Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 96

Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 96
Það er hangikjöt baksviðs og allt eins og það á að vera. Einkunnarorðin eru frelsi í eigin líkama Valdís Íþróttafræðingarnir og jógakennararnir Valdís Þor- geirsdóttir og Sigrún Hrönn standa fyrir fjögurra vikna námskeiði þar sem þær stöllur kynna líkamsbeitingu í jóga með aðferðafræði Primal Iceland. Valdís segist ná jógastellingum sem hún hefur aldrei náð áður. „Við erum mikið að vinna með stoð- kerfisnálganir og verkjaútrýmingu og einkunnarorðin eru frelsi í eigin líkama,“ segir Valdís um grunn- aðferðafræði Primal Iceland. Hún útskýrir að þær Sigrún hafi verið í jóga undanfarin tíu ár og þeim hafi fundist kjörið að flétta aðferðafræði Primal við jóganálganir. „Því það er þekkt að jógar byrji að fá eymsli í mjóbaki eða öxlum, úlnliðum eða olnbogum. Og það er alveg þekkt meðal jógaiðkenda, brjósklos og þannig,“ segir Valdís. Námskeiðið, sem er mánaðarlega og hefst að nýju í nóvember, hafi því verið vel sótt af jógakennurum. „Og við erum í rauninni bara að setja þessar Primal aðferðir inn í jógapælingar, til að gera fólki kleift að bæði stunda jóga á öruggan hátt og fá meira út úr æfingunum, þann- ig að maður sé að beita sér rétt og sé ekki að valda sér skaða.“ Hún tekur fram að um grunn- námskeið sé að ræða, sem sé öllum opið en ekki bara jóga reynslubolt- um. „Þú þarft engan grunn og engan jógagrunn, í rauninni förum við bara rosa vel í grunninn og erum að kenna alls konar stoðkerfispælingar og útskýra af hverju við erum að fá bakverki í daglegu lífi og líka að læra aðferðir til að róa taugakerfið. Við erum mikið að vinna með fólki í streituástandi líka,“ útskýrir Sigrún. Aðspurð segist Valdís ekki vita til þess að þetta hafi verið kennt áður á Íslandi. Eðli málsins samkvæmt séu námskeiðin vel sótt. „Það er alveg nóg að gera,“ segir Sigrún sem leggur að nýju áherslu á að þeim stöllum hafi tekist að sameina það besta úr jóga og það besta úr Primal. „Þetta er heildræn nálgun, ekki bara jóga eða bara Primal, heldur líka að sýna fólki hvernig maður Frjáls líkami í ómögulegum jógastöðum Sigrún og Valdís hafa báðar stundað jóga um langt árabil og teygja sig í nýjar áttir á námskeið- unum þar sem þær tengja jógað við Primal-hugmyndafræðina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stellingarnar eru alls konar og mjög svo miserfiðar. Enginn jógagrunnur er nauðsynlegur fyrir námskeiðið. Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is getur átt auðveldara með jógastöðu, þannig að þetta er mikið af styrk og liðleika,“ segir Valdís. Hún nefnir sjálfa sig sem dæmi og segist í mörg ár hafa átt líkam- lega erfitt með ýmsar jógastöður. „Ég var að kenna jóga í nokkur ár áður en ég fann Primal og hef verið að æfa þar núna í hvað, fimm ár og jógastöður sem ég átti ekki breik í þegar ég var yngri, þær urðu bara allt í einu aðgengilegar og núna fatta ég hvernig ég á að fara í þær og jógað varð miklu auðveldara,“ segir Valdís og vísar til líkamlega hlutans. „Og maður hefur séð ótrúlegan árangur hjá fólki,“ segir hún að lokum. Fólki líði einfaldlega miklu betur í líkamanum. n Hvernig er Leynilögga? Íslenska hasarmyndin Leynilögga var frumsýnd í vikunni en í henni þykir leikstjóranum Hannesi Þór Halldórssyni takast sérlega vel að fanga áferð og stemningu rándýrra Hollywood-mynda í íslenskum aðstæðum og veruleika. Bíður eftir framhaldi Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningarmála- ráðherra Þetta er skemmtileg og kraftmikil mynd. Allir leikararnir voru í essinu sínu og sögu- þráður myndarinnar gekk upp. Mér fannst skemmtilegur rígur á milli sveitarfélaga og hlakka mjög til að sjá framhaldsmyndina. Þessi frumraun Hannesar sem leikstjóra jafnast á við þegar hann varði markið frá Messi! Virkilega vel gert! Kallar á minnisblað Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra Leynilögga er svakalega fyndin og kraftmikil mynd. Ég hló mikið. Sam- kvæmt myndinni er mikill rígur milli Reykjavíkurlöggunnar og Garðabæjarlöggunnar. Held að dómsmálaráðherra þurfi að kafa ofan í það mál. Það kallar á minnis- blað fyrir ríkisstjórn. Varð átján aftur Björn Ingi á Viljanum Mér leið eins og ég væri orðinn átján aftur á frumsýningu Leynilöggunnar. Sonur minn, sem er að verða átján, var enda með í för, og saman hlógum við og hlógum að því sem fyrir augu bar á hvíta tjaldinu. Leynilöggan er frábær afþreying, reynir aldrei að vera eitthvað meira en hún er, og fyrir vikið skemmta sér allir konunglega. Hannes Þór þarf engar áhyggjur að hafa. Ég spái því að landsmenn muni flykkjast á þessa mynd. Hollywood verður heldur ekki lengi að þefa uppi þá hæfileika sem þarna búa og fá honum alvöru fjármagn til að gera stórmyndir á næstu árum. n n Lykilspurningin toti@frettabladid.is Jólatónleikar heimafólks í Hofi á Akureyri, sem kenndir eru við Norðurljós, verða haldnir fyrstu helgina í desember en þeir hafa fest sig svo rækilega í sessi að tímabært þykir að taka á móti aðkomugestum að sunnan. „Við vöknuðum við þann furðu- lega raunveruleika fyrir sjö árum að það voru engir jólatónleikar á Akureyri. Þegar Baggalútur og allir nenntu ekki að koma hingað af því það var svo mikið að gera fyrir sunnan,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson. „Þá ákváðum við bara að telja í hérna í Hofi. Bara svona Norð- lendingarnir, og það gekk svona líka glimrandi vel að við erum ennþá að gera þetta. Við höfum verið með svona þrenna til ferna tónleika á hverju ári og ég held við séum búin að reikna það út að þetta séu tutt- ugu tónleikar í allt. Mig minnir það,“ heldur Magni áfram. „Þetta er svolítið fallegt. Þetta er heimilisiðnaðurinn. Það eru bara Norðlendingar að spila,“ segir Magni og bætir við að framan af hafi verið gerð krafa um að fólk hefði einhverjar tengingar við landshlut- ann til þess að fá að stíga á svið. „En svo erum við búin með alla, þannig séð, þannig að við fórum að bjóða vinum okkar með þannig að það er einn og einn gestasöngvari. Núna erum við með Bríeti og Röggu Gísla sem svona sérstaka gesti að utan. Og svo Mugison, sem ég hlakka gríðarlega til að sjá hvað við ætlum að láta syngja. Hann er kannski ekki vanastur að syngja jólalögin,“ segir Magni og hlær. „Og svo eru það við Norðlending- arnir bara. Ég, Pálmi Gunnarsson og Óskar Péturs. Verðum við svo ekki að plögga miðasölunni? Þetta er það norðlenskt að hún er inni á mak.is. Þetta er allt innansveitar. Það er hangikjöt baksviðs og allt eins og það á að vera.“ n Sjálfbær jólagleði hjá Magna og félögum Það verður gestagangur hjá Magna í Hofi í desember. MYND/ERNIR Bríet er meðal gestanna að sunnan. 56 Lífið 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.