Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 36

Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 36
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Áhugi Péturs Breiðfjörð Péturssonar á LEGO hófst á barnsaldri. Hann var þó kominn á fullorðinsaldur þegar hann byrjaði að safna LEGO með formlegum hætti. Í dag á hann tæplega 600 LEGO-sett í bílskúrnum heima. Næstu kaup eru Tit- anic-skip sem verður stærsta settið í safninu, eða um 135 sentímetrar að lengd. Menningarhátíð Seltjarnarness var haldin fyrr í þessum mánuði þar sem fjölbreyttir viðburðir voru í boði fyrir alla aldurshópa. Einn þeirra viðburða sem voru vel sóttir var LEGO-sýning Péturs Breiðfjörð Péturssonar sem hann hefur haldið í bílskúr fjölskyldunnar á Menn- ingarhátíðum undanfarinna ára við mikla gleði yngri og eldri gesta enda tengja nær allir landsmenn við gömlu góðu LEGO-kubbana. „Ég tók fyrst þátt í Menningarhá- tíð Seltjarnarnesbæjar 2017 og það Notalegt að dunda sér við LEGO á kvöldin Pétur Breiðfjörð Pétursson safnar LEGO og á um 600 LEGO-sett í bíl- skúrnum heima. MYNDIR/AÐSENDAR Pétur Breiðfjörð á um 600 LEGO-sett. Elstu settin eru frá árunum 1955-1960. LEGO Technic Crawle Crane inni- heldur 1.401 kubb. Kom út 2015 og Pétur keypti hann á Íslandi. Pétur á mikið úrval bíla, til dæmis fólksbíla, strætisvagna og vörubíla. Gestir sýningarinnar tengdu marga muni við æskuminningar sínar. Nasa Space Shuttle Discovery inni- heldur 2.354 kubba. Kom út 2021. Svona leit bíl- skúrinn út þegar Pétur hélt sýn- inguna á Menn- ingardögum Seltjarnarness fyrr í þessum mánuði. virðist alltaf gleðja gesti jafn mikið að skoða safnið mitt. LEGO hefur verið til á heimilum flestra lands- manna og gestir kannast við margt sem ég er að sýna og þá rifjast upp góðar minningar. En um leið er auðvitað fullt af munum sem gestir eru að sjá í fyrsta sinn, bæði nýtt og gamalt, og gleður unga sem aldna.“ Byrjaði með jólagjöf Áhugi Péturs á LEGO byrjaði jólin 1982 þegar hann fékk sitt fyrsta stóra LEGO-sett (nr. 8860) frá foreldrum sínum í jólagjöf. „Þetta var bíll sem ég byrjaði strax að setja saman á aðfangadagskvöld og hætti ekki fyrr en ég var búinn að setja hann saman snemma á jóla- dagsmorgun. Upp frá því fékk ég alltaf LEGO í afmælis- og jólagjöf. Á þessum tíma var pabbi vinar míns oft í útlöndum vinnunnar vegna og keypti mjög oft sitt LEGO-tækni- settið hvort fyrir okkur tvo.“ Hann segist alla tíð hafa verið mikill LEGO-tækni áhugamaður. „Ég tók oft strætó niður í bæ til að kíkja í leikfangabúðina Liverpool á Laugavegi og fór upp á aðra hæð til að skoða LEGO-settin. Það kom oft fyrir á þessum árum að ég hafði safnað pening til að kaupa nýtt LEGO en af því ég hafði líka nýtt strætópeninginn í kaupin þurfti ég að labba heim út á Seltjarnarnes með nýja dótið.“ Boltinn byrjar að rúlla Pétur var þó kominn á fullorðinsár þegar hann byrjaði að safna LEGO með formlegum hætti. „Það má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla þegar dóttir mín flutti til Danmerk- ur árið 2012. Hún gaf mér LEGO Technic þyrlu (nr. 9396) í afmælis- gjöf og þá kviknaði áhugi minn aftur á fullu. Frá þeim degi varð ekki aftur snúið og nú eru settin að nálgast 600. Á undanförnum árum hef ég keypt bæði ný og notuð sett þegar ég er staddur erlendis en líka hér heima. Auk þess hef ég fengið gefins sett frá fólki sem vill styðja mig í að halda þessu safni úti og líður betur að vita að settin séu vel varðveitt hjá mér.“ Næsta sett á listanum er LEGO Titanic (nr. 10294) sem kemur í verslanir síðar á árinu. „Það verður stærsta settið í safninu og inni- heldur 9.090 hluti enda um 135 sentímetrar að lengd.“ Bæði róandi og fræðandi En hvað gerir þetta áhugamál svona heillandi? Pétur segir það vera bæði róandi og fræðandi að dunda sér með kubbana en um leið krefjist vinnan mikillar einbeitingar. „Það er notalegt að sitja við eldhúsborðið á kvöldin og setja saman sett. Það má segja Dætur mínar hafa einnig gaman af þessu og eiga þær þó nokkur sett sem eru til sýnis hjá mér. Pétur Breiðfjörð Pétursson að þetta sé mín núvitund. Dætur mínar hafa einnig gaman af þessu og eiga þær þó nokkur sett sem eru til sýnis hjá mér. Þær hjálpa mér við að koma þessu öllu saman. Svo má ekki gleyma eiginkonunni sem hvetur mig áfram og er minn helsti styrktaraðili.“ Pétur opnar safnið reglulega sé þess óskað sérstaklega. „Það er alltaf hægt að hafa samband við mig og þá er fundinn tími fyrir heimsókn. Svo kemur nú fyrir að bílskúrsdyrnar séu opnar hjá mér og þá kemur fólk, sem er að ganga, hjóla eða keyra fram hjá, við og kíkir inn.“ ■ Áhugasamir geta fylgt Pétri og safninu á Instagram (@peterslego- collection). www.lagarlif.is Nordic Salmon vinnufundur Vinnufundur um laxeldi verður haldinn 27. október í húsakynnum Ölfus Cluster að Hafnabergi 1 í Þorlákshöfn V E R Ð E R K R Ó N U R 3 . 0 0 0 - A L L A R V E I T I N G A R I N N I F A L D A R Í V E R Ð I N U N O R D I C S A L M O N – S T U T T A F A G F I S K Á f u n d i n u m v e r ð u r f j a l l a ð u m l a x a / f i s k i l ú s , f ó ð u r g e r ð o g s t ó r ð s e i ð a e l d i . N o r r æ n i r s é r f r æ ð i n g a r , h v e r á s í n u s v i ð i , m u n u h a l d a e r i n d i á f u n d i n u m . F u n d i n u m l ý k u r m e ð h e i m s ó k n í L a x - i n n a ð M ý r a r g ö t u 2 6 þ a r s e m h a l d i n v e r ð u r k y n n i n g á s t a r f s e m i n n i o g b o ð i ð u p p á l é t t a r v e i t i n g a r . S k r á n i n g f e r f r a m á : h t t p s : / / m a t i s . i s / f r e t t i r / n o r d i c - s a l m o n - v i n n u f u n d u r - i - m a t i s / Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húð- próteins og insúlíns • Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs • Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva • Stuðla að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins • D-vítamín hefur hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 4 kynningarblað A L LT 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.