Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 8
hjorvaro@frettabladid.is STJÓRNMÁL Nýjustu tilraunir Kín- verja með langdræg kjarnorkuvopn hafa valdið titringi hjá Bandaríkja- mönnum. Joe Biden, forseti Banda- ríkjanna, hefur, ólíkt Kínverjum, lagt á það áherslu í stjórnartíð sinni að draga úr notkun kjarnorkuvopna. Embættismenn í varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að mismunandi áherslur landanna muni valda því að Bandaríkjamenn standi verr að vígi á vígvellinum ef til átaka kemur. Þá hafa embættismenn í Pentagon sömuleiðis áhyggjur af því að Rússar séu að verða öflugri í vopnakapp- hlaupinu þegar kemur að kjarnorku- vopnum. Kínverjar búa yfir um það bil 100 kjarnorkuvopnum sem draga alla leið frá Kína til Bandaríkjanna. Biden kvaðst ekki hafa áhyggjur af þessu þegar hann var spurður út í stöðu mála hvað vopnakapphlaup þjóðanna varðar. Biden bætti þar við að Bandaríkjamenn væru í start- holunum að bregðast við ráðist Kín- verjar á grannríki sitt, Taívan. n Það er gömul og úrelt saga að það séu bara amma og afi sem fara til Kanarí. Steinþóra Sigurðardóttir, sölustjóri VITA Kínverjar hafa í flota sínum um það bil 100 kjarnaodda sem draga til Bandaríkjanna. Íslendingar á öllum aldri taka sólarströnd fram yfir hefð- bundið jólahald. Vont sumar á höfuðborgarsvæðinu og uppsöfnuð ferðaþörf eiga þátt í mikilli eftirspurn eftir sólar- ferðum um jólin. thk@frettabladid.is FERÐALÖG Það er orðið erfitt fyrir sólarþyrsta Íslendinga að finna sér flugmiða yfir jólahátíðina, hafi þeir ekki þegar tryggt sér ferð. Ferðaskrifstofur sem Fréttablaðið ræddi við eiga fæstar lausar ferðir fyrir jólin. Þær eru sammála um að uppsöfnuð ferðaþörf eigi mikinn þátt í aukinni eftirspurn eftir sólar- ferðum. „Ferðaþorsti landans er í hámarki og allir vilja komast út í sól sem fyrst,“ segir Steinþóra Sigurðar- dóttir, sölustjóri VITA. Tómas Gests- son, framkvæmdastjóri Heimsferða, áætlar að um 1.500 Íslendingar verði í sólarlöndum um jólin á vegum Heimsferða. Þá leggur stærstur hluti þess hóps leið sína til Tenerife, hinir til Alicante og Kanarí. Sama er upp á teningnum hjá Úrvali-Útsýn og mikið að gera. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, bendir á að aukin eftirspurn hjá þeim geti líka tengst öryggi sem fólk leiti nú í á ferða- lögum vegna heimsfaraldursins. Um ganginn í bókunum segja þau að ferðahugur landsmanna hafi farið minnkandi eftir því sem fjórða bylgjan sótti á í sumar, en eftirspurnin rokið aftur upp núna í september og október. Nadine Guðrún Yaghi, sam- skiptastjóri flugfélagsins Play, segir að ferðalangar séu búnir að bóka sér lengri ferðir en forsvarsmenn Play hafi átt von á. Hún segir að ein skýringin að baki því gæti hugsan- lega verið sú að „fleiri eigi fasteignir á Spáni nú heldur en áður“. Það rímar raunar við það sem for- svarsmenn þeirra ferðaskrifstofa sem Fréttablaðið ræddi við segja. Mikil aðsókn er í f lug til Alicante, jafnt sem Tenerife, en það virðist vera sem svo að Íslendingar sæki í auknum mæli í langtímadvöl á Alicante. Aðspurð segja þau mikla breidd í þeim þjóðfélagshópum sem hyggj- ast verja jólunum í útlöndum. Þá hafi færst í aukana að stórfjölskyld- urnar skelli sér saman í sólina, þá um 15 til 20 manns, eða jafnvel fleiri. „Það er gömul og úrelt saga að það séu bara amma og afi sem fara til Kanarí,“ segir Steinþóra hjá VITA og bætir við: „Fleiri og fleiri Íslend- ingar hafa uppgötvað að Kanarí er svo miklu meira en maður heldur. Í Skandinavíu til dæmis eru það miklu f leiri sem kjósa að fara á Kanarí en Tenerife.“ Undir þetta taka forsvarsmenn Úrvals-Útsýnar og Heimsferða. Tómas hjá Heimsferðum segir að algengara sé að fólk í kringum 75 ára og upp úr fari frekar út á haustin og vorin en sleppi jólunum. Nema þá þegar þau eru með stórfjölskyld- unni. n Fleiri velja sólina í stað íslenskra jóla Tenerife hefur lengi verið vinsæll ferðamannastaður um jól. Íslendingar sækja nú þangað í stórum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MENNING Í KÓPAVOGI KOMDU Í Í HAUSTFRÍINU Fjölbreytt dagskrá í Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafni 23. - 26. október Allir viðburðir eru ókeypis og eru öll velkomin. Ókeypis aðgangur á Gerðarsafn fyrir fullorðna í fylgd barna á meðan haustfríið stendur yfir. Kynntu þér dagskrána á meko.is. KÓPAVOGINN LANDSBANKINN. IS Samfélags- styrkir Landsbankans Árið 2021 veitir Landsbankinn 15 milljónir kr. í samfélags- styrki. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021. Styrkjunum er ætlað að styðja við fjölbreytt verkefni, meðal annars á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntamála og vísinda, forvarna- og æskulýðsstarfs og umhverfismála. Veittir eru styrkir í þremur þrepum: • • • Kynntu þér málið á landsbankinn.is 1.000.000 kr. 500.000 kr. 250.000 kr. Kína og Bandaríkin hvort í sína áttina 8 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.