Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 30
30 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Norski ríkislögreglustjórinn Bene-
dicte Bjørnland hefur boðað rann-
sókn á tengslum embættis síns við
samtökin Norsk Narkotikapolitifor-
ening (NNPF), sem á íslensku myndi
útleggjast Samtök norskra fíkniefna-
lögreglumanna, eftir umfjöllun
norskra fjölmiðla síðustu daga um
starfsemi samtakanna, þar á meðal
samstarf þeirra við rekstraraðila
skemmtistaða í nokkrum norskum
bæjum, þar sem talsmenn NNPF
hafa þótt taka sér lögregluvald.
Samtökin hafa hins vegar ekki
slíkt vald. Félagar þeirra eru vissu-
lega flestir lögreglumenn, margir
hverjir úr fíkniefnadeildum norskra
lögregluembætta, en í NNPF eru
einnig tollverðir, fangaverðir, her-
menn og starfsfólk saksóknaraemb-
ætta, í heildina um 3.600 manns, og
hafa samtökin þegið milljónaupp-
hæðir í styrki eða fjárframlög frá rík-
islögreglustjóra Noregs árin 2001 til
2018.
Spenna boga sinn hátt
Undanfarið hefur herferð samtak-
anna, „Bry deg“, eða „Láttu þér ekki
standa á sama“, vakið athygli
norskra fjölmiðla. Byggist hún á
námskeiði, sem félagar í NNPF,
starfandi lögreglumenn, halda starfs-
fólki skemmtistaða og eins konar
sáttmála, sem forsvarsmenn stað-
anna undirrita og skuldbinda sig þar
til að berjast með kjafti og klóm gegn
fíkniefnaneyslu á stöðunum. Þar
þykja þeir NNPF-menn hins vegar
spenna boga sinn býsna hátt.
Með sáttmálanum skuldbinda
skemmtistaðirnir sig meðal annars til
þess að hleypa ekki inn fólki í fatnaði,
sem ber augljós merki þess, að eig-
andinn annaðhvort neyti fíkniefna
eða láti sér neyslu þeirra í léttu rúmi
liggja, svo sem stuttermabolum með
áþrykktum kannabislaufum og öðru
áþekku. Standi skemmtistaðirnir sig
að þessu leyti hafa forsvarsmenn
NNPF sums staðar, til að mynda í
Kristiansand, lofað því á móti, að
þeim verði hyglt með því að sleppa
við að fá punkta í punktakerfi vínveit-
ingaeftirlits, en þar safna skemmti-
staðir punktum fyrir brot á borð við
að vera með of marga gesti í húsi og
fleira og leiðir viss punktafjöldi til
lokunar.
Marius Dietrichson, lögmaður og
talsmaður lögmannasamtaka Nor-
egs, telur samningsákvæðið um fíkni-
efnatilvísanir á klæðum ekki ná
nokkurri átt. „Lögreglan hefur ekki
undir nokkrum kringumstæðum leyfi
til að krefjast þess að fólki sé mein-
aður aðgangur [að skemmtistað] á
grundvelli þess að það sé í bol með
mynd af kannabislaufi. Um þetta er
ekki hægt að knýja skemmtistað til
samninga,“ segir Dietrichson við
norska ríkisútvarpið NRK.
Samræmist ekki réttarríki
Annað mál er þó enn meira knýj-
andi, Samtök norskra fíkniefna-
lögreglumanna fara ekki með lög-
regluvald, þau eru, eins og heiti þeirra
gefur til kynna, samtök, ekki embætti
sem fer með vald til að leggja lands-
mönnum lífsreglurnar og eftir atvik-
um gera þeim refsingar. „Þarna er
verið að rugla saman valdi og stefnu-
málum, slíkt á ekki heima í rétt-
arríki,“ segir Dietrichson lögmaður,
„vilji lögreglan koma einhverju á
framfæri á hún að gera það undir
þeim hatti, það er ókeypis og engum
dylst þá hvaðan boðin koma. Ég hvet
lögregluna til að fara eftir þessu.“
Þú átt aldrei frí
Enginn skemmtistaðanna, sem
undirritað hafa sáttmála „Láttu þér
ekki standa á sama“-herferðarinnar,
er í höfuðborginni Ósló. Þeir eru allir
úti á landi eins og það heitir, í nýsam-
einaða fylkinu Vestfold og Telemark
og einnig í Agder og víðar. Það telur
Einar Liane, lögregluþjónn í fyrr-
nefnda fylkinu og stjórnarmaður í
NNPF, hafa nokkuð að segja.
„Í lögreglunni úti á landi áttu aldr-
ei frí. Ef þú ert lögregluþjónn er litið
á þig sem lögregluþjón, líka þótt þú
komir fram fyrir hönd NNPF, sem
er ekki lögreglan, en þar eru engu að
síður lögreglumenn. Fólkið lítur á þig
sem lögreglumann,“ segir Liane.
Einn ásteytingarsteinninn í viðbót
í þessari herferð samtakanna gegn
fíkniefnaneyslu, sem þau segja
komna á það stig víða í næturlífinu í
Skien, Porsgrunn, Tønsberg og fleiri
byggðarlögum í Suður- og Austur-
Noregi, að fólk leggi hreinlega kók-
aínfjallið á barborðið, er kennsluefnið
á fíkniefnanámskeiðinu, sem NNPF
býður viðsemjendum sínum í „Láttu
þér ekki standa á sama“-verkefninu.
Allur PowerPoint-fyrirlesturinn, sem
myndin með þessum línum er tekin
úr, er á opinberum glærubakgrunni
lögreglunnar í Vestfold, nokkuð sem
strokið hefur meðal annars norska
ríkislögreglustjóranum andhæris.
Óskuðu eftir námskeiði
„Það voru lögreglumenn staðarins
sem héldu þessi námskeið, en þeir
komu fram í nafni NNPF,“ segir
Liane og bendir enn fremur á, að í
mörgum tilfellum hafi það verið
rekstraraðilar skemmtistaðanna,
sem óskuðu eftir námskeiði og þátt-
töku í átakinu „Láttu þér ekki standa
á sama“.
„Við förum ekki á staðina og liggj-
um yfir því hvort þar sé staðið við
samkomulagið. Engin refsing er lögð
við slíku. Við erum bara að segja
„þetta gæti verið sniðugt“ og „þetta
erum við að prófa“ og svo vinnum við
bara saman gegn því að fíkniefni verði
„lögleg“ á skemmtistöðunum,“ bætir
hann við og mótmælir því alfarið að
liðsmenn NNPF hafi lagt einhvers
konar bann við því að fólk í fatnaði,
sem bæri vott um að það styddi refsi-
leysisstefnu í fíkniefnamálum, fengi að
koma inn á öldurhús í Tønsberg,
Skien, Porsgrunn og fleiri bæjum í
suður- og austurhluta Noregs.
Erfitt að vera ekki með
Christan Wergeland, fyrrverandi
vert á krá nokkurri í Skien, minnist
ekki þessa létta tóns í málflutningi
NNPF. Þvert á móti hafi lög-
reglumennirnir mælt mjög eindreg-
ið með því, að forsvarsmenn stað-
anna skrifuðu undir sáttmálann.
„Við sættum miklum þrýstingi. Þú
gast ekki beint setið þarna [á kynn-
ingarfundi um samstarfið] og sagt
að þú ætlaðir ekki að vera með í
samstarfi gegn fíkniefnum, það hefði
bara misskilist. Maður upplifði það
bara þannig að maður yrði að vera
með [...] Dagljóst er að þarna voru
margir viðstaddir, sem ekki áttuðu
sig á því hvar mörkin lágu milli lög-
reglunnar og samtakanna og milli
hvatningar og skipunar,“ segir Wer-
geland.
Øystein Holt, varðstjóri hjá lögregl-
unni í Tønsberg, kveður skýr skil hafa
verið gerð á hvort væri hvað, lög-
reglan ellegar NNPF-samtökin, þeg-
ar farið var í samstarfið með skemmti-
stöðunum á sínum tíma. Lögreglan
hafi innan sinna raða menn, sérfróða
um fíkniefni, en það tákni ekki að þeir
komi alls staðar fram á vegum lög-
reglunnar. „Þarna eru þessi samtök,
sem hafa búið til vörumerkið „Bry
deg“ á þessa herferð og einmitt þess
vegna fannst mér að við þyrftum að
gæta þess af kostgæfni að greina á
milli hver væri hvað.“
Umdeild herferð norskrar lögreglu
- Ríkislögreglustjóri boðar rannsókn - Samtök norskra fíkniefnalögreglumanna á gráu svæði
- Lofa skemmtistöðum undanþágum frá punktakerfi - „Í lögreglunni úti á landi áttu aldrei frí“
Skjáskot/NNPF
Kókaínfjall „Eru skemmtistaðirnir orðnir fríríki fíkniefnaneyslu?“ spyrja Samtök norskra fíkniefnalögreglu-
manna. Deilt er um hvort samtökin megi nota glærugrunn lögreglunnar og gefa loforð sem krefjast lögregluvalds.
Lestu meira um
málið á mbl.is
mbl.is
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020
George W. Bush, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, sagði í gær að
það hefðu verið mistök að senda her-
afla Bandaríkjahers frá Afganistan.
Herlið Bandaríkjanna og Atlants-
hafsbandalagsins hófu brottflutning
frá Afganistan snemma í maí og
sveitirnar eiga að hafa yfirgefið
landið með öllu fyrir 11. september,
20 ár upp á dag frá hryðjuverka-
árásunum í New York.
Bush sagði að almennir borgarar
hefðu verið skildir eftir til „slátr-
unar“ af hálfu talibana. „Afganskar
konur og stúlkur munu þjást óheyri-
lega. Þetta voru mistök [...] Þau
verða bara skilin eftir til þess eins að
vera slátrað af þessu hrottafengna
fólki og það veldur mér hjartasári,“
sagði Bush í viðtali við þýska fjöl-
miðilinn Deutsche Welle.
Liðsmenn talibana hafa að und-
anförnu sótt fram víða í Afganistan
og óttast er að brotthvarf erlendra
hersveita muni gera talibönum kleift
að ná völdum af afganska hernum í
höfuðborginni Kabúl. Talibanar
segjast nú ráða yfir 85% landsins.
AFP
Her Bush í opinberri heimsókn til Afganistan í forsetatíð sinni árið 2006.
Mistök að draga her
burt frá Afganistan