Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 44

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 44
✝ Ragnheiður Zóphóníasdótt- ir var fædd 26. ágúst 1930 í (Glóru) Ásbrekku í Gnúp- verjahreppi. Hún lést á heimili sínu, Austurvegi 39 á Sel- fossi, 29. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Zóp- hónías Sveinsson, f. 1891, d. 1960, og Ingveldur Guðjónsdóttir, f. 1898, d. 1972, bændur í (Glóru) Ás- brekku. Hún var fjórða barn þeirra, eldri eru Steindór, f. 1923, d. 2008, Grétar, f. 1925, Guðrún Jóna, f. 1927, og yngst var Unnur, f. 1940 d. 2014. Ragnheiður giftist 16. júlí 1955 Stefáni Hauki Jóhannssyni, f. 12.febrúar 1934, d. 22.sept- ember 2016. Stefán var sonur hjónanna Jóhanns Ingva Guð- mundssonar, f. 1905 í Öxney á Breiðafirði, d. 1992, og Guð- bjargar Lárusdóttur Stiesen, f. 1908 á Skagaströnd, d. 1974. Börn Ragnheiðar og Stefáns eru: 1) Ingibjörg, f. 1954, maki Guðjón Haukur Stefánsson, f. 1952. Börn þeirra: a) Stefán Haukur, f. 1985, sambýliskona Jóhanna Kristín Elfarsdóttir, f. Hanna Berglind, f. 2010, Mikael Kári, f. 2012, Daníel, f. og d. 2014, og Eva Katrín, f. 2015. b) Stefán, f. 1988, sambýliskona Tinna Þorradóttir, f. 1995, sonur þeirra er Birnir, f. 2018. 4) Soffía, f. 1967, maki Reynir Guðjónsson, f. 1967. Synir þeirra: a) Guðjón, f. 1994, sambýliskona Katrín Þórey Ingadóttir, f. 1994. b)Sævar, f. 1999. Ragnheiður ólst upp við hefð- bundin sveitastörf. Skólaganga hennar var í Ásaskóla og í Hús- mæðraskólanum á Varmalandi. Hún hóf störf í Tryggvaskála haustið 1953 og kynntist þar manni sínum sem var við nám í bifvélavirkjun í Iðnskóla Selfoss. Fljótlega byrjuðu þau að byggja við Engjaveg nr. 20 og fluttu þangað haustið 1961. Frá árinu 2005 bjuggu þau í Fífumóa 6. Árið 2018 flutti hún að Austurvegi 39. Ragnheiður var heimavinnandi fyrstu búskaparár sín en tók þátt í timburröðun hjá K.Á. á sumrin og sláturhússtörfum hjá Höfn á haustin. Þegar hún fór út á vinnu- markaðinn starfaði hún um árabil við ræstingar í Barnaskóla Sel- foss og í Þvottahúsi K.Á. Á sex- tugsaldri hóf hún störf við hjúkr- unarheimilið Ljósheima á Selfossi og þar starfaði hún til starfsloka 2000. Hjúkrunar- og umönn- unarstörf voru henni hugleikin og trúlega hefði hún aflað sér rétt- inda í dag til þess að starfa á þeim vettvangi. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 15. júlí 2021, kl. 13. 1992, barn þeirra Díana Rán, f. 2017, sonur Stefáns Hauks er Magnús Ingi, f. 2010, barns- móðir Tinna Björk Magnúsdóttir, f. 1993. b) Álfheiður, f. 1988, sambýlis- maður Stefán Óskar Orlandi, f. 1984, synir þeirra: Guðjón Sabatino, f. 2009, og Gabríel Enzo, f. 2016. 2) Margrét, f. 1956, maki Gylfi Guðmunds- son, f. 1953. Dætur þeirra: a) Ragnheiður Gló, f. 1980, sam- býlismaður Ólafur Valdín Hall- dórsson, f. 1972. Börn þeirra eru: Diljá Salka, f. 2006, Kári Valdín, f. 2010, og Hekla Karen, f. 2012. b) Jóna Harpa, f. 1982, maki Ben- jamin Villeneuve, f. 1987, börn þeirra eru Soffia Audrey, f. 2011, og Elías Damien, f. 2018. c) Guð- björg Lilja, f. 1987, sambýlis- maður Halldór Áskell Stef- ánsson, f. 1987, synir þeirra eru Elmar Gylfi, f. 2019, og drengur, f. 2021. 3) Jóhann Ingvi, f. 1964, maki Elín Kristbjörg Guðbrands- dóttir, f. 1966. Börn þeirra: a) Sigrún, f. 1985, maki Ásþór Sæ- dal Birgisson, f. 1975. Börn þeirra eru Jóel Birgir, f. 2009, Mamma er dáin. Þannig hljóm- aði fyrsta símtal að morgni þriðju- dagsins 29. júní. Við systkinin höfðum gengið yfir Fimmvörðu- háls á mánudeginum og hún hringdi í okkur um kvöldið til þess að vita hvernig hefði gengið. Í hlíðum Þórsmerkur kvöddum við hana sæl og ánægð og ætluðum að segja henni ferðasöguna daginn eftir. En öllu er afmörkuð stund. Mamma var sveitastúlka í eðli sínu, fædd og uppalin í Glóru í Gnúpverjahreppi sem síðar fékk bæjarheitið Ásbrekka. Hún átti kærleiksríka foreldra og systkini og var alla tíð í hjarta sínu Gnúp- verji. Skólaganga hennar var í barnaskóla sveitarinnar, í Ása- skóla, og sóttist henni námið vel. Hún lærði Gunnarshólma og fleiri stór kvæði utanað og sálmar voru henni hugleiknir. Eins og títt var um börn á þessum tíma var hún send á nágrannabæi til hjálpar tímabundið s.s. að Skarði, St. Mástungu og Hamarsholti og tengdist þessum fjölskyldum vina- böndum. Hún dvaldi um skeið á Sólvallagötu 6 hjá Guðrúnu Mark- úsdóttur og Magnúsi Björnssyni og sú fjölskylda var mömmu ávallt mjög kær. Mamma var einn vetur í Húsmæðraskólanum á Varma- landi. Þar eignaðist hún vinkonur víðs vegar af landinu og heimsótti þær á ferðalögum sínum. Haustið 1953 dró til tíðinda þegar hún hóf störf í Tryggvaskála. Þar kynnist hún pabba og þar með voru örlög hennar ráðin. Þau reistu sér tveggja hæða hús við Engjaveg nr. 20 þar sem við systkinin ól- umst upp. Mamma var heimavinn- andi húsmóðir þess tíma. Ef hún var ekki í eldhúsinu þegar ég kom heim úr skólanum fór ég að leita og reyndist hún aldrei langt und- an. Hún starfaði um árabil við ræstingar í Barnaskóla Selfoss og í Þvottahúsi K.Á. En á sextugs- aldri hóf hún störf við Hjúkrunar- heimilið Ljósheima á Selfossi og það var hennar gæfuspor. Mamma átti gott með að kynnast fólki, var hlý og skemmtileg og umönnun aldraðra átti vel við hana. Á fimmtugsaldri ákvað hún að taka bílpróf. Pabbi hafði ökukenn- araréttindi en ekki nýttust þau í þetta verkefni. Hún fór í einn öku- tíma og ákvað strax að skipta um kennara. Var hún alla tíð þakklát Hergeiri, vini sínum, fyrir þolin- mæðina. Hún keypti sér strax sinn eigin bíl og var hent gaman að því innan fjölskyldunnar að það ætti hver gata sinn gír. Hún naut þess að keyra og var mikið frá henni tekið þegar hún hætti því fyrir tveimur árum. Spilamennska var henni í blóð borin því mikið var spiluð vist í uppvextinum. Hún sótti spila- kvöld og vann yfirleitt til verð- launa. Í dagdvölinni spilaði hún fram á síðasta dag og mætti segja mér að þar sé hennar saknað við spilaborðið. En nú er hún farin þangað sem hún þráði að fara, en ég átti efir að segja henni svo margt. En þakklát verð ég almættinu þegar fram líða stundir fyrir að bóka þetta flug og veit að pabbi var orðinn óþreyju- fullur að bíða. Mín bíður eitt það besta banamein á jörð að leysast upp í læðing er litar tímans svörð. (Björgvin Halldórsson) Góða ferð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg Stefánsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Þótt hún væri rúmlega níræð komu þessar fréttir eins og þruma úr heiðskíru lofti og söknuðurinn er mikill. Það er erfitt að vera svona fjarri fjölskyldunni á svona tímum en ég ylja mér við góðu minning- arnar sem ég á um hana. Það var svo yndislegt að vera alin upp í næstu götu við ömmu og afa og Engjavegurinn var annað heimili okkar systranna. Þar máttum við gera næstum hvað sem er; vaða í skápana og leika okkur í druslufötunum með fínu perlurnar, setja stofuna á annan endann fyrir gömlu dúkkulísurnar og svona mætti lengi telja. Amma passaði líka að hafa alltaf eitthvert nammi í nammiskúffunni fyrir okkur barnabörnin, en hún vildi helst alltaf hafa okkur öll hjá sér, þannig leið henni best. Ömmu fannst líka afskaplega gaman að tónlist. Við hlustuðum oft á plötur í plötuspilaranum og mér er einna minnisstæðust plat- an með Sannleiksfestinni sem barn. Raggi Bjarna var líka uppá- haldssöngvarinn hennar og þegar ég fór að stálpast fórum við að hlusta á hann saman. Hún var óhrædd við að prófa nýja hluti og þegar hún var yfir sextugt fór hún að spila á rafmagnsorgelið hans afa. Ég fór að læra á það í tónlist- arskólanum og fór alltaf á Engja- veginn til að æfa mig. Amma ákvað að læra á það með mér og það kom mjög fljótt hjá henni. Ég var svo stolt af henni. Það var alveg kostulegt að sitja í bíl með henni og hlusta á hana kalla „lúsablesi!“ á eftir hinum bíl- unum þegar þeir gerðu eitthvað sem henni mislíkaði. Hún var einkar stríðin að eðlisfari og með svo skemmtilega nærveru og kímnigáfu. Hún var vinmörg enda komu vinkonur hennar ósjaldan í heimsókn. Ragnheiður Zóphóníasdóttir Amma var algjör sveitastelpa og þegar hún kom í heimsókn til okkar til Montreal nefndi hún hvað hana langaði að sjá kanad- íska sveit. Því miður sá hún hana ekki, en það er oft sem ég hugsa núna til hennar og langar að sýna henni frönsku sveitasæluna þar sem ég bý núna. Hún hefði sko un- að sér hér þar sem kýrnar eru á beit í haga og blóm á engjunum. Elsku amma, hvíldu í friði. Það er svo sárt að geta ekki talað við þig og knúsað. Ef ég hefði vitað þegar ég kvaddi þig fyrir rúmum tveimur árum að ég væri að knúsa þig í hinsta sinn hefði ég ekki sleppt takinu. Ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem afi hef- ur tekið vel á móti þér. Þið eruð núna verndarenglarnir okkar. Með þessum fallega sálmi, sem ég tengi alltaf við þig, kveð ég þig elsku amma og vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Ástarkveðja, Jóna Harpa Gylfadóttir. Nú er komið að kveðjustund og minningarnar hrannast ljóslifandi upp. Ragga tók mér alltaf fagnandi og opnaði stóra hlýja faðminn sinn fyrir mér. Hún naut sín vel meðal fólks og fannst gaman að hafa marga í kringum sig og var þá létt í lund og gantaðist. Hún sýndi mér alla tíð mikla hlýju og athygli og sem barn þótti mér það sérstak- lega notalegt. Hún hefur alla tíð átt sérstakan stað í hjarta mér og hélt líka þétt í höndina á mér í síð- asta skiptið sem ég hitti hana. Alltaf svo hlý og vinaleg við mig. Ragga var stóra systir hennar mömmu. Hún var stór hluti af minni barnæsku og hafði mikil áhrif á æsku mína. Hún tók við þar sem mömmu sleppti. Ef mamma var ekki heima þegar ég kom heim fór ég til Röggu. Þá bankaði ég á vaskahúshurðina og gekk inn. Það var trappa niður í þvottahúsið sem mér fannst brött og önnur upp í eldhúsið sem var jafnbrött. Ég settist við eldhús- borðið og fékk mjólk og köku eða kex. Svo var mamma komin heim. Þær bjuggu stutt hvor frá ann- arri á Engjaveginum og hjálpuð- ust að. Ég man eftir alls konar vor- og hauststörfum sem þær fluttu með sér úr sveitinni eins og sláturgerð og krækiberjatínslu og saftgerð. Í þá daga var hjálpast að við alla skapaða hluti. Allar hátíðir voru sameiginlegar, t.d. afmælis- og jólaboð. Á jólum dugði ekkert minna en að hittast bæði á jóla- dagskvöld hjá Röggu og Stebba og síðan hjá mömmu og pabba á annan í jólum og alltaf var spilað púkk og þá var gaman og Ragga í essinu sínu. Hún hafði alla tíð mjög gaman af að spila og gæddi spilamennskuna gleði með skemmtilegheitum sínum og kát- ínu. Fjölskyldurnar tvær hittust líka alltaf á aðventunni og skáru saman út laufabrauð ásamt Öddu og Gumma og þeirra börnum. Þetta voru gleðidagar og þeirra er minnst á hverju ári. Fjölskyldurnar áttu líka saman góða daga á sumrin í Ásbrekku, enda vorum við Ingibjörg dóttir Röggu og Siggi, sonur Gunnu systur þeirra, saman þar hvert sumar í mörg ár. Þar dvöldum við hjá ömmu okkar Ingveldi og Steina, bróður þeirra systra. Fjöl- skyldan sameinaðist í Ásbrekku við ýmis störf s.s. við heyskap og réttarstörf. Í sveitinni kynntumst við krakkarnir því lífi sem þær systur höfðu alist upp við og þeim gildum sem þar voru í heiðri höfð. Sameiginleg arfleifð sem ekki hafði breyst í áratugi. Tónlist og söngur voru hluti af lífinu í Ás- brekku og sameinaði fólkið. Enn spilum við púkk á jólum með okkar afkomendum og höld- um í heiðri allt það sem við lærð- um. Virðing fyrir náttúrunni, skepnum og hvernig lifa má af landinu ásamt gleðinni sem tónlist og söngur gefa er veganesti okkar í lífinu. Takk Ragga mín fyrir að hafa verið hluti af mínu uppeldi og barnæsku. Þú bættir hlýju og kæti við allar samverustundir. Frá því þú kvaddir þessa jarðvist sé ég ykkur mæðgur, þig, ömmu, mömmu, og Steina fyrir mér í blómabrekkunni. Sú blómabrekka er brekkan fyrir neðan Ásbrek- kubæinn, sólgul af sóleyjum. Börnum Röggu, þeim Ingi- björgu, Margréti, Jóhanni og Soffíu, tengdabörnum og fjöl- skyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- inguna um Röggu. Heiðrún Hákonardóttir. Nú er hún Ragga mín elskuleg fallin frá. Því var ég ekki viðbúin, því tveimur kvöldum áður hafði ég heimsótt hana og var hún þá eins og hún átti að sér að vera. Spil- uðum við eins og svo oft áður og skemmtum okkur vel. Geymi ég minningar um hana í hjarta mínu og kveð hana með þakklæti fyrir öll góðu árin okkar saman. Vinskapur okkar Röggu hófst þegar við byrjuðum að búa á Sel- fossi. Við vorum nágrannar fyrstu árin, en við Doddi bjuggum á Eyravegi 5 og þau Stebbi á Kirkjuveginum. Elstu börnin okk- ar voru jafnaldrar, Ingibjörg og Þórður, fædd 1954, en Margrét og Sigurvin tveimur árum seinna. Í þá daga var nánast regla að ung- börn væru látin sofa úti. Talaði Ragga oft um hversu mikið hún hafi öfundað mig af því hversu vær Þórður minn hafi verið og sof- ið vel, en Ingibjörg alltaf að vakna. Þegar þau komust á legg urðu þau bestu leikfélagar og lék Þórður sér þá meira með dúkkur en bíla. Í þá daga tíðkaðist ekki að hús- mæður ynnu úti. Hins vegar var Stebbi frá vinnu um nokkurra mánaða skeið vegna veikinda og vann Ragga þá í Ölfusá hjá okkur Dodda. Skömmu eftir að Stebbi hafði náð aftur heilsu fórum við í eftirminnilega helgarferð austur í Skaftafellssýslu. Tengdaforeldrar okkar pössuðu börnin á meðan. Fengum við Ragga okkur „rokk- buxur“ og strigaskó í tilefni ferð- arinnar. Gistum við í tjöldum báð- ar næturnar, þá fyrri fyrir utan Vík og þá seinni á Kirkjubæjar- klaustri. Til eru myndir sem tekn- ar voru í ferðinni og er greinilegt að við skemmtum okkur mjög vel, enda ekki oft sem við komumst að heiman í þá daga. Síðan liðu árin. Ragga og Stebbi fluttu í einbýlishús við Engjaveginn, börnin uxu úr grasi, en vinátta okkar Röggu hélst óslitin. Fyrir tveimur árum urðum við aftur nágrannar. Þá flutti ég í íbúð í fjölbýlishúsi við Austurveg- inn í næsta hús við Röggu, sem hafði búið þar í rúmt ár. Hittumst við eftir það nánast daglega og nutum samveru hvor við aðra. Að lokum vil ég þakka Röggu minni fyrir ómetanlega vináttu og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lifir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Friðsemd Eiríksdóttir. 44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR, lést á Skjóli mánudaginn 5. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýhug og góða umönnun. Kristín Eiríksdóttir Ingemar Jaresten Sigrún Eiríksdóttir Þorsteinn Þórhallsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON vélstjóri, Kópavogstúni 9, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 13. júlí. Útför verður auglýst síðar. Laufey Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Sigurðsson Sigrún Agnes Rúnarsdóttir Andri Dagur, Úlfur Ingi og Helga Karen Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Greniteig 9, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 19. júlí klukkan 13. Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.