Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 35

Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 35
„ Veiddum í þremur heimsálfum eitt sumarið “ Flugfiskarnir flugu á dekk — rætt við Kristbjörn Árnason skipstjóra á Sigurði RE 4 um veiðar í svartaþoku við Nýfundnaland og leitina að makrílnum við Afríkustrendur Sigurður RE (Ljósm. Heiðar Marteinsson) Menilingar liafa löngum sótt sjóinn fast og ekki vílað fyrir sér að sækja á fjarlæg miö. Skútu- kariar fvrri tíma fóru býsna langt miðað við farkostina en með til- komu nýsköpunartogaranna eft- ir seinni heimstyrjöldina hófust siglingar á mið fjarri íslands- ströndum fyriralvöru. Fiskirí við Grænland færði björg í bú og skóp grunninn ásámt með öörum veiöum að því samfélagi sem viö byggjum í dag. Hcr er ekki ætlunin að gera þeim kafla íslenskrar útvegssögu skil cnda hefur það áður verið gert í þessu blaöi. Hins vegar munu her a eftir fylgja viðtöl við þrjá ágáeta athafnamcnn í sjávar- útvegi sem tóku þátt í sókn cftir loðnu og síkl við Nýfundnaland og í Norðursjó eftir að þcssar teg- undir hurfu af heimamiðum. Pá segir frá þriggja heimsálfu flandri aflaskipsins Sigurðár RE 4 áriö 1975; Á gósscnárum síldarævintýris- ins byggðu íslenskir útvegsmCnn upp góðan flota nótaskipa. l’egar þeim vcltiárum lauk vantaði þessi skip verkcfni og því var brugöiö á það ráð að sækja silfur hafsins og loðnuna á fjarlæg mið. Rányrkja í þcssum stofnum varð þess hins vegar valdandi að þeir hurfu á ákveðnum svæðum eða umráðamenn miðanna lögðu bann við slíkum veiöum. Þess vegna tók fljótlega fyrir veiöar við Nýfundnaland og sömulciðis í Norðursjó árið 1974 þegar ís- lensku bátarnir hurfu heim á leið fyrir fullt og fast. En sagan lifir og frásagnir þeirra sem tóku þátt í æfintýrun- um varpa Ijósi á tíðarandann. „Upphaf þessara veiða okkar á fjarlægum miðum má fyrst og fremst rekja til þess að afli á heima- miðum hafði brugðist og við vild- um reyna að kroppa eitthvað úr sjónum annars staðar fyrst það gekk ekki heima fyrir. Þessar til- raunir gengu upp og ofan og langt var frá því að við værum einir í þessum veiðiskap. En við kynnt- umst ýmsu í þessu og eitt er víst að sjómönnunum líkaði ágætlega til- breytingin og um leið var bátum okkar sköpuð verkefni“, sagði Þórhallur Helgason framkvæmda- stjóri hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík, en hans útgerð fékkst allmikið við veiðiskap fjarri heimamiðum hér á árum áður. „Skömmu eftir að ég kom til Hraðfyrstistöðvarinnar eða á ár- unum 1963-66 voru keyptir 5 bátar að húsinu. Fjórir komu frá Noregi en einn frá Hollandi. Sá fyrsti var 180 tonn, tveir næstu bátarnir voru um 220 tonn og tveir síðustu tals- vert stærri eða um 300 tonn. Þessi skip voru smíðuð til sfldveiða og nýttust okkur vel síðar meir á loðn- unni. Minnkandi afli heima fyrir Afli á Islandsmiðum minnkaði mjög um miðjan áratuginn og skorti mjög verkefni fyrir flotann. Einar Sigurðsson útgerðarmaður og eigandi Hraðfrystistöðvarinnar var um skeið formaður stjórnar SH og í einum af sínum ferðum vestur um haf kynntist hann at- hafnamanni í Gloucester að nafni Limpman. Sá rak mikla síldar- verksmiðju þar og framleiddi kjúklingafóður, en hann var einnig umsvifamikill í framleiðslu kjúkl- inga. Milli þeirra tókust samningar um að við sendum báta til austur- strandar Bandaríkjanna tii að veiða síld sem þar var talsvert af á þeim árum. Fyrstur reið á vaðið Orn RE 1 undir stjórn Sævars Brynjólfssonar og fór hann vestur í ársbyrjun 1969. Þvældist hann um Georges bankann og náði þokka- legum afla. Þá strax um vorið bætt- ust Örfirisey og Akurey í hópinn frá okkur en auk þeirra héldu utan Oskar Halldórsson og Eldeyin. Þessi skip voru fyrir utan strönd Massachusetts allt sumarið og var veiði treg í heildina tekið. Aðstaða var mjög erfið því þetta var á grunnsævi og því mikið rifrildi. Þá eins og nú voru í gildi þau lög í Bandaríkjunum að skip mættu ekki landa þar nema þau væru smíðuð þar vestra. Til að fara í kringum þetta var brugðið á það ráð að dæla síldinni yfir í mikinn drulludall sem beið okkar við land- helgismörkin en hann flutti svo fenginn í gúanó kjúklingafram- leiðandans uppi á landi." Veitt til bflaframleiðslu! „Strákarnir um borð höfðu af því nokkrar tekjur að selja hreistur af síldinni til framleiðslu á bíla- lakki. Þannig var að skilvinda var höfð um borð og í henni losnaði verulegt magn af hreistri sem selt var sérstaklega einhverjum bíla- framleiðanda. Við vorum því að veiða til framleiðslu á þeim tveim- ur afurðum sem einkenna Banda- ríkjamenn einna helst: kjúklingum og bílum! Þessum veiðiskap við Gloucest- er lauk í byrjun október árið 1969. Mjög dró úr veiðinni um miðjan Þórhallur Helgason: „Hreistrið af síldinni seldu strákarnir til fram- leiðslu á bílalakki!“ september og því ákváðum við að hætta. Örninn var langaflahæstur enda búinn að vera lengst úti og fékk um 5000 tonn þannig að það var ljóst að hér var ekki verið að moka upp neinu gífurlegu magni. Skipverjar voru hins vegar afar ánægðir með þessa tilbreytingu. Veður var mjög gott og þeir höfðu flestir fjölskyldurnar með sér sem höfðu samastað í Gloucester. Ég fór þarna út sjálfur og var reddari skipverja í landi og ég man að verðlag var miklu lægra en hér heima og því var akkur skipverj- anna og fjölskyldna þeirra tals- verður. En fyrst og fremst var það auðvitað tilbreytingin að veiða annars staðar en á Islandsmiðum1'. með útfærslu landhelginnar o.fl. Við seldum okkar báta en áttum áfram og eigum raunar enn mikið aflaskip, Sigurð RE 4. Hann var — rætt við Þórhall Helga- son um heims- hornaflakk skipa Hraðfrysti- stöðvarinnar í Rvík upphaflega keyptur til okkar í september 1960, 1000 tonna glæsi- legt skip. Við gerðum hann út sem togara með góðum árangri fram til ársins 1972 að honum var breytt í nótaskip. Það er svo árið 1975 sem Sigurð- ur RE 4 gerist mikill heimshorna- flakkari undir stjórn okkar ágætu skipstjóra Haraldar Ágústssonar og Kristbjörns Árnasonar. Fyrst var hann sendur með norska bræðsluskipinu Nordglobal til veiða við Nýfundnaland og lagði í sína fyrstu ferð þangað í júní þetta ár. Mest veiddi Sigurður úti fyrir St. John á Nýfundnalandi eða um 16000 tonn, sem telst gífurlegur afli miðað við þann tíma sem veiðar stóðu yfir. Kristbjörn Árnason skipstjóri í brunni á Sigurði (Ljósm. VH) allt kvikt sem á vegi þeirra varð. Maður var heppinn að missa ekki eitthvað í kjaftinn á þessum risa- skipum og erfiðara en ella að at- hafna sig vegna þokunnar sem lá eins og mara yfir öllu. Maður var því hálf feginn þegar afráðið var að hætta loðnuveiðun- um við Nýfundnaland og komum við til Reykjavíkur 25. júlí eftir tveggja mánaða útiveru." Haldið suður á bóginn „í október þetta viðburðaríka sumar héldum við svo á Sigurði til fjarlægra miða á ný og nú skyldi haldið til strandar Máritaníu í V- Afríku. Fyrst var farið til Vest- mannaeyja og síðan tekin stefna á Madeira úti fyrir Marokkoströnd- um. Siglingin niður eftir gekk Ijómandi vel og komum við að Nordglobal 31. október eftir 10 daga stím. Við fórum strax á stjá en urðum lítið varir þrátt fyrir miklar sögur um mokfiskirí á þessum slóðum ár- ið áður. Mjög erfitt var um staðar- ákvarðanir á þessum tíma og ég man að besta ekkóið var frá hafn- argörðunum í höfuðborg Máritan- íu sem voru 45 mílur í burtu. Höf- uðborgin heitir upp á afrísku Nouakchott en við kölluðum hana aldrei annað en Nóakot. Hins veg- ar voru radarskilyrði furðulega góð á þessum slóðum og maður gat auðveldlega talið hverja einustu fleytu á sjó í 60 mílna radíus um- hverfis skipið." Allt rifnar í fyrsta kasti „Það var því ekkert annað að gera en að leita fyrir sér og héldum við okkur mest við djúpkantinn. Fljótlega komum við í vík mikla þar sem Norðmenn höfðu áður fundið og kölluðu jafnan Osló- fjörð sín í milli. Hrossamakríllinn lét á sér standa en þess í stað fund- um við góðar torfur af svokallaðri sardinellu. Þessum fiski svipar mjög til síldar en er með afar hart hreistur og áttum eftir að fá smjör- þefinn af því. Fljótlega fann ég torfu af sardin- ellunni og kastaði eins og um sfld væri að ræða. Hins vegar brá svo furðulega við að þetta harða hreistur bókstaflega skar nótina í tætlur og máttum við horfa upp á 3ja vikna viðgerð á veiðarfærun- um. Við höfum enga aðra nót með okkur en Norðmenn sem þarna voru hlupu undir bagga með okkur og lánuðu okkur nót. Við áttum raunar hönk upp í bakið á þeim því við höfðum lánað þeim nót við Nýfundnaland árið áður og kom sá greiði sér vel í þetta sinn". Maurildi um allan sjó „Það var um margt frábrugðið að veiða í svona heitum sjó. Mesta athygli okkar vakti maurildið, en um nætur lýsti sjóinn upp þar sem skipið klauf hafflötinn og sérstak- lega framan af fannst manni þetta undurfögur sjón. Þá komu flug- fiskarnir manni sérkennilega fyrir sjónir. Ýmist geystust þeir upp úr haffletinum eins og svartfuglar eða þá að hvítar rákir undir yfirborð- inu stefnu að skipinu langt utan frá sjó og voru það þá flugfiskar að leika sér. Fyrir kom að þeir flygju inn á dekk hjá okkur og vorum við fljótir að góma þá. Þær voru marg- ar fisktegundirnar sem við fengum í nótina þetta haust þarna niður frá og við varðveittum þær í ís og gáf- um fiskasafninu í Vestmannaeyj- um þegar heim kom. Þarna vorum við að flakka um allstórt hafsvæði fram undir lok nóvember og fórum við m.a. allt vestur að Grænhöfðaeyjum til að reyna fyrir okkur. Okkur langaði að taka land í Máritaníu en var ráðlagt að sleppa því þar sem stríð geisaði um þær mundir og því óráðlegt að vera að þvælast um þar. Ég fór svo af skipinu 22. nóvem- ber og flaug heim frá Las Palmas en ný áhöfn sigldi skipinu heim eft- ir frekari tilraunaveiðar 19. desem- ber að loknu þessu viðburðarríka fiskiríi á Sigurði RE 4“. -vh. föstudagur 18. desember Texti: Valþór Hlöðversson „Það má segja að ég hafi aðal- lega tekið þátt í tveimur veiðiferð- um á fjarlæg mið ef frá eru taldar síldveiðarnar í Norðursjó hér um árið. Annars vegar veiðar okkar á Sigurði við Nýfundnaland árið 1975 og svo við strendur Afríku um haustið. Það er nú svosem ekki frá miklu að segja enda þótt maður gæti eflaust sagt sögur frá þessum ferðum ef nægur tími gæfist til að rifja upp“, sagði Kristbjörn Árna- son skipstjóri á Sigurði RE 4 er við gómuðum hann í þann veg sem hann hélt í einn túrinn nú í byrjun desember. Þokan var verst „Það var 29. maí 1975 sem við héldum af stað til loðnuveiða við Nýfundnaland og voru 15 menn skráðir á skipið samkvæmt dag- bók. Ætlunin var að veiða í troll en Norðmenn höfðu veitt með þeim hætti þarna og gefist vel. Við höfð- um þó loðnunótina með okkur til vonar og vara og átti það eftir að koma sér vel því fljótlega urðum við varir við torfur og köstuðum við á þær og mokuðum loðnunni upp. Þetta voru allt saman botn- köst því þarna er ekki nema 20-30 faðma dýpi úti fyrir Saint Johns í Nýfundnalandi." „Hins vegar var það bölvuð þokan sem setti verulega strik í reikninginn. Hún lá í slæðum þétt yfir sjónum svo að naumast sá nema nokkrar faðmslengdir frá sér. Uppi í brú sá maður svo siglu- toppa skipanna skaga upp úr þykkninu og það var ekki laust við að svona aðstæður færu í taugarnar á manni til lengdar. Ég man t.d. að við urðum æði oft að leggja upp að síldarbræðsluskipinu eftir radar og vissum ekki af því fyrr en skipin snertust. Úrbrúhjámérvarð ég að gefa skipanir með merkjum því við grilltum ekki hver í aðra yfir lunn- inguna. Svona svört var þokan. Þá var rnikið af verksmiðjutog- urum frá Sovét á þessum slóðum og maður varð að vera stöðugt á verði fyrir því að þeir drægju ekki yfir hjá okkur. Þeir röðuðu sér með þéttu millibili og keyrðu svo samsíða með vörpuna úti og hirtu Örfirisey við strönd Bandaríkjanna. I sumarlok eða í ágústmánuði sendum við svo skipið lengst norð- ur í B arentshaf og fylgdi það einnig í kjölfar Nordglobal. Þar var verið í um það bil mánuð og á þeim tíma voru kroppuð um 7500 tonn úr sjó til bræðslu. Næsti kúrs var svo tekinn á Afr- íku, en í október þetta sama ár fylgdi Sigurður Nordglobal eftir til svæðis úti fyrir strönd Máritaníu. Þannig var að Norðmenn höfðu veitt mikið af makríl þar árið áður og hugðum við gott til glóðarinnar að komast í þá veiði og fóru fleiri íslensk skip til veiða þangað. Hins vegar kom á daginn að makrílveið- in brást gjörsamlega og náðum við ekki nema um 2500 tonnum úr sjó. Kom Sigurður heim rétt undir jól og hafði þá veitt um 40.000 tonn þetta sumar í þremur heimsálfum - og geri aðrir betur!" „Já, Sigurður hefur verið mikið happaskip og ég efast um að nokk- urt annað íslenskt skip hafi dregið annan eins afla úr sjó. Það þótti mikið djarfræði að kaupa þetta 1000 tonna skip til Hraðfrystist- öðvarinnar árið 1960 en það sýndi miklu fremur framsýni Einars Sig- urðssonar útgerðarmanns að festa kaup á skipi af þessari gerð. Sama var að segja þegar hann ákvað að breyta því í nótaskip árið 1972. Þá höfðu fæstir trú á tiltækinu en þar reyndumst við brautryðjendur með þetta mikla happaskip", sagði Þórhallur að síðustu. -vh föstudagur 18. desember ✓

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.