Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 49
Innri endurskoðun og ráðgjöf
Innri endurskoðun og ráðgjöf
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að
vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Verkefnastjóri Innri endurskoðunar og ráðgjafar.
Við leitum að að öflugum verkefnastjóra í okkar hóp sem sem leggur ríka áhersla á sveigjanlegt teymisskipulag.
Verkefnastjórar vinna að fjölbreyttum úttektum og fara eftir atvikum með teymisstjórnun í einstökum verkefnum.
Innri endurskoðun og ráðgjöf annast innri endurskoðun innan Reykjavíkurborgar sem telur miðlæga stjórnsýslu, velferðarsvið,
skóla- og frístundasvið, íþrótta- og tómstundasvið, umhverfis- og skipulagssvið og menningar- og ferðamálasvið. Samkvæmt
samkomulagi við stjórnir önnumst við einnig innri endurskoðun hjá Faxaflóahöfnum sf., Félagsbústöðum hf., Malbikunarstöðinni
Höfða hf., Orkuveitu Reykjavíkur sef., og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. Þá höfum við eftirlit með gæðum innri endurskoð-
unar innan SORPU bs. og Strætó bs.
Umsóknarfrestur er til 4. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar í síma 411 4601 eða í gegnum
tölvupóstfangið hallur.simonarson@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ber kennsl á og metur lykiláhættuþætti í starfsemi Reykja-
víkurborgar og fyrirtækja hennar og kemur með tillögur að
efni og uppbyggingu innri endurskoðunaráætlunar.
• Framkvæmd viðtala, yfirferð skjala, þróun og framkvæmd
kannana, gerð samantekta og vinnuskjala.
• Auðkenning, þróun og skráning endurskoðunaratriða og
tillagna til úrbóta á grundvelli sjálfstæðs mats á sviðum sem
eru til skoðunar.
• Greinir frá eða aðstoðar við að greina stjórnendum og stjórn
frá niðurstöðum úttekta og ráðgjafarverkefna með skrif-
legum og munnlegum skýrslum.
• Kemur fram fyrir hönd Innri endurskoðunar og ráðgjafar
í verkefnisteymum innan Reykjavíkurborgar og fyrirtækja
hennar, á fundum með stjórnendum og í samskiptum út á við.
Hæfniskröfur:
• Framhaldsgráða í viðskiptafræði, opinberri stjórnsýslu eða
önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla á sviði innri endurskoðunar, ytri endurskoðunar,
reksturs, bókhaldsvinnu, viðskiptagreiningar og/eða áætl-
unarmats.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Faggilding á sviði innri endurskoðunar er kostur (Certi-
fied Internal Auditor – CIA eða önnur faggilding s.s. CGAP,
CRMA eða CISA).
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Góð kunnátta og færni til framsetningar máls í ræðu og riti
á íslensku og ensku.
• Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Verkefnastjóri fjárfestingarverkefna
Vilt þú vera hluti af lausninni?
www.on.is · on@on.is
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi, nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.
Við leitum að stórhuga verkefnastjóra með brennandi áhuga og
þekkingu á faglegri verkefnisstjórnun. Starfið er hluti af öflugu teymi
Verkefnastofu Stefnu og árangurs, sem stýrir fjárfestingarverkefnum
ON, sem gegnir mikilvægu hlutverki í rekstri og árangri fyrirtækisins.
Verkefnastjóri leiðir verkefni allt frá undirbúningi þar til afurð hefur
verið afhent til reksturs. Í því felst m.a. gerð kostnaðaráætlana og
verksamninga, samskipti við hagsmunaaðila og umsjá leyfismála,
ásamt því að tryggja aðföng.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir manneskju sem býr yfir drif-
krafti, góðri samskiptafærni og brennur fyrir faglegri verkefna-
stýringu. Frekari upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur
starfsins má finna á on.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2021.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Friðrik Sigmarsson, forstöðu-
maður Stefnu og árangurs – oskar.fridrik.sigmarsson@on.is
Erum við
að leita
að þér?