Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 76

Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 76
Mig langaði að fara með list lausavísunnar aðeins lengra því að í gamla daga voru rímur vinsælasta skemmtun Íslendinga en hafa í dag fallið aðeins í gleymsku. Elsku besta móðir mín, dóttir og systir, Heiða Jóhannsdóttir kvikmynda- og bókmenntafræðingur, Bergstaðastræti 43, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 1. nóvember klukkan 13. Magnús Kolbjörn Björnsson Hanna Gunnarsdóttir Sigurður Steinþórsson Anna Jóhannsdóttir, Ástráður Eysteinsson og börn, Magnús Jóhannsson og börn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Guðbjargar Þorleifsdóttur Hrísmóum 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki hjúkrunarheimilis Hrafnistu, Hraunvangi, Hafnarfirði. Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, Jón Brynjólfsson lést 11. október. Útförin hefur farið fram aðósk hins látna. Sjöfn Ólafsdóttir börn, barnabörn, tengdabörn og systir. Okkar ástkæri Þórður Sveinsson bifreiðastjóri, Kórsölum 1, andaðist á Hrafnistu Boðaþingi laugardaginn 16. október. Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 29. október kl. 10. Hafdís Baldvinsdóttir Sigurður Pálmar Þórðarson Erna Sigurðardóttir Jóhanna Guðrún Þórðardóttir Bjarni Viggósson Ása Kristveig Þórðardóttir Jens Magnússon Svanhvít Þórðardóttir Eikland Erla Rúna Þórðardóttir Haukur Hrafnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Rímnaskáldið Skúli Pálsson gaf nýlega frá sér bókina Rímur af stígvélakisu þar sem ævintýrið sígilda er sett fram í bundnu máli. arnartomas@frettabladid.is „Þessi bók á sér langan aðdraganda og það má rekja hana til ársins 1978 þegar Disney-rímur eftir Þórarin Eld- járn komu út,“ segir Skúli Pálsson um bók sína Rímur af stígvélakisu. „Það að hann skyldi gefa út bók í þessu formi var spennandi því honum tókst að gera eitthvað fyndið og nútímalegt í þessu gamla formi.“ Á síðari árum hefur Skúli verið viðloð- andi ýmsa hópa hagyrðinga og fer hann fyrir hópnum Boðnarmiði á Facebook þar sem hann hefur gert tækifærisvísur sem er bara gert að lifa einn dag. „Mig langaði að fara með list lausa- vísunnar aðeins lengra því að í gamla daga voru rímur vinsælasta skemmtun Íslendinga en hafa í dag fallið aðeins í gleymsku,“ segir Skúli. „Mér fannst leiðinlegt að þessi menningarfjársjóður skyldi vera að mestu horfinn úr menn- ingu og minningu Íslands. Þetta er háþró- uð og kröfuhörð list.“ Heillandi svikahrappar Rímurnar í gamla daga sögðu oft sögur sem sóttu efnivið sinn í erlend ævin- týri og ákvað Skúli að fylgja þeirri hefð. Hann segir að Stígvélaði kötturinn hafi heillað sig því hann er algjör svika- hrappur. „Ég hef gaman af bíómyndum um bankaræning ja og sv ikahrappa,“ útskýrir Skúli. Það er gaman að fylgjast með söguhetjum sem plata alla aðra og labba burt með peningana. Stígvélaði kötturinn er persóna sem kemst upp með allt.“ Í útgáfu Skúla af sögunni túlkar hann söguna á sinn eigin hátt og er kötturinn gerður að kvenpersónu. „Eins og sagan er venjulega sögð af Stígvélaða kettinum þá er alltaf svo ótrúlegt að allir hafi trúað honum,“ segir Skúli. „Mín útgáfa er smá túlkun til að útskýra af hverju allir hafi fallið fyrir þessum augljósu lygum.“ Skúli segir að þótt hann sé ekki að leitast eftir bókmenntaverðlaunum taki hann rímurnar samt alvarlega. „Ég er auðvitað aðeins að fíflast en yrki eftir hefðinni með öllum tilheyrandi bragar- háttum, skáldamáli og efnistökum.“ Rímur af stígvélakisu hafa fengið góðar viðtökur lesenda og segir Skúli að ef fólki sé skemmt þá sé takmarkinu náð. „Ég er ekki með bein áform um að yrkja fleiri rímur, en ég skora á hagyrðinga að yrkja meira. Þetta listform hefur mikla möguleika.“ n Rímur eru kröfuhörð list Skúli skorar á hagyrðinga landsins að endurvekja rímnahefðina. FRÉTTABLAÐIÐ/SITRYGGUR ARI Úr mansöng fjórðu rímu Inni í dal og út við haf áður ríma skemmtun gaf, eddulist og orðagnótt yndi veitti landa drótt. Nú er ríma hædd og hrjáð, af heimsins tískuliði smáð, kölluð gömul, leið og ljót og löngu úrelt sorpudót. Ljóðagyðja, gef þú að græði rímur heiðursstað: fremstu hillu í bókabúð, best þeim unni fljóðin prúð. 1707 Breska þingið kemur saman í fyrsta skipti. 1728 Eldur í Kaupmannahöfn kulnar. Um þriðjungur borgarinnar brann svo og stór hluti bókasafns Árna Magnússonar. 1915 Í New York koma um 30 þúsund konur saman til að krefjast þess að fá kosningarétt. 1917 Lenín kallar eftir októberbyltingunni. 1938 Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) stofnað. Það rekur meðal annars Reykjalund og Múlalund. 1973 Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, felst á að af- henda Watergate-upptökurnar. 1989 Lýðveldið Ungverjaland stofnað eftir að kommún- ismi leið undir lok þar í landi. Matyás Szurös verður forseti. Merkisatburðir 36 Tímamót 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.