Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Síðustu sjóferðinni fylgja sérstakar tilfinningar,“ segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7. „Ég er í raun að setja lokapunkt aftan við allt sem hafa verið mín daglegu störf í meira en hálfa öld. Fyrst eftir að fyrir lá að ég kæmi í land í sumar var ég mátulega sáttur. Núna bíð ég hins vegar eftir að túrinn klárist svo ég geti snúið mér að nýjum viðfangs- efnum.“ Vestur með landinu Næsta mánudag kemur línubát- urinn Páll Jónsson GK til Grindavík- ur úr síðasta túr fyrir sumarstopp. Báturinn hefur verið fyrir austan land síðan í byrjun júní og lagt upp á Djúpavogi. Nú í vikunni hefur leiðin svo legið vestur með landinu og fiskað hefur verið á miðunum suður af Vatnajökli. Gísli skipstjóri væntir að landa 60-70 tonnum eftir túrinn, slíkt verði ágætt sé haft í huga að veiði á bolfisktegundum sé alltaf dræmari á sumrin en í annan tíma. „Núna er mikið líf í sjónum og fisk- urinn hefur nægt æti. Er því tregari til að bíta á krókunum á línunni. Svona er nú bara gangur náttúrunn- ar,“ segir Gísli. „Sú var tíðin að á sumrin var reynt að ná í löngu og keilu. Núna byggist hins vegar allt á að ná þorski og ýsu og koma í land með ferskt hráefni. Þá fer nýjasti fiskurinn í vinnslu og er fluttur fersk- ur til kaupenda í útlöndunum – en annar fiskur og sá stærsti fer í salt. Allt er þetta samkvæmt áætlun. Vinnslan hjá Vísi þarf sitt, en þar eru unnin 100 tonn af fiski á dag sem bátar fyrirtækisins leggja til.“ Algjör sjóborg Nýr Páll Jónsson GK 7 kom til landsins í janúar á síðasta ári. Bát- urinn er 45 metra langur, 10,5 metra breiður. Er hann fyrsta nýsmíðin af þessari stærð sem Vísir hf. hefur fengið í meira en 50 ára sögu fyrir- tækisins. Reynslan nú eftir eitt og hálft ár í útgerð, er afar góð, segir skipstjórinn. „Þetta er algjör sjóborg sem hagg- ast ekki. Vel fer um mannskap og að- staðan er góð. Vélin er 1.000 hestöfl, skrúfan er stór og við góðar aðstæður gengur báturinn um tólf sjómílur. Í lestina komast 420 kör sem gerir 135- 140 tonn af fiski.“ Með góðum mannskap Alls eru fjórtán í áhöfn á Páli Jóns- syni GK, en menn róa til skiptis og í hópnum öllum eru alls 24. Benedikt Páll Jónsson er skipstjóri á móti Gísla, sem nú er að hætta sem fyrr segir. Í hans stað kemur inn sem skipstjóri Jónas Ingi Sigurðsson. „Sjómennskan hefur verið líf mitt,“ segir Gísli sem hefur verið til sjós frá 1966. Hann er frá Stokkseyri og var fyrst á bátum sem þaðan voru gerðir út. Var seinna á bátum austur á landi. Bjó svo alls þrjátíu ár í Þorlákshöfn og reri þaðan; skipstjóri frá árinu 1973. Árið 1996 réð hann sig síðan til Vísis hf. í Grindavík og munstraðist svo þegar fram liðu stundir á bátinn Pál Jónsson GK, hinn fyrri. „Hjá Vísi hf. var ég fyrst með Frey GK, sem ég hafði átt sjálfur og gert út. Tók svo við Páli Jónssyni, og fór í fyrsta túr 11. september 2001, þann eftirminnilega dag þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Á þeim 19 árum sem ég var með bátinn fiskuðust alls um 60 þús- und tonn sem er ansi gott. Á nýja Páli hefur líka gengið ljómandi vel og þar hef ég verið með góðum mannskap. Skipstjóri í 48 ár „Þegar einu verkefni lýkur set ég punktinn og sný mér að einhverju öðru. Alls 55 ár til sjós og 48 ár sem skipstjóri; þetta er bara orðið ágætt. Ætla að leggjast í ferðalög og njóta lífsins; heilsan er góð og lífskraft- urinn enn til staðar. Fram undan eru skemmtilegir tímar,“ segir Gísli. Gísli á leið í land Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson Nýi Páll Jónsson GK er nýsmíði og kom til landsins í byrjun síðasta árs. Reynslan af bátnum er góð, segir Gísli sem þarna endar feril sinn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson Gamli Páll Jónsson í bræluskít. Aflaskip en kominn til ára sinna. Tekinn úr útgerð í fyrra og fór í brotajárn. Gísli stóð þarna í brúnni um langt árabil. Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson Skipstjórinn Gísli V. Jónsson í síðustu sjóferðinni nú í vikunni. - Í síðasta túr eftir 55 ár á sjó - Siglir með suðurströnd - Kemur á mánudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.