Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 4
Það sem máli skiptir eru raunvextirnir og þeir eru ekkert að hækka og ekki útlit fyrir að þeir fari hækk- andi. Gylfi Magnús- son, prófessor við Háskóla Íslands Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, segir að lánskjör ríkissjóðs séu sögu- lega hagstæð en þó beri að hafa í huga að greiða þurfi ríkisútgjöld með einhverjum hætti fyrr eða síðar. magdalena@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Lánskjör ríkissjóðs eru sögulega hagstæð og hafa raun- vextir á lánum ríkissjóðs aldrei verið betri. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Lánskjör ríkissjóðs eru óneitan- lega hagsstæð, þá sérstaklega láns- kjör innanlands. Raunvextir á lánum ríkissjóðs hafa aldrei verið betri, allavega ekki síðan vextir voru gefnir frjálsir. Þeir hafa farið lækkandi um um það bil eitt prósentustig á hverj- um fjórum árum lengi vel. Þannig að það er gríðarleg breyting frá því sem blasti við áður, fjármagnskostnaður ríkisins er nánast enginn og hægt er að taka lán á núll prósent raun- vöxtum,“ segir Gylfi. Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, var gestur í sjónvarpsþættinum Markaðinum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síð- astliðinn miðvikudag þar sem hún sagði að varhugavert væri að skera niður halla ríkissjóðs of mikið og sagði hún enga þörf á því. Gylfi segir að þó beri að hafa í huga að auðvitað þurfi að greiða ríkisútgjöld með einhverjum hætti fyrr eða síðar. „Þó svo það sé hægt að taka lán án raunvaxta þá breytir það því ekki að það þarf að taka pólitískar ákvarðanir og þannig réttlæta bæði útgjöld og tekjurnar. En það ætti að vera mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum við það að greiða niður skuldir. Það er allavega ekki dýrt að taka frekari lán en að sjálfsögðu tekur ríkissjóður bara lán þegar þörf krefur þannig að menn taka ekki lán bara af því það er hagstætt heldur þegar þarf að fjár- magna eitthvað,“ segir Gylfi og bætir við að eins og staðan er í dag þurfi að fjármagna heilmikið. „Núna þarf að fjármagna heil- mikið, það er hallarekstur á ríkis- sjóði bæði í ár og í fyrra sem sér ekki fyrir endann á þótt staðan fari von- andi batnandi.“ Hann segir jafnframt að hann telji ekki að lánskjörin fari versn- andi á komandi misserum. „Það sem blekkir er að nafnvextir eru að hækka eitthvað, stýrivextir Seðla- bankans líka og einnig sambærilegir vextir í nágrannalöndunum. En það sem máli skiptir eru raunvextirnir og þeir eru ekkert að hækka og ekki útlit fyrir að þeir fari hækkandi. Það er ekki eitthvað sem breytir þessari mynd í kortunum og raunvextir ráð- ast af heildarframboði af sparnaði og heildareftirspurn í hagkerfinu. Síðan skiptir samspil milli landa líka máli því fjármagn fer yfir landamærin. Í f lestum löndum er offramboð af sparnaði og ekki líklegt að það fari minnkandi.“ Gylfi bætir við að kostnaður þess að velta skuldunum á undan sér skipti máli. „Það skiptir heilmiklu máli hvað kostar að velta skuld- unum á undan sér. Þegar það er ekkert í sjálfu sér hægt að fresta því svo lengi sem það er talið hagstætt að greiða niður skuldir og jafnvel hægt að fresta því að eilífu ef það er pólitískur vilji til þess.“ Hann segir auk þess að meta þurfi áhrifin af því að örva hagkerfið. „Ég held að það sé ekki sérstaklega hættulegt að auka skuldir ríkisins meira en þær eru nú. Það þarf bara að meta áhrifin af því að örva hag- kerfið, eins og gert hefur verið með hallarekstri, og áhrifin af því að trappa það mjög hratt niður.“ ■ Lánskjör ríkissjóðs sögulega hagstæð Lánskjör ríkissjóðs eru sögulega hagstæð og hafa raunvextir á lánum ríkissjóðs aldrei verið betri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 480.000 KR. VSK verð­ hækkun um áramótin* UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK­BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • JEEP.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10­18 • LAUGARDAGA 12­16 *Verð á Compass og Renegade hækkar um áramótin vegna VSK hækkana. **Bjóðum upp á 35”­40” breytingapakka fyrir Wrangler. JEEP WRANGLER RUBICON VERÐ FRÁ 9.899.000 KR.** JEEP COMPASS VERÐ FRÁ 6.699.000 KR.* TRYGGÐU ÞÉR JEEP Á LÆGRA VERÐI ALVÖRU JEPPI. ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. Nú er tilvalið að tryggja sér alvöru jeppa með alvöru fjórhjóladrifi í forsölu. Áætlað er að bílarnir verði tilbúnir til afhendingar í desember. Ólöf Helga Pálsdóttir fyrrverandi hlaðkona hjá Icelandair Félagsdómur þingfesti mál Ólafar Helgu Adolfsdóttur, sem var sagt upp starfi hlaðkonu hjá Icelandair í sumar. Ólöf var eina fastráðna hlaðkona félags- ins og trúnaðarmaður starfs- manna. ASÍ telur að Ólöf hafi notið uppsagnarverndar. Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stefán hefur ásamt félögum sínum hjá Greenfo þróað hugbúnað til að reikna raunveru- legt kolefnis- spor fyrirtækja. Hann segir niðurstöðurnar koma fólki á óvart, sérstaklega kolefnisspor matvælaiðnaðarins. Hann segir mörg fyrirtæki reikna kolefnisspor sitt of lágt, stór hluti þess komi úr virðiskeðju fyrir- tækjanna. Elísabet Bretlandsdrottning Drottningin þurfti að hætta við ferð til Norður-Írlands að læknisráði og eyddi nótt á sjúkrahúsi. Það var fyrsta nótt Elísabetar á sjúkrahúsi í átta ár, en hún var komin aftur til starfa degi síðar. Elísabet drottn- ing fæddist 21. apríl árið 1926 og er því 95 ára gömul. Hún tók við bresku krúnunni árið 1952. ■ ■ Tölur vikunnar 270 Bæjarráð Kópavogs samþykkti að hefja framkvæmdir á 270 íbúðum á Fannborgarreitnum á næsta ári. 30 Í nýrri skýrslu kemur fram að þrjátíu prósent leigjenda finni sér húsnæði á Facebook. 87 Um 87 prósent leikskólabarna í Reykjavíkurborg eru í leikskóla í sínu hverfi. 16 Angjelin Mark Sterkaj fékk sextán ára dóm fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði. 10 Tíu smáhýsi í eigu Reykjavíkur- borgar hafa staðið á geymslu- svæði óhreyfð í eitt og hálft ár á meðan fundin er staðsetning. ■ Þrjú í fréttum 4 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.