Skólablaðið - 15.11.1977, Page 30
- Ertu lofthræddur?
- Eg horfi stundum á krakkana í garðinum.
- En þú ert lofthræddur?
Þögn.
- Já.
- Eg kann vel við þig.
- Þú ert skrýtin stelpa.
Sá minnsti nennir ekki lengur að vera með.
Hann er orðinn eldrauður i framan af hlaupunum og
munnurinn er samanherptur. Hann sezt niður i
grasið og fylgist með hinum þjóta fram og aftur
eins og kappakstursbílar. Æ, þetta er ekkert
skemmtilegt, þó að Benni á nítján segi það, og
hann klemmir aftur augun og - bomm - lætur sig
detta á bakið. Dauður. Steindauður. Svo opnar
hann augun og fer að skoða himininn. Þarna er
eitthvert fólk á efstu hæðinni að glápa. Það
bara glápir og glápir. A hann. Oj. Hann ullar
upp í loftið...
Fyrsti tími. Hafsteinn merkir við nemendurna,
sem eru jafn þungbúnir og haustveðrið. Honum
líður alltaf eins og öldungi við þetta og reynir
að hraða því.
- Friðrik?
Lágt já.
- Ég man ekki hvort þú mættir á mánudaginn.
- Eg mætti of seint.
- Það er nefnilega það. Hann merkir mætingu.
Friðrik bölvar límmiðanum í hljóði.
- Jæja, syngur Hafsteinn og tyllir sér á
fremsta borð, vegur bók í hendi. Svona, reynið
nú að vera aðeins skemmtilegri, - það er hörmu-
legt að sjá ykkur. - Að vísu er ég sammála ykkur
í því, að Rumney er hundleiðinlegur höfundur.
Hann er svona einn af þessum þungbúnu fræðimönnum
sem eru að sligast undan voli heimsins og gáf-
unum í sjálfum sér. Það kann aldrei góðri lukku
að stýra að vera of gáfaður. Hann glottir. Hina
vegar hefur ennþá enginn drepizt af því að læra
ensku. Heyrðu mig, friðrik, - ertu nokkuð sofn-
aður?
- Nei.
- Hress?
- Jé, já. Hann lagar sig i sætinu og lítur
í kringum sig...
Herbergi Ernu er hlaðið þögn. Það er hennar
þögn, og Friðriki er fyrirmunað að ónáða slíka
þögn. Hann stendur við gluggann og sér ekki út
fyrir rúðunni. Jafnvel kvöldið læðist inn. Litla
vekjaraklukkan hefur fundið sinn vitjunartíma og
sendir hverri sekúndu um loftið eins og það séu
hennar elgin sekúndur.
Sjálf stendur hún við skrifboröið að fást við
einhver blöð, sem skrjáfar ósköpin öll í.
Þögn. Friðrlk skoðar veggina af nýjum áhuga.
Þama hangir lítil, afrísk flauta og þegir líka.
Hann reynir að ímynda sér hvernig hljóðið í henni
sé. Svo veitir hann því athygli, að litla vatns-
litamyndin við hlið hans er skökk á veggnum. Það
er snotur innsýn í friðsælt skógarrjóður með lít-
illi tjörn og fáeinum fuglum að busla. Er hann
kom fyrst í þetta herbergi bauð hann velkominn
þessi litla mynd. Mikið hræðilegra hallar hún.
Hann réttir hana við. Það róar hugann að
rjóðrið skuli aftur komið á réttan kjöl. Þetta
er góð mynd. Fuglamir segja honum að rjúfa
þögnina.
- Við ættum að vera þarna.
- Við ættum að sitja í þessum skógi, vlö
tjörnina, og hafa enga þörf fyrir annað en okkur
sjálf.
Hann brosir til hennar og lítur strax aftur
á myndina.
- Við gætum bara setið allan daginn og horft
á fuglana í vatninu. Svo gæti ég byggt lítiö
skýli svo okkur yrði ekki kalt, - ja, ég gæti að
minnsta kosti reynt (hlær), og ef okkur hungraði
- hvað helduröu? Ætli við gætum ekki bara látið
nægja að tína ber og ávexti úr trjánum?
Þögn. Hún horfir upp í loft, andvarpar og
lítur á hann:
- Friðrik, ég er hætt í leikjum.
Hann þekkir ekki röddina
Hann er ennþá i skóginum og þekkir ekki rödd-
ina.
- Þú getur mín vegna haldið áfram að búa til
litlar myndir og heima til að flýja inn í. En
ekki blanda mér inn í það. Eg hef ekki áhuga.
Eg lifi innan um raunverulegt fólk.
Hann gerir ráðleysisleit að skýringum.
- Eg skil þetta vel.
- Ha?
(Hann hækkar róminn)
- Fyrirgefðu, - ég skil þetta svo vel. Þú
ert svo rík í þér'og þarft að hafa stórt, opið
svæði með fullt af iðandi fólki í kringum þig.
Ég skil það. En leyfðu mér þá að minnsta kosti
að elta þig. Hann brosir, og það vottar ennþá
fyrir brosi í brosinu.
Ema hristir höfuðið:
- Eg skal segja þér hvað Hanna sagði um þig.
Hun sagði mer að sér liði illa þegar þú værir
nálægt. Þú ert alltaf í einhverjum þönkum, í
staðinn fyrir að taka þátt í lífinu í kringum
þig. Maður getur orðið vitlaus.
Erna, þetta er í fyrsta sinn sem ég hef
list á að bragða á mínu eigin lífi, - ég nýt þess
eins mikið og hægt er síðan ég hitti þig. Ekki
taka það frá mér, Ema.
- Hættu þessu, þú ert eins og kelling. - Eg
er búin að fá nóg, Friðrik, - þú ert tæmdur.
Hann grípur báðum höndum í brún skrifborðsins,
eins og borðið geti fremur náð til hennar en hann
sjálfur, og
sjálfur.
- Ema, ég sver að ég skal ekki vera neinn
böggull á þér. Leyfðu mér bara að vera áfram til
í þér. Þú getur alltaf gert það sem þú vilt:
Ef þig langar að gera eitthvaö þá þarftu ekkert
að hugsa um mig. Og ég get áreiðanlega gert
ýmislegt fyrir þig.
- Þú ert hlægilegur, Friðrik.'
- Já.
- Þú, - þú ert enginn andskotans karlmaðurj
- Leyfðu mér þá að vera eitthvað annað.'
Hann sér orðin setjast í augu hennar, eitt af
öðru eins og kviðdómendur og horfa á sig (...vera
...eitthvað...annað.), - en herbergið er dauða-
hljótt, þar til hún segir svo lágt að varla
heyrist:
- Ha?
Og hann sér að það er út í hött. Hann finnur
það. Hann heyrir það á raddblæ þessa orðs. En
hann skilur bað ekki. Nú væri gott að fá hana
aftur, þögnina sem kvaldi hann fyrir augnabliki.
Þá gæti maður þó alltaf ímyndað sér að allt væri
eðlilegt.
- Jú, Friðrik, - þú ert reyndar karlmaður.
Þú ert eins og allir karlmenn. Þeir halda lífið
á enda að þeir séu svo stó
að þeir séu svo stórir, en geta svo ekki staðið
uppréttir án þess að vera studdir. Fullir af
sjálfsblekkingu, en um leið logandi hræddir um að
einhver dragi niður um þá. Það er hlægilegt. Og
þú ert hlægilegur. - Nei,' Friðrik, þú hefur
ekkert að segja í mínu lífi. Ég á margar hliðar
sem þú hefur aldrei kynnzt, og hefðir aldrei
getað kynnzt vegna þess hvað þú ert fátækur af
þeim sjálfur. Og ég skal áfram fá eitthvað út úr
öllu sem ég kem nálægt. Læra á fólk, Friðrik,
læra á fólk. Eins og þessa litlu flautu. Þú ert
bara fyrir mér, Friðrik.
Hann heyrir hvað hún segir en trúir ekki að
hann skilji það. Orðin hljóta að þýða eitthvað
annað. En þau eru
annað. En orðin eru bara ítrekun augnanna.
Og þegar hún segir að öllu sé lokið, byrjar
setningin að bergmála í höfði hans áður en hún
mælir. Og hann gengur út eins og á hurðinni sé
skilti sem segi að maður eigi að ganga út. Og
hann stendur í kvöldinu með hendur i vösum og er
allur svo undarlega tómur., ., nLeyfðu mé.r..þá- að vera
eitthvað annað.'" Hann skoðar orðin eins og af
forvitni; veltir þeim fram og
forvitni; veltir þeim allt um kring eins og hag-
smið í mlnjasafnl, fullur áhuga að fá úr þeim
nokkra niðurstöðu.
Hann finnur rjóðrið í skóginum kveðja hugann
og líða brott. Hann veltir því fyrir sér hvert
þau séu að fara
það sé að fara.
Og hann rótar afhuga með fætinum og stendur
við bilað götuljós í húminu með fangið fullt af
orðum sem enginn nennir að taka við...
Venjulegt miðdegi eðlilegs dags. Hafsteinn er
laus í dag. Hann gengur hröðum skrefum gegnum
suðandi nemendamassann í ganginum og að kennara-
stofunni.
ðttar er inni að leggja kapal. Hann svindlar.
Hafsteinn fer að einu borðinu, tekur saman fáeinar
bækur og stingur í töskuna.
- Æ, já, Hafsteinn. Rektor bað mig að senda
þig inn til sín.
Hann lítur upp:
- Veiztu vegna hvers?
- Ekki hugmynd. Gosinn undir drottninguna.
Hafsteinn lokar töskunni og gengur að fata-
henginu. Hann tekur frakkann niður, en stendur
svo andartak og virðir fyrir sér auðan snagann.
Loks hristir hann af sér hugsanirnar og gengur
að dyrunum:
- Bless.
- Bless, segir öttar við kapallnn. Dyrnar
lokast hljóðlega.
Áleiðinni
Á leiðinni mætir hann Ernu. Fyrst augunum,
sem brosa fallegar en nokkum tíma...
Friðrik sat heima hjá sér og át. Risastórar
kjötbollur (alveg makalaust, hvað kjötbollur
móður hans urðu alltaf stórar), sem fylltu íbúðina
notalegum saðningarilmi. Og mjölmiklar kartöfl-
umar, sem hann stappaði niður í sósuna til þess
að ná henni betur upp, nutu sín vel í slíkum fél-
agsskap. Þó var enginn kominn til með að segja
að hvítkálshausinn, já, eða jarðaberjasultan, sem
móðir hans var svo forsjál að kaupa í heildsölu,
Framhald bls. 22.