Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 42

Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 42
kopavogur.is Forstöðumaður íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun Velferðarsvið Kópavogs opnar nýjan íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun í byrjun árs 2022. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að takast á við þær áskoranir sem felast í að byggja starfsemi kjarnans upp frá grunni, skipuleggja og leiða faglegt starf og byggja upp sterka liðsheild. Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 100% framtíðarstarf í dagvinnu. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólapróf (BA/BS) á sviði þroskaþjálfa, uppeldis- eða félagsvísinda. · Framhaldsmenntun á háskólastigi eða víðtæk stjórnunarreynsla · Mikil starfs- og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks . · Fræðileg og hagnýt þekking í málefnum fólks með fötlun, þ.m.t. á lögum um málefni fatlaðs fólks. · Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði. Helstu verkefni og ábyrgð · Ber ábyrgð á byggja upp og skipuleggja nýja starfsemi. · Ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun. · Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins. · Sér um starfsmannamál og skipulag vakta. · Vinnur að gerð þjónustuáætlana og annast samskipti við aðstandendur og aðra aðila um málefni íbúanna. Frekari upplýsingar Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sérstöku sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2021 Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Ósk Gísladóttir í síma 441-0000 og einnig í netfangið gudlaugo@kopavogur.is. Einungis er hægt sækja um starfið á Alfreð eða rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi Á svæði skólaþjónustunnar eru tæplega 800 nemendur í fimm leikskólum og fimm grunnskólum. Hjá skólaþjónustunni er áhersla á virka starfsþróun starfsfólks og vellíðan í starfi. Starfssvið sálfræðings • Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til starfsfólks skóla og foreldra. • Athuganir, greiningar og ráðgjöf vegna einstakra nemenda. • Skipulögð fræðsla til starfsfólks skóla og foreldra. • Þverfaglegt samstarf við samstarfsfólk og aðrar stoðþjónustur. Menntunar- og hæfniskröfur • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi. • Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. • Samskipta- og skipulagshæfni. • Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti. • Reynsla af notkun fjarfundabúnaðar er æskileg. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðinga- félags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu sem er í smíðum www.vefur.skolamal.is eða hafa sambandi við Þórunni Jónu Hauksdóttur, forstöðumann (s. 488-4231). Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir eiga að berast forstöðumanni á netfangið thorunnjona@skolamal.is. Fjarskiptastofa er eftirlitsstofnun á fjarskipta­ markaði og gegnir hlutverki lands tengiliðs í netöryggismálum. Er stofnuninni m.a. ætlað það hlutverk að vinna gegn röskun eða takmörkunum á samkeppni á fjarskipta­ markaði. Stofnunin vinnur að framgangi þessara verkefna m.a. á grundvelli markaðs­ og kostnaðargreininga þar sem fram fer viðskipta­ og hagfræði legt mat á markaðsaðstæðum í fjarskiptum og undirliggjandi kostnaðarþáttum í þjónustu­ og vöruframboði á heildsölustigi. Hjá Fjarskiptastofu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga á sviði fjarskipta og netöryggis. Fjarskiptastofa leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til að sinna áhugaverðum verk­ efnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is). Viðskiptafræðingur Fjarskiptastofa leitar að öflugum viðskiptafræðingi til starfa á stjórnsýslusviði. Starfið varðar aðallega kostnaðargreiningar á þjónustuþáttum í fjarskiptum og innviðum fjarskiptaneta. Markmið vinnunnar er að móta og viðhalda samkeppni á fjarskiptamarkaði. Starfið er fjölbreytt og krefjandi þar sem viðkomandi viðskiptafræðingur mun í starfi sínu jafnframt vinna náið með sérfræðingum á öðrum sviðum stofnunarinnar. Helstu verkefni og ábyrgð: • Rýni og samþykkt á kostnaðargreiningum og bókhaldslegum aðskilnaði. • Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla. • Miðlun viðskiptafræðilegrar og rekstrarlegrar þekkingar við rannsókn mála. • Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum. • Samskipti við hagaðila. • Möguleiki á þátttöku í erlendu samstarfi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegri menntun er skilyrði. • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga á texta- og tölulegu formi. • Þekking á fyrirtækjarekstri er kostur. • Gott læsi á tæknimálum er kostur. • Skipulögð vinnubrögð og hæfni til að leiða mál til lykta. • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna. • Vilji og geta til að tileinka sér nýjungar. • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegri samvinnu. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og rituðu máli. Þekking á einu Norðurlandamáli kostur. Um er að ræða 100% starfshlutfall og hvetur Fjarskiptastofa áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dag setningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.