Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 90

Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 90
Ég hef mikinn áhuga á listasögu og því eru margs konar tilvísanir í verkum mínum. Breski listamaðurinn Perry Roberts heldur fyrstu einka- sýningu sína hér á landi í Hverfisgalleríi og ber hún yfirskriftina Below/Beyond. Kolbrún Bergþórsdóttir Perry Roberts er fæddur árið 1954 og býr og starfar í Antwerpen í Belgíu. List hans og hönnun hefur verið sýnd víða, í þremur heimsálfum, á þrjátíu einkasýningum og yfir sex- tíu samsýningum auk fjölda verka hans í opinberu rými. Í Hverfisgalleríi sýnir hann nýleg verk á pappír og málverk á léreft og striga. „Þetta eru ekki hefðbundin málverk, ég strekki ekki léreft og mála á það. Ég nota málningu og sauma oft saman í vél mismunandi gerðir af hráum striga og lérefti.“ Þessi aðferð hans gerir að verkum að líta má á verkin sem unnin eru á léreft í senn sem málverk, textílverk eða jafnvel veggteppi. „Verkin virðast á yfirborðinu vera mjög einföld en þegar kemur að hönnuninni þá eru þau nokkuð f lókin,“ segir hann. „Ég er í eins konar rannsókn á aðferðum við að mála, sýni í formum það sem er venjulega falið í málverki. Ég hef mikinn áhuga á listasögu og því eru margs konar tilvísanir í verkum mínum, til dæmis til myndlistar endurreisnartímans. Mér finnst þessar tilvísanir mikilvægar, þær skipta mig miklu máli. En ég vil að áhorfandinn túlki verkin á sinn átt, ég ætla ekki að segja honum hvað hann eigi að sjá.“ Svart og hvítt er áberandi í verk- um hans. „Ég hef gert litrík verk en ég er ekki litaglaður. Það á ekki við mig að nota grænt, rautt og blátt, þegar ég geri það lendi ég í alls kyns vandræðum. Það er áhugavert að ef maður takmarkar sig við svart og hvítt, þá kemst maður að því að til eru ótal gerðir af svörtu og sömuleiðis af hvítu. Þetta sést vel í verkum mínum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Roberts kemur hingað til lands. „Það að koma með verkin til Íslands hefur gert að verkum að ég sé þau í öðru samhengi en áður. Mér finnst eins og þau hafi öðlast aðra vídd. Ég hef fylgst með veðrabrigðunum á Íslandi og mér finnst ég koma auga á þau í myndum mínum.“ Sýning Perry Roberts í Hverfis- galleríi stendur til 6. nóvember. ■ Rannsókn á aðferðum við að mála Þetta er í fyrsta sinn sem Perry Roberts sýnir verk sín hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kolbrunb@frettabladid.is Nýstofnaður Kór Hallgrímskirkju kemur fram í fyrsta sinn við hátíð- armessu sunnudaginn 24. október klukkan 11. Minnst er Hallgríms- dagsins, 347. dánarártíðar Hall- gríms Péturssonar, og haldið upp á 35 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Kórinn hóf æfingar 14. september síðastliðinn undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, nýs kórstjóra kirkjunnar. Í tilefni af afmæli Hallgríms- kirkju og stofnun Kórs Hallgríms- kirkju skrifaði tónskáldið Þor- valdur Örn Davíðsson nýtt verk við sálm Hallgríms Péturssonar, Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, og verður verkið f lutt í hátíðarmessunni. ■ Nýtt verk við sálm Hallgríms Kór Hallgríms- kirkju flytur nýtt verk. kolbrunb@frettabladid.is Hádegistónleikar verða í Hafnar- f jarðarkirkju þriðjudaginn 26. október k lukkan 12.00-12.30. Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju, leikur verk eftir Heinrich Scheidemann, Giovanni Battista Martini, Johann Sebastian Bach, Juozas Naujalis og Alexandre Guilmant. Aðgangur er ókeypis. ■ Bach í Hafnarfirði Johann Sebastian Bach. kolbrunb@frettabladid.is Þriðjudaginn 26. október mun Ar t húr Björgvin Bollason kynna þýðingu sína á skáldsögunni Hýper- íon eftir Friedrich Hölderlín í Gunn- arshúsi. Kynningin hefst klukkan 18. Friedrich Hölderlín (1770-1843) var eitt af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja. Hýperíon eða Einfarinn á Grikklandi var eina skáldsagan sem hann sendi frá sér um dagana. Sagan er talin eitt merkasta skáld- verk rómantíska tímabilins í Þýska- landi í óbundnu máli. Arthúr Björg- vin spjallar um skáldið og les brot úr þýðingu sinni á þessu sígilda meist- araverki, sem nú kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda í fyrsta sinn. ■ Kynning á Hölderlín Arthúr Björgvin Bollason. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum fyrir leikskáld Borgarleikhússins. Stjórn sjóðsins býður leikskáldi úr hópi umsækjenda samning við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta. Við hvetjum fólk af öllum kynjum, uppruna og samfélagshópum til þess að sækja um. Umsókn skal innihalda: - Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer - Ferilskrá - Stutt sýnishorn af leikrænum texta - Hugmynd að sviðsverki - Annað sem umsækjandi telur að eigi erindi Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær allar sem trúnaðarmál. Leikskáld Borgarleikhússins hefur störf á leikárinu 2022–2023 Umsóknir skulu sendar á leikritun@borgarleikhus.is merktar Leikskáld Borgarleikhússins fyrir miðvikudaginn 1. desember 2021. Leikskáld óskast 50 Menning 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.