Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 66

Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 66
Skjólstæðingar fara oft helst ekki til læknis því þeir hafa margir slæma reynslu af heilbrigðiskerfinu, finnst þeir oft mæta for- dómum og að ekki sé tekið mark á þeim. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir Frú Ragnheiður tók til starfa á Suðurnesjum 4. júní 2020. Það árið voru heimsóknir í bílinn alls 138, frá tíu körlum og fimm konum. Á þessu ári er talan komin upp í 22 og heimsóknirnar orðnar fleiri. „Þegar þarfagreining á þjónustu Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum var gerð var talið að 38 einstakl- ingar notuðu vímuefni um æð. Við vitum því að fleiri einstaklingar eru þarna úti og við viljum vera til staðar fyrir fólk sem gæti nýtt sér þessa þjónustu,“ segir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefna- stjóri Frú Ragnheiðar á Suður- nesjum. Frú Ragnheiður grípur einstakl- inga sem nota vímuefni um æð. „Við viljum að þau komi til okkar til að fá skaðaminnkandi leiðbeiningar og fræðslu um bæði efni og búnað til vímuefnaneyslu. Við athugum líka hvernig staða þeirra er; hjálpum þeim jafnvel að tengjast félagsráðgjafa og leita til læknis. Skjólstæðingar fara oft helst ekki til læknis því þeir hafa margir slæma reynslu af heilbrigð- iskerfinu, finnst þeir oft mæta for- dómum og að ekki sé tekið mark á þeim. Fólk hikar því oft við að leita sér hjálpar en þá reynir Frú Ragn- heiður að koma því til hjálpar.“ Meðal þess sem sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar gera er að spyrja skjólstæðinga sína hvaða vímuefni þeir noti. „Við biðjum alltaf um leyfi til að spyrja og fræða. Þau sem sprauta sig með vímuefnum um æð nota bæði læknalyf og önnur efni, svo sem kókaín, amfetamín og heróín, sem komið er í umferð hér á landi, en að mjög litlu leyti, tel ég. Sum lönd skipta út heróíni fyrir morfín því þá er vitað um innihaldsefnin. Við ráðleggjum þeim hvernig á að umgangast sum efnin með skaða minnkun að leiðarljósi.“ Skilningur og umhyggja Hjá Frú Ragnheiði er einstakling- um í vímuefnavanda mætt eins og þeir eru. „Það er ekki alltaf sem fólk getur verið edrú, og það hefur líka sín mannréttindi. Fordómar og þekk- ingarleysi almennings veldur því að fólk er hrætt við einstaklinga sem nota vímuefni, en mæti einstaklingar í vímuefnavanda skilningi og umhyggju verður framkoma þeirra og viðhorf líka annað,“ segir Jóhanna. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar eru líka ósparir á hvatningu og huggunarorð. „Með skaðaminnkun erum við í raun að draga úr skaða sem af vímuefnanotkun getur orðið. Við skimum eftir því hvort skjólstæð- ingar okkar séu í sjálfsvígshættu og tökum stöðuna á því hvort þeir sofi úti og lifi við óöruggar aðstæður, sem er oft og iðulega. Við bjóðumst til að keyra þau í athvörf en sum kæra sig ekki um að nýta sér þau og sofa heldur í bílageymslum, stigahúsum eða við aðrar hættulegar aðstæður. Við erum því alltaf með tjöld, svefn- poka og hlýjan fatnað til taks, en margar prjónakonur styðja Frú Ragnheiði með lopapeysum, húfum, sokkum og vettlingum, og erum við afar þakklát fyrir það.“ Hægt er að hringja í Frú Ragn- heiði Suðurnesjum í síma 783 4747 eða senda einkaskilaboð á Facebook-síðunni Frú Ragn- heiður Suðurnes. Þá kemur bíllinn þangað sem óskað er. „Þau sem koma til okkar eru ánægð með þjónustuna og treysta okkur. Þau sýna líka eindreginn samstarfsvilja og vilja gera vel. Við kennum þeim að meðhöndla búnaðinn og skila notuðum búnaði til förgunar, svo börn finni hann ekki í umhverfinu. Það skilja þau algjörlega og biðja alltaf um box til að gera rétt,“ segir Jóhanna. Hún bætir við að enginn ætli sér að lenda á götunni. „Það býr alltaf eitthvað að baki og það hefur verið sýnt fram á að vímuefnanotkun tengist gjarnan áföllum á lífsleið- inni. Margir eru mjög berskjald- aðir eftir áfall ofan í áfall.“ Fólk eins og ég og þú „Mér finnst málaflokkurinn áhugaverður. Ég er í meistaranámi í félagsráðgjöf og finnst sjálfboða- starfið góð reynsla samhliða nám- inu,“ segir Sigfríður Ólafsdóttir sem starfað hefur sem sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði Suðurnesjum frá því í fyrrasumar. „Starfið er aðeins öðruvísi en ég gerði mér í hugarlund. Á vaktinni veiti ég sálrænan stuðning, spjalla við þá sem koma, gef þeim hreinan búnað, næringu, fatnað og skaða- minnkandi leiðbeiningar.“ Sigfríður segir starfið gefandi. „Það er misjafnt hvernig liggur á þeim þegar þau sækja þjónustuna en oft eru þau tilbúin að opna á áfallasöguna sína en einnig ræðum við líka bara daginn og veginn.“ Sigfríður ber hlýhug til einstakl- inganna sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar. „Þótt ég hafi ekki haft fordóma gagnvart einstaklingum sem nota vímuefni hef ég nú lært enn meira um málaflokkinn og skil margt svo miklu betur en ég gerði áður. Þetta er fólk eins og ég og þú, nema það notar vímuefni. Flest þeirra mæta miklum fordómum í samfélaginu.“ Sigfríður telur að fræða þurfi almenning svo fólk geti mætt ein- staklingum í vímuefnavanda þar sem þeir eru staddir. Hún hafði áhyggjur af því að geta ekki sleppt hugsunum af skjól- stæðingum sínum á kvöldin. „En það rændi mig ekki nætur- svefni. Almennt kveðjast allir sáttir og maður hefur gert allt sem maður getur gert hverju sinni.“ ■ Hjálpin kemur til þeirra Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri og Sigfríður Ólafsdóttir sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði Suðurnesjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bolungarvíkurkaupstaður Sveitarfélagið Ölfus Þjónustustofa ehf Hársnyrtistofan Nína ehf Malbikunarstöðin Höfði Fjárhald ehf Óskirnar þrjár ehf. Sjúkranuddstofa Óskars ehf. Síldarvinnslan hf. Eðalbílar ehf. Útgerðarfélagið Gummi ehf Gistihúsið Seljavellir ehf. OSN ehf Landssamband lögreglumanna Trausti fasteignasala ehf. THG Arkitektar ehf. GR Verk ehf Þ.S. Verktakar ehf. Vísir hf Argos ehf arkitkektar stofa Grétars og Stefáns. Baugsbót ehf Brauðhúsið ehf Blikksmiðjan Vík Úti og Inni arkitektar Hótel Leifur Eiríksson ehf Hjallastefnan ehf. Netorka hf. Geir ehf útgerð Málarameistarar ehf. Wurth á Íslandi ehf. SR-Vélaverkstæði hf. Samtök sveitarfélaga á Vesturla Hlíð ehf BSRB SSF Ráðhús ehf Rafmiðlun hf. Þorsteinn Bergmann ehf Hvalur PFAFF hf. Loftorka hf Múlaradíó ehf. Eldvarnarþjónustan ehf. Höfðakaffi Landsnet hf. Blómasetrið ehf. Terra Efnaeyðing hf Ísfell ehf. Verkval ehf Bílasmiðurinn Ósal ehf Endurskoðun Vestfjarða ehf. Grófargil ehf Klausturkaffi ehf Egilsstaðahúsið ehf Íslensk verðbréf hf. Samstaða stéttarfélag Veiðivon ehf Efling stéttarfélag Ásvélar ehf Þórsberg ehf. Nonni litli ehf Járnsmiðja Óðins Verslunartækni og Geiri ehf Fiskbúð Hólmgeirs ehf. DMM Lausnir Sveitarfélagið Hornafjörður Endurskoðun Helga Númasonar ehf Ós ehf Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf SE ehf Bókráð bókhald og ráðgjöf Samvirkni ehf Rósaberg ehf Verktækni ehf Hveragerðissókn Tölvar ehf Garðabær Brunavarnir Suðurnesja DS Lausnir Skólavefurinn ehf Segull ehf. Dýralæknirinn á Breiðdalsvík Halldór Ólafsson úr og skartg. Sæfell ehf Ottó B. Arnar ehf. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Tannlæknastofa A.B. slf. SS gólf ehf Gróðrarstöðin Réttarhóll ehf. Útilegumaðurinn ehf. Rafsvið sf Gjögur ehf Tannréttingar sf. Smurstöð Akraness Norm X ehf. Gasfélagið ehf Rarik Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Hlaðbær Colas Fjárstoð ehf. Vagnar og þjónusta ehf Flóahreppur Laugarnesskóli Sjúkrahúsið á Akureyri SÍBS Orkubú Vestfjarða ohf. N1 ehf. Akureyrarbær Manna ehf. Míla ehf. Hreinsitækni ehf Valafell ehf. Framtal sf. Arkitektastofan OG ehf. B.R. Sverrisson ehf First Class ehf. Beyki ehf Reykjaprent ehf. Fjallabyggð Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu Íslensk erfðagreining Við þökkum fyrir stuðninginn 6 23. október 2021 LAUGARDAGURHJÁLPIN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.