Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Körfur
frá 25.000 kr.
Startpakkar
frá 5.500 kr.
og margt
fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Töskur
frá 3.990 kr.
Diskar
frá 2.500 kr.
Fjarlægðarmælir
24.990 kr.
Sigurður Halldórsson, arkitekt hjá
Glámu Kím, segir að við endurgerð
gamla Héðinshússins hafi hin merka
iðnsaga hússins verið höfð í heiðri.
CenterHótel Grandi var opnað í
Héðinshúsinu í byrjun mánaðar. Þar
eru 195 herbergi og veitingahús.
Gláma Kím Arkitektar eru aðal-
hönnuðir verkefnisins en breska
hönnunarstofan I am London hann-
aði innréttingar í veitingahúsið
Héðinn Kitchen & Bar.
„Við lögðum áherslu á að varð-
veita stóru rýmin á jarðhæð en þar
voru verksmiðjusalir Héðins. Við
reyndum að halda lofthæð og eins
mörgum upprunalegum hlutum og
kostur var og gefa gestum þannig
tilfinningu fyrir því sem var iðn-
aðarhúsnæði stórfyrirtækis á ís-
lenskan mælikvarða.“
Flísarnar fá að njóta sín
Sigurður rifjar svo upp að Héðinn
hafi haft umboð fyrir flísar frá
Hauganesi í Svíþjóð og þær hafi
verið áberandi í gömlu byggingunni.
Með það í huga hafi málning verið
hreinsuð af flísum á stigagöngum og
móttöku svo aftur sjáist í flísarnar.
Varðandi efnisval segir Sigurður
að tekið hafi verið mið af ljós-
myndum af virðulegum skrifstofum
Héðins á 20. öld. Hnota hafi orðið
fyrir valinu og eru innréttingar
smíðaðar af fyrirtækinu YABIMO
og húsgögnin keypt af 366 Consept.
Þá er appelsínuguli liturinn í við-
vörunarskiltum gömlu verksmiðj-
unnar notaður í lagnabakka, í línur
yfir veggfóðri á göngum og í her-
bergjum. Þá eru loftræstirör og ann-
ar kerfisbúnaður sýnilegur til sam-
ræmis við hrátt útlitið í smiðjunni.
Látúnið setur svip á salinn
Veitingahúsið er í gamla véla-
salnum og vitna burðarsúlur um hið
forna hlutverk. Lofthæð er óvenju-
mikil og setur gríðarstór ljósakróna
úr látúni mikinn svip á staðinn. Að
sögn Sigurðar verða munir fengnir
að láni frá vélsmiðjunni Héðni og
hafðir til sýnis. Útkoman vitni um
tækifærin sem felist í umbreytingu
og endurnýtingu eldri húsa.
Í gamla vélasalnum Horft yfir barinn og veitingasalinn á Héðinn Kitchen & Bar. Setustofa við móttökuna Húsgögnin voru smíðuð úr hnotu út frá gamalli pólskri hönnun.
Nýja hótelið ber merki smiðjunnar
- Yfirhönnuður CenterHótel Granda
segir hótelið skírskota til smiðjunnar
Morgunblaðið/Eggert
Barinn Breska hönnunarstofan I am London hannaði innréttingar á veitingahúsi. Ljósakrónan er úr látúni.
Í stíl Letrið á herbergjanúmerunum skírskotar til gamallar iðnhönnunar.
Móttakan við Seljaveg Gerður verður inngarður með heilsulind.