Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 86
njall@frettabladid.is Forlagið hefur gefið út bókina Bíla- menningu eftir Örn Sigurðsson, en hún inniheldur 154 kafla um bíla og bílamenn. Hér eru bílar almennings, lögreglu og slökkviliðs; trukkar jafnt sem eðalvagnar, keppnisbílar, jeppar, vörubílar, húsbílar og snjó- bílar, svo fátt eitt sé talið. Auk þess er f jallað á nýstár- legan hátt um fjölmargt annað sem tengist bílum, svo sem bensín- og smurstöðvar, verkstæði, bílasölur, hjólhýsi, leikföng, söfn og sýningar, að ógleymdri vega- og gatnagerð. Íslenskar yfirbyggingar, einstakt númerakerfi, sölunefndin og ára- l ö ng b a r át t a bíleigenda við bifreiðaeftirlitið fær sinn skerf, líkt og H-dagurinn og ungir vegfarendur. Íslendingar hafa ekki fremur en aðrir farið var- hluta af þeirri áhugaverðu þróun bílamenningar sem hér er fjallað um á 320 síðum, en auk texta prýða bókina yfir þúsund ljósmyndir sem margar hafa hvergi sést áður. ■ Ný bílabók komin út Bókin Bílamenn- ing er eftir Örn Sigurðsson sem skrifað hefur fleiri bækur um bíla og bíla- tengd efni. Bílarnir heita því sérstaka nafni e:NP1 og e:NS1 og verða mögulega kynntir í Evrópu strax á næsta ári. njall@frettabladid.is Honda hefur sett tvo nýja rafbíla á markað í Kína og er e:NP1 rafdrif- inn jepplingur og e:NS1 sportútgáfa hans. Munu þeir fara í sölu í Kína snemma næsta vor og verða smíðað- ir af samstarfsaðilum Honda í Kína. Orðrómur er uppi um að bílarnir verða einnig seldir á öðrum mark- aðssvæðum og þá einnig í Evrópu. Bíllinn virðist vera af minni gerð jepplinga og mun því líkast til keppa við bíla eins og Hyundai Kona Electric og Peugeot e-2008. Eins og sjá má er útlitið mjög svipað e:Con- cept-tilraunabílnum og byggir að miklu leyti á útliti HR-V. Komnar eru afturhurðir á nýju bílunum en framendi bílsins virðist að mestu óbreyttur. Eina breytingin er sú að myndavélar í stað spegla verða ekki í framleiðslubílunum, allavega ekki til að byrja með. Að innan verður stór upplýs- ingaskjár fyrir framan bílstjórann og risastór 15 tommu snertiskjár í miðjustokki. Bílarnir verða fram- drifnir og eru sagðir hafa allt að 500 km drægi svo að rafhlaðan er af stærri gerðinni. Samkvæmt skrán- ingarupplýsingum í Kína verða bílarnir með 180 og 201 hestafla rafmótorum og hámarkshraðinn því aðeins 150 km á klukkustund. Bílarnir eiga líka að vera vel búnir öryggisbúnaði eins og 360 gráðu akstursaðstoð sem líklega er eins konar árekstrarvörn. Að sögn Jean- Marc Streng, forstjóra Honda í Bretlandi, er von á nýjum rafbíl frá Honda í Evrópu 2023, svo að ef um þennan bíl er að ræða er líklegt að hann verði kynntur seint á næsta ári. ■ Honda setur tvo nýja rafbíla á Kínamarkað Honda e:NP1 og e:NS1 svipar mjög til e:Concept-tilraunabílsins með sams konar framenda en komnir eru hliðar- speglar í stað myndavéla. njall@frettabladid.is Nýr Range Rover verður frum- sýndur í næstu viku en myndum af bílnum var nýlega lekið á netið. Nóg hefur verið birt af njósnamyndum af bílnum sem við fyrstu sýn virð- ist ekki breytast mikið útlitslega. Áherslan virðist vera á að mýkja ríkjandi línur hans en mestar breyt- ingar er að sjá á afturhluta hans. Þar hafa afturljósin verið endurhönnuð algjörlega og nær ljósaröndin yfir allan afturhlerann í stíl við tísku dagsins í dag. Að innan virðist vera kominn nýi 11,4 tommu Pivi Pro snertiskjárinn. Bíllinn verður byggður á nýja MLA Flex undirvagninum og er fyrsti bíll Land Rover til að koma á honum. Sá undirvagn er fjölhæfur, og mun geta notast við bruna- hreyf la, tengiltvinnútfærslur eða 100% rafmagn. Það verður því athyglisvert að sjá hvaða útgáfur verða í boði þegar bíllinn verður frumsýndur 26. október næstkom- andi. Líkast til kemur þó rafdrifin útgáfa hans ekki fyrr en 2024 ef marka má heimildir. ■ Fyrstu myndir af nýrri kynslóð Range Rover Mesta breytingin er á afturenda nýs Range Rover sem frumsýndur verður í næstu viku. njall@frettabladid.is SsangYong-bílaframleiðandinn frá Suður-Kóreu hefur verið í fjár- hagsvandræðum undanfarið ár, en Ssang Yong sótti um gjaldþrota- skipti í desember síðastliðnum. Þá komst gjaldþrotadóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir merkið að endurskipuleggja reksturinn, en indverki risinn Mahindra hefur viljað selja 75% hlut sinn síðan í júní í fyrra. Fyrir- tækið sem ætlar að yfirtaka Ssang- Yong er tiltölulega ungt og óþekkt og kallast Edison Motors. Það hefur hingað til framleitt vinnubíla en mun með kaupunum eignast fólksbílalínu SsangYong. SsangYong, sem er fjórði stærsti b í l a f r a m - leiðandi Suður-Kór- eu, er með metnaðarfullar áætlanir á prjónunum. Stutt er í að rafdrifin útgáfa Korando-jepp- lingsins komi á markað og von er á bíl sem kallast J100 sem er stór jepplingur sem keppa á við Dacia Bigster. Edison Motors áætlar að fjárfesta í SsangYong fyrir um 100 milljarða íslenskra króna og gera merkið að samkeppnisaðila Tesla og VW svo dæmi sé tekið. ■ Yfirtaka á SsangYong-bílamerkinu frá lítt þekktum framleiðanda njall@frettabladid.is Tesla hefur gefið upp hagnað merkis- ins á þriðja ársfjórðungi 2021 og er óhætt að segja að hagnaðurinn hafi tekið stökk upp á við. Fjórfaldaðist hagnaður milli ársfjórðunga og var hann 1,6 milljarðar dollara. Er það aukin framleiðsla Tesla sem drífur áfram hagnaðinn en fyrirtækið framleiddi 240.000 bíla frá 1. júlí til 30. september. Það er 64% aukning milli ára þrátt fyrir skort á íhlutum sem plagað hefur marga framleið- endur. Tesla er nú með fjórar risa- verksmiðjur í Sjanghæ, Kaliforníu, Texas og Berlín. Auk þess hafa nýj- ustu bílar merkisins, Tesla Model 3 og Model Y, verið mun meiri sölubíl- ar heldur en Model S og Model X. ■ Methagnaður hjá Tesla Mikil sala á Model 3 og Model Y er helsta ástæðan fyrir hagnaði Tesla en báðir þessir bílar hafa selst í miklu magni hérlendis. Honda e:NS1 er sportlegri útgáfa og þá líklega með 201 hestafls rafmótor. Orðrómur er uppi um að bílarnir verði einnig seldir á öðrum markaðssvæðum og þá einnig í Evrópu. Korando EV jepplingurinn er handan við hornið ef allt gengur eftir hjá Edison Motors. !"#!"$ !"#$%&'& Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Vandaðir sófar frá Franco Ferri Sjá nánar á patti.is BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.