Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 12

Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 12
og styður í leiðinni við hjálpar- og mannúðarstörf Þú finnur gersemar í Rauðakrossbúðunum og styður í leiðinni við hjálpar- og mannúðarstörf í Rauðakrossbúðunum Þú finnur ger emar Reykjavík Laugavegur 12 Laugavegur 116 Kringlan Mjóddin Borgarnes Borgarbraut 4 Patreksfjörður Bjarkargata 11 Blönduós Húnabraut 13 Skagaströnd Vallarbraut 4 Sauðárkrókur Aðalgata 108 Akureyri Viðjulundur 2 Húsavík Garðarsbraut 44 Þórshöfn Glaðheimar Egilsstaðir Dynskógar 4 Eskifjörður Strandgata 50 Stöðvarfjörður Fjarðarbraut 48 Djúpivogur Bakki 3 Reykjanesbær Smiðjuvellir 8 Auglýsing á tillögum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfis- matsskýrslu burðarþolsmats og áhættumats erfðablöndunar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun, auglýsir hér með tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu burðarþolsmats og áhættu- mats erfðablöndunar á Austfjörðum og Vestfjörðum. Tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu og fylgigögnum eru aðgengileg á samráðsgátt stjórn- valda, www.samradsgatt.is, frá og með mánudeginum 25. október 2021. Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögurnar og umhverfis- matsskýrslu. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til og með 6. desember 2021 og skulu þær berast á samráðsgátt stjórnvalda, www.samradsgatt.is. Tillögurnar ásamt fylgiskjölum liggja einnig frammi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. gar@frettabladid.is TRÚFÉLÖG Agnes M. Sigurðardóttir biskup leggur fram tillögu á Kirkju- þingi sem hefst í dag um að gerð verði könnun um viðhorf þjóðar- innar til þjóðkirkjunnar. Tillaga Agnesar er byggð á vinnu starfshóps um samskipta-, ímyndar- og kynn- ingarmál þjóðkirkjunnar. „Veruleiki þjóðkirkjunnar er breyttur að því leyti að við erum á frjálsum markaði og þar gildir ímyndin þín og að þú sért í kynn- ingu og aðrir viti hver þú ert,“ segir í greinargerð starfshópsins, sem kveður mikilvægt að greint verði hvaða leiðir séu bestar „til að boða fagnaðarerindið“. Til að fá sem raunhæfasta niður- stöðu er könnunin sögð þurfa að vera unnin í sátt innan kirkjunnar. „Það þyrfti að vinna hana í samráði við Kirkjuþing og prestasamfélagið og því er mikilvægt að umræða fari fram um hana á Kirkjuþingi,“ er undirstrikað í greinargerð starfs- hópsins. „Mikilvægt er að við séum tilbúin til þess að taka mark á henni, sama hverjar niðurstöð- urnar verða.“ Sérstaklega er ætlunin að styrkja notkun kirkjufólks á samfélags- miðlum. Mikilvægt er sagt að sett séu viðmið og leiðbeiningar um miðlana. „Dæmi um það er að setja fram hvað miðlar kirkjunnar mega líka við (e. like), hvort þeir eigi að fylgja einstökum miðlum (e. fol- low), og hvort þeir megi deila efni frá öðrum,“ segir starfshópurinn. Verkefninu fylgir ýmis kostnaður. Meðal annars á að fjölga stöðu- gildum á samskiptasviði Biskups- stofu úr einu og hálfu í þrjú og er það stærsti einstaka kostnaðarliðurinn; 16,5 milljónir króna árlega. Til við- bótar er tæplega 5 milljóna króna reikningur frá Gallup vegna við- horfskönnunar sem gera á bæði meðal almennings og fjögur hundr- uð starfsmanna kirkjunnar. „Við þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill til þess að við getum þjónustað hana, í stað þess að okkar þjónusta beinist að því sem okkur langar að þjóðin sækist eftir.“ Í umsögn um tillögu biskups kveðst Margrét Bóasdóttir, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, sakna þess að hvorki í nýsamþykktu skipuriti né í nokkru máli sem liggi fyrir Kirkjuþingi skuli vera minnst á að kirkjan syngi. „Sú fjölda- hreyfing sem þjónar kirkjunni með söng undir stjórn vel menntaðra kirkjutónlistarmanna er oftar en ekki hinn trúi kjarni safnaðarins," segir í umsögn Margrétar. n Biskupinn vill fjölga á samskiptasviði og kanna viðhorfið til þjóðkirkjunnar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóð- kirkjunnar. Eftir gott gengi í þingkosning- um setja Framsóknarmenn stefnuna á borgina. Margir Framsóknarmenn íhuga framboð og stemningin hefur sjaldan verið betri. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Framsóknarfólk hugsar sér nú gott til glóðarinnar eftir vel- gengni í alþingiskosningunum og eygir möguleika á að endurreisa flokkinn í borgarmálunum. Flokkurinn fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem líklegir fram- bjóðendur fyrir Framsókn eru Karl Garðarsson, lögfræðingur og fyrr- verandi alþingismaður, en hann birti grein í Fréttablaðinu í gær um lóðamál í Reykjavík. Þá hefur Guð- finna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Fram- sóknar- og f lugvallarvina, verið orðuð við framboð fyrir f lokkinn en hún yfirgaf Framsókn skömmu eftir stofnun Miðflokksins en mun hafa ratað heim aftur. Þá hefur Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, sterklega verið orðuð við framboð en hún dúkkaði upp á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Þótt Björn Ingi Hrafnsson hafi ítrekað haldið því fram að hann sé hættur í stjórnmálum gefast menn ekki upp á að orða hann við fram- boð. Hann veitti Fréttablaðinu ekki afgerandi svar en sagðist ekki vera í neinum framboðspælingum. Framsóknarmenn á höfuðborgar- svæðinu binda vonir við að Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráð- herra, fallist á að leiða Framsóknar- flokkinn í Reykjavík og Brynja Dan Þorgeirsdóttir hefur líka fengið töluvert af áskorunum samkvæmt heimildum blaðsins, þrátt fyrir að búa í Garðabænum. Þá er Þor vald ur Daní els son, eða Valdi í Hjólakrafti, eins og hann er gjarnan kallaður, oft nefndur sem kandídat fyrir Framsókn í Reykja- vík. Hann var valinn Reyk vík ing ur árs ins 2020 fyrir ötult hjólreiðastarf með ungmennum. Framsóknarfólk sem Frétta- blaðið ræddi við bindur miklar vonir við næstu borgarstjórnar- kosningar og áhrifafólk í f lokknum segir stefnuna setta á að ná allavega fjórum borgarfulltrúum inn fyrir f lokkinn. Stemningin á suðvestur- horninu hafi verið engu lík fyrir kosningarnar og nýtt og ungt fólk streymt í f lokkinn. Áherslan verði á að byggja ofan á það sem ráðherrar f lokksins hafa unnið að, bæði Lilja Alfreðs- dóttir í skólamálum og Ásmundur Einar Daðason í velferðarmálum, einkum fyrir börn. Þá binda þau sem Fréttablaðið ræddi við vonir við að formaðurinn setjist í veglegt innviðaráðuneyti með áhrifum sem skipt geti máli fyrir skipulags- og húsnæðismál í Reykjavík. n Framsóknarmenn stefna á fjóra borgarfulltrúa Framsóknarmenn fögnuðu sigri langt fram á nótt eftir góðan kosningasigur í síðasta mánuði. Nú á að hamra járnið meðan það er heitt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hnignun eftir blómaskeið R-listans Framsóknarflokkurinn bauð fram sameiginlega með vinstri flokkunum undir merkjum Reykjavíkurlistans árin 1994, 1998 og 2002 og öll þessi kjörtímabil var R-listinn með meirihluta í borginni. Flokkarnir buðu hins vegar fram hver í sínu lagi í kosningunum 2006 og þá fékk Framsóknarflokkurinn einn mann kjörinn, Björn Inga Hrafnsson. Þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn buðu fram árið 2010 náðu Framsóknarmenn engum inn en bættu úr því í kosning- unum þar á eftir með samfloti við flugvallarvini og fengu tvo borgarfulltrúa kjörna, þær Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörns- dóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Kosningar Framboðslisti Fjöldi fulltrúa 94 - 02 Reykjavíkurlistinn 8 2006 Framsóknarflokkurinn 1 2010 Framsóknarflokkurinn 0 2014 Framsókn og flugvallarvinir 2 2018 Framsóknarflokkurinn 0 Flokknum hefur gengið betur í samfloti við aðra síðustu ár Við erum á frjálsum markaði og þar gildir ímyndin þín. Starfshópur um samskipta- og ímyndarmál þjóðkirkjunnar 12 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.