Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 10
Fyrsti vetrardagur er í dag. Langtímaspár rættust í sumar sem var það skýjaðasta á suð- vesturhorninu síðan 1983. mhj@frettabladid.is VEÐUR Sumarið, sem lýkur formlega í dag, er það sólarminnsta á suð- vesturhorni landsins í nærri fjóra áratugi. Langtímaspár héldu. „Sumarið var gott, hagkvæmt, það kom seint en það var svalt meðan á því stóð. Það sem ein- kenndi sumarið var hversu þurrt það var. Þurrkurinn hélst áfram eftir þurrt vor. Þetta voru helstu ein- kennin,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Spurður um sólina á Norður- og Austurlandi segir Einar langtíma- spárnar hafa staðist. „Langtímaspárnar sýndu það og það gekk svo sem eftir en langtíma- spárnar miða gjarnan við þriggja mánaða tímabil en sumarið pass- aði svo sem ekki alveg inn í það. Það var kalt alveg fram að Jónsmessu. En þær náðu ágætlega, ef ég man þetta rétt, hitanum á Norður- og Austur- landi en þær voru svona út og suður með þetta,“ segir Einar. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir það hafa verið fádæma hlýtt fyrir norðan og nærri því að það hafi verið methlýindi í tvo og hálfan mánuð. „Á Suðvesturlandi var einstaklega mikið skýjað og óvenju sólarlítið en Við höfum það bak við eyrað að síðustu tveir vetur voru eins og svart og hvítt. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur Þetta er samt dálítið óvenjulegt því sumarið sem keppir við þetta sumar í sólarleysi er árið 1983 sem var alveg einstaklega vont sumar á Suðvesturlandi. Trausti Jónsson, veðurfræðingur Sumarið í borginni keppir við árið 1983 í sólarleysi Himnarnir grétu yfir höfuðborginni í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI það var hins vegar lengi framan af þurrt. Þannig að það er óvenjulegt að það sé sólarríkt og þurrt. Seinni hluti sumarsins var hins vegar vætusamur. Þannig að það rættist úr með það,“ segir Trausti. „Þetta er samt dálítið óvenjulegt því sumarið sem keppir við þetta sumar í sólarleysi er árið 1983 sem var alveg einstaklega vont sumar á Suðvesturlandi. En þetta sumar var miklu hlýrra og miklu veðrabetra. Það var ekki eins hvasst og miklu skárra veður. Þannig að þó það hafi verið sólarlaust var ágætis veður lengst af, alveg þangað til í septem- ber. Trausti vildi ekki gefa langtíma- spá fyrir veturinn að svo stöddu. Einar segir mjög lítið hönd á festandi næstu þrjá mánuði. Niður- stöður þriggja mánaða spánna séu ekki skýrar. Þá er íslenski veturinn oft ófyrirsjáanlegur. „Við höfum það bak við eyrað að síðustu tveir vetur voru eins og svart og hvítt.“ n Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2022 Styrkir til námskeiða í íslensku Umsóknarfrestur 7. desember 2021 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku fyrir árið 2022 sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2021, kl. 15:00. Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í þjóðskrá, tækifæri til að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að geta orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi. Hælisleitendur eru þó undanþegnir kröfu um skráningu í Þjóðskrá á meðan málefni þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum. Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Krafa er gerð um að námskeið sem hlýtur styrk skuli hafa skýra og sýnilega tengingu við Evrópska tungumálarammann. Fyrirtæki eða stofnanir, sem ekki eru viðurkenndir fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning við viðurkenndan fræðsluaðila, sem annast kennsluna, fylgja umsókninni. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, verkefnastjóri á mennta- og menningarsviði, islenskukennsla.utlendinga@rannis.is, sími 515 5843. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 Í nýrri skýrslu Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, er því haldið fram að fjöldi dauðsfalla hjá heilbrigðisstarfsfólki af völdum Covid-19 sé mun hærri en opinberar tölur gefi til kynna. Fyrr á þessu ári var ályktað að af þeim 3,45 milljónum sem hefðu lát- ist í faraldrinum á sextán mánaða tímabili væru  6.643 heilbrigðis- starfsmenn.  Alþjóðaheilbrigðis- sambandið telur að sú tala geti verið allt frá 80 þúsund upp í 180 þúsund. Um leið kalla samtökin eftir því að betur sé hugað að heilbrigðis- starfsfólki í ljósi þess að sífellt stærri hluti starfsgreinarinnar upplifi kulnun í starfi, kvíða og ofþreytu.  Í skýrslunni er heilbrigðisstarfs- fólk tilgreint sem allir sem koma að því að aðstoða einstaklinga sem hafa greinst með Covid-19. Þar kemur fram að heilbrigðisstarfsfólk sé líklegra til að gæta smitvarna í störfum og sé í raun örlítið líklegra til að smitast út í samfélaginu en á vinnustaðnum. Heilt yfir er áætlað að um 115 þús- und heilbrigðisstarfsmenn hafi látið lífið af völdum Covid-19 í heimsfar- aldrinum en um leið að fjöldi dauðs- falla geti verið frá 80 þúsundum upp í 180 þúsund. Í umræðukaf la skýrslunnar er tekið fram að ekki sé vitað fyrir víst hvort öll lönd skrái dauðsföll heilbrigðisstarfsmanna af völdum Covid-19 né hvort starfsfólk sem lát- ist utan sjúkrahúss af völdum sjúk- dómsins sé tekið með í tölfræðinni sem stofnuninni berist. Því sé mikil- vægt að heilbrigðisyfirvöld í hverju landi skrái öll dauðsföll af völdum Covid-19 hjá starfsfólki sínu. n Telja dauðsföll heilbrigðisstarfsfólks fleiri en haldið var Talið er að 80–180 þúsund heilbrigð- isstarfsmenn hafi látist af Covid-19. 10 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.