Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 8

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Einar Hálfdánarson minnir á að í fyrirspurn sinni til forsætis- ráðherra um upplýs- ingar Hagstofu Ís- lands um utanríkis- verslun Íslands hafi Bergþór Ólason spurt hvort upplýs- ingar um útflutning á vöru og þjónustu, sem Hagstofa Ís- lands birtir, kunni að vera misvísandi eða ónákvæmar hvað varðar stærstu útflutningsmarkaði Íslands. - - - Stórt er spurt ef svarið er, líkt og marga grunar, að útflutningur til Evrópulanda sé stórlega ofmetinn vegna þess að vörum frá Íslandi er umskipað í Evr- ópu. - - - Ekki fluttar þangað. - - - Þetta þýddi þá að ESB-trúar- brögð Samfylkingar og Við- reisnar væru villutrú. - - - Upptaka evru myndi að líkindum auka við gengissveiflur, ekki minnka þær ef í ljós kæmi að önnur lönd og þ.a.l. dollar vegi miklu meira en útflutningstölur gefa til kynna. - - - Það er óskiljanlegt að forsætis- ráðherra leggi ekki kapp á að afla réttra upplýsinga og svara þess- ari fyrirspurn Bergþórs Ólasonar. - - - Bergþór vinnur nefnilega sína vinnu af heilindum og með hag Íslands að leiðarljósi. - - - Forsætisráðherra, hvað dvelur Orminn langa?“ Einar Hálfdánarson Erfið spurning? STAKSTEINAR Bergþór Ólason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Hitinn á landinu náði hvergi 20 stig- um í gær. Þar með lauk 20 daga syrpu þar sem hitinn hafði náð 20 stigum. Þetta upplýsir Trausti Jóns- son veðurfræðingur. Á þriðjudaginn fór hitinn í 23 gráður á Egilsstöðum en fór hæst í gær í 16,3 stig á Húsa- vík. Samkvæmt spám gæti hiti farið aftur yfir 20 stigin í dag. Aðeins eini sinni áður hefur tutt- ugu stiga syrpa verið lengri. Það var árið 2012 þegar hitinn náði 20 stig- um 23 daga í röð. Þeirri syrpu lauk 18. ágúst, eða rúmum mánuði seinna en að þessu sinni. Metið gæti því fall- ið síðar í sumar. Metfall hefur ekki verið teljandi í þessum hitum, segir Trausti. Þó má telja til tíðinda að þetta er hlýjasta júlíbyrjun aldarinnar á Norður- og Austurlandi. Hlýtt hefur verið í Reykjavík en höfuðborgarbúar eru enn að bíða eftir því að hitinn rjúfi 20 stiga múrinn í júlí. sisi@mbl.is Hiti náði 20 stigum samfellt í 20 daga Morgunblaðið/Eggert Hlýindi Veðrið lék við fólk á Flúðum í Hrunamannahreppi í síðustu viku. Samgöngustofu barst kvörtun vegna neitunar á endurgreiðslu á flugfargjaldi. Farþegarnir, sem sendu inn kvörtunina, áttu fjögur flug bókuð á sama miðann, öll með Icelandair. Fyrsta flug frá Seattle til Keflavíkur, þaðan til Parísar og svo tvö flug sömu leiðir til baka. Fyrsta flugið var 18. mars á síð- asta ári í upphafi kórónuveirufar- aldursins. Að lokum fór svo að far- þegarnir mættu ekki í fyrsta flugið og hin þrjú flugin voru felld niður. Var það mat Samgöngustofu að sökum þess að farþegarnir mættu ekki í fyrsta flugið hafi Icelandair verið í rétti til þess að ógilda hina miðana. Við vinnslu málsins tjáðu báðir aðilar sig í svörum og and- svörum. Icelandair ítrekaði í svörum sín- um að farþegarnir hafi ekki mætt í fyrsta flugið sem flaug samkvæmt áætlun og þá væri félagið í rétti að ógilda hina þrjá miðana. Icelandair endurgreiddi þó 260 dollara, en far- þegarnir áttu rétt á endurgreiðslu ónotaðra skatta og gjalda. Farþeg- arnir sökuðu Icelandair ítrekað um óheiðarlega viðskiptahætti og bentu á að fásinna hefði verið að fara í fyrsta flugið til þess eins að verða strandaglópar á Íslandi. Einnig lýstu þeir óánægju með að ekki hafi verið hægt að ná sambandi við flug- félagið símleiðis. Icelandair benti þá á að alltaf væri hægt að breyta mið- um á þjónustuvef félagsins, en far- þegarnir héldu því fram að vefsíðan hefði legið niðri. Icelandair gerði þeim tilboð um að fá upphæðina sem þau kröfðust, að frádregnu því sem búið var að endurgreiða, í formi gjafabréfs. Farþegarnir afþökkuðu það. Að lokum úrskurðaði Samgöngu- stofa, eins og áður kom fram, að Icelandair þyrfti ekki að endur- greiða farþegunum. Icelandair þurfti ekki að endurgreiða - Mættu ekki í flug - Greiddu fyrir fjórar flugferðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þotur Icelandair Farþegarnir af- þökkuðu gjafabréf frá Icelandair.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.