Morgunblaðið - 15.07.2021, Page 47

Morgunblaðið - 15.07.2021, Page 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ✝ Sesselja Hannesdóttir fæddist 6. júní 1925 á Laugavegi 28 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðár- króks að kvöldi 1. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Ólöf Guð- rún Stefánsdóttir, f. 12.5. 1900, d. 23.7. 1985, og Hannes Jónas Jónsson kaupmaður, f. 26.5. 1892, d. 21.7. 1971. Sesselja átti 11 systkini. 1) Málfríður (samfeðra), f. 2.8. 1920, d. 8.3. 2006. 2) Sveinbjörn, f. 30.11. 1921, d. 21.1. 1998. 3) Stefán, f. 22.4. 1923, d. 7.11. 2006. 4) Pétur, f. 5.5. 1924, d. 27.8. 2004. 5) Ólafur Hannes, f. 7.11. 1926, d. 6.8. 2015. 6) Andr- ea Kristín, f. 9.9. 1928, d. 3.12. 2010. 7) Björgvin, f. 20.6. 1930, d. 3.2. 2007. 8) Jóhann, f. 20.6. 1930. 9) Jón Stefán, f. 8.1. 1936, d. 6.1. 2003. 10) Sigurður Ágúst, 1960. 7) Árni Þór Friðriksson, f. 21.2. 1964, fyrrverandi maki Þuríður Harpa Sigurðardóttir, f. 1.4. 1967. Sambýliskona Guð- rún Hanna Kristjánsdóttir, f. 13.12. 1986. Barnabörnin eru 18, barna- barnabörnin 36, barnabarna- barnabörnin 11. Fyrir átti Málfreð 4 börn. Þau voru Erna, Friðrik Jón, Ragna Hrafnhildur og Hans Birgir, öll látin. Friðrik Jón (Bíi) ólst upp hjá honum og Sesselju. Sesselja ólst upp í Reykjavík, en var mikið í sveit á Lækjamóti í Húnavatnssýslu. Hún fór í Hús- mæðraskólann á Blönduósi veturinn 1942-1943. 1945 flutti hún á Sauðárkrók til verðandi eiginmanns síns, Málfreðs Frið- rikssonar. Þau giftust 3. mars 1956. Lengst af var hún hús- móðir en þegar börnin voru orð- in stálpuð fór hún að vinna hjá KS í sláturhúsinu og kjötvinnsl- unni. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 15. júlí, kl. 14. Streymt verður frá athöfn- inni á Facebook-síðu Sauð- árkrókskirkju. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/. f. 17.8. 1937. 11) Þorbjörg Rósa, f. 12.2. 1939. Eiginmaður hennar var Málfreð Þorkell Friðrik Friðriksson skó- smíðameistari f. 4.8. 1916, d. 13.7. 1990. Sesselja eign- aðist 8 börn. Elst er Ásta Margrét Sigurðardóttir, f. 17.6. 1944, maki Tómas Þórðarson, f. 21.7. 1945, d. 29.12. 2020. Börn Sesselju og Málfreðs eru 1) Haraldur, f. 18.5. 1946, maki Rósamunda Óskarsdóttir, f. 6.3. 1949. 2) Ólöf, f. 12.7. 1948, maki Kristinn Jónsson, f. 19.9. 1947, d. 25.11. 2016. 3) Drengur, and- vana fæddur 8.10. 1949. 4) Hans Birgir, f. 6.6. 1953. 5) Hannes f. 28.3. 1955, maki Þórdís Jóns- dóttir, f. 23.8. 1947, d. 30.3. 2012, sambýliskona Anna Guð- brandsdóttir, f. 9.1. 1954. 6) Stúlka, andvana fædd 29.5. Takk fyrir ástina, umhyggjuna og kærleikann. Við kynntumst þegar ég var átján ára og þú sextug. Í dag er komið að leiðarlokum eftir 36 ára góð kynni, sem eins og eðlilegt er innihéldu stundum sorgir, stund- um gleði en alltaf kærleik og vin- áttu. Það er mín gæfa að hafa þekkt þig og betri ömmu hefði ég ekki getað óskað börnunum mín- um þremur, ég sjálf var og er rík- ari af okkar kynnum. Það var oft kátt í eldhúsinu hjá þér á Ægisstígnum og þar var margt gert og spjallað. Þessi samkomustaður þar sem allt gerðist; barnabörnin áttu stund milli stríða og alla þína athygli og umhyggju hvort sem það var að hlýða þeim yfir í heimanámið, spila, spjalla eða skoða dótasíð- urnar í nýjasta vörulistanum. Vinir og ættingjar kíktu í kaffi og þú varst hrókur alls fagnaðar, veitandi allt sem þú áttir best. Umræðuefnin margskonar, enda hafðir þú skoðun á flestu hvort sem það varðaði landsmálin, barnatrúna, eða alvarlegra spjall um lífið og tilveruna, eins og hún birtist hverju sinni. Heklunálin, prjónarnir og Mogginn aldrei langt undan og Davíð varðirðu með kersknisbrosi og stríðnis- bliki í augum. Sjö plús einn, eins og hann kallaði sig gamli dýra- læknirinn, bauð þér upp í vals og síðan var hlegið. Allt var vel gert sem þú gerðir og hvergi slegið af hvort sem var í kökubakstri og snilldarlegum tertuskreytingum, prjónaskap og hekluverki eða öðru. Hjá þér áttu margir skjól. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú hafðir tamið þér bjartsýni og auðvitað var svo allt lagt í Guðs hendi sem þú gast ekki sjálf stjórnað. Ég sakna þín og stundanna okkar saman, að baka kleinur og parta á laugardögum, vorhrein- gerninganna, haustverkanna, jólastússins og alls sem var þess á milli. Nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn, þú sem hafðir þá venju að þakka fyrir allt, óska alls hins besta og biðja guðs bless- unar, vitandi að lífið væri hverf- ult. Þannig kvöddumst við í nær fjóra áratugi eins og við myndum aldrei sjást eða heyrast aftur og alltaf urðu fagnaðarfundir þegar við hittumst á ný, nú síðast 4. júní þegar við Hera heimsóttum þig. Við skældum allar af gleði yfir að sjást einu sinni enn. Þú varst elskuð og ert elskuð, minning um stórbrotna konu er perla í minningafesti mína sem endalaust raðast á. Guð geymi þig, elskan mín, hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín Þuríður. Í dag kveð ég yndislegu tengdamóður mína, Sesselju Hannesdóttur, með hlýju og söknuði. Lilla, eins og hún var kölluð, var einstaklega góð, lífs- glöð og hjartahlý kona með mik- inn húmor. Á kveðjustund rifjast upp ótal yndislegar minningar sem ylja hjartað. Ég var einstaklega lán- söm að fá hana í líf mitt og eiga hana fyrir tengdamóður. Lilla bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og voru afkomendur hennar, henni mikils virði. Hún fylgdist með öllu sem gerðist í stórfjölskyldunni og hjá vinum sínum; afmælum, barneignum, heilsu, gleði og sorgum og tók þátt í því af heilum hug. Hún um- vafði alla sem til hennar komu með kærleik og hlýju og enginn fór svangur frá Ægisstíg 2. Lilla var með hjarta úr gulli, hógvær en glettin og létt í lund, allt í fari hennar gerði það að verkum að manni leið vel í kring- um hana. Hún var afar einstök kona og á hugann leita minningar um glettin tilsvör og fallegt stríðnisglott í spjalli yfir kaffi- bolla. Þetta fallega stríðnisglott lifir í afkomendum hennar. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Barnabörnum sínum var hún yndislega góð amma og prjónaði á þau bestu vettlinga og sokka í heimi. Hennar er sárt saknað en minningin um yndislega konu, sem tók alltaf svo vel á móti öllum og hugsaði svo einstaklega vel um sína, lifir og mun lifa í hjarta mínu. Ég þakka innilega fyrir að hafa átt með henni samleið, þó að ég hefði viljað að sú samleið yrði aðeins lengri. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast Svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfin úr heimi Ég hitti þig ekki um hríð Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt, elsku Lilla mín. Þín tengdadóttir Guðrún Hanna. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim, 96 ára að aldri. Því- lík fyrirmynd á svo margan hátt, sjálfstæð, jákvæð, dugleg, húm- oristi, gestrisin, kærleiksrík, hjálpsöm, æðrulaus. Alla mína ævi bjó amma á Æg- isstíg 2. Þar hef ég getað gengið að henni vísri, í stólnum sínum í eldhúsinu að prjóna, hekla, hlusta á sögur úr hljóðbók, lesa Moggann. Það er skrítið að koma á Ægis- stíginn núna og engin amma með sína þægilegu nærveru, gott spjall og sögur úr fortíðinni. Hún var alveg í essinu sínu þegar hún rifjaði upp tímann á Lækjarmóti í Húnavatnssýslu þar sem hún var í sveit sem barn/unglingur. Lýsti staðháttum og þuldi upp hverjir bjuggu á næstu bæjum. Hús- mæðraskólinn á Blönduósi var henni einnig kær, þar nam hún veturinn 1942-1943 og eignaðist þar vinkonur sem héldu sam- bandi þar til yfir lauk. Hún var mjög minnug þar til síðustu mánuðina. Við rifjuðum oft upp hvaða fólk hefði búið hér og þar á Sauðárkróki í gegnum tíðina og jafnvel verið hennar ná- grannar, sem ég mundi líka eftir. Í fyrrasumar vorum við í slíkum samræðum og hún var búin að telja upp nöfnin á þremur börn- um hjóna sem ég kannaðist við og átti að vita nöfnin á, en nafnið á fjórða barninu gátum við hvorug munað. Hún var alveg gáttuð á mér að muna þetta ekki og spurði glettin á svip hvernig í ósköpun- um minnið yrði hjá mér þegar ég yrði 95 ára eins og hún. Húm- orinn var aldrei langt undan og skemmtileg tilsvörin oft óborgan- leg. Fyrstu árin í hjúskapnum með afa sinnti hún heimili og börnum. Hún var húsmóðir fram í fingur- góma. Allt sem hún gerði var vel gert, hvort sem það var handa- vinna, matargerð, bakstur eða annað sem tengdist heimilishald- inu. Sem krakki þá man ég að það var alltaf til heimabakað bakk- elsi. Gerbollurnar hennar á bollu- daginn voru þær bestu, stórar og dúnmjúkar. Allan sinn búskap bauð hún upp á rjómatertu og heitt súkkulaði á aðfangadags- kvöld. Allir nýfæddir fengu hekl- að teppi og aðrir afkomendur hafa einnig fengið að njóta hand- verks hennar. Vettlingar, sokkar, diskamottur, stjörnur, englar og margt fleira. Allt dýrmætir hlutir til minningar um þessa yndislegu konu. Hennar afkomendur eru orðn- ir margir og fylgdist hún með þeim af bestu getu og var stolt af hópnum sínum. Henni fannst skrítið þetta Facebook en fannst gaman þegar við sýndum henni myndir af ættingjum og afkom- endum þar. Amma fór ekki varhluta af áföllum á lífsleiðinni og tókst hún á við þau af miklu æðruleysi og sótti styrk í trúna á Guð sinn. Það var aðdáunarvert að fylgjast með henni síðustu árin. Dugnaðurinn og viljinn til að halda heimili þó líkaminn væri kannski ekki alveg í standi til þess. Henni leið vel á Ægisstígnum og þar vildi hún vera, en ekki á elliheimili. Elsku amma, við áttum saman síðustu notalegu stundina örfáum klukkutímum áður en þú kvaddir og hlustuðum á lagið „Umvafin englum“ og þannig hugsa ég um þig núna, umvafða englum hjá afa og öðrum ástvinum. Ég kveð þig með orðunum sem þú kvaddir mig alltaf með þegar ég kom í heimsókn til þín: Takk fyrir stundina. Málfríður Ólöf Haraldsdóttir. Elsku Lilla mín, nú er stundin þín komin, þú ert farin í Sumar- landið og loksins eruð þið afi sam- an á ný. Ég mun sakna, en vera í senn þakklát, þú þráðir þetta, þú sagð- ir mér það það fyrir allnokkru síð- an. Pabbi, sem þú tókst að þér, lík- lega var hann þá 10 ára gutti, varð strax eins og þinn eigin son- ur, það var mikill kærleikur á milli ykkar og eins þegar að mamma kom inn í líf hans áttuð þið mamma einstakt samband. Á svona stundu skjóta minn- ingar upp kollinum. Það var alltaf svo gott að koma á Ægistíg 2, þar var maður alltaf velkominn hvenær sem var og borðin alltaf að svigna undan alls konar kræsingum sem þú hafðir útbúið. Hnallþórur, pönnukökur, kleinur og margt fleira. Nokkur minningarbrot: Þið afi komuð oft til okkar á Hvamms- tanga, en minnisstæður er bollu- dagurinn 1973, ég hafði bara aldr- ei séð eins margar bollur og þú hristir fram úr erminni handa okkur. Ég kom með rútunni eitt sinn með fulla ferðatösku af fötum, 11 ára gömul, til að dvelja hjá ykkur afa í að minnsta kosti viku, en fyrstu nóttina þá saknaði ég mömmu svo mikið og grét, þannig að ég fékk að kúra hjá þér í hjóna- rúminu og afi lagði sig í öðru her- bergi. Þegar ég kom á Króksmótin með börnin mín, átti ég vísan stað hjá þér til að slappa af og hafa samveru við þig, þegar ég var þreytt á öllum fótboltaleikjunum. Og alltaf þegar ég kom á Æg- isstíginn spurði ég: Má ég ekki fara um húsið þitt, sem var auð- sótt mál og ég labbaði herbergi úr herbergi, bara til að finna þessar æskuminningar í öllu þínu húsi og myndaherbergið þitt elskaði ég. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, við gátum gleymt okkur í að tala um sum- arlandið, sem þú hafðir svo sterka trú á og okkar sameiginlega áhugamál. Þú barst hag minn og minna alltaf fyrir brjósti; barna og barnabarna, og nú síðast eftir áramótin þegar ég sagði þér að ég ætti von á ömmustelpu í júní, gladdist þú innilega með mér og sendir ungbarnateppi, hosur og vettlinga, sem þú hafðir heklað og prjónað og áttir í fórum þínum, handa prinsessunni. Þú varst mikil hannyrðakona og fengum við að njóta. Í gegnum lífið þurftir þú að ganga marga þrautagönguna og bera þungar byrðar, það veit ég. Þú bognaðir, þó ekki bæri kannski mikið á því, en gast alltaf stigið aftur upp á einhverjum styrk sem þú hafðir, þú varst ótrúleg kona. Ég kveð að sinni og með þakk- læti yfir að hafa fengið að vera í lífi þínu. Elskaði þig og gott af hafa get- að sagt þér það. Við sjáumst seinna, við vitum það. Þín Erna Friðriks. Sesselja Hannesdóttir ✝ Hörður Arnórsson fæddist á Húsavík 26. júlí 1933. Hann lést á HSN Húsavík 9. júlí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Arnór Kristjánsson frá Húsavík og Guðrún Elísabet Magnús- dóttir frá Súðavík. Hörður var yngsta barn þeirra en systkini hans voru Sigríður Matthildur, lést 2013, Benóný, lést 2007, Herdís Þuríður og Kári. Hörður kvæntist Jónasínu Pétursdóttir 1971. Jónasína lést 26.2. 2016. Börnin eru: 1) Pétur Helgi, kvæntur Gunnlaugu Mar- íu, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 2) Bjarni, kvæntur Lilju, þau eiga þrjár dætur og tvö barnabörn. 3) Þórunn Sif, gift Tómasi Inga, þau eiga tvo syni og þrjú barna- börn. 4) Hörður, kvæntur Karin, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Hörður ólst upp á Húsavík og gekk þar í skóla. Hann lauk grunnskóla- prófi. Segja má að starfsævi Harðar hafi verið tvískipt. Hann stundaði sjó- sókn og var í útgerð frá 1950. 1982 tók hann við starfi for- stöðumanns Hvamms, heimilis aldraðra á Húsavík. Hörður verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag, 15. júlí 2021, kl. 14. Streymt verður frá útförinni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/4cnhwaxt Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat Hörður bróðir minn hefur yf- irgefið þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Hörður var yngstur af okkur fimm systkinum og næst- ur mér í aldri. Við Hörður sem yngstir vorum í hópnum áttu margt saman að sælda í uppeld- inu hjá indælum foreldrum. Hörður var strax mjög duglegur og tók mikinn þátt í leikjum okk- ar strákanna í Suðurbænum. Hann byrjaði aðeins 7 ára gamall að vinna við að stokka línu neðan við Bakkann, en frændur hans gerðu þá út vélbátinn Þengil og faðir okkar var sjómaður. Hörð- ur hélt svo áfram starfi sínu við sjóinn og eftir að hann hafði lokið gagnfræðaprófi sneri hann sér alfarið að sjómennsku. Hann fór á allmargar vertíðir aðallega til Sandgerðis. En árið 1961 kaupir hann ásamt frændum sínum vél- bátinn Freyju sem gerð var út frá Húsavík. Hörður var í for- svari fyrir þessa útgerð í 20 ár og sem slíkur sá hann um rekstur- inn. Hann var lengst af okkur systkinum í föðurhúsum og sinnti foreldrum okkar mjög vel og er- um við systkinin þakklát fyrir það. Á þessum árum hóf hann sambúð með Jónasínu Péturs- dóttur, Ínu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var einstæð með þrjú börn. Þetta reyndist mjög farsælt fyrir þau bæði. Hörður eignaðist þar hina ágætustu fjöl- skyldu, fyrirmyndarhúsmóður og stjúpbörn sem hændust strax að honum og litu síðan á hann sem sinn föður. Hann sinnti þessum börnum og fjölskyldum þeirra mjög vel og fékk það endurgoldið í ríkum mæli, ekki síst í veik- indum sínum. Hörður og Ína keyptu Uppsalaveg 18 og áttu þar mjög fallegt heimili. Þar ólu þau upp börnin sín. Þau eignuð- ust saman einn son, Hörð Harð- arson. Þetta var mjög ánægjuleg fjölskylda. Við hjónin nutum þess að gista hjá þeim þegar við fór- um til Húsavíkur og var alltaf tekið með mikilli hlýju. Þegar ákveðið var að hefjast handa um byggingu dvalarheim- ilis fyrir aldraða í Þingeyjar- sýslum var Hörður ráðinn til að vera þar í forsvari og gegndi hann stöðu forstjóra Hvamms, en svo var heimilið nefnt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann náði strax góðum tökum á þessu starfi og var virtur og vel látinn bæði af dvalargestum og starfsfólki. Ég held að Dvalar- heimilið og þeir sem að því stóðu hafi verið heppnir með þessa ráðningu. Hörður var þannig persóna sem sinnti því sem hann tók að sér af mikilli samvisku- semi og dugnaði. Ína fór fljótlega að vinna á Hvammi og varð eins konar húsmóðir þar. Segja má að Hvammur hafi verið þeirra ann- að heimili. Þau voru vakandi yfir þessu starfi nótt sem nýtan dag. Þegar þau höfðu látið af störfum keyptu þau sér íbúð í Hvammi og voru flutt þangað áður en Ína lést en hún andaðist úr krabba 2016. Það var mikið áfall fyrir bróður minn en hann naut þess í sorg sinni að eiga góð fjölskyldu. Hörður var mikill áhugamaður um knattspyrnu, enda sjálfur ágætur knattspyrnumaður og keppti með Völsungi. Mikill knattspyrnuáhugi er í fjölskyld- unni, en Hörður var ömmubróðir Arnórs Gudjohnsen. Þá hafði hann mjög gaman af tónlist og hafði ágæta söngrödd. Hann söng með Karlakórnum Þrymi og síðar með Karlakórnum Hreimi. Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Kári Arnórsson. Hörður Arnórsson Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.