Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 5
föstudagur 18. desember Siglingar á stríðsárunum Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson 5 Stríðshetjur íslands „Nú dregur til stórtíðinda í Evrópu. Stærstu og voldugustu menningarþjóðir álfunnar hafa lýst friðslitum sín á milli, og ekki er annað sýnna, en meginland Evrópu og höfin í kring, muni brátt enduróma af fallbyssudrunum og flugvélagný, ásamt kvalarópum særðra og deyjandi. Endir og af- leiðing viðburðanna er öllum hul- in.“ A þessa lund hófst forsíðuávarp sem birtist í sjómannablaðinu Vík- ing í september 1939. I ávarpinu eru sjómenn eggjaðir til dáða á hafinu, þjóð sinni til heilla. f ávarpinu segir meðal annars „En þrátt fyrir ... afstöðu og aðstöðu íslendinga og íslands, má þjóðin búast við að nokkuð verði þrengt kosti hennar frá því áður var. Þjóðin verður því að taka því, sem að höndum ber með skynsemi og stillingu, slaka til á kröfum sínum, þótt fyllilega réttmætar séu, með- an nýtilkomið styrjaldarástand helzt.“ Björguðu Þjóðverjum og var sökkt Og sjómennirnir okkar heyja sitt stríð, ekki við aðrar þjóðir til tortímingar lífi og eignum heldur við náttúruöflin, fyrir björg og brauði. En þeir lentu einnig í stríðsátökunum miklu. Sjómenn- irnir grönduðu ekki mannslífum heldur björguðu þeim ef kostur var og þá var ekki spurt að þjóð- erni. Það var hcldur ekki spurt að þjóðerni þegar vígvélar hernaðar- aðilanna spúðu dauða yfir grun- samleg skip. Þeir sinntu því ekki þótt íslensk skip væru í skotlín- unni. Þýskir kafbátar réðu niður- lögum íslenskra kaupskipa og fiskiskipa og flugvélar þeirra gerðu grimmilegar árásir á saklaus ís- lensk fiskiskip. Kaldranalegt var þegar þýskur kafbátur sökkti Dett- ifossi, skipinu sem þýskir heiðruðu tveimur árum áður en stríðið skall á. Skipskaðar voru miklir á stríðs- árunum. Allt frá því ljóslaust skip bandamanna keyrði togarann Braga frá Reykjavík í kaf, er hann lá við akkeri rétt fyrir utan Fleetwood þar til þýskur kafbátur sökkti Dettifossi í stríðslok er hörmungarsaga íslenskra sjó- manna, manna sem lærðu að lifa með hættunni og launin sem þeir uppskáru voru eigið líf og áhættu- þóknun fyrir að sigla um hættu- svæði. Reyndar voru áhættulaunin kölluð hræðslupeningar af gárung- um í landi þegar sjómennirnir fóru fyrst fram á aukagreiðslur fyrir siglingar um hættusvæði. Samn- ingarnir um áhættuþóknunina voru undirritaðir 7. október 1939. Siglingaleiðum íslenskra skipa var skipt í tvö áhættusvæði. Hið meira áhættusvæði var milli Eng- lands og Islands. Meðan á siglingu stóð á svæðinu fengu yfirmenn skipanna 200% hækkun launa sinna og undirmenn 250% hækk- un. Hitt áhættusvæðið var milli Englands og Ameríku. A því svæði fengu yfirmenn 100% hækkun launa en undirmenn 125% hækk- un. Hækkunin kom eingöngu til framkvæmda meðan á siglingunni stóð, ekki meðan skipin lágu í höfnum og biðu lestunar. Fljótlega kom í ljós að íslensk skip voru ekki óhult á hafinu frek- ar en skip hinna stríðandi þjóða. Strandferðaskipið Súðin kom mjög við sögu siglinganna á stríðs- árunum. Súðin sigldi oft undir stjórn Ingvars Kjaran á hættu- svæðum og fór farsællega þar sem vá virtist geigvænlegust en varð síðar fyrir óvæntri árás þýskrar flugvélar er hún var í strandsigl- ingu fyrir Norðurlandi, með þeim afleiðingum að tveir menn féllu um borð og skipið skemmdist mjög ofanþilja. Guðmundur Guðmundsson sem var skipverji á Súðinni rekur þennan atburð í við- tali hér í jólablaði Fiskifrétta. Súðin heyrir neyðarkall Daginn sem Bretar og Þjóðverj- ar lýstu yfir styrjöld á hendur Þjóð- verjum var Súðin í strandsiglingu austur með landi. Skipverjar voru sammála um að brátt myndi draga til tíðinda en styttra var í þau en þá grunaði. Aðeinsátta klukkustund- um eftir að stríðstilkynningin var gefin út nam Súðin neyðarkall frá stórskipinu Atheniu sem varð fyrir tundurskeyti án viðvörunar. Súðin hélt áfram strandsiglingu sinni þar sem önnur skip voru mun nær At- heniu og áttu þau auðveldara með björgun. Skeytið var fyrirboði ótíðindanna sem lágu íloftinu, það bergmálaöi neyðaróp harmleik- sins mikla sem í vændum var á haf- inu. Fljótlega eftir þetta var Súðin tekin úr strandsiglingum og send með saltkjötsfarm til Noregs. í þeirri ferð fengu skipverjarnir og reyndar þjóðin öll forsmekkinn af þvísemáeftirkom. Þann28. októ- ber 1939 var bresku herskipi siglt í veg fyrir Súðina og með ljósmerkj- um spurðist herskipið fyrir um skipið og ferðir þess. Herskipið virtist sætta sig við svör Súðarinnar og fjarlægðist það. Árla næsta morguns var Súðin aftur stöðvuð af sama herskipi og virtist sem það hafi fylgt Súðinni alla nóttina. Herskipsmenn skutu nú út bát og hljóp á hann hópur vopnaðra sjó- liða. Undir forystu tveggja sjóliðs- foringja rannsökuðu Bretarnir skipið í hólf og gólf og eftir 40 mín- útna rannsókn yfirgáfu hermenn- irnir skipið og Súðin hélt áfram siglingu sinni til Noregs. Aftur var íslenskt skip stöðvað af bandamönnum 21. nóvember 1939. Það var strandferðaskipið Esja, nýtt skip, traust og gott. Esja var stödd austur af Ingólfshöfða er breskt herskip birtist og með morsemerkjum spurðist það fyrir um skipið, farm þess og ferðir. Esja svaraði merkjunum en Bret- arnir létu sér ekki nægja svör skipsins og sendu bát með 20 til 30 vopnuðum hermönnum um borð í Esju og óskaði fyrirliði hermann- anna eftir því að fá að sjá skips- skjöl og farþegalista. Eftir að hafa rýnt í skjölin og sannfærst um að hér færi íslenskt skip baðst hann kurteislega afsökunar og hélt á brott með sína menn. Þegar bátur- inn náði til herskipsins var enn morsað. Esjunni barst þá skeyti frá foringja herskipsins þar sem hann baðst afsökunar á aðförinni, hann kvað nafn skipsins hafa borist sér rangt í morsesendingunni. Bandamenn eða Þjóðverjar? Stríðsaðilarnir sýndu ekki alltaf af sér þessa kurteisi enda voru skipskaðarnir margir á stríðsárun- um. En þrátt fyrir mikla skipskaða eru ekki óyggjandi sannanir fyrir því að Þjóðverjar hafi alltaf verið á ferð þegar skotið var á íslensk skip. Heimildir eru fyrir þvt að bandamenn hafi verið að leita vopnaðs togara á hafinu milli Is- lands og Skotlands, sakleysisleg- um togara er Þjóðverjar réðu yfir og notuðu sem stríðsvél. Á sama tíma urðu þrjú íslensk skip fyrir árásum á leitarsvæðinu. Þau urðu ekki fyrir árásum vopn- aðs togara, svo mikið er víst. Línu- veiðarinn Fróði frá Bíldudal var á leið til Englands fullhlaðinn fiski þegar hann varð fyrir fólskulegri árás kafbáts, 11. mars 1941. Árás- inni lýsir Guðmundur Guðmundsson, þáverandi háseti á Fróða á öðrum stað hér í blaðinu, en Guðmundur sigldi Fróða til hafnar í Vestmannaeyjum eftir að yfirmenn skipsins höfðu annað tveggja beðið bana eða særst í árásinni. Á svipuðum slóðum týndist togarinn Reykjaborg. Togarinn lagði upp frá Reykjavík 8. mars og var stefnan sett á Fleetwood. Þangað var gert ráð fyrir að koma 13. mars en örlög togarans urðu önnur. Hann varð fyrir harðri árás óþekkts skips. Reykjaborg var stærsti íslenski togarinn, 685 tonn. Þriðja og síðasta skipið sem fórst á þessu svæði á nefndum tíma var línuveiðarinn Pétursey. Pétursey fór hlaðin fiski áleiðis til Englands 10. mars og ekkert spurðist til skipsins fyrr en vélbáturinn Svanur frá Keflavík fann sundurskotið stýrishús Péturseyjarinnar 3. sept- ember sama ár. Einskipa og ljóslaus gátu íslensku skipin ekki verið Fyrstu ár stríðsins sigldu öll ís- lensk skip með fullum siglingaljós- um og vopnlaus voru þau alltaf. Skipin sigldu einnig ein síns liðs yfir hafið án samfylgdar við önnur skip þótt renna mætti grun í að þar með væri verið að bjóða hættum byrginn. Islenskir sjómenn töldu mikið öryggi í því að hafa uppi lög- boðin siglingaljós og treystu því í lengstu lög að hinar stríðandi þjóð- ir virtu hlutleysi landsins og leyfðu skipunum að sigla hindrunarlaust. Otti um árásir þýskra á íslensk skip sem fluttu ísfisk til Englands var vissulega í brjóstum sjómannanna en þar var einnig von um að sjó- mennirnir fengju að fara heilir á húfi í bátana áður en skipunum væri sökkt. En árásirnar á Fróða, Reykjaborg og Pétursey sýndu annað og sönnuðu. Ljóst var því að einskipa og með fullum ljósum gátu íslensku skipin tæpast verið. Atvinnu- og sam- gönguráðherra auglýsti því reglu- gerð í apríl 1943 þess efnis að öll íslensk skip og skip sem leigð voru erlendis frá og gerð út af íslenskum aðilum ættu að sigla tvö saman eða fleiri báðar leiðir. Ekki var um vopnaða vernd að ræða til að byrja með og eftir að kaupskipið Hekla var skotið niður 27. júli 1944, þótti ljóst að íslensku skipin þurftu á vopnaðri vernd að halda á hafinu. Þar með hófst nýr kafli í íslenskri siglingasögu, siglingar í skipalest- um. Hér í blaðinu er viðtal við Magnús Þorsteinsson skipstjóra þar sem hann lýsir lestarsiglingun- um og erfiðleikunum sem þeim fyipdi. I þessu jólablaði Fiskifrétta eru einnig frásagnir manna sem upp- lifðu ótrúlegustu mannraunir á stríðsárunum og sumar sagnanna hafa aldrei áður birst opinberlega. Auk viðtala var stuðst við heimild- ir, einkum Öldina okkar og rit Gunnars M. Magnúss, Virkið í norðri. Fiskifréttir þakka öllum þeim er veittu lið við öflun þessa efnis. Fleki af Reykjaborg. Kafbátur grandaði togaranum í mars 1941. Alls fórust 13 menn en 2 björguðust. (Ljósm. Svavar Hjaltested).

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.