Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 39
Þegar óvæntir atburðir eða
áföll raska daglegu lífi fólks
svo mikið að það þarfnast
stuðnings, þá eru viðbragðs-
hópar Rauða krossins virkj-
aðir.
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir,
neyðarvarnafulltrúi Rauða kross-
ins og sjálfboðaliði í viðbragðshópi
Eyjafjarðar, var meðal þeirra sem
komu frá Akureyri til að aðstoða
þegar alrýming var fyrirskipuð
á Seyðisfirði vegna stórrigninga
og aurskriðufalla sem ógnuðu
byggðinni tæpri viku fyrir jól 2020.
Aðeins einu sinni áður hefur heilt
sveitarfélag verið rýmt, vegna eld-
gossins í Heimaey.
„Þetta var krefjandi,“ segir Álf-
heiður Svana. „Korter í jól og verk-
efnið svo stórt að það þurfti mikla
aðstoð austur. Engin Covid-smit
voru á Austurlandi á þessum tíma
og ekki æskilegt að flytja margt
fólk annars staðar frá án skimunar.
Engin smit voru heldur á Akureyri
og því tókst að koma sjálfboðalið-
um þaðan strax á föstudeginum.
Sjálfboðaliðarnir frá Seyðisfirði
voru líka þolendur í þessum ham-
förum og því stigu aðrir inn en
þannig styðja viðbragðshóparnir
hver við annan.“
Álfheiður Svana segir samheldni
fólks hafa verið eftirtektarverða.
„Allir lögðust á eitt. Fólk hafði
samband og bauð fram húsnæði
svo gisting fannst fyrir alla. Þarna
var einstök samkennd, samhugur
og samvinna. Magnþrunginn tími,
komið að jólum, skammdegið
drungalegt og mikil óvissa. Sem
betur fer gekk þetta allt vel, ekki
síst vegna þess hve skipulagið var
skilvirkt og hve samstarf allra við-
bragðsaðila var gott.“
Samráðshópur um áfallahjálp
var að störfum bæði á staðnum og
í Reykjavík. Hlutverk þeirra er að
samræma og kortleggja stuðning
við íbúana.
„Viðbragðshóparnir grípa þá
sem lenda utan kerfisins,“ segir
Álfheiður Svana, „fólk sem verður
vitni að alvarlegum atburðum
og aðra þá sem ekki þurfa beina
aðstoð viðbragðsaðila en þurfa
sálrænan stuðning. Í viðbragðs-
hópunum er vel þjálfað fólk með
þekkingu og reynslu af sálrænum
stuðningi í gegnum menntun,
reynslu og störf sem veitir þol-
endum sálræna aðstoð á vettvangi
eða fyrstu dagana á eftir.
Á mánudagskvöldinu gekk ég
um á Seyðisfirði. Allt var kyrrt.
Nokkrir íbúar voru komnir í
húsin sín en enginn á götum úti.
Þögn fyrir utan vélardyn, jólaljós,
hús á bensínplani, rústir og sár
í hlíðunum fyrir ofan bæinn. Ég
fann hve smá við erum andspænis
náttúrunni þegar svona dynur
yfir.“n
Sjálfboðaliðinn Hörður
Jónsson hljóp Laugaveginn
til styrktar Frú Ragnheiði í
sumar. Hann hefur ástríðu
fyrir skaðaminnkun.
„Mér þykir óendanlega vænt um
þetta verkefni og þekki þennan
hóp afskaplega vel. Þegar ég var
drengur fór ég í sveit á sumrin til
afa og ömmu í Gunnarsholti, þar
sem afi var aðstoðarforstöðumað-
ur á meðferðarheimili fyrir langt
gengna alkóhólista. Þar kynntist
ég þessum meisturum götunnar og
þótti einstaklega vænt um þessa
karla sem voru gegnumgóðir og
miklir vinir manns. Ég hef sjálfur
glímt við alkóhólisma og öll mín
reynsla af fólki sem lent hefur í
þessari stöðu er eins. Það mætir
mjög hörðum veruleika og þarf
að bjarga sér á vegu sem við hin
getum ekki einu sinni ímyndað
okkur. Þá er oft máluð svört mynd
af mjög góðu fólki.“
Þetta segir Hörður Jónsson, sem
verið hefur sjálfboðaliði í skaða-
minnkunarverkefni Rauða kross-
ins, Frú Ragnheiði, frá árinu 2017. Í
sumar hljóp Hörður Laugaveginn
til styrktar Frú Ragnheiði. Hann
lauk BS-gráðu í sálfræði í fyrra og
var lokaverkefnið rannsókn á hópi
skjólstæðinga Frú Ragnheiðar.
„Skaðaminnkun er ástríða hjá
mér. Hún snýst um að lágmarka
allan skaða sem hlýst af líferni
einstaklinga í vímuefnavanda. Það
gerum við með því að kenna fólki
að nota efni og áhöld til vímuefna-
notkunar rétt, því þegar einstakl-
ingar í vímuefnavanda nota vímu-
efni í æð er mikil hætta á smiti
á HIV-veirunni, lifrarbólgu C og
fleiri sýkingum. Með því að skaffa
þeim nýjan búnað má koma í veg
fyrir þessa sýkingarhættu. Jafn-
framt fræðum við fólk um örugga
notkun vímuefna, hvar best sé
að hitta á æðar og hvaða æðar er
öruggt að nota. Við sýnum því líka
að til sé hópur í samfélaginu sem
þykir innilega vænt um það. Við
færum því hlý föt og gefum því að
borða því margir í þessu líferni
þjást af miklum næringarskorti.
Við erum þakklát veitingastöðum
sem gefið hafa Frú Ragnheiði mat,
en það er alltaf vöntun á slíku,“
greinir Hörður frá.
Sálrænn stuðningur mikilvægur
Allir í vímuefnavanda geta leitað
til Frú Ragnheiðar.
„Fólk nálgast bílinn á sínum
forsendum og það er enginn sem
segir því að gera eitt né neitt. Það
einfaldlega hringir í okkur og við
mætum á staðinn þar sem við-
komandi vill hitta okkur. Áður
vorum við með föst stopp í bænum
en það nýttist verr. Þjónustan er
því einstaklingsmiðuð og byggist
á trausti. Orðspor Frú Ragnheiðar
hefur svo aukist gríðarlega, orðið
gengur á milli manna og þess
vegna hefur Frú Ragnheiður fengið
þennan status. Til að byrja með var
hún ljóti andarunginn hjá Rauða
krossinum og fáir sem sóttust í
sjálfboðastarfið, en nú er orðið
erfitt að komast þar að,“ upplýsir
Hörður.
Hann segir einstaklinga í
vímuefnavanda forðast að leita sér
aðstoðar innan heilbrigðisgeirans
þar sem þeir mæti gjarnan nei-
kvæðu viðmóti.
„Við erum með sáraþjónustu í
bílnum því skjólstæðingar okkar
eru oft komnir með mjög slæmar
sýkingar sem þarf að meðhöndla
í bráðafasa. Frú Ragnheiður fékk
nýverið leyfi til að útdeila sýkla-
lyfjum og það hefur breytt miklu.“
Meirihluti þeirra sem kalla eftir
þjónustu Frú Ragnheiðar eru ein-
staklingar í vímuefnavanda.
„En þegar við förum í neyðar-
skýlið bætast við eldri karlar sem
verið hafa meira í áfengi og þurfa
líka á aðstoð að halda. Þeim finnst
lítið hlustað á sig en þurfa mikið að
létta á sér. Starfið snýst því líka um
sálrænan stuðning, að bjóða öxl
til að gráta á og hlusta. Við erum á
ferðinni öll kvöld nema á laugar-
dögum. Þegar ég byrjaði komu um
tíu manns í bílinn á annasömu
kvöldi, en nú eru þeir upp undir
þrjátíu, enda vita æ fleiri af þessari
þjónustu, sem betur fer,“ segir
Hörður. n
Síminn hjá Frú Ragnheiði á höfuð-
borgarsvæðinu er 788 7123, á
Akureyri 800 1150 og í Reykja-
nesbæ 783 4747.
Þeim finnst lítið
hlustað á sig en
þurfa mikið að létta á sér.
Starfið snýst því líka um
sálrænan stuðning, að
bjóða öxl til að gráta á og
hlusta.
Allir lögðust á eitt.
Fólk hafði sam-
band og bauð fram
húsnæði svo gisting
fannst fyrir alla. Þarna
var einstök samkennd,
samhugur og sam-
vinna.
Fann hve smá við erum
gagnvart náttúrunni
Álfheiður segist hafa fundið fyrir því hvað maðurinn væri smár andspænis
náttúrunni þegar aurskriðan féll á Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Þegar rýma þarf heilt bæjar-
félag skiptir öllu máli að
skipulagning sé markviss,
samvinna góð og þjálfaðar
hendur að verki.
Margrét Dögg Guðgeirsdóttir
Hjarðar, leiðbeinandi með umsjón
í grunnskólanum á Egilsstöðum,
er sjálfboðaliði í viðbragðshópi
Rauða krossins á Austurlandi.
Tveimur dögum eftir að jólafríið
hófst í skólanum var viðbragðs-
hópurinn kallaður út um kaffi-
leytið, föstudaginn 18. desember
2020. Alrýming hafði verið
fyrirskipuð á Seyðisfirði vegna
mikilla rigninga og aurskriðna sem
ógnuðu byggðinni.
Langflestir íbúar Seyðisfjarðar
voru samankomnir í grunnskól-
anum á Egilsstöðum þar sem sett
hafði verið upp fjöldahjálparstöð
en hluti viðbragðshópsins var
sendur til Eskifjarðar þar sem
hlutarýming stóð yfir af sömu
orsökum.
Margrét segir verkefni við-
bragðshópsins vera af ýmsum
toga. „Yfirleitt eru þetta afmarkaðir
atburðir. Einhver atburður verður,
slys eða áfall, og við erum virkjuð
til að aðstoða og veita nokkurs
konar sálræna fyrstu hjálp. Í fram-
haldinu vísum við fólki á fagaðila.“
Margir komu að þessari stóru
aðgerð á aðventu. Prestar gengu
á milli fólks, félagsþjónustan hjá
Múlaþingi var á staðnum og ýmsir
sérfræðingar. „Við vorum þarna til
að hjálpa,“ segir Margrét. „Ef fólk
þurfti fékk það stuðning. Þetta
byrjaði á föstudag og stóð í nokkra
sólarhringa. Við unnum á vöktum
og alltaf voru að minnsta kosti
tvær manneskjur á staðnum.
Fyrst var opnuð miðstöð í
Herðubreið á Seyðisfirði þar sem
viðbragðsaðilar voru til staðar.
Fólk skráði sig þar og var svo sent í
fjöldahjálparmiðstöðina í grunn-
skólanum á Egilsstöðum. Þetta
voru fimm sólarhringar og við
lokuðum á Þorláksmessu. Þá var
opnuð þjónustumiðstöð í Herðu-
breið á Seyðisfirði sem starfaði
fram eftir janúar.
Það sem stendur upp úr hjá mér,
fyrir utan hvað þetta var gríðarlega
stórt verkefni að rýma heilt bæjar-
félag, var hve óvissan var mikil.
Venjulega er verkefnið afmarkað.
Slys verður og við bregðumst við. Í
framhaldinu leitar fólk til sér-
fræðinga. Það sem reyndi mest á
þarna var að sjá ekki fyrir endann
á þessu. Enginn gat svarað því hve-
nær fólk mætti fara heim. Hvort
það gæti haldið jólin heima.“
Margrét segir þessa sólarhringa
greypta í minni sér. „Núna, þegar
aftur eru rýmingar vegna vatnsveð-
urs og hættu á aurskriðum, er þetta
mér í ljósu minni. Allt rifjast upp.“ n
Reyndi mest á að sjá ekki fyrir
endann á þessum hamförum
Margrét Dögg er sjálfboðaliði í viðbragðshópi Rauða krossins á Austurlandi.
Hörður Jónsson hefur verið sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði í á fjórða ár og
þekkir starfið vel og hópinn sem sækir þjónustu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Meistarar götunnar eru
gegnumgott fólk
3LAUGARDAGUR 23. október 2021 HJÁLPIN