Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 23
föstudagur 18. desember
23
„Næsta skref-
ið að tengja
krónuna er-
lendum myntum“
— sagði Jónas Haralz bankastjóri
okkar hefði farið illa með okkur
við slíkar aðstæður. Utan við slíkt
samstarf höfum við getað siglt milli
skers og báru og ekki farnast eins
illa og að öðrum kosti. Á hinn bóg-
inn er varla við því að búast, að slík
þróun endurtaki sig í fyrirsjáan-
legri framtíð. Þegar jafnværi
kemst á, sem nú er að nálgast, eru
miklar breytingar að nýju varla
sennilegar, og þá eins víst að það
reynist verða yenið og þýska mark-
ið, sem eru of hátt skráð. Auðvitað
er ekki hægt að líta fram hjá því að
slíkir hlutir geti gerst, en þá eru til
neyðardyr í þessu samstarfi. Það er
hægt að breyta genginu innan
þessa kerfis, ef aðstæður eru slíkar
að nauðsyn krefur. Þetta hafa t.d.
Frakkar orðið að gera vegna þess
að þeir hafa ekki ráðið eins vel við
verðbólgu og aðrir. En við sjáum
einnig hvað er að gerast þar. Þeir
hafa, einmitt vegna þátttöku í
þessu samstarfi, verið að ná betri
og betri stjórn á verðbólgunni sem
er nú að komast næstum niður í
það sem hún er í Þýskalandi. Það
er enginn vafi, að þetta stendur
einmitt í sambandi við þátttökuna í
þessu gengis-samstarfi. Og svo
ganga Bretar áreiðanlega inn í
samstarfið á næstunni“, sagði Jón-
as Haralz bankastjóri Landsban-
kans.
„Eins og að skipta á
Benz og Skoda“
Kristinn orðaði það svo í samtali
við Fiskifréttir, að það að skipta út
erlendri mynt fyrir íslenskar krón-
ur væri líkt og að skipta á Benz og
Skoda og sætta sig við viðskiptin,
því fyrir íslensku krónuna væri
ekki hægt að kaupa neitt nema það
sem búið væri að smyrja verð-
bólgukostnaðinum á.
„Þá er spurning dagsins", sagði
Stjórn Sambands fiskvinnslustöðvanna: Fremri röð frá vinstri. Soffanías Cecilsson, Ágúst Einarsson, Arnar Sigurmundsson, Brynjólfur Bjarna og
Konráð Jakobsson. Aftari röð frá vinstri. Ágúst Elíasson, frkv.stj. SF, Jón Friðjónsson, Þorsteinn Árnason, Teitur Stefánsson, Einar Oddur
Kristjánsson, Árni Guðmundsson, Gunnar Tómasson og Sturlaugur Sturlaugsson. Á myndina vantar: Kristján Guðmundsson, Þorberg Þórðarson,
Eðvarð Júlíusson, Einar Pál Bjarnason og Þorstein Ásgeirsson.
Jónas Flaralz svarar fyrirspurnum fundarmanna. (Ljósni. KM)
geta trúað á?“ Hann tók undir þá
skoðun, að það sem mest hefði
skort á í tengslum við fastgengis-
stefnuna, ekki síst á síðustu ntán-
uðum, væri trú manna á að hún
rnyndi takast. „Fólk hefur hagað
sér eins og það væri sannfært um
að þetta myndi ekki takast“, sagði
Jónas, „og meðan svo er getur
þetta ekki tekist".
Jónas nefndi, að það síðasta sem
gert hefði verið af hálfu ríkis-
stjórnarinnar til þess að skapa trú á
stefnunni hefði verið útgáfa
skuldabréfa í erlendum gjaldeyri
og heimildir til að stofna banka-
reikninga í erlendum gjaldeyri eft-
ir nýár. „Þetta kom bæði ansi seint
og skipti ekki nógu miklu máli til
þess að það gæti haft veruleg áhrif.
Þess vegna er ég æ meira að sann-
færast um, að það sem við þurfum
á að halda og eigi að vera næsta
skrefið í þessari þróun sé að tengj-
ast erlendum myntum", sagði Jón-
as.
Þátttaka í EMS
„Það sem kemur fyrst í hugann
og liggur næst“, hélt Jónas áfram,
„er að gerast þátttakendur í EMS,
European Monetary System.
Þetta er samvinna Evrópulanda í
gengismálum þar sem gilda reglur
um það hvað megi hreyfa gengið
mikið innan þröngra marka. Það
geta skapast þær aðstæður, að það
verði að breyta genginu, og Frakk-
ar hafa gert það oftar en einu sinni.
En þetta er þrautalending sem
ekki er gripið til fyrr en komið er í
mjög erfiða stöðu. Þessu kerfi get-
um við tengst án þess að ganga í
Efnahagsbandalagið. Slík þátttaka
gæti tryggt þann stöðugleika sem
við þurfum á að halda. En þá verð-
um við að ganga inn í slíka sam-
vinnu á „réttu gengi", — á gengi
sem skapar jafnvægi."
Hvað er rétt gengi?
Einar Jónatansson í Bolungar-
vík spurði Jónas Haralz í framhaldi
af þessu, í fyrsta lagi hversu mikið
hann teldi að leiðrétta þyrfti geng-
ið ef við íslendingar gengjum inn í
svona samstarf, og í öðru lagi
hvernig sú þróun, sem orðið hefði
á Bandaríkjadollar, hefði komið
við okkur, ef íslendingar hefðu
verið komnir inn í slíkt kerfi, sem
hann hefði verið að lýsa.
„Hvað fyrri spurninguna varð-
ar, þá vil ég ekkert segja hvert hið
„rétta" gengi er“, sagði Jónas, „en
varðandi seinna atriðið þá er það
að sjálfsögðu ljóst, að þátttaka
„Ég er æ meira að sannfærast um, að það sem við þurfum á að
halda og eigi að vera næsta skrefið í þessari þróun sé að tengjast
erlendum myntum“, sagði Jónas Haralz bankastjóri Landsbank-
ans á aðalfundi Sambands fískvinnslustöðvanna fyrir skemmstu.
Tilefni þessara umrnæla var
fyrirspurn til hans í framhaldi af
ræðu Kristins Péturssonar á
Bakkafirði um vanda fiskvinnsl-
unnar á tímum fastgengisstefnu.
þegar tilkostnaður við framleiðsl-
una hækkar stöðugt. meðan tekjur
standa í stað eða jafnvel lækka.
Kristinn sagði, að spákaup-
mennska af ýmsu tagi ýtti undir
verðbólgu á Islandi. Islendingar
treystu því ekki í hjarta sínu að
gengi krónunnar myndi standast
Kristinn í ræðu sinni á fundinum,
„hvernig má eyða vantrú íslenskra
og erlendra aðila á gjaldmiðli okk-
ar? Hvernig má gera íslensku
krónuna að alvörugjaldmiðli? Mín
niðurstaða er sú, að gera eigi ís-
lensku krónuna að hluta úr stærra
myntkerfi, eins og t.d. Luxemburg
er með sameiginlegt myntkerfi
með Belgíu, undir yfirstjórn belg-
íska seðlabankans. Andmælendur
þessara hugleiðinga hafa sagt, að
þetta þýddi skert sjálfstæði þjóðar-
innar. En er það í raun sjálfstæði
að búa við ótraust peningakerfi?“
Kristinn Pétursson.
boðaða fastgengisstefnu. Erlendir
aðilar treystu ekki gjaldmiðli okk-
ar. Kröfur verkalýðsforustunnar
væru ríflegar. Seljendur vöru og
þjónustu reyndu að hækka verð
sín. Framkvæmdaaðilar reyndu að
hraða verkum sínum áður en allt
hækkaði. Allt þetta væri dæmi um
spákaupmennsku, — og loks end-
urspegluðu himinháir vextir van-
trú borgaranna gjaldmiðlinum.
Millifærslur og
frjálst gengi
Jónas Haralz bankastjóri benti
á, að áður fyrr hefðu menn stöðugt
talað um að skapa rekstrargrund-
völl með millifærslum af öllu
mögulegu tagi. Á undanförnum
árum hefði mönnum hins vegar
orðið tíðrætt um frjálst gengi eða
það að sjávarútvegurinn hefði
gjaldeyrinn í sínum höndum og
seldi hann á því verði sem hægt
væri að fá fyrir hann.
„Nú er bersýnilega mikill skiln-
ingur á mikilvægi stöðugleika í
gengi", sagði Jónas, „og þá vaknar
spurningin: „Hvernigeigum við að
ná þeim stöðugleika sem rnenn
Samband fiskvinnslustöðvanna