Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Götubitahátíð Íslands 2021 verður haldin í Hljómskálagarðinum um helgina, dagana 17. og 18. júlí. Einnig fer fram götubitakeppni, „European Street Food Awards“, sem aðstandendur hátíðarinnar fullyrða að sé sú stærsta í heimi. Fer keppnin fram víðs vegar í Evr- ópu og sigurvegari keppninnar hér mun taka þátt í lokakeppninni í Evrópu þegar takmörkunum vegna Covid linnir. Hér verður keppt í nokkrum flokkum. Geta gestir há- tíðarinnar greitt atkvæði rafrænt um Götubita fólksins en sérstök dómnefnd mun velja besta íslenska götubitann í ár. Á hátíðinni má finna alla helstu matarvagna og seljendur götubita hér á landi, alls 22 vagna og bása. Einnig verða á svæðinu uppblásinn írskur pöbb, bjórbíllinn, plötusnúð- ar, Dj Karítas, Krónuhjólið, Síma- bíllinn, leiktæki fyrir börnin, sex hoppukastalar, vatnaboltar og leik- völlur fyrir Nerf-leikfangabyssur. 22 vagnar á Götubitahá- tíð Íslands - Í Hljómskálagarð- inum um helgina Götubitar Frá hátíðinni á síðasta ári þegar Silli kokkur vann. Svifstígar eru ný lausn fyrir við- kvæmt landslag þar sem þörf er á góðu aðgengi. Birgir Þröstur Jó- hannsson arkitekt segir að verk- efnið sé samvinna hans og belgísks brúarverkfræðings. Stígarnir eru komnir í notkun í Hveradölum við Hengil. Fyrstu ein- ingarnar voru settar upp fyrir þremur árum og Birgir segir ekk- ert farið að sjá á þeim, kosturinn við svifstígana sé að þegar að þeir eru teknir burt, sjái engin ummerki á umhverfinu eftir þá. Þeir hafa unnið að verkefninu í fjögur ár, en undanfarin ár hafi far- ið í að þróa vöruna. Sett var upp vefsíðan hoveringtrails.com. „Við gerðum frumgerð og leit- uðum síðan að göllum og þróuðum vöruna áfram. Nú er varan loks fullþróuð með handriðum, lýsingu og öllu sem þarf,“ segir Birgir. Hann segir stígana einfalda í uppsetningu, hægt sé að setja þá upp sjálfur, kjósi viðskiptavinur að gera það. „Við notumst við jarð- vegsskrúfur sem eru með still- anlegum fótum sem hægt er að stilla eftir halla landslagsins og svo framvegis. Síðan eru pallarnir bara settir ofan á.“ Birgir ítrekar að ekki sé um bráðabirgðalausn að ræða heldur lausn til framtíðar, endingarbetra en t.d. malbik. steinar@mbl.is Svífandi göngustígar ný lausn í viðkvæmu landslagi Hveradalir Fyrstu stígar Birgis og félaga voru settir upp í Hveradölum. Icelandair Group hefur skrifað undir tvær vilja- yfirlýsingar um að kanna mögu- leika á orkuskipt- um í innanlands- flugi félagsins. Annars vegar við Universal Hydro- gen sem tilkynnt var um í gær, en það er fyrirtæki sem hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8-vélum Icelandair í vetnis- knúnar vélar. Þá hefur félagið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Heart Aerospace sem vinnur að þró- un rafknúinna farþegaflugvéla. Þar hefur verið unnið með félaginu um nokkurt skeið og á næstunni fer af stað greiningarvinna í samvinnu við Universal Hydrogen. Á sama tíma hyggst Icelandair hefja samtal við rafmagns- og vetn- isframleiðendur, flutningafyrirtæki og rekstraraðila flugvalla. Skoða orku- skipti í innan- landsfluginu Bombardier-vél Icelandair Group. BARNAHJÓL Í MIKLU ÚRVALI 2-4ára 3-6ára 5-9ára 5-9ára 8-12 ára Fleiri litir í boði. Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Precaliber 12” Vice Pink 35.990 kr. Precaliber 16” Roarange 39.990 kr. Precaliber 20” 1g CrystalWhite 45.990 kr. Precaliber 16” TREK Black 39.990kr. Precaliber 20” TREK Black 45.990 kr. Precaliber 12” Royal 35.990 kr. Precaliber 20” 7g Dempari Alpine Blue 52.990 kr. Precaliber 20” 7g Dempari Voodoo Black 52.990 kr. Precaliber 24” 8g dempari TREK Black 59.990 kr. Precaliber 24” 8g dempari CrystalWhite 59.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.