Skólablaðið - 15.11.1977, Side 28
Einhver stynur hátt yfir stilnum og kemur
loftinu á hreyfingu.
Hafsteinn gengur hægt og kæruleysislega aftur
í bekk með nokkilT’ orð á miða. Þau setjast á
borðið hennar. Hann horfir á Emu lesa miðann og
sækir svo stutt neftir tímann" til baka. Aftur í
kennarastólnum, sem honum finnst æ annarlegri
seta, og reynir að fanga tvö blá augu, en þau
horfa niður á stílinn. Það er alveg ótrúlega
erfitt að ná haldi á þessum tveimur fiðrildum,
sem flögra til og frá. Þau vllja ekki setjast,
en þó er eins og þeim stjórni einhver rótgróin
festa. Hann horfir á götustrauminn fyrir neðan:
Hvem fjandann er ég að taka alla þessa áhættu út
af einum, ómerkilegum stelpukrakka? Af hverju
læt ég ekki bara...
Friðrlk stóð stytta og horfði á rauðan dreka
fullan af kátu fólki stanzaðan hjá sér. Hann
kannaðist við tvö þeirra. Hann sat i aftursætinu
og gætti kvenmanns, hún var frammi í hjá bílstjór-
anum.
- Hæ.
- Hæ. Sama orðið á tveimur tungumálum.
Annað klingdi eins og gleðibjalla, hið síðara
virtist varla nema lífvana ómurinn af sjálfu sér.
Hann kannaðist við hana og þessa hljómsterku
rödd. Þau höfðu þekkzt smákrakkar. Þá var hún
potturinn og pannann í öllum uppátækjum hópsins
(hún var það sýnilega enn) og það höfðu verið
dagar sem hann greip jafnan til síðar þegar sér-
lega dimmt var yfir.
- Ertu með?
- Hvert? Spumingin kom svo óvænt, að hún
hafði stollð svarinu áður en hann áttaði sig.
- Bara eitthvað. I fjörið.
- Með fjörið, sagðl Þórarinn í aftursætinu.
Hlátur, sem náði þó ekki alla leið til Friðriks á
gangstéttinni. Hann hörfaði i huganum, en fætur
hans voru negldir við jörðina. Um stund sá hann
ekkert annað en ógnandi rauðan lit bifreiðarinnar.
ðsýnileg farartæki þutu.hjá, þurrt vatn skv'ettist
á buxumar og næsta mannvera var komin þúsundir
metra í burtu. Að setjast inn 1 þennan örlaga-
vagn, sem tæki undan honum fætuma og hentist svo
sjálfráður áfram, fullur af nartandi fólki sem
hann þekktl varla, það væri bæði óskynsamlegt og
freklegt brot á öllum varúðarreglum. Mikið fer-
lega var hann hrssddur. Hann var svo hræddur að
hann fann ekki lengur fyrir líkamanum.
- Svona, láttu ekki eins og...
Hann lokaði augunum, - og stökk.
Það var sem risatjaldi væri svipt frá. I
fyrstu reisti hann um sig kulvegg, en ferskleik-
inn, sera þau önduðu frá sér, blés honum um koll
og hiti þeirra bræddi síðustu leifamar. Hann
var færður báðum höndum inn i hópinn og fór smátt
og smátt að verða örláíari á sjálfan sig.
Hún var vissulega líf, - og ekki bara eigið
líf. Friðrik varð fljótt var við áhrif hennar
og endalaust frumkvæði, og ósjálfstæði hópsins
vakti fyrirlitnlngu hans. Engu var likara en
þetta fólk vantaði eigin sál, svo gjömumið virt-
ist það af hennar hugmyndum, hennar málúða, sem
hún dreifði allt i kringum sig. Orðin settust
ekki, þau héldu áfram að þyrlast um loftið og rífa
flygsur úr sjálfstæðri hugsun félaganna, sem fyriii
bragðið varð meira en lítið götótt, fannst honum.
Hann imyndaði sér hvað gerðist, ef hann benti-
þessum vesalingum á það, að þau væru ekkert nema
misfullkomnar eftirlíkingar af sömu persónunni.
Þau yrðu vafalaust ringluð fyrst, - en síðan sæju
þau að hann hefði rétt fyrir sér og þau myndu
þakka honum og þau rifu sig laus frá þessu lam-
andi ástandi og þau tækju brosandi við nýju lífi,
- eigin lífi.
Dagarnir komu i halarófu á móti þeim, aðeins
einn í einu, og þau gáfu hverjum sinn eigin lit,
sem skyldi fylgja honum æ síðan. Það var himin-
blár litur hins víðfeðma dags, vermirauður litur
næturinnar, grænn og frjósamur litur eilífs vors,
og nú var eins og Friðrik legði i fyrsta slnn
hlustir við hljómkviður húsþakanna: hvílík lit-
auðgi.' Alla vega litar persónur með andlit, raun-
veruleg andlit, spruttu upp á ótrúlegustu stöðum
eins og korktappar úr vatni, flip, flap, sífellt
nýir hausar í litum. Og þessi makalausa stelpa
dró þau um allt í spriklandi lífsgleði úr stað í
stað og alls staðar fleytti hún rjómann ofan af
áður en hún togaði í spottann og dró þau áfram.
Ja, héma, lífið var orðið einn allsherjar berja-
mór og berin, sem þau tíndu á hlaupum, voru lit-
rik og þrungin.
Þau tínast út eitt af öðru, en hún á eitthvað
vantalað við kennara sinn. Hann horfir á hár
hennar sindra í morgundólinni að utan, og það er
eins og hann kitli i andlitið minnugur þess þegar
hún lá yfir honum og dró lokkana yfir ennið,
augun, nefið.
- Ertu að gera nokkuð sérstakt í kvöld?
Hann trúir því ekki að svo hispurslaus spurning
hafi komið út úr honum sjálfum.
Hún þarf að gera svoldið.
- Eitthvað sem ég má ekki vita um?
Hún brosir stríðnislega. Svona brosti hún
stríðnislega þagar hún þóttist hafa fundið á hon-
um grá hár, kvöldið sem þau sátu á Jjólfinu hjá
honum og drukku i sig píanókonserta í hvítvíni.
Þá réðst hann á hana í gleðidrukknum galsa og
setti bragðmjúkan drykkinn í gólfteppið. Þetta
stríðnisbros kitlar.
- Fæ ég ekki að sjá þig?
- Vlltu það nokkuð? Ertu viss um að það
borgi sig?
- Auðvitað vil ég það, svarar hann án þess
að hika.
Hann sér ekki framan í hana þegar hún svarar
eftir stutta þögn »Ég hringi annað kvöld", en hnn
er að minnsta kosti ekki reið. Hún fer.
Hann gengur að kennaraborðinu og tekur saman
bækumar. A meðan sér hann vangasvip sinn í
speglinum. Síðan snýr hann sér við. Samstundis
hremma hann tvö augu. Hann starir á þessa kunn-
uglegu punkta í speglinum og getur ekki hreyft
sig. Tvö augu, og eftir fáein tóm augnablik
kemur út á þeim spurning. Svo fer hún að vaxa og
vaxa þar til hún er orðin að ásökun. Það varir
þó ekki lengi, - og fljótlega er ásökunin orðin
spurning aftur. Það er stór spuming. Og hún
belgist út meira og meira. Loks springur hún
eins og blaðra. Hafsteinn stingur pennanum í
vasann og gengur út. Sólin kemur inn að bakl
honum og byrjar að baða stofuna...
Hann ætlaði að vaka yfir þessum fundi sínum.
Hann skyldi flögra, - nei, endasendast um loftin
i leit að fögrum orðum og flytja þau í munni heim
í hreiðrið þar sem hún biði þeirra þakklát, - og
svolítið óþreyjufull. Hann vissi að í raunimni
var hún mjög lítil og ósjálfstæð. Hafði hún ekki
sagC það sjálf? Hann fann hvernig hann óx allur
að innan, án þess þó að glata öllu þessu nær-
gætna, - tilfinningunni, sem hann vissi að hún
kallaði fram.
Þetta var eins og að rækta blóm.
Þau sátu hjá henni kvöld eitt. (Þau voru
sjaldan hjá honum; það myndaðist alltaf eitthvert
andrúmsloft milli hennar og móður hans sem hann
kunni ekki að skýra.) Hann sat á rúmbrúnimni og
reif eldspýtustokk í smáflísar. Hún raðaði
hreinum fötum í skáp. Hún hafði gert mistök
kvöldið áður. Hann ákvað að vera hreinskilinn og
benda henni yfirvegað á það. Það var bezt þann-
ig. Af nærgætni, - en festu.
- Hérna, - það var eitt þarna í gærkvöldi.
Eldspýtustokkurinn molnaði niður í höndunum á
honum.
- Hvað?
- Eg var búinn að segja þér, manstu, að ég
hefði aldrei kunnað almennilega við Þórarin vegna
þess að, - ja, vegna þess að við erum svo ólikar
manngerðir. Alls konar taktar, - já, í rauninni
stælar færu svolítið í taugamar'á mér.
- Já?
- Mér skilst að þú hafir minnst eitthvað á
þetta við hann. Þú hefðir ekki átt að gera það.
Hún sneri í hann baki og tróð mjallhvítri
blússu inn í skápinn:
- Hann sagði að þú tækir lífið allt of alvar-
lega. Hún snýr sér við og lítur á hann. Hann
sagði að þú pældir of mikið.
- Jæja, sagði hann það?
- ...En annars værirðu ágætisnáungi. Og honun
honum er alveg sama þótt þú gefir skít í hann.
- Hvernig geturðu sagt þetta, að honum sé
alveg sama?
- Hann sagði mér það. Og hann ætti nú að
vita það bezt sjálfur.
- Já, en þó að hann segi að honum sé alveg
sama þótt einhver maður gefi skit i hann, þá á
ekki að taka það bókstaflega.
- Af hverju ekki? Hvert orð var þung ásökun
Hefur hann ekki einmitt ástæðu til að vera hrein-
skilinn fyrst að honum er sama hvaða álit þú
hefur á honum?
Þögn.
- Þetta er alveg satt sem hann segir. Þú
þarft alltaf að vera að grafa ofan í fólk og
reyna að finna einhverja afbakaða merklngu á
öllu sem það segir. En það verður bara stundum
að taka fólki eins og það er, Friðrlk. Þú mylur
eldspýtustokkinn á gólfið.
- Ha? ð, fyrirgefðu.
Síminn. Hún fór fram.
Hann beygði sig niður til þess að tína upp
brotin og velti því fyrir sér, af hverju hún
hefði minnst á þetta við Þórarin. Svo hélt hann
einu smástykki fyrir framan nefið. ,tHér er flis-
in", bullaði hann. „Þá vantar okkur bara bjálk-
ann."
Þá kom það. Þetta hafði gerzt áður. Einmitt
svona. A einhvern makalausan hátt var alns og
öll hans rök yrðu að dufti £ höndunum á henni.
Andskotinn hafi það, þetta var alltaf að gerast.
Hann sá dæmin sigla hægt og rólega framhjá í
dimmbláu gólfteppinu elns og þau væru að hæðast
að honum fyrir blindina. Það var engu líkara en
bjálkinn úr auganu hefðl dottið á gólfið þegar
hann beygði sig.
- Allt i lagi, ég skal reyna, heyrði hann
utan af ganginum.
Til dæmis eitt símtalið. Hann hringdi snemma
sunnudags. Hún hafði stungið af kvöldið áður með
einhverju fífli sem hann þekkti ekki. Þegar hann
lagði tólið á, þekkti hann ekki lengur muninn á
orsök og afleiðingu. Hann hefði með erfiðismunum
fengið hana til að fyrirgefa honum að hafa
stungið af. Hann náði aldrei að skilja, hvernig
samtalið þróaðist þannig.''
Og eitt sinn hafíi hún varpað því að honum að
hann væri fordómafullur. Hann vissi vel að svo
var ekki. En hans eigin rök lögðust öll á mis-
víxl, vöfðust fyrir fótum hans, hann flæktist í
þeim og lá loks kylliflatur, án þess að vita
hvers vegna.
Það voru þessar stutfeu, hvössu setningar sm
hvers vegna.
Það voru þessar stuttu, hvössu setningar sem
hún skaut fram. Þær komu honum alllaf úr Jjafn-
vægi. Svona eiturörvar eins og „Þarna sérðu" og
„Þetta sannnar einmitt það sem ég er að segja".
Alltaf þegar hann þóttist hafa fundið dyrnar að
eðli málsins og ætlaði að fara að opna henni þær,
skullu þessar setningar fyrir dyrnar eins og
slagbrandur. Og sem hann stóð og skildi ekki,
fylgdi einhver algerlega ný fullyrðing eða spurn-
ing fast á efitr, sem ruglaði hann alveg í ríminu
Hann fann staðreyndina límast við sig. Fyrst
reyndá hann að varpa henni frá sér, - fast. Það
var alveg út í hött, og hnn loddl ennþá við hann.
„Farðu.'" sagði hann hvassyrtur í huganum.
„Hún er of sterk", hugsaði hann og leit á
fluguna í glugganum. „Hvað gerir maður þegar ein
hver er of sterkur?" „Maður flýr", sagði flugan
í glugganum. Hann horfði á eftir henni út um
dyrnar á herberginu.
Tólið var lagt á frammi á gangi.
Það var eins og liblær herbergisins dæi. Tón-
arnir urðu harðir og kaldir. Litla Cézanne-
eftirprentunin við rúmið missti seiðmagnið. Og
veggirnir veittu honum ekkert skjól lengur frá
gnauðandi, stjakandi vindinum. Hann sat á rúminu
á hvínandi bersvæðl og kærði sig hreint ekkert um
það.
Hann tók ákvörðun um leið og hún gekk inn í
herbergið...
Hafsteinn stendur i stiganum og lítur upp til
Öttars:
- Sólin er aldeilis í essinu sínu í dag.
- Jú, jú. Hún sá mig stlnga prófunum í tösk-