Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ✝ Elín Erlends- dóttir fæddist 9. mars 1932 á Brekkuborg í Fá- skrúðsfirði, næst- yngst 6 systkina, sem nú eru öll látin. Hún lést 27. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Helga Jónsdóttir og Erlendur Jónsson. Elín var ung send í vist, eins og þá tíðkaðist, enda ekkert ríki- dæmi á Brekkuborg á þeim ár- um. Hún fluttist til Reykjavíkur á táningsaldri og stundaði m.a. annars vinnu á Hótel Borg, þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Haraldi Erni Tómassyni. Þau bjuggu um skeið í leiguhúsnæði, lengst af á Aragötu 1 þar sem synir þeirra Hörður, Gunnar og Trausti fæddust. Skömmu fyrir 1960 eignuðust þau eigið húsnæði í Álfheimum 30, þar sem þau bjuggu allt þar til þau fluttu að Rauðagerði 20,en þar bjuggu þau nán- ast til dauðadags. Skömmu eftir 1965 hófu þau að reisa sumarhús í landi Grímsness skammt frá Álftavatni. Elín vann mest við þjónustustörf, lengst af við Hrafnistu í Reykjavík. Árum saman stundaði hún sundlaug- arnar í Reykjavík, þar sem hún synti ævinlega sinn daglega sprett. Útför Elínar fer fram frá kirkju Óháðra í Reykjavík í dag,15. júlí 2021, klukkan 15. Elsku amma Elín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þær eru svo ótal margar minningarnar. Álfheimar, Brekkuborg, Hrafnista, Rauða- gerði og svo mætti lengi telja. Fyrsta minningin mín hjá ykkur afa Halla í Álfheimunum. Lítil skotta, sem var alltaf mætt á jóla- dag, hringdi bjöllunni spennt að komast til ykkar og hitta alla. Í Álfheimunum kenndir þú mér að prjóna þegar ég var aðeins 5 ára gömul. Allar stundirnar í sum- arbústaðnum, Brekkuborg, fyrir austan í þjónalandinu. Þú svo dugleg, úti alla daga að gróður- setja og huga að plöntunum og afi að hlusta á veðurfréttirnar, hann kunni veðurstöðvarnar utanbók- ar, það fannst mér skrýtið. Það var gaman að koma til ykkar í sveitina, þar var gott að vera og ég var alltaf velkomin. Svo var það Rauðagerðið en þar leið ykk- ur vel. Ég kom til ykkar nær dag- lega þegar ég var í menntaskól- anum enda stutt að fara. Kom oft í mat og til að spjalla. Oft gauk- aðir þú að mér smáaurum, það kom að góðum notum hjá fátækri námsmey. Svo unnum við saman eitt sumar á Hrafnistu, í matsaln- um. Þér féll aldrei verk úr hendi og varst hörkudugleg. Árið 2005 fórum við saman til Kaupmanna- hafnar með Ásdísi Eiri, mikið var gaman hjá okkur. Vorum þrjár saman í herbergi, spókuðum okk- ur á Strikinu, versluðum, fórum út að borða og svo var spilað á kvöldin, dásamleg helgi. Síðustu árin hafa verið þér erf- ið, elsku amma mín, og því get ég trúað að hvíldin hafi verið þér kærkomin. Það er alltaf erfitt að kveðja en mikið hefur verið gott að koma til afa Halla og Gunnars pabba. Hvíldu í friði og takk fyrir allt og allt. Nú ertu héðan hafinn á hærra og betra svið. Þar ást og alúð vafinn en eftir stöndum við. Þig drottinn Guð svo geymi og gleðji þína sál. Í öðrum æðra heimi þér ómi guðamál. (Valdemar Lárusson) Þín Elín Bubba. Elsku amma. Það er alltaf svo erfitt að missa ástvin; þó svo að maður viti í hvað stefnir verða fréttir af fráfalli oft svo óbærileg- ar. En eftir sitja fallegar minn- ingar. Flestar tengjast þær ömmusveit þar sem þið afi höfðuð byggt ykkur sumarbústaðinn Brekkuborg og ræktað svo fal- lega í kringum hann. Í ömmu- sveit var alltaf nóg að gera. Það þurfti að gefa öllum plöntum og trjám sem gróðursett höfðu verið vatn, leika í sandkassanum sem var falinn í kjarrinu, leika í fal- lega dúkkuhúsinu, ganga einn hring um sumarbústaðalandið, fara upp á leikvöll, fara í tásubað í eldhúsvaskinum, skreppa í sund á Hraunborgum, stelast í smá kandís og svo var tekið í spil á kvöldin, ýmist kana eða Trivial. Það var líka gott að koma inn í Rauðagerði. Þar tók afi Halli á móti manni á sínum stað, í sóf- anum á móti eldhúsinu, á meðan amma sýslaði eitthvað í eldhús- inu. Þegar ég var orðin nógu sjálfbjarga hjólaði ég stundum úr Kópavoginum inn í Rauðagerði, það þótti mér spennandi. Þá voru þau ófá skiptin sem við amma lögðum kapal á eldhúsgólfinu og létum kapalinn spá fyrir okkur um framtíðina, við spurðum já- eða nei-spurninga áður en kapall- inn hófst. Ef kapallinn gekk ekki upp var svarið við spurningunni nei, ef hann gekk upp var svarið já! Spurningarnar voru misgáfu- legar og var mikið hlegið að nið- urstöðunum. Elsku amma mín, eftir sitja ótal minningar sem ég er afar þakklát fyrir að hafa átt með ykk- ur afa. Minning um ákveðna og sterka konu mun lifa í hjarta mínu. Ég veit að afi Halli mun taka á móti þér í sumarlandinu þar sem þið munuð líklega keyra um á grárri Ferozu og fylgjast með afkomendum ykkar dafna. Þín ömmustelpa, Eva Hrund. Elín Erlendsdóttir ✝ Ásta Sigfús- dóttir var fædd á Seyðisfirði 9. ágúst 1930. Hún lést á Landspít- alanum Hring- braut 8. júlí 2021. Móðir hennar var Steinunn Þor- steinsdóttir, f. 15.8. 1905, d. 5.10. 1993 og faðir hennar var Sigfús Jónsson, f. 15.6. 1903, d. 20.5. 1993. Ásta ólst upp hjá móður sinni og móðurömmu, Ragnhildi Sveinsdóttur, f. 28.7. 1871, d. 22.2. 1951, á Grund í Svínadal ásamt systkinum móður: Ingu, f. 4.10. 1902, d. 29.10. 1990, Þóru, f. 19.9. 1908, d. 16.8. 2000, Guð- Ásta vann við bókband í Bók- felli. Hún var handlagin, skarp- greind og minnug og fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum. Hún tók virkan þátt í fé- lagsstarfi heyrnarlausra, ferð- aðist um landið og sótti sam- komur. Ásta saumaði og prjónaði og einnig fannst henni gaman að spila. Hún var tækni- glögg, hún nýtti sér tæknina til samskipta, fyrst með faxtæki, svo með farsíma og loks spjald- tölvu. Þegar Ásta var orðin ein árið 2000 keypti hún sér íbúð á Grensásvegi 52 og bjó þar í 20 ár. Seinasta árið bjó hún í þjón- ustuíbúð á Dalbraut 27. Útför Ástu fer fram 15. júlí 2021 frá Grensáskirkju kl. 13. Útförinni verður streymt á: https://sonik.is/asta Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat mundi, f. 11.10. 1910, d. 6.11. 2000 og Þórði, f. 27.6. 1913, d. 8.8. 2000, Þor- steinsbörnum. Þegar Ásta var 10 ára göm- ul fór hún suður í Heyrnleysingjaskól- ann í Reykjavík og þar eignaðist hún vini fyrir lífstíð. Henni leið alla tíð vel í skólanum. Þær mæðgur fluttu til Reykjavíkur og héldu heimili ásamt Þóru og Ingu, lengst af á Flókagötu 7. Bjuggu þær mæðgur alla tíð sam- an og voru þær mjög nánar. Þær héldu tryggð við heimaslóðirnar og fólkið þar og dvöldu fyrir norðan í sumarleyfum. Nú er hún Ásta, frænka okk- ar, búin að kveðja eftir stutt en erfið veikindi. Það var eitthvað svo sárt að missa hana núna og geta ekki heimsótt hana oftar, en sem betur fer vorum við nýbúin að heimsækja hana rétt áður en hún veiktist og kvöddum við hana því glaða og hressa og er það okkur mikils virði. Hún kom líka stundum í heimsókn til okkar, eftir að við fluttum suður, og voru það ánægjulegir dagar, ekki síst ef barnabörnin okkar voru líka í heimsókn, því þá var farið að læra táknmál og reyna að tala við Ástu frænku og mátti þá ekki á milli sjá hver var glað- astur í hópnum. Hún var heyrnarlaus frá fæð- ingu og var hún elsti heyrnleys- inginn á landinu þegar hún dó. Hún var í heyrnleysingjafélag- inu og naut þess að hitta þann hóp einu sinni í viku í Gerðu- bergi og borða með þeim góðan mat og spjalla saman á þeirra hátt. Hún hefði orðið 91 árs 9. ágúst næstkomandi. Ásta ólst upp hjá Steinunni, móður sinni, sem var henni ætíð alveg sér- lega góð, og móðursystrum sín- um tveimur, Ingu og Þóru, og hugsaði hún mjög vel um þær eftir að heilsu þeirra fór að hraka. Hún var mjög minnug, eins og mamma hennar, og það var alla tíð mjög gaman að tala við hana um gömlu dagana heima á Grund, því allt mundi Ásta, en á Grund var hún mikið sem barn, og seinna kom hún á hverju sumri norður með móður sinni og þeim systrum. Voru þær þar allar í sumarfríum sínum á með- an þær höfðu heilsu til að ferðast. Það var okkur krökk- unum á Grund mikið tilhlökk- unarefni þegar „systurnar og Ásta“ komu norður með gjafir handa öllum, þá var sumarið komið. Ásta starfaði lengi við bók- band í Bókfelli á meðan heilsa hennar leyfði. Hún var alveg sérlega handlagin og vandvirk og naut hún sín vel með prjón- ana sína en hún var búin að prjóna þvílík ósköp af útprjón- uðum vettlingum, peysum og öllu mögulegu um dagana. Ásta var mjög blíð og góð manneskja og naut hún sín best er hún gat glatt aðra með gjöfum, en það var ansi oft því mestallt sem hún prjónaði gaf hún frændfólkinu sínu, einkum þeim litlu. Hún fylgdist vel með hvernig frænd- fólkinu fjölgaði og mundi hún nöfn og fæðingardaga á þeim öllum, og naut þess að sjá hvað krakkarnir stækkuðu frá ári til árs, enda hafði hún alla tíð mikið yndi af öllum ungviðum, bæði börnum og dýrum. Ásta hefur verið á Hjúkrunar- heimilinu á Dalbraut 27 undan- farið og naut þar sérlega góðrar aðhlynningar, sem við þökkum. Elsku Ásta, við og öll fjöl- skyldan þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Nú vitum við að þér líður vel því það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér, því það eitt áttir þú skilið. Ragnhildur og Sigurður. Ásta frænka mín Sigfúsdóttir fæddist inn í heim ævilangrar þagnar. Við Ásta erum systkina- börn og man ég fyrst eftir þess- ari yndislegu frænku minni í fylgd móður sinnar og móður- systra. Mér fannst hún hlédræg, en mjög vinaleg. Maður kom líka oft í heimsókn á heimili þeirra í Reykjavík og var þá gjarnan spurður spjörunum úr um eitt og annað eins og gengur. Þannig gengu samræðurnar að Ástu viðstaddri, en eftir á læddist að mér sú ónotalega tilfinning að ein manneskja hefði orðið út undan. Þrátt fyrir fingramál, handapat og skriftir gekk Ásta því miður á mis við margt sem gerðist í heimi heyrenda, en maður tók líka eftir því hvað það virtist auðvelt að gleðja hana. Þegar félagsskapurinn tók tillit til hennar naut hún sín meðal fólks. Hún stundaði sína vinnu og handavinnu, las töluvert og síðar meir kom textavarp, dyra- bjalla með blikkandi ljósi og fax- tæki svo dæmi séu nefnd, að góðum notum. Ekki er að efa að félagsskapur við aðra í sama báti hafi hjálpað Ástu mikið og veitt henni mikla gleði. Ásta var góður félagi og frænka. Hún hefur nú losnað úr sínum þögla heimi og andi hennar saknar örugglega ekki fjötranna sem hún bar. Við sitjum hér eftir, uppfull af þakklæti og góðum minningum. Með innilegu þakklæti til þeirra sem önnuðust hana á efri árum, bæði minna ættingja og starfsfólksins á Dalbraut. Sveinn Helgi Guðmundsson. Kæra Ásta frænka hefur kvatt þennan heim. Við systkinin ólumst upp með Flókagötuna sem fastan punkt í tilverunni. Þar bjuggu saman afasysturnar okkar þrjár; Þóra, Inga og Steina, ásamt Ástu frænku, dóttur Steinu. Þær höfðu allar mismunandi hlutverk á heimilinu og við þekktum þær á mismunandi hátt. En þar sem Ásta var heyrnarlaus voru sam- skiptin við hana með öllum lík- amanum. Látbragð, bendingar, skrif og heilu leikritin áttu sér stað þegar við vorum að tala saman. Í dag er það ótrúlegt að ekkert okkar hafi lært táknmál, en Ásta ólst upp á þeim tíma að táknmál var ekki hluti af sjálf- sögðum samskiptum frá upp- hafi, það kom seinna inn í henn- ar líf. Því notaðist fjölskyldan alla tíð við heimatilbúinn sam- skiptamáta sem var á margan hátt takmarkaður, en í raun það eina sem var í boði. Ásta kenndi okkur mjög margt um ánægjuna í lífinu. Hún kunni svo sannarlega að njóta, hvort sem það var matur, samvera, umhverfi eða annað. Hún sá fegurðina í kringum sig. Ásta kenndi okkur margt um ósvikna ánægju og ósviknar til- finningar, gleði, sorg og reiði. Hún var ekki sú sem faldi hvern- ig henni leið. Þegar Ásta var glöð þá var hún glöð, þegar það fauk í Ástu þá þá fór það ekki fram hjá neinum. Ásta naut þess að hitta fólkið sitt uppi í Gerðu- bergi, hún var félagslynd og var dugleg að mæta á viðburði Fé- lags heyrnarlausra. Þegar Þóra frænka dó, sein- ust systranna, var Ásta harð- ákveðin í því að búa ein og fá sitt sjálfstæði í fyrsta sinn í lífinu. Hún keypti sér íbúð á Grens- ásvegi og bjó þar í 20 ár. Allan þann tíma naut hún góðrar að- stoðar frá móður okkar og stjúp- föður, sem sáu til þess að Ásta hefði allt sem hún þurfti og kæmist allt sem hún vildi. Ásta mat sjálfstæði sitt mikils og hélt því allt þar til heilsunni fór að hraka. Fyrir ári síðan flutti hún svo í þjónustuíbúð á Dalbraut, flutningurinn gekk vel og Ásta var mjög ánægð með heimili sitt þar seinasta árið. Með því að kveðja elsku Ástu, kveðjum við seinasta hlekk fjöl- skyldunnar við gamla tímann, tengslin við Flókann og kvenna- veldið mikla sem þar ríkti. En minningin lifir áfram. Hvíl í friði, Ásta okkar. Guðrún, Þórir, Una og Ragnhildur. Ásta Sigfúsdóttir Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI BIRGIR SIGURÐSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 30. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Aðstandendur Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Víðigrund 6, Sauðárkróki. Sólborg Jóhanna Þórarinsd. Hávarður Sigurjónsson Hörður Þórarinsson Hafdís Halldóra Steinarsdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Þorsteinn Kárason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR, Suðurlandsbraut 58, lést 24. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 19. júlí klukkan 15. Sigurlaug Regína Friðþjófsd. Jónas Gauti Friðþjófsson Ragnhildur Georgsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar, INDA DAN BENJAMÍNSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést 2. júlí á líknardeild Landspítalans. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrín Axelsdóttir Kristín Axelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.