Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 26

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Afurðaverð á markaði 13. júlí 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 383,75 Þorskur, slægður 393,44 Ýsa, óslægð 466,14 Ýsa, slægð 309,24 Ufsi, óslægður 119,48 Ufsi, slægður 147,34 Gullkarfi 282,32 Blálanga, slægð 191,00 Langa, óslægð 155,46 Langa, slægð 155,35 Keila, óslægð 26,60 Keila, slægð 56,21 Steinbítur, óslægður 135,58 Steinbítur, slægður 187,98 Skötuselur, slægður 632,51 Grálúða, slægð 325,93 Skarkoli, slægður 394,80 Þykkvalúra, slægð 400,81 Langlúra, slægð 251,67 Sandkoli, óslægður 146,40 Sandkoli, slægður 13,00 Blágóma, slægð 14,00 Bleikja, flök 1.550,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Hlýri, óslægður 144,00 Hlýri, slægður 186,13 Lúða, slægð 571,11 Náskata, slægð 10,00 Undirmálsýsa, óslægð 140,46 Undirmálsýsa, slægð 145,37 Undirmálsþorskur, óslægður 167,06 Undirmálsþorskur, slægður 140,99 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Það er bara eitt stórt núll,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, í samtali við 200 mílur, aðspurður hvort eitt- hvað sé að frétta af makrílleit hjá Ís- leifi VE í Smugunni. „Skipin eru öll á sjó að leita og lítil sem engin veiði. Kap VE er suður af Vestmannaeyjum, Huginn VE er suðaustur af landinu og Ísleifur norð- austur af landinu. Við dekkum allt svæðið vel en ekkert finnst enn,“ sagði Sigurgeir Brynjar í gær. Spurður hvort votti fyrir stressi með makrílleitina segir hann að að- stæðurnar séu nú töluvert öðruvísi en við höfum búið við síðastliðinn áratug eða svo. „Það er greinilega þannig að göng- ur makríls hafa eitthvað breyst. Við urðum fyrst vör við það í fyrra og hittifyrra að þær væru eitthvað að breytast miðað við það sem við þekktum áður. Það verður víða vart við makríl en það er hvergi mikil veiði.“ Vond þróun Á síðustu makrílvertíð var meiri- hluti makríls, sem veiddur var af ís- lenska flotanum, veiddur í Smug- unni. Var það í fyrsta skipti frá því að makríllinn fór að veiðast hér við land sem íslenski flotinn þurfti að sækja sinn afla svo langt. Sigurgeir Brynjar segir þróunina ekki góða hvort sem litið er til samn- ingsstöðu Íslendinga í makríldeilunni um nýtingu deilistofna, né fyrir gæði hráefnisins sem landað er hér á landi. Hann segir að það hafi sett Vinnslustöðina í erfiða stöðu í sölu og til dæmis hafi ekki tekist að uppfylla samninga um sölu makríls til Japan, sem er hátt borgandi markaður fyrir gæðahráefni. „Fiskurinn var bara ekki nógu góður. Við ætluðum að selja 2.600 tonn til Japan í fyrra en við náðum því ekki.“ Þrátt fyrir stöðuna segist Sigur- geir Brynjar vera bjartsýnn. „Ég held mig þó við mína fyrri skoðun um að makríllinn muni finn- ast og þetta gangi allt upp á endan- um,“ segir hann. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur þegar tekið á móti um þrjú þúsund tonnum af mak- ríl og frystihúsin og mannskapurinn eru klár. Bráðliggur ekki á Sigurður VE og Álsey VE voru í Rósagarðinum, suðaustur af landinu, þegar blaðamaður náði tali af Eyþóri Harðarsyni, útgerðarstjóra hjá Ís- félagi Vestmannaeyja og Álsey, á leiðinni í land með um 800 tonn af blönduðum afla af síld og makríl. Heimaey VE hefur síðan verið suður af Eyjum og reynt fyrir sér þar. Eyþór tekur undir að hægt gangi að finna hreinan makríl en seg- ir það ekki svo óvanalegt um miðjan júlí. „Tíminn er þannig að það hefur al- veg verið svona um miðjan júlí áður. Það bráðliggur ekkert á að finna þetta.“ Eyþór segir skip Ísfélagsins hafa reynt við makrílveiðar í Smugunni en makríllinn verið lélegur þar. „Við erum að reyna að leita annars staðar,“ bætir hann við. Eyþór segir þó að enn séu allir ró- legir hjá þeim þó að dagarnir snúist núna um væntingar til þess að mak- rílveiðin fari að glæðast. Makríllinn ekki enn fundinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Íslenski uppsjávarveiðiflotinn leitar nú um allar trissur að makríl. Meirihluti afla íslenska flotans veiddist í Smugunni í fyrsta skipti í fyrra. - Borið hefur á makríl víða en ekki í stórum torfum - Skipin leita bæði innan fiskveiðilögsögunnar og í Smugunni - Vont fyrir samningsstöðu Íslands ef veiðist eingöngu í Smugunni - Bjartsýni þrátt fyrir allt Einfölduð og uppfærð skipalög sem samþykkt voru á Alþingi í vor tóku gildi við upphaf mánaðar. Lögin eru heildstæður lagabálkur sem inni- heldur allar helstu reglur er eiga við um skip og ferðir þeirra. Með nýjum lögum var lagaum- hverfi siglinga einfaldað nokkuð þar sem fern önnur lög féllu á brott og tiltekin lagaákvæði voru færð í reglugerðir. Skráningar, skírteini, aðgengi að gögnum Samgöngustofu og aðrir snertifletir við stofnunina geta sam- kvæmt lögunum almennt verið raf- rænir þegar tækni leyfir. Samgöngustofa gefur ekki lengur út leyfi fyrir innflutningi skipa held- ur á einungis að upplýsa Samgöngu- stofu um innflutning. Eftir sem áður verður að skoða skip áður en það fer á skrá. karitas@mbl.is. Einfaldari skipalöggjöf Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bátar Ný og einfölduð skipalög hafa þegar tekið gildi hér á landi. - Nóg að upplýsa um innflutning skipa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.