Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
vfs.is
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
EIN RAFHLAÐA
+ öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn
Breikkun Suðurlandsvegar
Kortagrunnur: OpenStreetMap
1Elliðavatn
Rauðavatn
Árbær
Breiðholt
Heiðmörk
Sandskeið
Lögbergs-brekka
Breikkun Suðurlandsvegar á
3,3 km kafla frá Fossvöllum
vestur fyrir Lögbergsbrekku
með tilheyrandi hliðarveg-
um og undirgöngum fyrir
ríðandi umferð.
Suðurlandsvegur
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fjögur tilboð bárust í tvöföldun Suð-
urlandsvegar (Hringvegur 1) frá nú-
verandi fjögurra akreina vegi á
Fossvöllum vestur fyrir Lögbergs-
brekku með tilheyrandi hliðar-
vegum.
Tilboð voru opnuð hjá Vegagerð-
inni í fyrradag. Jarðval sf., Kópa-
vogi, átti lægsta boðið, sem var
791.459.500 krónur. Var það 84,5%
af áætluðum verktakakostnaði, sem
var tæpar 937 milljónir. Suðurverk
hf. og Loftorka Reykjavík ehf.,
Kópavogi, buðu 816.291.880 krónur,
Óskatak ehf., Kópavogi, bauð
821.670.650 krónur og Ístak hf.,
Mosfellsbæ, 1.038.158.788 krónur.
Nú verður farið yfir tilboðin.
Samkvæmt verklýsingu verða
byggðar tvær nýjar akreinar norðan
við núverandi Suðurlandsveg með 11
metra miðdeili. Lengd útboðskafl-
ans er um 3,3 kílómetrar. Teng-
ingum inn á veginn verður fækkað í
því skyni að auka öryggi og bæta
umferðarflæði. Útbúin verða und-
irgöng (undir tvöfaldan Suðurlands-
veg) fyrir ríðandi umferð neðarlega í
Lögbergsbrekkunni.Verklok eru
áætluð 31. mars 2022.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni er hér um að ræða
fyrri áfanga af tveimur í tvöföldun
Suðurlandsvegar á milli Hólmsár og
Fossvalla, samtals um 5,3 kílómetra
leið. Seinni áfanginn er í undirbún-
ingi og Vegagerðin vonast til að geta
boðið hann út í haust. „Í báðum
áföngum er áhersla á að fækka
hættulegum gatnamótum á Suður-
landsvegi og aðskilja umferðar-
stefnu,“ segir Vegagerðin. Verk-
efnið er á samgönguáætlun.
Unnið hefur verið af krafti við
breikkun Suðurlandsvegar undan-
farin ár og Alþingi hefur veitt um-
talsverðum fjármunum til þeirra
verkefna. Seint á síðasta ári var lok-
ið við tvöföldun vegarins frá Vest-
urlandsvegi að Bæjarhálsi, en þar
var um að ræða um 1.000 m langan
kafla. Óskatak vann það verk.
Framkvæmdir við breikkun Suð-
urlandsvegar á milli Hveragerðis og
Selfoss eru í fullum gangi. Íslenskir
aðalverktakar vinna verkið. Aðal-
verktakar unnu einnig fyrri áfang-
ann, Hvergerði-Gljúfurholtsá, sem
lokið var í október 2019. Nú er
breikkaður rúmlega sjö kílómetra
kafli, frá Gljúfurholtsá að Bisk-
upstungnabraut. Um er að ræða ný-
byggingu hringvegar að hluta og
endurgerð núverandi hringvegar að
hluta. Byggðar verða fimm steyptar
brýr og undirgöng auk tveggja reið-
ganga úr stáli. Stefnt er að verklok-
um haustið 2023.
Því verður fagnað á næsta ári að
50 ár verða liðin síðan hægt var að
aka á bundnu slitlagi frá Reykjavík
til Selfoss. Um var að ræða tvíbreið-
an veg, alls 58,2 kílómetra, frá Lækj-
artorgi til Selfoss.
Ekið á olíumöl alla leið
Vegurinn var formlega tekinn í
notkun 24. nóvember 1972 með því
að Hannibal Valdimarsson sam-
gönguráðherra, þingmenn og fleiri
gestir óku í rútu til Selfoss, þar sem
snæddur var hádegisverður. Þar
fluttu ráðherrann og fleiri ræður og
menn fögnuðu því að nú væri hægt
„að aka á olíumöl alla leið til Sel-
foss.“ Vegagerðin hófst 1966 og lauk
þegar lögð var olíumöl á síðasta
áfangann, Hveradalabrekkuna, í
nóvember 1972.
Tölvumynd/Vegagerðin
Suðurlandsvegurinn Hinn nýi tvöfaldi vegarspotti, 3,3 km, er skammt fyrir ofan byggðina í Reykjavík. Hann mun liggja norðan við núverandi veg og því verður umferðin um hann í vesturátt.
Kafli Suðurlandsvegar boðinn út
- Áfram er haldið með tvöföldun vegarins - Næst verða það framkvæmdir í Lögbergsbrekkunni
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
hefur fellt niður greiðslukröfu bíla-
leigu á hendur erlendum manni, sem
leigði sér bíl á rekstrarleigusamn-
ingi sl. sumar.
Maðurinn lenti í sandfoki og varð
tjón á bílnum. Maðurinn skilaði svo
bílnum í lok sumars og barst honum
nokkrum dögum síðar reikningur
sem nam 664.297 krónum. Krafðist
maðurinn þess að að reikningurinn
yrði lækkaður í samræmi við raun-
verulegt tjón á bílnum, en honum
þótti upphæð reikningsins óeðlilega
há miðað við tjónið á bílnum.
Maðurinn gerði einnig athuga-
semdir við að hann hefði ekki fengið
að lesa skilmála samningsins á
ensku, en þar sem að hann gat ekki
notað eigið greiðslukort til þess að
greiða fyrir bílinn þurfti íslenskur
vinur hans að leigja bílinn fyrir hann.
Maðurinn sakaði bílaleiguna um að
hafa ekki upplýst hann um ítaratriði
samningsins, s.s. að tjón vegna sand-
foks væri ekki innifalið í kaskó
tryggingu.
Bílaleigan bar fyrir sig að maður-
inn hafði skrifað undir leigusamning
og þar með staðfest að hann hafi
kynnt sér skilmála fyrirtækisins.
Einnig var bent á í andsvarinu að
manninum hafi borið skylda til þess
að upplýsa um tjónið strax, en ekki
þremur mánuðum síðar. Eins og áð-
ur kom fram féllst nefndin á kröfu
mannsins og felldi niður reiknings-
kröfu bílaleigunnar á hendur honum.
Fram kom í úrskurði nefndarinnar
að bílaleigan hafi ekki tryggt að
maðurinn væri upplýstur um skil-
mála samningsins vegna þess að
maðurinn fékk aldrei að sjá samn-
inginn á ensku. Einnig taldi nefndin
kostnaðarmati vegna tjónsins ábóta-
vant og ekki hægt að sanna að mað-
urinn bæri ábyrgð á tjóninu sem
hann var rukkaður fyrir.
Ekki tryggður
fyrir sandfoki
- Fékk ekki samninginn á ensku
Morgunblaðið/Golli
Vinsæll jepplingur Maðurinn leigði
sér Suzuki Vitara 2016-árgerð.