Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Körfuknattleiksmaðurinn Halldór
Garðar Hermannsson er genginn í
raðir Keflavíkur frá uppeldisfélagi
sínu Þór frá Þorlákshöfn. Halldór
Garðar hefur alla tíð spilað með
Þór og hjálpaði liðinu að vinna sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni
í síðasta mánuði. Hann skrifar und-
ir tveggja ára samning við Kefla-
vík, liðið sem Þór hafði betur gegn í
úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist-
aratitilinn. Halldór skoraði að með-
altali 7,7 stig og átti 4,7 stoðsend-
ingar í leik með Þórsliðinu á síðasta
tímabili.
Íslandsmeistari
til Keflavíkur
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Íslandsmeistari Halldór Garðar
hefur samið við Keflvíkinga.
Landsliðsmaðurinn Alfons Samp-
sted og liðsfélagar hans hjá Nor-
egsmeisturum Bodø/Glimt mæta
Val í 2. umferð Sambandsdeildar
Evrópu í fótbolta. Þetta varð ljóst
eftir að liðið tapaði fyrir Legiu frá
Varsjá í 1. umferð Meistaradeild-
arinnar í gærkvöldi. Legia vann
leikinn í gær á heimavelli 2:0 og
einvígið samtals 5:2.
Alfons lék allan leikinn með
Bodø/Glimt en gat ekki komið í veg
fyrir tap. Valur tapaði fyrir Króat-
íumeisturum Dinamo Zagreb í 1.
umferð Meistaradeildarinnar.
Alfons og fé-
lagar mæta Val
Ljósmynd/Jon Forberg
Evrópukeppni Alfons Sampsted
mætir Val í Sambandsdeildinni.
EVRÓPUKEPPNI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Breiðablik fær Racing Union frá
Lúxemborg í heimsókn á Kópavogs-
völlinn í síðari leik liðanna í 1. um-
ferð Sambandsdeildar Evrópu í
kvöld. Breiðablik vann fyrri leikinn
ytra, 3:2, eftir magnaða endurkomu.
Sjálfstraustið er því mikið í her-
búðum Blika. „Eins og almennt með
þessa Evrópuleiki eru menn að
renna blint í sjóinn í fyrsta leik því
þetta er ekki lið sem við erum búnir
að spila við oft. Það er kannski líka
bara gott að fá hrollinn úr sér og
vera búnir að klára fyrri leikinn og
skila góðum úrslitum.
Það eru klárlega tækifæri til þess
að gera enn betur í heimaleiknum og
ná í góð úrslit. Það er markmiðið
okkar. Þetta var góð endurkoma í
síðasta leik og þá er jákvæð stemm-
ing í hópnum í kjölfarið og menn
nærast á því að vinna,“ sagði Finnur
Orri Margeirsson, leikmaður
Breiðabliks, í samtali við Morg-
unblaðið.
Með útisigur í farteskinu og á
góðu skriði er Breiðablik til alls lík-
legt í leik kvöldsins. Blikar ættu allir
að vera leikfærir og Racing end-
urheimtir franska sóknarmanninn
Emmanuel Francoise.
Fínn útgangspunktur
FH heimsækir Sligo Rovers í
Sligo á Írlandi í keppninni í dag. FH
vann fyrri leikinn naumlega, 1:0, í
Kaplakrika eftir hörkubaráttu. Bæði
lið fengu góð færi í þeim leik og því
má búast við öðrum hörkuleik í dag
þar sem lítið mun bera á milli.
„Þetta var náttúrulega fínn út-
gangspunktur fyrir okkur, sér-
staklega þar sem við tókum heima-
leikinn fyrst og þekkjum þá meira
inn á þetta lið. Við eigum fína mögu-
leika á að fara áfram. Það er ekkert
sem ætti að koma okkur á óvart í
þessum leik. Það er alltaf gott að
fara í seinni leikinn með þetta í okk-
ar höndum. Við erum með forskot en
það er naumt og því viðkvæmt,“
sagði Guðmundur Kristjánsson
varnarmaður FH við Morgunblaðið.
Hjá FH er Hjörtur Logi Val-
garðsson fjarri góðu gamni vegna
meiðsla. Sligo festi kaup á miðju-
manninum Adam McDonnell um síð-
ustu helgi og gæti hann spilað í dag.
Þurfa betri frammistöðu
Stjarnan er líkt og FH statt á Ír-
landi þar sem það mætir Bohemians
í Dublin í keppninni í kvöld. Fyrri
leikurinn endaði með 1:1 jafntefli í
Garðabænum þar sem gestirnir voru
heilt yfir ögn sterkari.„Ég vona að
við komum út úr startholunum og
sýnum okkar rétta andlit. Fyrri leik-
urinn var kannski ekki sá besti sem
við höfum spilað. Ég hef ekki trú á
öðru en að leikmenn séu tilbúnir til
þess að leggja sig fram og ef þeir
gera það held ég að þetta sé alveg
50/50 leikur og gæti dottið með okk-
ur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson
þjálfari Stjörnunnar við Morg-
unblaðið. Hjá Stjörnunni eru Björn
Berg Bryde og Daníel Laxdal búnir
að jafna sig á meiðslum á meðan
Þórarinn Ingi Valdimarsson er tæp-
ur en fór með til Írlands.
Freista þess
að fara áfram
- Öll íslensku liðin eiga fína möguleika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áreiðanlegur Bakvörðurinn Heiðar Ægisson í baráttu við vængmanninn
Liam Burt í leik Stjörnunnar og Bohemians í Garðabænum í síðustu viku.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki var besti leikmaðurinn í 10.
umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Áslaug
Munda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik sem vann Fylki 4:0 í Árbænum á
mánudagskvöldið og hún fékk tvö M í einkunn fyrir frammistöðu sína í
Morgunblaðinu.
Áslaug er í fremstu röð í M-gjöfinni og hefur fengið næstflest M allra
leikmanna í deildinni í ár. Hún hefur verið valin fimm sinnum í lið umferð-
arinnar í ár og aðeins samherji hennar, Agla María Albertsdóttir sem er í
liðinu í sjöunda sinn, hefur verið valin oftar. Breiðablik á þrjá leikmenn í
liði 10. umferðar sem sjá má hér fyrir ofan. vs@mbl.is
10. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Tiffany Sornpao
Keflavík
Katherine
Cousins
Þróttur R.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
Selma Sól
Magnúsdóttir
Breiðablik
Colleen Kennedy
Þór/KA
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Þróttur R.
Hanna Kallmaier
ÍBV
Emma Checker
Selfoss
Agla María Albertsdóttir
Breiðablik
Barbára Sól Gísladóttir
Selfoss
7
3
3
3
5
5
2
2
Áslaug best í 10. umferðinniKNATTSPYRNA
Sambandsdeild karla, seinni leikur:
Kópavogsv.: Breiðablik – Racing Union . 19
1. deild karla, Lengjudeildin:
Vivaldi-völlur: Grótta – Fjölnir ........... 19.15
Varmá: Afturelding – Víkingur Ó ....... 19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Kórdrengir .... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Meistaravellir: KR – Augnablik............... 18
2. deild karla:
KR-völlur: KV – Kári ........................... 19.15
3. deild karla:
Þorlákshöfn: Ægir – Augnablik............... 20
Í KVÖLD!
_ Franska knattspyrnufélagið París
SG hefur gengið frá samningi við
markvörðinn Gianluigi Donnarumma.
Hinn 22 ára Ítali gerir fimm ára samn-
ing við félagið. Donnarumma varð Evr-
ópumeistari með Ítalíu á sunnudag,
varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitum
gegn Englandi og var valinn besti mað-
ur mótsins.
_ Sveinn Aron Guðjohnsen, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, sem er á
mála hjá Spezia á Ítalíu, er kominn til
danska úrvalsdeildarfélagsins Sönder-
jyskE. Hann mun æfa með liðinu
næstu daga.
_ Albert Brynjar Ingason, fyrirliði
knattspyrnuliðs Kórdrengja, sleit
fremra krossband og hliðarliðband á
hné í 2:0-sigri liðsins gegn Vestra í 1.
deild karla um síðustu helgi. Hann
staðfesti tíðindin á Facebook og bætti
við að ferlinum væri hvergi nærri lok-
ið.
_ Bandaríska knattspyrnukonan Dani
Rhodes hefur gert samkomulag við
Þrótt og mun leika með liðinu út leik-
tíðina. Þróttur er í fjórða sæti Pepsi
Max-deildarinnar með 15 stig, átta
stigum á eftir toppliði Vals.
_ Knattspyrnumaðurinn Ólafur Guð-
mundsson er að ganga í raðir FH frá
Breiðabliki. Hann hefur verið á láni hjá
Grindavík á þessu tímabili en hefur
leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Fótbolti.net greinir frá.
_ Tindastóll hefur fengið liðsauka fyr-
ir seinni hluta Íslandsmóts kvenna í
fótbolta því Laura Rus, 33 ára gömul
margreynd rúmensk landsliðskona, og
hin 25 ára gamla Nadejda Colesni-
cenco, landsliðskona Moldóvu, eru
komnar til félagsins.
_ Víkingar í Ólafsvík hafa fengið liðs-
auka fyrir seinni hluta Íslandsmótsins
í knattspyrnu þar sem þeir sitja í erf-
iðri stöðu á botni 1. deildar karla. Juan
José Ducó, 27 ára gamall Argentínu-
maður, er genginn til liðs við Ólafsvík-
inga sem og José Javier Amat, 26 ára
gamall Spánverji.
_ Lionel Messi og
Barcelona hafa
komist að sam-
komulagi um
nýjan fimm
ára samn-
ing og
munu laun
argentínska
snillingsins
lækka um
helming.
Hann mun
þrátt fyrir það
þéna um
300.000 evrur á
viku. Launalækk-
unin kemur til
vegna fjárhagsörð-
ugleika félagsins.
Eitt
ogannað
Birkir Heimisson miðjumaður Vals var besti leikmaðurinn í 12. umferð úr-
valsdeildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Birkir fékk tvö M fyrir
frammistöðu sína þegar Valur sigraði Breiðablik 3:1 í toppslag á Hlíðar-
enda. Sá leikur fór fram 16. júní, eins og leikur FH og Stjörnunnar, en þess-
ir leikir voru færðir fram um tæpan mánuð vegna leikja þessara fjögurra
liða í Evrópumótum félagsliða nú í júlí.
Hinir fjórir leikirnir fóru fram á mánudag og þriðjudag og þá fengu bæði
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur og Viktor Örlygur Andra-
son miðjumaður Víkings tvö M fyrir sína frammistöðu. Sjö leikmenn eru í
fyrsta sinn í liði umferðarinnar í ár eins og sjá má hér fyrir ofan. vs@mbl.is
12. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-5-1
Sindri Kristinn Ólafsson
Keflavík
Orri Sveinn
Stefánsson
Fylkir
Brynjar Gauti
Guðjónsson
Stjarnan
Birkir Valur
Jónsson
HK
Johannes Vall
Valur
Daníel Finns
Matthíasson
Leiknir R.
Arnþór Ingi
Kristinsson
KR
Viktor Örlygur
Andrason
Víkingur R.
Birkir
Heimisson
Valur Orri Hrafn
Kjartansson
Fylkir
Andrés Manga Escobar
Leiknir R.
2
3
3
3
Birkir bestur í 12. umferðinni