Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 28
BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Gríðarlegar hækkanir hafa verið á íslenska hlutabréfamarkaðinum síð- an í byrjun kórónuveirufaraldursins, þar sem meðalhækkun fyrirtækja á aðalmarkaði hefur reynst 72,6%. Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segir að áhugi almennings og vaxtastig í landinu hafi stuðlað að hækkun markaðarins. „Það er neikvæð raunávöxtun á bankabókum og á skuldabréfamark- aði og þess vegna er fleira fólk að sýna markaðinum áhuga og horfa á hlutabréf sem hagkvæmt sparnaðar- form. Fólk er byrjað að taka hluta- bréfamarkaðinn í sátt og það var kominn tími til,“ segir Snorri. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er bjartsýnn á vöxt og viðgang markaðarins og segir ný- leg útboð hafa heppnast gríðarlega vel. Hann segir aukna þátttöku al- mennings ánægjulega. Almenningur tekur virkan þátt „Við erum að sjá aukna þátttöku frá almenningi og rosalega fjölgun einstaklinga sem eiga hlutabréf. Við erum að fara úr 8.000 hluthöfum fyr- ir einu og hálfu ári í 32.000 í dag eða jafnvel fleiri. Svo er verið að auð- velda aðgengi almennings að mark- aðinum; þetta er komið í netbankann og í appið hjá Arion,“ segir Magnús. Hann telur markaðinn vera mót- tækilegan fyrir fleiri skráningum og segir Play og Solid Clouds braut- ryðjendur fyrir nýsköpunar- og vaxtarfyrirtæki. Þessi fyrirtæki hafi sýnt hvernig hægt sé að sækja sér afl í Kauphöllina. „Ég er bjartsýnn á að markaður- inn verði móttækilegur fyrir fleiri út- boðum og skráningum. Síðan eru er- lendu fjárfestarnir að koma inn aftur, þeir tóku þátt í Íslandsbanka- útboðinu. Við sáum líka stóra fjár- festingu í Icelandair,“ segir Magnús. Snorri segir að umfjöllun hérlend- is um hlutabréf og verðbréfamarkaði hafi einkennst af neikvæðri umfjöll- un og að hlutabréfaeign sé oft litin hornauga. Snorri bætir við að skrýt- ið sé að fasteignabrask þyki eðlilegt en þar hafi ekki allir aðgang að sömu upplýsingum eins og tilfellið sé með skráð félög. „Það er eðlilegt að fólk geymi sparnað í hlutabréfum og á verð- bréfamarkaði. Það hafa allir aðgang að sömu upplýsingum hjá skráðum félögum og það eru gríðarlega marg- ir eigendur og mikið eftirlit á mark- aði. Það er sterkur og skýr rammi og reglugerðir. Með fasteignamarkað- inn þá hafa kaupendur og seljendur misjafnar upplýsingar og það er talið eðlilegt að menn séu að braska með lóðir,“ segir Snorri. Hann segir að erfitt sé að spá um áframhaldandi vöxt á markaði og segir það ráðast af áframhaldandi áhuga almennings og að vaxtastig haldist lágt. Mikið hefur verið um hlutafjárút- boð síðustu mánuði og Snorri segir varhugavert að fjárfesta í hlutafjár- útboðum og hlutabréfum á markaði án þess að skoða fyrirtækin sem í hlut eiga vel. „Það er aldrei gefið að hlutabréf hækki. Sérstaklega er gríðarleg áhætta að fjárfesta í nýstofnuðum fyrirtækum sem eru með mikla rekstraráhættu eins og Play og Solid Clouds. Þegar fjárfest er í fyrirtækj- um með mikla rekstraráhættu verða menn að vera tilbúnir að tapa öllu. Ávinningurinn getur jafnframt verið gríðarlegur.“ Gullna reglan Snorri segir skynsamlegt að dreifa eignasafni sínu á milli hluta- bréfa, skuldabréfa og innstæðna. „Það er alltaf skynsamlegt að dreifa eignasafninu sínu svo maður setji ekki öll eggin í sömu körfuna. Gera eins og lífeyrirssjóðirnir sem eru með 50% í hlutabréfum og svo 50% í skuldabréfum og peningum.“ Magnús segir fólk þurfa að nálg- ast fjárfestingar af mikilli yfirvegun og ekki sé gefið að hlutabréf hækki á markaði eftir skráningu. Hann bætir við að fyrirtæki reyni að stilla út- boðsverðinu þannig að það hækki eitthvað en það er alls ekki gefið. „Þetta snýst um það að nálgast hverja og eina fjárfestingu fyrir sig, vega og meta hana yfirvegað. Hluta- bréf geta bæði farið upp og niður eft- ir skráningu og þetta snýst um að fara yfirvegað í þetta og að fræðast um málin,“ segir Magnús. Íslenskir bankar standa betur Snorri segir að markaðurinn hafi verið gríðarlega undirverðlagður síðustu tvö ár og langt undir öðrum mörkuðum, en undanfarnar hækk- anir setji íslenska markaðinn á par við marga erlenda markaði. Hann segir að staða íslenskra banka sé mun betri en annars staðar í Evrópu. „Íslenskir og skandinavískir bank- ar eru betur reknir en bankar ann- ars staðar í Evrópu. Bankarnir eru með tvöfalt og stundum þrefalt eigið fé miðað við evrópska banka og þá ertu að kaupa miklu öruggari banka. Það var meira tekið til í bankakerf- inu hér en annars staðar og menn eru enn að glíma við vandamál í evr- ópska bankakerfinu,“ segir Snorri. Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Gengi bréfa fráupphafikórónuveirufaraldursins Félag 2.mars 2020 14. júlí 2021 Verðbreyting Eimskipafélag Íslands hf. 139,50 405,00 190,3% Kvika banki hf. 8,79 23,80 170,8% Síminn hf. 5,21 11,45 119,8% Arion banki hf. 77,30 169,50 119,3% Origo hf. 22,75 49,60 118,0% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 17,80 35,45 99,2% Vátryggingafélag Íslands hf. 10,25 19,10 86,3% Iceland Seafood International hf. 9,20 17,10 85,9% Marel hf. 526,00 899,00 70,9% Brim hf. 35,30 59,10 67,4% Festi hf. 123,00 201,00 63,4% Eik fasteignafélag hf. 7,50 11,00 46,7% Reginn hf. 19,10 27,25 42,7% Hagar hf. 45,75 63,70 39,2% Skeljungur hf. 8,70 10,85 24,7% Sýn hf. 33,00 41,00 24,2% Reitir fasteignafélag hf. 67,90 74,60 9,9% Icelandair Group hf. 5,65 1,64 -71,0% Bréf skráð á árinu 2021* Félag Skáð Dagslokaverð* 14. júlí 2021 Verðbreyting Íslandsbanki hf. 22. júní 2021 94,60 107,50 13,6% Síldarvinnslan hf. 27. maí 2021 65,20 67,20 3,1% *Verðbreytingin nær frá dagslokaverði á fyrsta viðskiptadegi en ekki frá útboðsgengi Heimild: Kauphöll Íslands - Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 72,6% síðan faraldurinn hófst - Úrvalsvísitalan hækkað um 74,85% - Aðeins eitt félag með neikvæða ávöxtun - Play og Solid Clouds brautryðjendur Snorri Jakobsson Magnús Harðarson Morgunblaðið/Hari Peningar Þátttaka á hlutabréfa- markaði hefur stóraukist. 28 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Allt um sjávarútveg « Arion banki hefur sent frá sér já- kvæða afkomuviðvörun. Þannig sýna drög að uppgjöri annars ársfjórðungs að hagnaður bankans sé 7,8 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á árs- grundvelli ríflega 16%. Er afkoman umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila. Í kjölfar þess að við- vörunin var send tóku bréf bankans nokkurn kipp í Kauphöll Íslands og endaði dagslokagengi þeirra 2,7% yfir því sem bréfin stóðu í við upphaf við- skipta í gær. Er markaðsvirði bankans nú 281,4 milljarðar króna. Í tilkynning- unni kemur fram að helstu breytingar milli ára liggi í virðisbreytingu útlána. Þær séu nú jákvæðar um 0,9 milljarða en hafi verið neikvæðar um 0,8 millj- arða á sama fjórð- ungi í fyrra. Þá námu hreinar þóknanatekjur á fjórðungnum 3,6 milljörðum króna en voru 2,7 millj- arðar á sama tíma í fyrra. Rekstrar- tekjur Arion banka á fjórðungnum nema 15 millj- örðum króna og þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi um 12 milljarðar. Hækka þær um 10,5% frá sama fjórðungi 2020. Rekstrarkostnaður nemur ríflega 6 milljörðum króna. Arion hagnast um 7,8 milljarða á fjórðungnum Uppgjör Benedikt Gíslason er banka- stjóri Arion banka. STUTT « Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð í 856 milljörðum króna í lok júní og hækkaði um 16,5 milljarða króna milli mánaða. Þetta má lesa í nýbirtum hag- tölum bankans. Þar sést að lang- stærstur hluti forðans er varðveittur í erlendum verðbréfum, eða 665 millj- arðar króna. Minnkar sú eign þó um tæpa 4 milljarða milli mánaða. Hins vegar jukust seðlar og innstæður um tæpan 21 milljarð og stóðu í 144 millj- örðum í lok mánaðarins. Gullforði bank- ans hefur lítið sveiflast undanfarna mánuði og stendur nú í 13,9 milljörðum en nam 14,7 milljörðum í lok maímán- aðar. Gjaldeyrisforði Seðla- bankans óx í júnímánuði ■ 2 töflur fyrir eða með fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn ■ Dregur úr þreytu og óþægindum. ■ Inniheldur öfluga B-vítamínblöndu og magnesíum ásamt rósepli og kaktus extrakt. Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana Vertu laus við þynnkuna í sumar! .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.