Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 34
Gunnar Þór Jóhannesson og
eiginkona hans, Sigurborg Íris
Vilhjálmsdóttir, stofnuðu Gólf
efnaval í október 1998. Fyrirtækið
heldur því upp á 23 ára afmæli sitt
um þessar mundir. Nýlega flutti
fyrirtækið í betra húsnæði og getur
nú boðið viðskiptavinum að skoða
vörur í glæsilegum sýningarsal
sem unninn var í samstarfi við
THG arkitekta.
Gunnar Þór segir að sérstaða
fyrirtækisins liggi í mikilli reynslu
í sölu og þjónustu með gólfefni.
„Við höfum sterka umhverfis
vitund og góða vöruþekkingu enda
höfum við átt ákaflega gott sam
starf við fagmenntaða iðnaðar
menn í gegnum árin.
Gólfefnaval selur teppaflísar,
teppi, vínilgólfefni, lúxus vínil
parket og lúxus vínilflísar, ofinn
vínil, parket og alls kyns hljóð
vistarlausnir. „Okkar helstu
umboð eru Bona, sem hefur í yfir
hundrað ár sérhæft sig í viðhalds
efnum fyrir viðargólf – lökk, olíu,
hreinsivörum og vélbúnaði til að
slípa og viðhalda parketi. Teppi og
teppaflísar koma frá Tarkett Desso,
vínildúkar og lúxus vínilparket og
vínilflísar frá Polyflor og Moduleo,
parket frá Bauwerk og Stile og
hljóðvistarlausnir frá Zilenzio fyrir
fyrirtæki og einstaklinga,“ útskýrir
Gunnar Þór.
Vínilparket vinsælast
Þegar hann er spurður hvort
einhverjar breytingar hafi orðið
á vinsældum gólfefna að undan
förnu, svarar hann: „Gólfefnaval
hefur selt vínilparket um 20 ára
skeið. Í dag seljum við vínilparket
og vínilflísar bæði frá Moduleo
og Polyflor. Í Evrópu hefur lúxus
vínilgólfefni tekið fram úr sölu
á viðar, plast og harðparketi
samanlagt. Núna er hægt að kaupa
vínilparket eða flísar með áföstu
undirlagi sem gefur allt að 22 dB
hljóðvist á milli hæða og 10 dB
inni í rýminu. Efnið er algjörlega
vatnshelt og hjá okkar birgjum
endurtekur mynstrið sig eftir
8892 planka, eða eftir rúmlega 23
fermetra. Moduleo LAYRED kemur
frá Moduleo. LAYRED má leggja á
allt að 260 fermetra rými án þess
að setja skillista og það veitir
okkur ákveðna sérstöðu. Vínil
parket og vínilflísar eru langvin
sælasta gólfefnið hjá okkur í dag,
Polyflor Encore Rigid og Moduleo
Layred,“ segir hann og bætir við:
„Parketið á enn góðan sess hjá
Íslendingum en áherslur hafa
aðeins breyst. Núna erum við að
selja parket í f leiri breiddum, til
dæmis plankaparket sem er frá 220
til 240 mm og alveg upp í 300 mm
á breidd. Fiskibeinamynstrið hefur
aldrei verið vinsælla hjá okkur. Við
bjóðum þar meðal annars upp á
ómeðhöndlað efni sem fólk getur
algjörlega gert að sínu. Við bjóðum
upp á ellefu grunnliti í tveggja
þátta olíu frá Bona sem fólk getur
blandað að vild og lakkað svo yfir
það og gert það að sínu. Við seljum
yfir 60 liti í parketi frá Stile og
annan eins fjölda frá Bauwerk.“
Teppaflísar í endurvinnslu
Gólfefnaval býður jafnframt upp
á teppi og sérpantaðar mottur.
„Við seljum teppi og sérpantaðar
mottur frá Tarkett Desso. Mott
urnar verða breiðastar 4 metrar og
er hægt að sérsníða eftir þörfum
fólks. Jafnframt erum við með
stigahúsateppi sem eru mjög
vinsæl, eins og Essence frá Tarkett
Desso. Lykkjan er gegnumlituð og
endurvinnanleg,“ segir Gunnar
Þór.
„Við erum jafnframt að vinna
með einum stærsta teppaflísa
framleiðanda í Evrópu, Tarkett
Desso. Teppaflísar eru líklega
besta gólfefnið þegar kemur að
því að tryggja góða hljóðvist í
fyrirtækjum. Gaman að segja frá
því að Tarkett Desso tekur gamlar
teppaflísar og endurvinnur þær.
Á síðasta ári í samstarfi við Reiti
fasteignafélag endursendum við
um 4.000 kíló af teppaflísum aftur
til Hollands í endurvinnslu, garnið
er fjarlægt af baki flísanna, garnið
aflitað og endurnýtt, bakið er svo
brotið niður í smærri búta og nýtt
aftur. Þessi fjögur tonn af gólfefni
hefðu annars farið í landfyllingu
hér á landi en með ReStartkerfinu
hjá Tarkett Desso getum við tekið
allar teppaflísar þeirra til baka
og sparað eigendum fasteigna
töluvert af peningum í urðun
hér á landi því þessi þjónusta er
eigendum teppaflísa frá Tarkett
Desso að kostnaðarlausu.
Umhverfismál í brennidepli
Umhverfismál skipta okkur máli
og við leggjum áherslu á það.
Samstarf okkar við Recofloor og
Tarkett ReStart þjónusturnar gerir
það að verkum að minna gólfefni
lendir í landfyllingum hér á landi.
Recofloor tekur við vínil og endur
vinnur hann. Tarkett hefur lagt
mikla áherslu á umhverfisþáttinn
eða „frá vöggu til vöggu“ eins og
við kjósum að kalla það (e. cradle
to cradle), þá er framleiðsla Tarkett
Desso að mestu leyti unnin úr
polyamid 6 garni sem unnið er úr
gömlum fiskinetum (ECONYL),“
upplýsir Gunnar Þór og bendir á
að þau hjá Gólfefnavali hafi verið
mjög heppin með að vera í sam
starfi við Polyflor þegar kemur
að gólfdúkum. „Við bjóðum upp á
mikið úrval gólfdúka frá Poly
flor. Vinsælasti dúkurinn sem við
seljum heitir Palettone og kemur
í 50 mismunandi litum, ótrúlega
fallegur dúkur. Þá er Polyflor einn
ig með eitt mesta úrval öryggis
gólfefna fyrir blautsvæði.“
Hljóðvistarlausnir í úrvali
Gunnar Þór segir að nýlega hafi
fyrirtækið farið að selja hljóðvistar
lausnir frá Zilenzio. „Fyrirtækið
leggur áherslu á talað mál og að
minnka klið í rýmum. Zilenzio
hentar mjög vel fyrir vinnustaði
sem eru með opin vinnusvæði
og sali þar sem kliður getur orðið
mikill.“
Í Gólfefnavali eru starfsmenn
með mikla reynslu í sölu og
þjónustu með gólfefni, sumir hafa
starfað við fagið frá 1980 en aðrir
eru með minni reynslu en bæta
það upp með mikilli ástríðu fyrir
því að þjóna hverju verkefni sem
best. Gunnar Þór segir að mikil
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Gunnar Þór segir
að Gólfefnaval
leggi mikla
áherslu á um-
hverfisvernd.
Nýlega flutti fyrirtækið í nýtt og betra húsnæði þar sem er rúmgóður og
glæsilegur sýningarsalur og aðkoma þægileg til að skoða úrvalið.
Hægt er að velja um ellefu grunnliti í
tveggja þátta olíu frá Bona.
Bona býður
einnig fjöl-
breytt úrval
ræstingaefna
fyrir lökkuð og
olíuborin viðar-
gólf.
Fjölbreytt úrval er af vínilflísum og
-parketi í mismunandi útfærslum.
Stile býður
fjölbreytt úrval
viðargólfefna
í mörgum
plankabreidd-
um.
Parketið á enn
góðan sess hjá
Íslendingum en áhersl-
ur hafa aðeins breyst.
Núna erum við að selja
parket í fleiri breidd-
um, til dæmis planka-
parket sem eru frá 220
– 240 mm og alveg upp í
300 mm á breidd.
eftirspurn hefði verið eftir gólf
efnum á Covidtímum, sérstaklega
hafa sala til einstaklinga aukist.
„Margir vildu gefa heimilinu
andlitslyftingu enda heima
vinna algeng og fólk mikið heima.
Gólfefnaval hefur ávallt verið í
góðu samstarfi við fagaðila. Við
höfum meðal annars staðið fyrir
námskeiðum erlendis sem og hér á
landi í frábæru samstarfi við Iðuna
fræðslusetur fyrir fagaðila. Við
getum vísað viðskiptavini á góða
fagmenn, hvort sem er í parket
slípun, dúka eða teppalögn.“ n
Gólfefnaval er staðsett að Höfða-
bakka 9b og síminn er 517 8000.
Gólfefnaval er með Facebook-síðu
þar sem ýmsar góðar upplýsingar
birtast.
2 kynningarblað A L LT 23. október 2021 LAUGARDAGUR