Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 20
Venjulegar
fjölskyldur
munar um
minna.
Íslenska krónan er komin í vaxta-
hækkunarferli, einn vestrænna
gjaldmiðla, þrátt fyrir að vextir á
Íslandi séu þegar margfaldir á við
það sem tíðkast í öllum helstu við-
skiptalöndum okkar. Ástæðan er
veikur gjaldmiðill sem hvergi er
gjaldgengur utan íslenskrar land-
helgi. Engin önnur lönd í okkar
heimshluta eru farin að huga að
vaxtahækkunum í miðjum heims-
faraldri.
Greiningardeild Landsbankans
spáir 4,25 prósenta stýrivöxtum
2023, en þeir standa nú í 1,5 pró-
sentum. Af þessu leiðir að vaxta- og
greiðslubyrði íslenskra heimila og
fyrirtækja hækkar til muna, en hún
er nú þegar miklu þyngri en þekkist
í öðrum löndum.
Greiðslubyrði af 30 milljóna
króna óverðtryggðu húsnæðisláni
myndi þannig hækka um 36 þús-
und krónur á mánuði, 432 þúsund
krónur á ári. Venjulegar fjölskyldur
munar um minna. Ekki má gleyma
því að þessi hækkun kemur ofan á
þá háu greiðslubyrði sem fyrir er.
Íslensk fyrirtæki keppa á hverj-
um degi við erlend fyrirtæki sem
búa við allt annan fjármögnunar-
veruleika en ríkir hér í landi krón-
unnar. Enn fremur kallar sligandi
greiðslubyrði heimila á íþyngjandi
launakröfur sem draga enn frekar
úr samkeppnishæfni íslenskra fyr-
irtækja gagnvart erlendum keppi-
nautum.
Stærsta hagsmunamál íslensks
Aðeins tveir kostir eru í boði
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
Við mælum með
BJORK@FRETTABLADID.IS
almennings og atvinnulífs er traust-
ur gjaldmiðill. Eina leiðin til að bæta
varanlega fjármögnunarumhverfi
heimila og fyrirtækja hér á landi, og
þar með samkeppnishæfni Íslands,
er að taka hér upp stöðugan gjald-
miðil. Til þess eru tvær raunhæfar
leiðir. Við getum annaðhvort tekið
upp evru með inngöngu í ESB eða
fest gengi krónunnar við evru með
fulltingi Evrópska seðlabankans.
Reynist seinni leiðin ófær er sú fyrri
eini kosturinn. n
Sóley Björg Ingibergsdóttir
leyfði ljósmyndaranum Þór-
dísi Erlu Ágústsdóttur að
fylgja sér í lyfja- og geislameð-
ferð og tvöfalt brjóstnám og
verður í dag opnuð sýning
með afrakstrinum.
bjork@frettabladid.is
Sóley var aðeins 25 ára þegar hún
fékk þær fréttir að hún væri BRCA2
arf beri, þrátt fyrir að ekki væri
þekkt áhætta um krabbamein í
nánustu fjölskyldu hennar. Hún átti
að hefja eftirlit fimm árum síðar en
aðeins liðu tvö ár þar til Sóley sjálf
fann hnút í brjósti og greindist í
kjölfarið með brjóstakrabbamein.
Þegar hún sá póst frá Þórdísi Erlu
Ágústsdóttur ljósmyndara, þar sem
hún leitaði að konu í meðferð til að
taka þátt í vitundarvakningarverk-
efni, ákvað hún að senda henni línu.
„Fyrst átti ég bara að vera hluti
af stóra verkefninu en eftir því sem
leið breyttist planið og hún og Anna
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Brakka samtakanna, vildu halda
sýningu bara um mig. Í fyrstu var
þetta allt mjög yfirþyrmandi en á
sama tíma fannst mér ég þurfa að
taka þátt, enda ótrúlega mikilvægt
málefni.“
Sóley segist hafa ákveðið um leið
og hún greindist að vera opin með
sín veikindi á Instagram-síðu sinni,
@soleybjorg, og segist hafa sótt
mikinn styrk í skilaboð frá jafnvel
ókunnugu fólki. Hún verður við-
stödd opnunina ásamt fjölskyldu
sinni og segir eftirvæntinguna
mikla.
Af hverju ekki ég?
„Ég er búin að sjá nokkrar myndir
og það var ótrúlega erfitt að sjá
sumar af því ég man nákvæmlega
hvernig mér leið þarna og þá ósjálf-
rátt fer maður að hugsa til baka
hversu veik ég var.“
Þórdís fylgdi Sóleyju alla leið og
var tekið vel á móti þeim á spítal-
anum, segir Sóley það jafnvel hafa
minnkað stressið að hafa hana
með. „Óþægilegasta myndin var
samt þegar hún tók myndir af mér
berri að ofan fyrir aðgerðina. Þarna
stóð ég með mín brjóst og leið eins
og ég ætti að skammast mín fyrir
þau. Þau voru ekki fullkomin og
ég er búin að hugsa mikið um það
hvað fólk muni hugsa þegar það sér
mig standa þarna með mín lafandi
brjóst.“
Aðspurð segist Sóley ekki hafa
efast um ákvörðunina en nokkrum
sinnum hugsað sig um. „En ég end-
aði alltaf á þeirri skoðun að ég hefði
viljað að einhver annar hefði haft
hugrekkið í þetta. Þannig, af hverju
ekki ég?“
Sýningin Of ung fyrir krabba-
mein verður opnuð í Gallery
Ramskram, Njálsgötu 49, í dag,
laugardag, en mun svo verða far-
andsýning um landið. Í tengslum
við sýninguna munu Brakka-
samtökin halda fræðslufund 23.
október um arfgeng krabbamein,
BRCA og aðrar erfðabreytingar í
Klínikinni, Ármúla. n
Of ung fyrir krabbamein
Sóley segir að eftir á að hyggja sé það gríðarlega dýrmætt fyrir sig að eiga myndir af öllu ferlinu en einnig fyrir fjöl-
skyldu hennar þar sem þau fengu aldrei að koma með henni í neinar meðferðir vegna Covid-reglna. MYNDIR/ÞÓRDÍS ERLA
Sóley er spennt fyrir opnun sýningarinnar og segist hafa séð nokkrar myndir.
Veitingastaðnum Gandhi
Indverski veitingastaðurinn Gandhi
er f luttur úr kjallaranum undir
Skólabrú og í bjartara og betra hús-
næði við Bergstaðastræti, þar sem
Bernhöftsbakarí var áður til húsa.
Hvað eru mörg B í því? Maturinn
sem þar er boðið upp á er eins og
hann gerist bestur og allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort
sem þú ert grænmetisæta, með glú-
tenóþol eða einfaldlega gourmet
aðdáandi.
Eimbaðinu í Sundhöllinni
Eimbaðið á bökkum nýju laugar-
innar í Sundhöll Reykjavíkur er
ekkert minna en hamingjunnar
hof, en það er eitthvað í rými þess
og lögun sem skapar einstaka
stemningu á meðal sundlaugar-
gesta, gott ef núið sem þar er að
finna er ekki afslappaðra og hægara
en gengur og gerist. n
Edna Lupita Mastache, líf hennar og
barátta við geðhvörf, er til umfjöllunar
í heimildarmynd sem sýnd er í Bíó
Paradís. Í einlægu viðtali í þessu tölu-
blaði segir hún jafnframt sögu sína.
Edna, sem er lærð leikkona, hefur lengi viljað
nýta þá menntun sína, leiklist og listþerapíu,
til bættrar andlegrar líðanar. Með stuðningi
Hlutverkaseturs stofnaði hún leikhóp þar sem
saman koma ólíkir einstaklingar og nota leik-
tjáninguna til að vinna með tilfinningar. Sjálf
segir Edna þá útrás geta jafnast á við tíma hjá
sálfræðingi.
Þótt undirrituð ætli alls ekki að mæla með
að eitt komi í stað annars fagnar hún opinni
umræðu um geðsjúkdóma, geðheilbrigði og
ólíkar leiðar til bættrar geðheilsu. Saga um geð-
hvörf í kvikmyndahúsi á Hverfisgötu er skref í
rétta átt. Leiksýning um veröld stjórnleysis og
örvæntingar hinum megin við götuna, í Þjóð-
leikhúsi allra landsmanna, er af hinu góða. Og
leikhópur sem notar slagorðið „geðveikt leikhús
fyrir alla“, er svo sannarlega góð leið til að halda
umræðunni um geðheilbrigði á lofti. Geggjað! n
Geðveikt leikhús
Saga um
geðhvörf í
kvik-
myndahúsi
á Hverfis-
götu er
skref í rétta
átt.
20 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR