Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 40

Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 40
Rauði krossinn sinnir viðamiklu starfi með sjálf- boðaliðum. Þeir eru meðal annars hundavinir, heim- sóknarvinir, gönguvinir, leiðsöguvinir og símavinir. Allir sjálfboðaliðar fara á undir- búningsnámskeið hjá Rauða kross- inum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja. Hlutverk vina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Ávallt er þörf á fleiri sjálfboða- liðum og hægt er að skrá sig á heimasíðunni raudikrossinn.is. Dagmar Traustadóttir og hundurinn hennar, Ruby Rose, eru sjálfboðaliðar Rauða krossins. „Ég byrjaði í mars á þessu ári. Sum- arið áður var ég úti í göngu með hundinn þegar ég mætti konu sem bað um að fá að klappa honum. Þegar konan sá hvað hundurinn var ljúfur fór hún að segja mér frá hundavinaverkefni Rauða krossins. Ég fór heim og las mér til um þetta verkefni og leist vel á það. Fannst þetta kjörið verkefni fyrir mig og hundinn en ég var barns- hafandi á þessum tíma. Mér fannst tilvalið að við Ruby ættum okkar eigin verkefni þegar barnið kæmi í heiminn. Við fórum á námskeið í febrúar og byrjuðum síðan eftir það,“ segir Dagmar. „Við reynum að fara einu sinni í viku til Hólmfríðar Benedikts- dóttur en hún er einstakur hunda- vinur. Hún er ljósmyndamenntuð og finnst gaman að taka myndir af hundinum. Ruby Rose er fimm ára og stendur sig frábærlega. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef gaman af því að spjalla við eldra fólk, var alltaf mikið með langömmu minni og -afa. Við Hólmfríður getum rabbað mikið saman og ræðum alls konar hluti. Heimsóknin gerir jafnmikið fyrir mig og hana. Ruby er alsæl með að láta klóra sér og kjassa. Við löbbuðum mikið úti í sumar sem var heilsusamlegt fyrir okkur öll,“ segir Dagmar. Eignaðist hundavin fyrir tilviljun Hólmfríður Ben Benediktsdóttir er ákaflega ánægð með Dagmar og Ruby Rose. „Ég hef átt erfitt með gang og f lutti í þjónustuíbúð vegna veikinda. Ég eignaðist hundavin fyrir tilviljun. Foreldrar mínir bjuggu á hjúkrunarheimil- inu Mörk á meðan þau lifðu. Faðir minn var sérstakur dýravinur. Ég sá auglýst að hægt væri að fá hundavin Rauða krossins og ég hjálpaði honum að fá slíkan vin. Hundaeigandinn fór síðan í barn- eignarleyfi og ég sótti um annan hund. Það reyndist vera Ruby. Þá var Covid og heimsóknarbann. Ég óskaði þá sjálf eftir að fá hann til mín sem var samþykkt. Þannig að eiginlega stal ég hundinum frá pabba,“ segir Hólmfríður og hlær. „Faðir minn lést í sumar, og ég fæ Ruby reglulega í heimsókn sem gefur mér mikla gleði,“ segir hún. Ruby er æðislegur hundur, sér- lega fallegur og góður. Mér finnst til dæmis mjög gaman að taka myndir af honum,“ segir hún. Ég var hundaeigandi áður fyrr en get það ekki lengur vegna heilsufars. Það er því æðislegt að fá Dagmar og Ruby í heimsókn. Dagmar er líka frábær vinur og það var aukabónus að kynnast henni. Við erum alltaf í netsam- bandi fyrir utan heimsóknirnar. Við getum spjallað um allt og það er ekkert kynslóðabil á milli okkar. Hún hefur allt það sem sjálf boðaliðar þurfa að hafa, hjálpleg og þægileg. Sjálf boða- liðar bæta samfélagið að mínu mati.“ n Mjög ánægjulegt að vera hundavinur Dagmar og Hólmfríður með Ruby á milli sín. Það fer sannarlega vel á með þeim hundavinunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gönguvinir Rauða krossins hitt- ast reglulega og fara í göngutúr. Kristín Ásbjörnsdóttir er göngu- vinur Kóreks Hreins Stefánssonar. „Mér fannst ég hafa nægilegan tíma til að láta gott af mér leiða og hef alltaf verið mikil útivistar- manneskja. Ég setti mig þess vegna í samband við Rauða krossinn og ætlaði í fyrstu að bjóða mig fram sem heimsóknarvin en þeim fannst henta mér betur að vera gönguvinur. Þetta hefur gengið afskaplega vel frá því ég byrjaði í fyrrahaust. Við hittumst einu sinni í viku og löbbum oft hring í Efra-Breiðholti, iðulega í hálftíma til þrjú korter. Göngurnar gera mikið fyrir okkur bæði auk þess sem þetta er góður félagsskapur. Við getum rabbað saman allan göngutúrinn.“ n Gönguvinirnir Kristín Ásbjörnsdóttir og Kórekur Hreinn Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hulda Ólafsdóttir er símavinur Rauða krossins. Hún segir að sjálfboðaliðastarf geti bæði verið skemmtilegt og erfitt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heimsóknarvirnirnir Sigríður María Torfadóttir og Ásta Pétursdóttir. Þær eru orðnar mjög góðar vinkonur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Rannveig Garðarsdóttir og Hossam eru leiðsöguvinir í gegnum Rauða krossinn. MYND/AÐSEND Rannveig Garðarsdóttir og Hossam frá Írak eru leiðsögu- vinir. „Maður fær tækifæri til að kynnast manneskju úr öðrum menningarheimi. Vinátta myndast á milli okkar og ég aðstoða hann við íslenskuna. Hann hefur verið að læra málið og er mjög áhuga- samur. Við reynum að tala saman á íslensku þar sem hann er stöðugt að æfa sig. Hossam er nýbúinn að fá vinnu og við höfum einmitt rætt mikið um atvinnumöguleika. Honum finnst gaman að hlusta á hvernig hið daglega líf Íslendings er og hann segir mér frá sínu lífi. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Hossam horfir á íslenska fréttatíma og er að læra ljóð utan- bókar. Hann fer með ljóð fyrir mig í hvert sinn sem við hittumst. Alveg dásamlegt,“ segir Rannveig og Hossam tekur undir að það sé mjög dýrmætt að hittast og ræða saman. n Sigríður María Torfadóttir er heimsóknarvinur Rauða krossins. „Ég vissi um þetta verkefni í langan tíma og fannst það spennandi og þarft, eitthvað sem mig langaði til að gera. Þegar ég sá auglýsingu frá RK um námskeið fyrir tæpum fimm árum ákvað ég að drífa mig,“ segir Sigríður María en hún hefur heimsótt Ástu Pétursdóttur vikulega í fjögur ár. „Ásta hafði ekki búið á Íslandi í áratugi og hafði ekki mikið tengslanet. Við erum orðnar mjög góðar vinkonur, smullum vel saman þótt við séum ólíkar og með ólíkan bakgrunn. Það er alltaf gaman að hitta hana. Hún er skemmtileg og við hlæjum mikið saman. Við lesum báðar mikið og skiptumst á bókum. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fara í heimsókn enda hollt fyrir alla að kynnast nýju fólki.“ Ásta Pétursdóttir segir að það sé dásamlegt að fá Siggu Mæju, eins og hún kallar hana, í heimsókn einu sinni í viku. „Við eigum margt sameiginlegt eins og bækur og blómabúðir. Við skemmtum okkur konung- lega þegar við förum í slíkar búðir. Yfir sumartímann förum við út að labba. Upphaflega var mér bent á heimsóknarvin eftir hjartaskurðaðgerð. Það hefur orðið til mjög góð vinátta á milli okkar sem er dýr- mæt. Það má segja að ég hafi unnið í happdrættinu að fá Siggu Mæju.“ n Hulda Ólafsdóttir hefur verið símavinur Rauða kross- ins í rúmlega ár. Hún og Ingibjörg Magnúsdóttir eiga gott spjall í síma einu sinni í viku. „Ég er í sambandi við þrjá símavini. Verkefnið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem eru mikið heima, eru jafnvel einmana. Við spjöllum og ég reyni að vera á jákvæðum og upp- byggilegum nótum. Stundum þarf reyndar að ræða erfiða hluti. Mér finnst mikilvægt að ræða eitthvað sem gleður og er áhugavert. Símavinir hittast ekki. Við ræðum saman í að minnsta kosti hálftíma einu sinni í viku,“ segir Hulda. „Þetta getur verið mjög gefandi starf en erfitt líka þegar maður upplifir erfiðleika við- mælanda. Ég hef samt oft fengið skemmtilegar sögur. Maður lærir líka ýmislegt í gegnum símtölin,“ segir hún. Ingibjörg Magnúsdóttir er viðmælandi Huldu. Hún segir að sér finnist æðislegt að heyra í Huldu. „Við getum rabbað um allt mögulegt. Það gefur mér mikið að fá símtalið frá henni. Hulda er hvetjandi og mér líður vel eftir símtalið. Ég er stundum einmana og er alltaf full tilhlökkunar þegar ég bíð eftir símtali. Við náum vel saman og hún er mjög traust. Ég er líka að bíða eftir gönguvin,“ segir Ingibjörg og hlakkar til að fara út að ganga. n Vildi láta gott af mér leiða Erum orðnar mjög góðar vinkonur Mikilvægt að veita gleði Kynnist öðrum menningarheimi Hún er skemmtileg og við hlæjum mikið saman. Við lesum báðar mikið og skiptumst á bókum. Sigríður María Torfadóttir, heimsóknarvinur Maður fær tæki- færi til að kynnast manneskju úr öðrum menningarheimi. Rannveig Garðarsdóttir, leiðsöguvinur Göngurnar gera mikið fyrir okkur bæði. Kristín Ásbjörnsdóttir, gönguvinur Við spjöllum og ég reyni að vera á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Stundum þarf reyndar að ræða erfiða hluti. Hulda Ólafsdóttir, símavinur 4 23. október 2021 LAUGARDAGURHJÁLPIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.