Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 26

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 26
henri joel helgimynd H. Joel fæddist i Algeirsborg árið 19^4 og lést í París 1968. Hann er einn af upphafsraönnum symbolitikurlnnar. v. Enn bróðir enn selðir förumanninn angan seltu og sjávarþangs (KÓNGUR VILL SIGLA) ægisdætur tárfella í fjöruborðinu... i. Og í skógunura hvíslar regnið: - Ó lind, rennum saman undir háræfruðu skógarþaki...- Akkilles hnígur uppgefinn á fallinn trjástofn... Villidýr, vegfarandi! Æ nei*. gráir stafir á svörtu bókfelli. I fölgrænni birtu hylur svartar klærnar vængjum sínum Engill! SverðberiJ Nú er allt hljótt allt hljótt... iii. Og glæsikonur vitja bœnda sinna við seftjamir. Þýtur í laufi... Berst mér raddkliður skóganna. Eg tárast, syng, hlæ, ég tala hálfu hljóði. Svefninn - - fer hann ei leiðar sinnar líkur dansara? Létt, létt sem fjöður á lygnum sævi: - svo dansar svefninn á mér. Það húmar að og ég þagna. Þagna... ii. Hér sit ég þá umleikinn ykkur, og siturspil minnar sálar, dulinn strengleikur hjartans bíður í fölu tunglsljósi samt snákum, samt stórfygli. Hvað þá!? Er mér borin á brýn syndin? Varð ekki veröldin fullskapa í örskotsleiftri? Og heyrist þá ekki utan ein rödd í fjarska... iv. En að hafa talað tungum og séð sýnir Faldar rauðu ákallar guð sinn trúðleikarinn loptálfurinn I dölum kveikna týrur (Ó ösku mina bar ég til dalanna) Fuðrar upp af háfjallatindum (Ö eld minn bar ég til fjallanna) Herkóngurinn heldur heim Svefninn er rofinn Verður aftur sofið? vi. bláfjola sprettur hljóð millum rennusteina Það rignir mjúklega á borginaj - - ímyndan ellegar ofskynjan - sindrandi gullið vegljósið flöktir... vii. Og konan, Hún, sem vön var að ganga í garðinum, og hirðin hennar fölbleikir svipir munu týnd í hálfrökkrinu. En hver er skaðinn? Mun Hann ekki vitrast hinum feiga, óttalaus og óttalegur - og hlæja... Allar þessar línur komu blóði þínu á kreik! Nægir Þér það?! G.J.B endursagði

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.