Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Síða 27

Skólablaðið - 15.11.1977, Síða 27
„Saga konunnar er sagan ura ægilegustu harðstjórn, sem sögur fara af, það er' harðstjórn hins veika yfir þeim sterka. Þetta er eina harðstjórnin, sem aldrei líður undir lok." Osoar Wilde. Hann var að reyna að losna við eitthvert hel- vítis límbréf neðan af skósólanum. Það var á leiðnni i skólann. Hann hafði gengið drjúgan spöl í hryssinsgsköldum morgninum, þegar hann veitti þvi allt í einu athygli. Og eins og hann hafði gengið frjáls og óheftur fram að því, fann hann strax að hann komst með engu móti úr spor- unum fyrr en þetta bannsetta límbréf hafði verið yfirbugað. Fyrst sparkaði hann frá sér, - fast. Það var alveg út 1 hött, og gremjan í hausnum á honum belgdist út. nFarðu.'" sagði hann hvassyrtur í huganum. Bifreið þaut framhjá eins og kaldur gustur. Það var Hafsteinn enskukennari. Friðrik hélt áfram baráttunni á gangstéttinni. Hann var ekki lengur að verða of seinn, og morgunnepjan var hætt að snerta hann. Svona lítill og vesæll límmiðaskratti.' nFarðu.'" sagði hann upphátt. Hann reyndi að skafa hann af á gangstéttarbrún- inni. Það gekk erfiðlega... Annars staðar stöðvar Hafsteinn bifreið sina við gatnamót og kveikir sér i sígarettu. Hann blístrar annars hugar með útvarpinu á meðan hann fylgir tveimur stelpum með augunum yfir götuna. Fyrir aftan er flautað. Hafsteinn tekur af stað og skiptist á vingjarnlegri kveðju við kunningja á gangstéttinni hinum megin... Bláar kuldaúlpur með loðkraga og lappir vögg- uðu í takt inn og út úr skólanum, upp stiga og niður, fram og aftur, samsíða og í kross, og á sumar höfðu verið skrúfaðar töskur. Nú fannst honum það kostulegt. En fyrir einu ári runnu þær alltaf saman við drungalegt skólahúsið. Og þá voru líka litlu, eitruðu broddarnir. Hann smok- raði sér árvakur á milli þeirra; þó minntist hann Rebekku, sem opnaði honum hliðardyr lifsins i þá dagá' þegar' þær blöstu ekki' við. Hún var ekki mikið eldri, en hún klæddist reynslu, sem vakti hjá honum einhverja virðingu, blandna ugg. Það var ólgandi sumarkvöld í ókunnu húsi. Ankanna- legur reykjarmökkur og lágstillt tónlistin gerðu andrúmsloftið honum draumkennt, og við og við var eins og lágróma rödd hvíslaði að honum að eitt- hvað fjandi mikilvægt væri að gerast. Morguninn eftir kepptist minningin um sigra næturinnar við að deyfa þá tilfinningu, að höfuð hans væri í einhvers konar risaþumalskrúfu, sem litlir, glottandi púkar hertu í sífellu. Frið- rik virtl andlit hennar fyrir sér og langaði að vita, hvort hann væri sjálfur þarna fyrir innan. Og hann sá ekki lífsreynd augun fyrir mjúku hár- inu og fullkomnum brjóstunum... Morgunsólin glampar á rúður menntaskólahússins þegar nýleg bifreiðin rennur upp að og rótar til mölinni. Hafsteinn grípur töskuna úr framsætinu og stígur út. Tveir starfsbræður ganga inn í bygginguna. Þeir heilsa. A leiðinni upp mætir hann Ernu. Fyrst líkamanum, svo augunum, sem bjóða honum góðan daginn eins og þau hafi gert það á hverjum degi árum saman. Hann gengur inn á kennarastofuna... Svo varð ekkert meira. Það stakk hann, þótt hann hefði alltaf órað óljóst fyrir því. En hann hafði samt sigrað, - var það ekki? Hann byrjaði að vísu á að kveikja i öfugum enda á sígarettunni sem hún rétti honum. Hann hló afsakandi, fleygði eldspýtunni í ruslakörfuna, - og hafði næstum kvóikt i húsinu. I rökkrinu lagði hann til at- lögu við brjóstahaldara, sem vildi ekki losna, og þá uppgötvaði hann í fyrsta skipti að hann hafði fengið of fáar hendur i vöggugjöf. - A visinni Lhæð mættust riddarinn, augun þekktu aðeins eina stefnu, og krafsandi, hvæsandi drekinn. I höndum hetjunnar óx sverðinu afl, og hún réð vart við ákafa þess. Uppgjörið við ógnina hófst. Jörð bylgjaðist undir þeim, borgir riðuðu til falls og sól flúði á bak við skýin er tveir heimar runnu saman. Æðið í ásjónu riddarans vildi bora sér leið gegnum harðan drekahaminn. - Skyndilega hættu sverðslögin að geiga. Brynja ófreskjunnar var tekin að aflagast, riðlast, og loks hrundi TLTTTUf'ilT? iniiniini hún með háværum dryn. Og nóttin faðmaði þau að sér i tryllti fullnægingu. Víst var það sigur... - Gef hana. Hafsteinn ýtir kónginum brosandi um koll og fær sér aftur í bollann. Öttar horfir um stund á fámennan vígvöllinn. Þeir sitja einir inni á kaffistofunni, aðrir eru að kenna. Hann er þybbinn, með alskegg og lítil, yfirveguð augu bak við gömul gleraugu, sem elda hann um tíu ár. Hafsteinn veltir því oft fyrir sér, hvað það sé sem hefur orsakað vináttu þeirra öll þessi ár. Kannski er það þessi furðulega, þurra kímnigáfa. Kannski er það notalegur hirðu- leysisbragurinn, sem hangir utan á honum. Við og við heyrist umgangur í húsinu. - Þessi biskupsleikur var tóm vitleysa. Öttar hallar sér aftur á bak í sfiólnum og treður i pípuna, enn með augun á taflborðinu. Þér er farið að förlast. - Ég var að skemmta mér um helgina. - Skáklistin krefst þess að athyglin sé óskert. Það er hrein vanvirðing við hana ef hug- urinn er á reiki, vinur minn. - Eg var að lyfta mér smávegis upp. Brosir milt yfir þessari yfirheyrslu. Ég er örlítið eftir mig. Þögn, og fótatakið á efri hæðinni verður há- værara. Það þyrfti að leggja allt húsið þykku gólfteppi. - Eg skil nú ekkert 1 því hvað þú endist við þetta næturlíf, orðinn gamall og virðulegur kenn- ari. Er þetta glott á bak við gleraugun? - Þú skilur það seinna, góði. Blessuðu fél- agsfræðingarnir okkar eru komnir aftur 1 g 1 þjóðskránni. Eftir nokkur ár vita allir hvers vegna eða hvers vegna ekki þeir hötuðu móður sina í æsku. Og þá þarftu bara að hringja i eitt síma- númer til þess að vita af hverju þér finnst gott að borða spælegg á morgnanna eða hvort þú átt að sofa á hægri eða vlnstri hliðinni. Tyggjó? - Nei, þakka þér fyrir. Þú hefur nú hreinar öfgaskoðanir á félagsfræðingum. - Jæja, brosir Hafsteinn. í mínum augum eru samt allar þessa endalausu áhyggjur og vanga- veltur yfir annarra manna hegðan hálf fáránlegar. Hvernig væri bara að loka minnisblokkina og lífs- spekibækurnar niðri í skúffu og fara út á götu að lifa lífinu? Lítur út um gluggann og stendur upp frá borðinu, með dagblað i hendinni... Eftir þessa reynslu sneri Friðrik úthverfunni inn um tima og lokaði framhaldið úti. Þannig liðu dagamir, á eftir þungskýjuðu sumri kom veturlnn. Sólarhringarnir greiptust saman í sverum, dökkgráum hlekk, sem hringaði sig hægt um hann. Smám saman fúnuðu honum fleiri og fleiri bönd til fólks. Hann fór að draga á eftir sér það orð að vera leiðinlegur. Sjálfum fannst honum lífið vera feit, sjálfsánægð kjaftakerling, sem lagðist makindalega ofan á hann með öllum sínum þunga. Ofboðslega fór í taugar hans fólk, sem talaði eins og veröldin væri risastórt, si- vökult heyrnartól, sem gleypti í sig hvert orð. Og svo brosti það breitt og speglaði sig í gljá- andi umheiminum. Var það ekki til að fá klígju af? En svo var það skyndilega eitt lognmollulegt sumarkvöld. A leiðinni úr bíó ráfaði hann eftir regnvotri gangstéttinni með tregafulla blústón- listina ennþá í eyrunum. Svona stórborgarmyndir höfðu alltaf sérlega lamandi áhrif á hann, þó elti hann þær uppi. Og þar gleymdi hann stað og stund. Það var eins og einhver fróun í þessari tómleikatilfinningu, sem gagntók hann. Smám saman tæmdust eyrun af tónlist og vatnsvaðall bíldekkjanna og bifreiðaflauturnar tóku yfir. Skyndilega varð Friðriki kalt eins og á bersvæði. og hann gróf sig betur inn í frakkann. Bílflaut. Fyrst hélt hann áfram án þess að veita því at- hygli, en svo áttaði hann sig. Var ekki verið að flauta á hann? Hann sneri sér við og varð undr- andi. Nei, - hann varð forviða, alveg forviða... Hafsteinn rennir fingri yfir tímatöfluna á veggnum. Það er hennar bekkur næst. Einn þeirra sem megna að gera starfið ’þess virði. Þau eru áhugasöm, en umfram allt eru þau lifandi og rík. Glettnisskeyti þjóta þvers og kruss um loftið og halda því hreinu og hann er einn úr hópnum; hann vill bara vera hluti af þessum giaða og sam- stillta flokki. Fyrir stuttu fékk hann reyndar bakþanka. Þá komst hann að því, að næturheimsókn þriggja nemenda hans fór ekki nógu leynt. Þær léku á alls oddi í íbúð hans og buðu honum að reykja, það hafði hann aldrei reynt áður, en hann grunaði að eitthvað hefði lekið inn um dyrnar á skrifstofunni. Þá hætti honum um stund að standa á sama; hann varð þó altént að halda stöðu sinni hér. Og hann veit að slíkt samband við nemend- urna varðar uppsögn i svo virðulegri stofnun. Hann sér sjálfan sig sitjandi i sófanum á milli hinnar sískríkjandi Hönnu og rólegri og alvöru- gefnari Láru, sem hefur alltaf eitthvert órætt yfirbragð. Hún talar af þekkingu um suður- amer- íska tónlist og öreigakveðskap, og er haldin þög- ulli fyrirlitningu á borgaralegu siðgæði. S móti þeim Erna, forsprakki hópsins, að troða í pipuna, brosir við honum, og þetta bros, sem virðist koma djúpt úr hulinni uppsprettu, það er eins og það streymi inn í hann og fylli upp í eitthvert tóm. Það er næring í þessu brosi. Honum finnst þau fjórmenningarnir á þremur ólikum línum; þau tvö á einni. I fyrstu hafði það komið róti á hug hans, að hvorki orð hennar, æði né augnaráð sýna að hún sjái í honum kennara sinn og læriföður. Þvert á móti sýnir hún einhvers konar lítillæti sigurveg- arans. Lítillæti? Hann hóf örvæntingarleit að lotningarmerkjum. Engin slík. Jæja, - í raun stóð honum á sama. Slík virðing var kannski engir^ engin nauðsyn. Nei, - auðvitað er þetta bezt svona, hugsar hann, og myndin af sófanum breytist skyndilega í veggspjald af apa með súrefnisgrímu og einhverri mengunaráletrun undir. - Ha? - Eg var að spyrja hvað siðfræði væri á ensku. - Ethics. Honum verður aftur litið á apamyndina á enda- veggnum. Hugsunin í henni, en um leið gáskinn, lýsa þeim í rauninni betur en nokkuð annað.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.