Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 19
Stundum eru fótboltaguð-
irnir bara einfaldlega í góðu
skapi þegar deildarkeppnum
er raðað upp. Á morgun
verður nefnilega svakalegur
sunnudagur þar sem Derby
d’Italia er spilaður á Ítalíu, El
Classico á Spáni, Le Classique
í Frakklandi og meira að
segja Pakistan mætir Ind-
landi í krikket. Það verða þó
allra augu á Leikhúsi draum-
anna í Manchester þar sem
erkifjendurnir í Liverpool
mæta í heimsókn.
Smurstöðin Klopp
Jurgen Klopp er í öðru sæti í
deildinni með Liverpool og
kemur inn í leikinn eftir alveg
svakalega góða frammistöðu
gegn Watford. Þar virkaði Liver-
pool sem vel smurð vél. Það er
erfitt að sjá tapleik í kortunum
þegar liðið spilar af slíkum krafti.
Klopp bauðst að taka við
Manchester United þegar hann
var með Borussia Dortmund árið
2014 en hefur sagt að það hafi
ekki verið rétti tímapunkturinn.
Hann tók við Liverpool ári síðar
og hefur umbreytt liðinu í eitt
skemmtilegasta lið Evrópu.
Liverpool spilaði gegn Atlet ico
Madrid í vikunni í Meistara-
deildinni þar sem Mo Salah, hver
annar, skoraði eitt marka liðsins.
Salah er búinn að spila þannig
það sem af er að hann er besti
leikmaður heims um þessar
mundir. Og hann er að renna út
á samningi. Er sagður vilja 400
þúsund pund á viku næstu árin.
Það er í raun ótrúlegt að það
þurfi einhvern samningafund.
Enda hvert ætti skrefið að vera
frá Liverpool? Það eru nefnilega
fá lið betri í dag.
Árangur Klopp eftir
163 leiki
n Sigrar: 88
n Jafntefli: 44
n Tap: 31
n Sigurprósenta: 54%
n Mörk skoruð: 333
n Mörk fengin á sig: 174
Leikir 207
Sigurleikir Manchester 81
Sigurleikir Liverpool 68
Jafntefli 58
Manchester United
gegn Liverpool
Titlar Liverpool
Deildartitlar 19
Bikarmeistarar 7
Samfélagsskjöldurinn 15
Titlar innanlands 50
Evróputitlar 13
Titlar alls 64
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
100
mörk er
Sadio
Mane
búinn að
skora í
deildinni.
22
mörk er
Liverpool
búið að
skora í
deildinni.
9
gul spjöld
er Liver-
pool búið
að fá í
deildinni.
61,1%
er meðaltal Liverpool
með boltann í átta
leikjum í deildinni.
9
leikjum
í röð er
Mo Salah
búinn að
skora í.
FÖGNUM VETRI
Skoðaðu uppskriftirnar á íslensktlambakjöt.is
MEÐ ÍSLENSKRI KJÖTSÚPU – NÁTTÚRULEGA
Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins, en samt einhvern
veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhalds kjötsúpu og
hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju
eldhúsi. Frá upphafi landnáms hefur hún fært okkur yl í
kroppinn og kraftmikla næringu – og öll viljum við meina að
„okkar súpa“ sé best. Fögnum vetrinum með fjölbreyttri
íslenskri lambakjötssúpu – náttúrulega.
ÍSLENSKI KJÖTSÚPUDAGURINN VERÐUR HALDINN HÁTÍÐLEGUR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG Í DAG, FYRSTA VETRARDAG, KL. 13–16.
LAUGARDAGUR 23. október 2021 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ