Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 15

Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 15
föstudagur 18. desember Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson og það er varla hægt að lýsa honum enda leið mér ekki vel í sjónum. Ég hugsa að þrýstingur djúp- sprengjanna sé ekki ósvipaður því að vera laminn með fjölda sleggja í einu um allan líkamann. Þetta var nánast óbærilegt. En eftir að hafa gert nokkrar árangurslausar tilraunir við að granda kafbátnum var okkur bjargað um borð í annað fylgdar- skipið. Aðbúnaðurinn um borð var allur hinn besti enda var skipið að hluta innréttað með það í huga að hýsa skipbrotsmenn. Við feng- um heitt te um borð. þurr föt og rommlögg. Síðan var siglt með okkur til Skotlands. Töldu okkur þýska stríðsfanga Við tókum land í litlum bæ suð- vestur af Glasgow. Við fórum síð- an til Glasgow og á brautarstöð- inni þar lentum við í dálitlum vandræðum. Við nutum fylgdar lögreglu en á brautarstöðinni veitt- ist að okkur hópur fólks sem gerði hróp að okkur og grýtti. Greinilegt var að fjöldinn hélt okkur þýska stríðsfanga og einkennisklæddir yfirmenn okkar með Eimskips- merkið í barminum voru ekki til að draga úr þeirri hugmynd. Það skipti engu þótt lögreglan reyndi að leiðrétta þennan misskilning. Stefnumót við Skotland Magnús Þorsteinsson, síðar skipstjóri, sigldi öll stríðsárin á Goðafossi og hann tók þátt í fyrstu við fengum á okkur grjótkast þar til við gátum leitað skjóls á braut- arstöðinni. Við tókum lest til Ed- inborgar og þaðan fórum við með Brúarfossi til Islands." Þú hefur ekki verið orðinn af- huga sjómennsku eftir þessa háskaferð með Dettifossi? „Nei, ég kom reyndar að máli við Jón Sigurðsson skipstjóra á Brúarfossi og falaðist eftir skips- plássi á heimleiðinni og skömmu eftir heimkomuna réði ég mig á Brúarfoss. Enda var þá komið að lokum stríðsins." Voruð þið á áhættulaunum meðan þið siglduð á stríðsárun- um? „Já, en margir hverjir gerðu lítið úr áhættunni og kölluðu þetta hræðslulaun. En tilfellið var að siglingunum fylgdi mikil áhætta og því sjálfsagt að greiða okkur áhættulaun fyrir siglingarnar. Ég man til dæmis einu sinni eftirþví er Dettifoss var í stórri skipalest að nítján skip voru skotin niður allt í kringum okkur á einni og hálfri klukkustund. Við vorum þá að koma frá Bandaríkjunum og vorum aftast á bakborðsvæng skipalestarinnar þegar lestin varð fyrir heiftarlegri árás kafbáta. Ég veit ekki hvað það var sem bjargaði okkur en Dettifoss var eina skipið á bak- borðsvængnum sem var ofansjávar eftir árásina. Mér þykir líklegast skipalestinni þar sem íslensk skip sigldu undir verndarvopnum bandamanna. „Fyrsta skipalestin var mjög lít- að það hafi bjargað okkur að Dettifoss var minna en hin skip lestarinnar og staðsett þar sem spítalaskip lestarinnar var vant að vera. Þeir hafa því að öllum líkind- um haldið okkur vera spítalaskip og hlíft okkur af þeirri ástæðu." „Snorkerinn“ hjálpaði Þjóðverjum Nú var liðið að stríðslokum þegar Dettifoss var skotinn niður og úrslit stríðsins nánast ráðin. Ugglaust hefur líka verið erfitt fyrir kafbáta að athafna sig í sund- inu milli írlands og Ðretlands. Var algengt að kafbátar lægju þar fyrir skipalestum? „Arásir á skipalestir við strend- ur Bretlands komu í bylgjum og ollu Bandamönnum miklum heila- brotum. Þeir vissu hreinlega ekki hvernig kafbátunum tókst að leyn- ast þetta vel og skjóta svona mark- visst á skipin. Þeirra skoðun var sú að þeir lægju sjálfir á botninum og hleyptu tundurskeytunum á skipin með hjálp einhverskonar stýri- bauju sem flaut á yfirborðinu. Síð- ar kom í ljós að baujutilgátan var röng. Þýsku kafbátarnir voru komnir með svo kallaðan „snork- er," pípur sem lágu upp með sjón- pípunni og með hjálp „snorkers- ins" gat kafbáturinn fyllt sig af hreinu lofti án þess að koma upp á yfirboðið. Fyrir vikið gátu kafbát- arnir leynst mun betur og legið fyrir skipalestunum. Þeir áttu einnig auðveldara með að komast undan djúpsprengjuárásum fylgd- arskipanna því með „snorkernum" náðu kafbátarnir meiri ferð undir yfirborði sjávarins, þeir gátu þá notað díselvélarnar meðan sjón- pípan var fyrir ofan yfirborð, og ekki háðir hæggengum rafmagns- il. I henni voru einungis tvö skip, Katla og Goðafoss. Við sigldum til Nýfundnalands undir vernd tveggja tundurspilla. Sú fylgd þótti dýr. Það var því fljótt fjölgað í skipalestunum og vopnaðir togar- ar leystu tundurspillana af hólmi," segir Magnús. En hvernig var stefnumótið við skipalestina vestur um haf, var það úti á rúmsjó? „Fyrstu árin sigldu skipalestirn- ar til „Loch Ewe á vesturströnd Skotlands. Þegar líða tók á stríðið sameinuðust skipalestirnar hér suður af landinu og vorum við þá venjulega í fylgd tveggja amer- ískra tundurspilla. Okkur þótti gott að sleppa við Loch Ewe, því siglingin þangað lengdi leiðina til mikilla muna og biðin þar var oft löng, allt upp í viku tíma. Við lágum þá við akkeri á flóanum og fengum ekki að fara í land enda lítið um að vera þar. Byggð var sáralítil við flóann. Aður en lestirnar lögðu upp voru allir skipstjórarnir kallaðir saman á fund með „commodore" skipalestarinnar en hann stjórnaði siglingu lestarinnar yfir hafið og Kafbátar reyndust skipalcstunum hvað skeinuhættastir. Eirtaflan um borð í Dettifossi, — gjöf frá Hindenburg forseta Þýskalands í þakkarskyni fyrir björgun skipshafnar þýska togarans Liibeks úr sjávar- háska árið 1932. Skjöldurinn fór niður með Dettifossi, þegar þýskur kafbátur sökkti skipinu í stríðslok við Skotland. móturum eins og áður. Tækni- framfarirnar voru einnig miklar á þessum árum og undir stríðslok var farið að framleiða mun hljóð- látari kafbáta og það gerði þeim auðveldara fyrir með að ná til okk- ar. En sem betur fer á aldrei eftir að koma til siglinga í líkingu við þetta. Kafbátaárásir á skipalestir koma aldrei aftur og vonandi ekki annað stríð." Heimildir: Gunnar Gunnarsson: Virkið í norðri 3. bindi, ísafoldarprent- smiðja, Reykjavík 1950. Öldin okkar, Minnisverð tíðindi 1931 - 1950. Ritstjóri Gils Guðmundsson. Iðunn, Reykjavík 1975 gaf allar fyrirskipanir á merkja- máli. „Commodorinn" var venju- lega háttsettur maður úr sjóhern- um, aðmíráll með meiru, oft kom- inn á eftirlaun enda þurfti að tjalda því sem til var á þessum tímum. Skip „commodorsins" var fremsta kaupskip lestarinnar og fór fyrir henni miðri." Var Loch Ewe flóinn orðinn full- ur af skipum þegar þið lögðuð upp? „Já og aðrir flóar og firðir á vest- urströnd Skotlands, því skipin biðu víðar en í Loch Ewe. Þegar merki var gefið sigldum við út fyrir ströndina, hittum hin skip lestar- innar og röðuðum okkur upp." Tilviljun réði engu Var skipunum raðað upp eftir fyrirfram ákveðnu kerfi eða var tilviljun látin ráða því hvar í Iest- inni skipin lentu? „Tilviljun réði engu um skipulag lestarinnar, skipunum var raðað upp eftir ákveðnu kerfi. Skipalest- irnar voru allar á breiddina, yfir- leitt voru ekki nema fimm skip í halarófu en raðirnar gátu orðið margar, því í lestunum voru gjarn- an 50 til 60 skip og mest man ég eftir að hafa siglt í skipalest sem taldi 123 skip og herskipin þar að auki. Milli raðana voru 500 metrar og yfirleitt gekk vel að halda því bili en erfiðara var að halda réttu bili milli skipanna í hverri röð enda gengu þau á misjöfnum hraða. Tekið var tillit til ganghraða skip- anna þegar þeim var raðað upp og gangminnstu skipunum, þeim sem hættast var að dragast aftur úr, var komið fyrir aftast í hverri röð og þar voru yfirleitt íslensku skipin. Herskipin voru síðan á öllum fjór- um hornum skipalestarinnar og eitt fyrir framan miðja lestina og annað fyrir aftan hana. Það voru því alltaf sex herskip sem sigldu með lestinni og þau voru öll búin djúpsprengjum til að granda kaf- bátum. Ég geri síðan fastlega ráð fyrir því að stærri orustuskip hafi fylgst með lestinni úr meiri fjar- lægð, þótt við höfum ekki orðið varir við þau. Auk þessa voru iðulega nokkur skip, venjulegast olíuskip búin flugvélum sem hægt var að grípa til

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.