um sæinn/og lægði öldur hans og huga míns/með þýðum tónum.") 263. Fiskkarlar mundu heita menn, er starfa á fiskmörkuðum í City, háborg Lundúna. 265. Kirkja í City. I dag er hún (hvað þá var??) svört,skítug og lítt þokkaleg. Rétt er að taka fram að flest ömefni, sem tllgreind eru í þess- um hluta kvæðisins eru í eða við Lundúnaborg. Sú borg og andi hennar liggur eins og mara yfir kvæðinu og er kvæðið auðskildara þeim, sem hefur komið þar, en þeim sem hefur ekki. 266-278. Byggt á vettvangslýsingu af Temsá i upphafi skáldsögunnar Heart of the Darkness eft- ir þjóðskiptinginn Jósep Konráð. 277-278. Wagner enn. Nú úr Götterdammerung eða Guðarökkri. Ain Rin hefur verið flekuð, Rínargull inu bísað. Iteetur fljótsins trega skaðann. Þær og Temsárdætur hafa hvorutveggja verið svívirtar. Sbr. ungu konuna, sem orðið hefur í 1.292-299. 279. Eliot tilfærir hér kafla úr Sögu Englands eftir Froude nokkum. Þar er vitnað stafrétt í bréf, sem senditík Filippusar Spánarkonungs, erki óvinar Elísabetar fyrstu, við ensku hirðina reit fólkstjóranum 30.júní 1561. Sendiherrann, de Quadra, hafði verið ásamt Elísabeti og ástmanni hennar Róberti, Earl of Leicester, á fljótabáti og ofboðið hegðan þeirra: „Um kvöldið sigldum við á báti og horfðum á lelkana á ánni. Drottningin var einsömul með mér og Róberti lávarði í skutnum, þá tóku þau upp léttvægt hjal, og gekk það svo langt að Leistrajarl sagði, að mér áheyranda, að fátt stæði í vegi fyrir að þau gengju i eina sængi ef að drottningu svo fýsti." 293-294. Klingir eins og væri hetjuljóð aftan úr grárri forneskju!? Staðamöfnin gefa þó annað til kynna. Þau eru nöfn á hversdagslegum stöðum í lífi Lundúnabúans. Og klúr saga, sem á eftir fer bendir vart til garpskapar. Sjá einnig Vítis- ljóð Dantes, V.I33. Þar er sagt frá kvensu, La Pia frá Slena, sem myrt var að frumkvæði eigin- manns síns, Maremusar: „recorditi di me, che son la Piaj/Siena me fe, disfecemi Maremma." (munið mig, la Píu;/Siena skóp mig, Maremmus fyrirkom mér). 300. Margatssandar - Margate Sands eru við mynni Temsár. Þar dvaldist Eliot og jafnaði sig eftir táugaáfall. Hóf svo um leið að skrifa Eyðilandið. 307. Játningar Agústínusar III.1: „Nú fór ég til Karþagó. Þar vall og sauð í seiðkötlum blygðunar- lausrar lausungar, hvert sem litið var."(Þýðing Sigurbjamar Einarssonar.) Meistari Agústínus segi ir frá^freistingum, sem urðu á vegi hans í æsku. 308. Hér vísar skáldið í Eldmessu kennimannsinns Búdda. Þaðan er^nafn þriðja kaflans einnig dreg- ið. Hana hélt Búdda til að kveða niður logann, sem alls staðar logar og er: „Astríðueldurinn - haturseldurinn - lostaeldurinn." Einnlg vísar það í Fjallræðu Krists (Matt.V-VII). Hana legg ég tæplega í að útlista í fáeinum orðum. 309. Sjá aftur Játningar Agústínusar kirkjuhöfð- ingja. Eliot segir í athugasemdum að ekki sé til- viljun að tveir meinlætahöfðingjar, annar úr aust- ri, hinn úr vestri séu nefndir hér í sömu and- ránni.... IV. VATNSDAUÐI I Rltual and Romance er sagt frá því að á hverju hausti hafi líkneski frjósemisguðs verið kastað í sjóinn við Alexandríu til þess að tákna dauða náttúrunnar. Það bar síðan með straumi til Býblosborgar, þar var það tekið úr sjónum og tign> að sem tákn endurfæddrar náttúru (sjá nánar for- málsorð). Þessi athöfn á sér síðan hliðstæðu i trúarbrögðum og siðum ýmissa þjóða - öndvegissúl- um Ingólfs???-. Svipuð endurfæðing er sú kristi- lega sbr. Rómverjabréf VI.3-5: „Eða vitið þér ekki að allir vér, sem skírðir erum til Jesú Krists, erum skírðir tll dauða hans. Vér erum því greftraðir með honum fyrir skímina til dauðans, til þess að eins og Kristur var vakinn upp frá dauðum fyrir dýrð föðursins, svo skulum vér og ganga í endumýúng lifslns." Æstetíkerinn Edmund Wilson setur fram þá hug- mynd (sjá ritgerðasafnið Axel's Castle, 1931) að vatn Eyðilandsins sé hreinsandi efni - tákn and- legs frelsis. Þannig er betra að deyja vatnsdauða frjáls en þurrum dauða þræll. Vatnsdauðinn er mikið til ortur upp úr kvæði, sem Eliot setti saman á frönsku og nefndist Dans le Restaurant: „PhleCsnsj le Phenicien, pendant quinze jours noye..." Hafa ber í huga að drukknun Flebasar er ná- skyld drukknun Napólíkóngs, föður Ferdínands

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.