Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 8
8 föstudagur 18. desember Þann 16. júní 1943 gerði þýsk orrustuflugvél skotárás á strand- ferðaskipið Súðina. Tveir menn létust og fimm særðust mikið en einn þeirra var sautján ára gamall þjónn á Súðinni: Guðmundur Val- ur Guðmundsson. Hann hlaut 143 sár í árásinni öll vinstra megin. Guðmundur féllst á að segja Fiski- fréttum frá árásinni á Súðina. „Við vorum á grunnleiðinni á milli Flateyjar á Skjálfanda og lands á leiðinni til Akureyrar. Súð- in var strandferðaskip sem fór hringinn í kringum landið og í þetta skipti fórum við austur fyrir landið frá Reykjavík. Ég man að þegar við vorum að fara frá Þórs- höfn sé ég að Esjan er að koma þangað en í því heyri ég í flugvél. Þetta var eftir hádegi, nánar tiltek- ið klukkan 13.40. Ég og kokkur- inn, Olafur Tryggvason, vorum að ganga frá í matsal og eldhúsi en við gengum út á dekk og Olafur hélt á stórri vatnskönnu í hendinni sem í var rakvatn. Siglingar á stríðsárunum Texti: Halldóra Sigurdórsdóttir Strandferðaskipið Súðin sem þýsk orrustuflugvél réðist á Skjálfandaflóa 16. júní 1943. Tveir létust og margir særðust (Ljósm. Ólafur Magnússon; Ljósmyndasafnið). ..Hlaut 143 sár í árásinni segir Guðmundur Valur Guðmundsson, sem varþjónn á Súðinni, þegar ----------------------- þýsk orrustuflugvél gerði atíögu að skipinu „Þá sá ég mikinn blossa“ Þegar við komum upp á dekk heyri ég vélagný, ég leit upp og horfði beint í sólina en ég vissi að þetta var flugvél sem var að koma yfir. Ólafur, sem stóð við hliðina á mér, lyfti upp í gamni vatnskönn- unni sem hann hélt á og mundar hana eins og hann ætli að skjóta með henni hlæjandi. Síðan heldur Ólafur áfram af dekkinu og út á brúna sem lá yfir lestinni. Hann var kominn út á brúna miðja en ég stóð enn á dekkinu. Þá skyndilega sé ég mikinn blossa fyrir framan mig, ég fann fyrir gífurlegu höggi á brjóstið vinstra meginn, snérist í hálfhring, ég fékk annað högg en datt síðan niður og man ekkert fyrr en ég er tekinn upp og farið með mig niður á 1. pláss. Ég man að tvær af þernunum stóðu og stumr- uðu yfir mér. Ég fann ekkert til og var alveg dofinn. Ég var með 143 skotsár á líkamanum og mikið slas- aður en ég vissi ekki af því fyrr en seinna. Tveir breskir togarar voru ekki langt frá okkur og kom togarinn Lamesadale H 548 frá Hull fyrst en hinn War Grey H einnig frá Hull skömmu síðar. Við sem vorum særðir fórum með Lamesadale til næstu hafnar sem var Húsavík. Hinir fóru yfir í War Grey því Súð- in var farin að halla geysilega mik- ið. Ég vissi alla tíð af mér í togaran- um, ég var allur dofinn og gat hvorki hreyft mig né talað en ég skynjaði allt. Kokkurinn á togar- anum var lærður hjúkrunarmaður en hann stóð yfir mér og hellti stöðugt í mig viskí - sjálfsagt til að deyfa mig enn frekar. Skipverjar voru að spyrja hann af og til hvernig ég væri og hann sagði að það væri gersamlega vonlaust með mig - ég væri að deyja. Þrátt fyrir þetta var ég aldrei hræddur - ekki einu sinni þegar þeir voru að spá mér dauða þarna í togaranum. Það næsta sem ég man var að ég vakna í miðri aðgerð á skurðar- borðinu á Húsavík, vegna sárs- Ör á handlegg Guðmundar eftir sár sem hann fékk í árásinni. aukans. Ég hafði misst mikið blóð og var þess vegna máttlaus en einnig hafði önnur hljóðhimnan sprungið. Mér er sagt að Súðin hafi komið um klukkan 17.00 til Húsa- víkur. Ég lá síðan á sjúkrahúsinu á Húsavík í nokkurn tíma en Björn Jósepsson var læknir þar. Ég var síðan fluttur á Landakotsspítalann því þó að spítalinn á Húsavík hafi verið góður var hann fullkomnari hér í Reykjavík." Kúlnahríðin dynur á skipinu Um árásina á Súðina sumarið 1943 stendur eftirfarandi í bók Gunnars M. Magnúss „Virkið í norðri" en þessi kafli var tekinn beint upp úr leiðarbók Súðarinn- ar: „Klukkan 13.40 heyrði 3. stýri- maður, er átti vakt á stjórnpalli, í flugvél og í sama mund sá hann hvar flugvél kom beint undan sól (skipið hafði stefnu í vestur) og lækkaði flugið. Hann fór þegar að talpípu þeirri, sem liggur niður til skipstjóra (Ingvar Kjaran). til þess að tilkynna honum um flugvélina. í sama mund og hann tekur flaut- una úr talrörinu, kom skot í vinstri öxl hans og féll hann flatur á stjórnpallinn. Á sömu stundu fleygði flugvélin sprengjum og lét jafnframt kúlnahríð dynja á skip-

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.